Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 1
Gunnar guggnaði á 60 þingmönnum — tekurupp formannatillöguna í stjómarskrárfrumvarpið Eftir fund stjórnarskrámefndar í hádeginu í gær sendi Gunnar Thor- oddsen samnefndarmönnum sínum skilaboð um að hann væri hættur við tillöguna um óbreytta þingmanna- tölu, 60 alþingismenn. Hann tekur í staðinn upp í stjórnarskrárfrum- varp óbreytta formannatillöguna um 63 þingmenn, að frumkvæði Þórarins Þórarinssonar ritstjóra, sem sæti á í stjómarskrárnefnd. Á fundi nefndarinnar i gær kynnu forsætisráöherra drög aö fmmvarpi um stjórnarskrármálið, sem byggt er á tillögum nefndarinnar. Kvaðst hann hafa í hyggju að flytja frum- varpið í skjóli ráðherrastöðu sinnar. Það sætti verulegri gagnrýni og bent var á að ríkisstjómin hefði ekki fjallaö um málið. Sérstaklega var Gunnar varaður við að flytja tillögu sem gengi í berhögg við tillögu for- manna stjórnmálaflokkanna um þingmannatölu og breytingar á kosningalögum. Gunnari var bent á að sh'kur tillöguflutningur hefði óvemlegan stuðning á Alþingi en gæti hins vegar tafið allar breytingar í stjórnar- skrármálum og stefnt þeim í hreinar illdeilur. Seinna í gær tilkynnti Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, nefndarmönnum að forsætisráðherra hefði ákveðiö að söðla um í kjördæmamálinu. Gert var ráð fyrir því í morgun að forsætisráðherra legöi þá fyrir á ríkisstjórnarfundi tillögu sína að stjórnarskrárfrumvarpi og að þar réöist hvort hann flytur frumvarpið sem ráðherra eða þingmaöur. -HERB. Nýrnjósna- þátturmeð AlecGuinnes ísjónvarpinu — sjá bls. 39 • Gengurum skjótandi kettií Kópavogi Stofnanakeppni T.R.: Búnaðarbankinn vann Hin sigursæla skáksveit Búnaðar- banka Islands stakk enn einni fjöður í hatt sinn í gærkvöldi þegar hún varð efst í Stofnanakeppni Taflfélags Reykjavíkur 1983. Teflt var á fjómm borðum, 7 umferðir, með klukku- stundar umhugsunartíma á mann, og halaði sveitin inn 20,5 v., í ööm sæti urðu sigurvegararnir frá í fyrra, sveit Ríkisspítalanna, meö 19,0 v., í 3. sæti Grunnskólar Reykjavíkur með 18,0 v., og 4.-6. Otvegsbankinn, Verka- mannabústaðir og Flugleiðir með 16,5, en alls kepptu 26 sveitir í A-riðli. Sigur- sveit Búnaðarbankans skipa Jóhann Hjartarson, Bragi Kristjánsson, Hilmar Karlsson, Guðmundur Halldórsson en fyrirliöi og varamaður er Stefán Þormar Guðmundsson. Keppni í B-riðli lýkur á miðviku- daginn. -BH. Yfírlysmgm a vissan hátt stefnumarkandi segir Friðjón Þórðarson um ummæli Pálma Jónssonar „Eg tel að þessi yfirlýsing þurfi ekki að breyta miklu en hún er stefnumarkandi á vissan hátt,” sagði Friðjón Þórðarson í morgun um hugsanleg áhrif orða Pálma Jónssonar á sérframboðshugleið- ingar Gunnars Thoroddsen. Pálmi sagði í ræðu á kjördæmisráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra að stjórnin ætti að segja af sér strax að kosningum loknum og engar áætlanir séu hjá sjólfstæðisráðherrunum í stjóminni að lengja lífdaga hennar. Friðjón sagði einnig aö hann hefði aldrei talið það líklegt að forsætisráðherra færi í sérframboð. Pálmi Jónsson sagði hins vegar í morgun í samtali við DV: „Ég sé ekki nein tengsl milli þessara mála.” -JBH. — sjánánarfrétt ábls.3 Brugðið á leik á björgunarœfingu: Hundurinn gín við snjó- boltanum. . . en skiptir snarlega um skoðun, þegar hann finntír hvað hann er kaldur. Það er bara mannskepnan sem borðarís. DV-myndirS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.