Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. XI VIÐTAUÐ: „Ljósmyndarinn Emíle Zola": STORVIÐBURÐUR FYRIR AHUGAFOLK UM UÓSMYNDUN OG MYNDUST — segsr Ivar Gissurarson hjá Ljósmyndasaf ninu ívar Gissurarson segir að Emile Zola hafi verið farimi að lita á sig sem ljós- myndara fremur en rithöfund. DV-mynd Sv.Þ. Reykjavíkurlög- reglan sigraði A-lið lögregiunnar í Reyk javik sigr- aði í sjöunda landsmóti lögreglunnar í innanhússknattspyrnu, sem haldiö var á Akranesi um helgina. Það var vel að sigrinum komíð, því það vann alla sína mótherja. Mótið hófst á f östudagskvöld og var fram haldiö á laugardag. Níu iið tóku þátt ímótinu víðs vegar að af landinu. Fríðjón Þórðarson dómsmálaráö- herra afhenti sigurvegurunum verð- launin i Goifskála Leynismanna á Akranesi á iaugardag. Eitt óhapp varð í keppninni, lög- reglumaöur af Akureyri fótbrotnaði á föstudagskvöld. Þátognaðiannar. Ýmsir kunnir kappar tóku þátt í mótinu, menn eins og Karl Hermanns- son og Björgvin Björgvinsson. Mótið þótti takast með ágætum. -JGH „Hér er um stórviðburð að ræða fyrir áhugafólk um ljósmyndan og myndlist yfirleitt," sagði Ivar Giss- urarson hjá Ljósmyndasafninu um sýninguna Ljósmyndarinn Emile Zola, sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum. „Þessar myndir hafa stórkostlegt listrænt jafnt sem sögulegt gildi. Þær eru í einstökum gæðaflokki hvaö tækni varðar og myndbyggingu — og um leið ómetanleg heimild um líf höfundarins sjálfs á árunum 1895 til dauðadags. Sögulegt gildi myndanna felst einnig í því að þær sýna okkur París eins og hún var um og eftir síðustu aldamót. Ber þá sérstaklega að geta bygginga þeirra sem reistar voru vegna heimssýningarinnar og eru flestar horfnar í dag. Myndirnar frá einkalífi Zola eru þannig að þær hljóta að vekja með okkur djúpar tilfinningar. Til dæmis hefur honum tekist að festa á filmu sérstæða fegurð hjákonu sinnar. Og myndirnar af börnum þeirra bera þess glöggan vott að Zola þótti vænt umþessiaugnablik. Það er sérstaklega áhugavert aö hægt er að lifa sig inn í myndirnar, ef svo má að orði komast. Eöa rétt- ara sagt, það andrúmsloft sem fram kemur í einkalíf smyndunum. Þannig fer ekki á milli mála aö Zola leið vel með börnum sínum og hjákonu, JeanneRozerot. Hann er aftur á móti öllu þyngri á brún í nálægð konu sinnar, Alexand- rine. — Sagt er aö hann hafi alltaf haft samviskubit vegna sambands síns við Jeanne; fundist hann vera að drýgjahór. En af hverju fór þessi mikilsvirti rithöfundur að snúa sér að ljósmynd- un í æ ríkari mæli? Svo var komið að hann var farinn að líta á sig sem ljós- myndara f remur en rithöfund. Hinn kunni ljósmyndari, Jean Dieuzaide, sem hefur haft veg og vanda af uppsetningu þessarar sýn- ingar, telur að „fundum" Zola og ljósmyndunarinnar hafi óhjákvæmi- lega borið saman. Því hafi valdið meðfædd athyglisgáfa Zola og til- raunir hans til að greina, í venjuleika hversdagsins, hluti sem vaninn meinar okkur aö s já. Menningarfulltrúi franska sendi- ráðsins, Daniel Charbonnier, hefur sýnt frábæra natni við að útvega okk- ur Islendingum vandað franskt menningarefni, enda er þessi merki- lega sýning hér að hans f rumkvæöi. Hér eru á ferðinni 135 stórar sepia-myndir; úrval þeirra hartnær 8000 mynda sem Emile Zola tók síð- ustu ár ævi sinnar. Sýningin skiptist í fjögur megin „thema": a) Heimssýningin í París, áriö 1900; b) Myndir frá blóma- og skemmtigörðum Parísar, auk frið- sælla sveitalífsmynda; c) Myndirfrá útlegöinni í Englandi, 1898 og '99; Myndir úr einkalífi Zola. Henni lýkur 8. mars. Þessi sýning er haldin á vegum menningardeildar franska sendi- ráðsins og Ljósmyndasafnsins. Og er okkur, sem áhuga höf um á lj ósmynd- um og list yfirleitt, óblandið ánægju- efni". -FG. Viðskiptafræðinemar: VISINDALEIÐANGUR TIL EIMSKIPS A hverju ári fara nemar í síðari hluta viðskiptafræði við Háskóla Is- lands í svokallaðan „vísindaleiðang- ur". Er hér um að ræða hvort tveggja í senn, lið í námi og í félagsstarfi þeirra. Föstudaginn 25. febr. sl. sótti stór hóp- úr viðskiptafræðinema EIMSKIP heim í því skyni að kynnast starfsemi og stjórnun fyrirtækisins. Hópnum, um 80 manns, var boðið aö ferðast i rútum um vöruafgreiðslusvæði EIMSKIPS í Sundahöfn og kynna sér starfsemina þar, vörugeymslur og tæki þau sem þar eru notuð. Að þessu loknu héldu nokkrir deildarstjórar fund með við- skiptafræðinemunum í Kaupþingssaln- um í Pósthússtræti. Var þar fjallað um skipulag og stjórnun EIMSKIPS og þær breytingar sem gerðar hafa verið á flutningaskipulagi félagsins á undan- förnum árum. Margar fyrirspurnir bárust og í lok fundarins var Félagi viðskiptafræðinema afhent gjafa- áskrift að Wall Street Journal. í þess- ari heimsókn fengu viðskiptafræði- nemar innsýn í möguleg viðfangsefni þeirra í framtíðinni og höfðu bæði nem- ar og aðrir gagn og gaman af. Viðskiptafræðinemaniir umhverfis og uppi á Jötni, stærsta lyftara Islendinga. Lyftari þessi er notaður til gáma- flutninga á Sundahafnarsvæðinu. Camilla og Snorri á háskólatónleikum Fimmtándu háskólatónleikar vetrarins veröa í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudaginn kl. 12.30. Camilla Söderberg og Snorri örn Snorrason leika á blokkflautur og lútu í hálf tíma. Þau eru sem kunnugt er pottur og panna i félaginu Musica Antiqua, sem undanfarið hefur leit- ast við að kynna ögn eldri músík en þá sem venj ulega er kölluð klassík. A þessum stuttu tónleikum flytja þau verk eftir Tékkann Gottfried Finger, f. 1660, Daniel Demoivre, sem ekkert er vitað um nema nafnið, en er líklega franskur frá líkum tíma, og loks eftir tvo völunda ba- rokktimans, Johann Sebastian Bach og Georg Philip Telemann. Öllum er heimill aðgangur fyrir 30—50 kr. eftir þjóðfélagsstöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.