Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Árvakur RE gerir út á handbók í spurningaþætti um helg- ina var hin óslgrandi mat- selja spurð að því, hvort hún vissi hvað útgáfufyrirtækið Árvakur gæfi út. Hún kom því ekki alveg fyrir sig, en hana minnti þó það væru helst handbækur sem það ágæta fyrirtæki sendi á markaðinn. Þetta töldu dómarar ekki rétt svar og vildu meina að Ár- vakur gæfi út Morgunfalaðið. Þetta var þó ekki svo fjarri iagihjáhenui. Drýgöar tekjumar? I vikublaðinu Fréttir, sem gefið er út i Vestmannaeyj- um, var þann 17. febrúar að finna eftirfarandi frétt: Á fundi bæjarráðs sl. mánudag, lá fyrir erindi frá Svavari Sigmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi til kvöldsölu og nætursölu á oli, pylsum og hamborgurum, að Strandvegi63 (Saudi). Bæjarráð samþykkti að f resta af greiðslu, þar til f yrir liggur umsókn Bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum uni f ramhald nætursölu. Er bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum svona illa launaður? Illur grunur Fyrir nokkru gerðist það að bátur siikk í ísafjarðarhöfn. Frá þessu var greint f fréttum í útvarpi og bætti þulurinn þvi vlð að talið væri að leki hefði komið að bátnum. Þaðvarog! Þakkir atpakKaoar Reykjavikurprófastsdæmi, sem nær yfir bæjarf élög ýmis umhverfis Reykjavík, rekur Htla skrifstofu, þar sem kona vinnur í hálfu starfi og sinnir ýmsum skyldum, sem kirkj- unni eru lagðar á herðar af verslega valdinu, svo sem að dreifa fæðtagarskýrslum og fleiru. Reykjavíkurprófasts- dæmi er f átækt og hef ur þessi skrifstofa til þessa verið rek- in að hluta með fjárstyrk sveltarfélaganna. Fyrir nokkru barst bæjar- stjórn Kópavogs kurteisleg beiðni um fjárstuðning við skrifstofuhaidið. Styrkurtan var veittur og eins og er til siðs hjá veluppöldu fólki barst þakkarbréf til bæjar- stjórnartanar skömmu síðar. Það var lesið upp og þakkirnur bókaðar, en jafn- framt sú athugasemd frá Richard Björgvinssyni, að hann sem fulltrú í mtanihlut- auum ætti ekkert í þessum þökkum og afþakkaði þær. Væntanlega hefur það komist -tuskila. Útgáfaá önnur mið Þessi ágæta augiýstag birt- ist í Mogga fyrir ekki löngu. Það er vist farið að harðna á dalnum i braiisauum. Skyldi þetta vera útgáfufyrirtæki Moggans? Umsjóu: OlafurB. Guðuason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Tónabíó: Monty Python og rugluðu riddaramir (Monty Python and the Holy GraiD: Stjórn: Terry Jones íi Terry Gillian. Handrit: The Monty Python Group. Aðalhlutverk: John Cleese, Graham Chapman og fleiri. Framleiðandi: The Python (Monty) Limited. Breski gamanleikaflokkurinn Monty Python á að baki nokkur afrek á sviði grínkvikmynda. Kvikmynda hans hefur jafnan verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa þær verið vís hláturgjafi. Með nokkrum sanni má kall Monty Python ein- hvern frumlegasta og hugmynda- ríkasta leikflokk síöari ára. í myndum sínum — og þær nálg- ast tuginn — taka Python-félagar oft- ast fyrir einhver söguleg efni, ein- hverjar staðreyndir mannkyns- sögunnar, og snúa út úr þeim, eða hreinlega flippa með sannleiksgildið. Þannig kynntumst við allsérstæðri og nýstárlegri mynd um líf Jesú og fylgisveina hans í einni mynd leik- hópsins. Fyrir sannkristna menn var sú mynd auðvitað hneyksli, enda hefur leikhópurinn sennilega vonast eftir að svo yrði. Þessi næstsíðasta mynd Monty Pythons „Live of Brian" var að ég held sýnd fyrir rúmu einu ári í Laugarásbíói — og var hláturgjafi borgarbúa í margar vikur. Það var því að vonum að þeir hinir sömu og sáu Líf Braga (!) hafi fyllst nokkurri eftirvæntingu er þeir fréttu að Tónabíó hefði tekið til sýninga nýjasta afkvæmi Pythons-félaga, nefnilega „Monty Python And The HolyGrail". Þar er sem fyrr stuðst að ein- hverju leyti við sögulegt efni. I þetta skipti riddara hringborðsins. Ut- færsla leikhópsins á þeirri sögu er samkvæmt venju vel flippuð, að sjálfsögðu er varpaö fram nýjum fleti á efniviðnum, og hann skoðaður frá allt öðrum sjónarhóli en áður hefurveriðgert. Myndin hefst á leit Arthurs Breta- konungs að hæfum riddara í gengi sitt. Hann ríður á tveimur jafn- fljótum yfir holt og hæðir ásamt meðreiðarsveini sínum er lemur saman tveimur kókoshnetum og myndar þannig viðeigandi hófadyn. Þetta fyrsta atriði myndarinnar er lýsandi fyrir þaö sem á eftir fer; að sjá mann hlaupa um víöa velli í her- klæðum sem hann sæti á hestbaki, er vissulega fyndin sjón — og frumleg. Myndin gengur síöan út á þaö aö nefndur Arthur safnar liöi frækinna riddara. Að því búnu vitrast þeim sýn. Guð á himnum yrðir á þá. Hann ætlar þeim að finna kerið helga sem týnt hefur verið um aldir. Þeir hefja þegar leitina, fyrst allir saman, en síöan hver í sínu lagi. Ekkert gengur, en að líkum lendir hver riddari í hin- um skrautlegustu ævintýrum. Að John Cleese leikur einn af riddurunum i myndinni Monty Python og rugluðu riddararnir. Hann er einhver besti grinleikari Breta. Leikur hans i umræddri mynd sannar þaö meðal annars. Tónabío — Monty Python og rugluðu riddararnir. Flipparar hringborðsins | lokum sameinast riddararnir aftur í einn flokk og þá fer loks leitin að bera árangur. Seiðkarl kemur þeim á bragðið og vísar þeim leið yfir dauðabrúna. En ævintýrum riddar- anna er samt ekki lokið. Mörg ljón eru enn í veginum sem hér skulu ekki tíunduð. Þessi mynd Python-gengisins er full skemmtilegra atriöa, bráðfyndinna skota sem eru eftir- minnileg. Leikurinn hjálpar mikið upp á. Hann er ferskur og létt- leikandi, enda ekki óvanir grínistar á ferð. Þá er leikstjórn þessara atriða að mér finnst hnökralaus. Kvik- myndatakan er á köflum fögur og myndræn. Misjafnar skoöanir er hægt að hafa á sjálfri atburöarásinni. Sum- um kann að finnast hún makalaus della, og það er hún aö nokkru leyti. En útfærslan, hugmyndaflugið sem til þarf og skopskynið sem því fylgir er óborganlegt. Fyrir þá sem vilja taka lífið ekki allt of alvarlega er þessi mynd Pythons-félaga góð af- þreying. Hún er ljúft flipp, grátt gaman án allrar alvöru. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. BREIÐHOLTI SÍMI 76225 IKLAT ;ími ? MIKLATORGI SÍMI'22822 Fersk blóm daglega. PLÖSTUN PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, ^Ú^ MATSEÐLA, VERÐLISTA, -^S^ KENNSLULEIÐBEININGAR, <&' TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM. LENGD ÓTAKMÖRKUÐ. OPIÐ KL 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BÍÖHÚSINU S 22680 (ffljf Aðalfiindir deUda KRON verða sem hér segir: 6. DEILD Aðalfundur þriðjudag 8. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæði: Kópavogur. 1.0G2.DEILD Aðalfundur miðvikudag 9. mars kl. 20.30 í Hamragórðum, Há- vallagötu 24. Félagssvæði: Seltjarnarnes, vesturbær, miðbær að og með Rauðarárstíg og Flugvallarbraut. 3.0G4.DEILD Aöalfundur mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í Afurðasölu SIS, Kirkjusandi. Félagssvæði: Hlíðarnar.Holtin, Túnin, Laugar- neshverfi, Kleppsholt, Heimar og Vogahverfi. 5. DEILD Aðalfundur þriðjudag 15. mars í fundarstofu KRON Fella- görðum. Félagssvæði: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur, Breiðholt, Arbær og staðir utan Reykjavíkur. Dagskrá skv. félagslögum. Kaffiveitingar. Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.