Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. Þingsályktunartillaga: Kapalkerfin verði leyfð — þar til ný útvarpslög verða sett „Alþingi skorar á ríkisstjórnina aö beita sér fyrir því aö þau fjölmörgu kapalkerfi, sem nú eru starfandi víös vegar um landið, fái leyfi til áfram- haldandi starf semi í samræmi viö túlk- un gildandi laga. Rikisstjórnin skipi jafnframt nefnd fimm manna sem hafi eftirlit meö starfsemi kapalstöðva, þar til önnur skipan hefur veriö ákveöin meö lögum." Þannig hljómar þingsályktun- artillaga sem 14 þingmenn úr Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokki lögðu f ram á Alþingi nýlega. Þingsályktunartillögunni fylgir greinargerð þar sem segir meðal annars að á síöustu misserum hafi f jöl- mörg kapalkerfi fyrir sjónvarp verið stofnsett víðs vegar um landið. Ágrein- ingur hafi verið um lögmæti þessarar starfsemi, en yfirvöld hafi ekki amast við henni fyrr en nú að fyrirtækið Video-son hafi verið kært. Bent er á að í reynd hafi stjórnvöld viðurkennt starfsemi Video-son með því að leggja söluskatt á þjónustu þess og einnig hafi þau tekið tolla og aö- flutningsgjöld af innflutningi tækja sem notuð hafi verið í þágu kapal- stöðvarinnar. Einnig er bent á í greinargerðinni að á undanförnum misserum hafi út- varpsstjóri gefið leyfi til útvarps á vegum ýmissa hópa einstaklinga, sér- staklega skólafólks. Væntanlega hafi þetta verið gert í skjóli þess aö út- Ljósmyndasýning- unni lýkur í dag Síðastí dagur sýningar blaðaljósmyndara á verkum slnum er i dag. Sýningin er á Kjarvalsstöðum og er opin frá kl. 14—22. Á henni eru rúmar 200 myndir 21 Ijósmyndara. Flestar af fréttnæmum atburðum eða frægu fólki. Á myndinnieru 16 Ijósmyndaranna sem að sýningunni standa. Skatturinn á verslunar- og skrifstof uhúsnæði samþykktur: ígegnmeðat- kvæði Vilmundar Framlenging á sérstökum eigna- skatti á verslunar- og skrifstofuhús- næði þokaðist áfram í neðri deild Alþingis í gær. Frumvarp um skattinn náði til 3. umræðu eftir atkvæða- greiðslu með nafnakalli. Það var samþykkt með 21 atkvæði gegn 19. Vil- mundur Gylfason studdi f rumvarpið á- samt stjórnarliðum. Ef Vilmundur hefði á hinn bóginn greitt atkvæði með stjórnarand- stæðingum, hefði frumvarpið fallið á jöfnum atkvæðum. Þessi skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, sem er 1,4% af fast- eignamati, var tekinn upp til bráðá- birgða 1979 og hefur síðan verið framlengdur árlega með sérstökum lögum hverju sinni. Innheimta skattsins á þessu ári er áætluö nema 49,5 milljónum króna. -HERB. Skóíi fatlaðra fær stórgjöf Lionsklúbburinn Njörður hefur fært skóla fatlaðra sextíu þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til þess aö greiða kostnað við akstur nemenda í ogúrskóla. Júlíus S. Olafsson, formaður Lions- klúbbsins Njarðar, afhenti Jóni As- geirssyni, framkvæmdastjóra Rauða kross Islands, peningagjöfina. Jón As- geirsson tók við gjöfinni fyrir hönd þeirra sem átt hafa samstarf um að varpsstjóri telur það ekki brot á út- varpslögum. Því er mælst til þess að ríkisstjórnin beini þeim tilmælum sínum til útvarpsstjóra að hann gefi út sams konar leyf i til handa þeim kapal- sjónvarpsstöðvum sem fram að þessu hafa starfað í landinu, þangað til Alþingi gefst ráðrúm til aö ganga frá nýjum útvarpslbgum. A meöan þet^a millibilsástand vari sé skipuð sérstök nefnd sem fylgist með starfsemi þess- ari þar til önnur skipan kemst á. -SþS koma skólanum á f ót. Lionsfélagar öfluðu f járins meö sölu herðatrjáa á árifatlaðra. Einnig hafa borist framlög frá öðrum aðilum. Hjálparstofnun kirkjunnar gaf kr. 30.000, Styrktar- félag lamaðra og fatlaöra kr. 10.000 og Tryggingastofnun ríkisins lagði fram kr. 15.000 sem nota á til að kaupa námsbækur. -MAM/starfskynning. AFGREIÐSLUMAÐUR Oskum aö ráða sem fyrst róskan og áreiöanlegan afgreiðslu- mann í málningar- og verkfæradeild. Upplýsingar á staðnum hjá deildarstjóra. BIWlBYCClNCAVÖBURl Hringbraut 120 ) óskarað ráða blaðburðarbörn íeftirtalin hverfi: • BALDURSGÖTU Uppl. áafgreiðslu Stórt og greinilegt takkaborð Vinnsluteljari , Strimill og Ijósaborð • 4ra takka minni Fjölhæf reiknivél fyrir allan reikning Ármúli22 mú KJARAN HF K^ Reykjavík — sími 83022 VERÐLÆKKUN Vegna hagstæðra samninga við ATOMIC og CABER getum við boðið ótrúlega hagstætt verð á ATOMIC skíðum og CABER skíðaskóm. Hér er þó aðcins um mjög takmarkað magn að ræða. ATOMIC SKÍÐI MiD Bionic MID Dominator MID Supreme MIDSport Var 5.950,00 5.277,00 3.550,00 2.710,00 Nú 4.165,- 3.695,- 2.485,- 1.895,- ARC Carbon Bionic ARC Bionic Team SL ARC Bionic Team RS ARC Excellent ARCWorldcupl40—175 ARC Worldcup 120—130 ARCProl60—170 ARCProHO—150 ARC Pro 120—130 Var 6.640,00 6.450,00 6.450,00 3.790,00 Var 2.350,00 2.285,00 1.997,00 1.847,00 1.696,00 Nú 4.650,- 4.515,- 4.515,- 2.653,- Nu 1.645,- 1.599,- 1.397,- 1.295,- 1.187,- CABER SKÍÐASKÖR Gold2 Sideral Equipe Impulse Equipe Jr. Targa Mirage Devil Alfetta Pioneer Var 4.470,00 4.265,00 3.678,00 3.115,00 2.355,00 2.030,00 1.641,00 1.405,00 1.245,00 1.065,00 Nú 2.680,- 2.560,- 2.250,- 1.865,- 1.415,- 1.215,- 985,- 845,- 745,- 640,- gengi 03031983. Sportval LAUGAVEG1116, VIÐ HLEMMTORG SÍMAR 14390 & 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.