Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJ LARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósr BURT OG LONIIÞAÐ HEILA GA veröur„gifting aldarinnar", segjamenní Hollywood Loni ásamt dóttur sinni, Deidra, sem er 17 ára. Sagt er að sú „lít/a " hafi samþykkt réðahag mömmu. Stórstjörnurnar Burt Reynolds og Loni Anderson eru nú sögö hafa tekiö ákvörðun sem ekki veröi breytt. Þau ætla aö ganga í þaö heilaga á næstunni. „Þetta er gifting aldarinnar," segja menn í Holly- wood um þessa frétt, sem hefur komiö nokkuö á óvart, þó að vitað hafi verið lengi að þau stæðu í ástarsambandi. ,J2g get varla trúað þvi að ég sé að verða frú Reynolds," á Loni að hafa sagt nýlega viö vinkonu sína. „Burt er í sjöunda himni. Eg hef sjaldan séð hann eins ánægðan. Hann er greinilega ástfanginn upp fyrir haus. Og ég er viss um að þau Loni eiga eftir að búa lengi saman,'' sagði leikarí í Holly wood nýlega. Bæði Burt og Loni hafa veríð gift áður. Loni á sautján ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi með Ross Bickell, en þau voru gift i s jö ár. Burt var giftur leikkonunni Jude Carne, en nokkuð er síðan þau skildu. Þau eru bæði kyntákn, Loni Anderson og Burt Reynolds. Þau hafa staðið í ástarsambandi um nokkum tíma. Kímnin viO völd og slegið álótta strengi á góðri stundu. Ólafur með sitt al- kunna bros og ekkierannað að sjá en forsetí íslands, Vigdis Finnbogadótt- ht, Gunnar Thoroddsen og Hjörleifur Guttormsson taki undir. D V-myndir G VA. ISJÖTUGS- ÍAFMÆU KEMP- UNNAR MIKLU — Til hamingju, Ólaf ur Jóhannesson „Ég veit ekki hvort óg ráðlegg ungum mðnnum að fara ípólitik i dag. SJálfur ætlaði ég að hafa þetta sem framhjáhald. En öll framhjáhölderu nú viðsjárverð og draga oft dilk á eftir sér." Þeir Páll Pétursson og Ingólfur Guðnason hafa verið mikið ifrétt- um vegna framboðsmála Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra. Hér færa þeir af- mælisbarninu forlóta blómvðnd. Á myndinni sést einnig Kristíán Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksíns. Einn litríkasti stjórnmálamaður tslendinga í mörg ár, Olafur Jóhannes- son utanrikisráðherra, varö sjötugur 1. marssíöastliðinn. - DV heimsótti afmælisbarnið árla morguns og færði því fallegan blórnvönd í tilefni dagsins. Síðar um daginn fékk kempan marga gesti í heimsókn og eins og vænta mátti var kímnin höfð í háveg- um, enda Olafur með fyndnari og orð- heppnari mönnum. Á meðal þeirra sem heimsóttu Olaf og konu hans, Dóru Guðbjarfsdóttur, var forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, samráðherrar hans í ríkis- stjórninni, þingflokkur Framsóknar- flokksins og erlendir sendiherrar. Olafibarst mikið af blómum og f jöldi góðra gjafa. Má þar nefna málverk úr Skagafirði eftir Jóhannes Geir. Olafur hefur verið áberandi stjórn- málamaður í mörg ár. Ymislegt hefur veriö kennt við hann eins og áratugur- inn 1970 til 1980 áratugur Olafs, eða kannski oftar Framsóknaráratugur- inn. Þá hafa svokölluð Ölafslög oft verið nefnd, en það eru lög um efna- hagsaðgerðir, sem hann lagði fram i ríkisstjórn sinni, sem mynduð var haustiö 1978. Og f yrst verið er að tala um ólaf slög, má minna á lag með Ríótríóinu, sem varð fleygt um árið og nefndist Oli Jó. „Oh-ho Öli Jóó" heyrðist þá víða kyrjaö. Ekki er svo hægt að tala um Ölaf að ekki sé minnst á hið fræga bros hans. Þaðþekkjaallir. Við óskum Olafi Jóhannessyni til hamingju með sjötugsafmælið. Einnig óskum við konu hans, Dóru, til hamingju með manninn. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.