Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald DV: Landsmeðaltal lækkar á milli tveggia mánaöa um 20% Landsmeðaltal matarkostnaöar á einstakling í janúar er 20% lægra en í desember. Landsmeðaltalið var í desember kr. 1.634, en í janúar kr. 1.308. Jólainnkaupin hækka alltaf meöaltalið, svo að þessi lækkun er eðli- leg þó mörgum finnist ótrúlegt að eitt- hvað lækki í dag. Landsmeðaltal í nóvember var kr. 1220 og hefur hækkun matarkostnaðar f rá nóvember til janúar verið um 7%. Okkur bárust upplýsingaseðlar frá — hækkun á milli ára 45% — tveggja ára um 160% 43 stöðum á landinu í heimilisbókhald síðasta uppgjörsmánuð og birtum við töflu um meðaltal á öllum stöðunum. Lægst er meðaltalið í janúar á ísafiröi (kr. 660) en hæst í Borgarnesi. (kr.2094). Mismunurinn á milli lægsta og hæsta meðaltals er yfir landsmeðal- tali, eðakr. 1434,217%. Landsmeðaltal í janúar 1982 var kr. 904, en er í ár fyrir sama mánuð kr. 1.308. Hækkun á milli áraertæp45%. Þá höfum viö borið saman lands- meðaltal í janúar 1981, sem var kr. 504, við landsmeöaltal sama mánáðar ári síðar og var hækkunin þá á milli ára tæp 80%. En hækkun matarkostnaðar frá janúar 1981 til janúar 1983 er um 160%. Á sjö stöðum á landinu er meðaltal innan við eitt þúsund krónur, en það er á Blönduósi, Grímsey, Hellu, Hvols- velli, Hofsósi, ísafirði og Sandgerði. Þessir staðir eru dreiföir um land allt, þó vantar hér staö aö austan. Lægsta útkoma á Austfjörðum er á Neskaup- stað, kr. 1.090. Varla hefur búseta af- gerandi áhrif á þessar niðurstöðutölur. Þannig sést til dæmis á þremur tölum, frá Bolungarvík, Isafirði og Hnífsdal (s.s.kr. 1.243, kr. 660,kr. 1.185), aðeitt- hvað annað en búseta hefur áhrif á meðaltal á aðsendum seðlum frá þess- um stöðum. Á nokkrum stöðum er meðaltal nokkuð hátt yfir landsmeðaltal, til dæmis í Borgarnesi sem fyrr er getið. Einnig í Reykjavík, á Laugarvatni, í Mosfellssveit, Olafsvík, Kópavogi og á Þingeyri. Margar skýringar eru á lækkun matarkostnaðar á milli desem- ber-og janúaruppgjöra. Semfyrrsegir eru þaö jólasteikurnar ásamt meðlæti sem hækka matarreikninga í desem- bermánuði. Ein ástæöan kom f ram frá einum bréfritara semsendi okkurupp- lýsingaseöil. Þar sagðist bréfritari hafa gengið á birgðir frystikistunnar í janúar, meðalannars vegna ófærðar. Þátttakan í heimilisbókhaldinu í janúar var afar mikil og vonum viö að framhald verði á og jafnvel fleiri bætist við. I dag er upplýsingaseðill á neytendasíðunni, klippiö hann út og færið inn á tölur f yrir febrúarmánuö ef þið hafiö þær og sendiö okkur seðilinn. -ÞG MEÐALTAL FRÁ 43 STÖÐUM ~ •. > -:*&v •• •-...; •••'•. ••., - ". ¦ :¦ '¦:¦•¦¦ ¦¦'¦¦¦¦ . ¦¦•;¦ ¦¦:'¦¦ :,'¦¦"' ¦¦¦¦¦.¦..: I janúar er meðaltal hæst í Borgarnesi. Dagsetning á Ora dós Hingaö hringdi maöur sem keypt hafði sér dós með hamborgara í þann 28. f ebrúar. Dósin var frá Ora og sem framleiðsludagur var skráð eftirfar- andi tala: 3383. Taldi maðurinn að þarna mundi átt við3.3.'83 og fannst ríflega stimplað f ram í tímann. Magnús Tryggvason hjá Ora sagði að þetta væri ekki 3.3.'83 heldur 33. dagur ársins 1983. Þegar flutt væri á erlendan markað yrði að stimpla á þennan hátt til þess að hægt væri að rekja galla vörunnar ef hann kæmi upp. Á dósinni stæði einnig að geymslutími væri þrjú ár. Menn eiga því ekki að hafa verulegar áhyggjur þótt þeir viti ekki nákvæm- lega hvenær 33. dagur ársins var. 2. febrúar er reyndar 33. dagur ársins 1983. DS Upplýsingaseðill; til samanburöar á heimiliskostnaði I Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi i upplýsingamiölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvliln af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili ii i Sími <f~------------------------------------------ J 1 Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í f ebrúarmánuöi 1983 Mátur og hreinlætisvörur kr. Annaö " kr. kr. ií Janúarmoðaltal: Kr. Hellissandur 1.263,- Ólafsvik 1.602,- Akranes 1.334,- Hnifsdalur 1.185,- Raufarhöfn 1.092,- Akureyri 1.489,- Hofsós 995,- Reyðarfjörður 1.230,- Blönduós 919,- Húsavik 1.110,- Reykjahlið við Mývatn 1.211,- Bolungarvik 1.243,- Hvammstangi 1.296,- Reykjavík 1.563,- Borgames 2.094,- Hvolsvöllur 915,- Sandgerði 972, Dalvík 1.201,- Höfn, Hornafirfli 1.105,- Sauflárkrókur 1.129, Eskifjörður 1.185,- ísafjörður 660,- Selfoss 1.106, Eyrarbakki 1.265,- l-Njarðvik 1.143,- Siglufjörður 1.150, Garðabær 1.252,- Keflavik 1.406,- Stykkishólmur 1.220, Grenivík 1.120,- Kópasker 1.240,- Vestmannaeyjar 1.176, Grimsey 678,- Kópavogur 1.542,- Vogar 1.111, Grundarfjörður 1.215,- Laugarvatn 1.795,- Þingeyri 1.579, Hafnarfjörður 1.364,- Mosfellssveit 1.760,- Þorlákshöfn 1.398, Hella 984,- Neskaupstaður 1.090,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.