Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Side 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald DV ■ ■ Landsmeðaltal lækkar á milli tveggja mánaða um 20% — hækkun á milli ára 45% — tveggja ára um 160% Landsmeðaltal matarkostnaöar á einstakling í janúar er 20% lægra en í desember. Landsmeöaltalið var í desember kr. 1.634, en í janúar kr. 1.308. Jólainnkaupin hækka alltaf meöaltaliö, svo að þessi lækkun er eöli- leg þó mörgum finnist ótrúlegt að eitt- hvaö lækki í dag. Landsmeðaltal í nóvember var kr. 1220 og hefur hækkun matarkostnaöar frá nóvember til janúar veriö um 7%. Okkur bárust upplýsingaseölar frá 43 stööum á landinu í heimilisbókhald síöasta uppgjörsmánuö og birtum viö töflu um meðaltal á öllum stööunum. Lægst er meðaltalið í janúar á Isafiröi (kr. 660) en hæst í Borgarnesi. (kr.2094). Mismunurinn á milli lægsta og hæsta meðaltals er yfir landsmeöal- tali, eðakr. 1434 , 217%. Landsmeöaltal í janúar 1982 var kr. 904, en er í ár fyrir sama mánuö kr. 1.308. Hækkun á milli áraertæp45%. Þá höfum viö boriö saman lands- meöaltal í janúar 1981, sem var kr. 504, við landsmeðaltal sama mánáöar ári síðar og var hækkunin þá á milli ára tæp 80%. En hækkun matarkostnaðar frá janúar 1981 til janúar 1983 er um 160%. Á sjö stööum á landinu er meðaltal innan viö eitt þúsund krónur, en þaö er á Blönduósi, Grímsey, Hellu, Hvols- velli, Hofsósi, Isafirði og Sandgeröi. Þessir staöir eru dreiföir um land allt, þó vantar hér staö að austan. Lægsta útkoma á Austfjöröum er á Neskaup- staö, kr. 1.090. Varla hefur búseta af- gerandi áhrif á þessar niöurstööutölur. Þannig sést til dæmis á þremur tölum, frá Bolungarvík, Isafirði og Hnifsdal (s.s.kr. 1.243, kr.660,kr. 1.185), aöeitt- hvaö annaö en búseta hefur áhrif á meðaltal á aösendum seðlum frá þess- um stöðum. Á nokkrum stööum er meðaltal nokkuö hátt yfir landsmeöaltal, til dæmis í Borgarnesi sem fyrr er getið. Einnig í Reykjavík, á Laugarvatni, í Mosfellssveit, Olafsvík, Kópavogi og á Þingeyri. Margar skýringar eru á lækkun matarkostnaöar á milli desem- ber- og janúaruppgjöra. Sem fyrr segir eru þaö jólasteikurnar ásamt meðlæti sem hækka matarreikninga í desem- bermánuöi. Ein ástæöan kom fram frá einum bréfritara sem sendi okkur upp- lýsingaseöil. Þar sagðist bréfritari hafa gengiö á birgöir frystikistunnar í janúar, meðal annars vegna ófæröar. Þátttakan í heimilisbókhaldinu í janúar var afar mikil og vonum viö að framhald verði á og jafnvel fleirí bætist viö. I dag er upplýsingaseðill á neytendasíöunni, klippiö hann út og færiö inn á tölurfyrir febrúarmánuöef þiö hafiö þær og sendiö okkur seðilinn. -ÞG I janúar er meðaltal hæst í Borgarnesi. Dagsetning á Ora dós Hingaö hringdi maöur sem keypt hafði sér dós meö hamborgara í þann 28. f ebrúar. Dósin var frá Ora og sem framleiðsludagur var skráö eftirfar- andi tala: 3383. Taldi maöurinn aö þarna mundi átt við3.3.’83 og fannst ríflega stimplað f ram í tímann. Magnús Tryggvason hjá Ora sagöi aö þetta væri ekki 3.3.’83 heldur 33. dagur ársins 1983. Þegar flutt væri á erlendan markaö yröi aö stimpla á þennan hátt til þess aö hægt væri aö rekja galla vörunnar ef hann kæmi upp. Á dósinni stæöi einnig að geymslutími væri þrjú ár. Menn eiga því ekki aö hafa verulegar áhyggjur þótt þeir viti ekki nákvæm- lega hvenær 33. dagur ársins var. 2. febrúar er reyndar 33. dagur ársins 1983. DS (Jpplýsingaseðiíí; til samanburðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega srndiö okkur þennan svarseöil. Þannig cruö þér orðinn virkur þátttak- | andi i uppHsingainiölun meðal almennings um hvert sé meöaital heimiliskostnaöar j fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- ' tæki. 1 1 Nafn áskrifanda Heimili íi ;i Sími d----------------------- J 1 Fjöldi heimilisfólks. j Kostnaður í febrúarmánuöi 1983 Mátur og hreinlætisvörur kr. Annað ' kr. Alls kr. i MEÐALTAL FRÁ 43 STÖDUM Janúarmeðaltal: Kr. Hellissandur 1.263,- Olafsvík 1.602,- Akranes 1.334,- Hnifsdalur 1.185,- Raufarhöfn 1.092,- Akureyri 1.489,- Hofsós 995,- Reyðarfjörður 1.230,- Blönduós 919,- Húsavik 1.110,- Reykjahlíð við Mývatn 1.211,- Bolungarvík 1.243,- Hvammstangi 1.296,- Reykjavik 1.563,- Borgarnes 2.094,- Hvolsvöllur 915,- Sandgerði 972,- Dalvík 1.201,- Höfn, Hornafirði 1.105,- Sauðárkrókur 1.129,- Eskifjörður 1.185,- ísafjörður 660,- Selfoss 1.106,- Eyrarbakki 1.265,- l-Njarðvík 1.143,- Siglufjörður 1.150,- Garðabær 1.252,- Keflavík 1.406,- Stykkishólmur 1.220,- Grenivik 1.120,- Kópasker 1.240,- Vestmannaeyjar 1.176,- Grimsey 678,- Kópavogur 1.542,- Vogar 1.111,- Grundarfjörður 1.215,- Laugarvatn 1.795,- Þingeyri 1.579,- Hafnarfjörður 1.364,- Mosfellssveit 1.760,- Þorlákshöfn 1.398,- Hella 984,- Neskaupstaður 1.090,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.