Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983. Andlát Maríus Ölafsson lést 4. þ.m. á Elli- heimilinu Grund. Jarðaö verður frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. þ.m. kl. 13.30. Herbert Josefsson-Pietsch, Miðtúni 80, verður jarðsunginn frá Fossvogs-* kirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 15. Ingibjörg Jónína Ásgeirsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, lést aö heimili sonar síns í Hafnarfirði föstudaginn 4. mars. Minningarathöfn verður í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 10.30. f.h. Jarðsett verður að Prest- bakka á Síðu laugardaginn 12. mars kl. 14. Kristjana Guðjónsdóttir frá Patreks- firði, Hjallavegi 2, lést í Landspítalan- um3.mars. Andrés Bjarnason, Skerseyrarvegi 4 Hafnarfirði, f rá Þorkelsgerði Selvogi, lést í Landspítalanum 4. mars sl. Lárus Hörður Ólafsson lést á sjúkra- húsi í London 5. mars sl. Helgi T.K. Þorvaldsson skósmíða- meistari, Langagerði 54, lést 4. mars. Snorri Pálsson múrarameistari, Tjarnarlundi 9 Akureyri, lést sunnu- daginn 6. mars. Minningarathöfn veröur í Fossvogskirkju f immtudaginn 10. marskl. 16.30. Jónatan Halldór Benediktsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Hólmavík, andaðist laugardaginn 5. mars. XJJöriii verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn ll.marskl. 10.30 fyrirhádegi. Bækur Úrvalsrit heimsbókmenntanna Almenna bókafélagið hefur hafið útgáfu á bókaflokki undir nafninu Úrvalsrit heimsbók- menntanna. Félagið gerir sér vonir um að þessi bókaflokkur verði bæði merkt og áhrifa- mikið framlag til íslenskra bókmennta og íslenskrar menningar. Um stærð hans er ekk- ert ákveðið og verður ekki að sinni, en sú er ætlunin að við hann bætist svona 2—4 bækur á hverju ári. 1 flokkinn verða ekki teknar aðrar bækur en viðurkennd bókmenntaverk sem áhrif hafa haft eða hafa á heimsbókmenntirn- ar. Vandað verður til útgáfunnar eins og framast er unnt bæði að því er snertir þýðingar og frágang bókanna. Verkin í flokknum verða mismunandi að stærð og út- liti en verða oll einkennd með sameiginlegu merki fyrir bókaflokkinn. Fyrsta ritiö í þessum flokki er Don Kíkóti eftir Cervantes de Saavedra í þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Verkið mun koma út í 8 bindum og eru þrjú þeirra þegar komin út og tvö bætast við á þessu ári. Síðan er gert ráð . fyrir að 6. og 7. bindi komi út 1984 og 8. bindið 1985. Bindin eru ekki stór, hvert rúmlega 200 bls. íDIN-broti. Don Kíkóti kom upphaflega út í tveimur bindum 1605 og 1615. Síðan hefur sagan verið gefin út í fjöldamörgum útgáfum víða um lönd og eru margar þeirra breyttar á ýmsa vegu, sleppt úr, dregið saman, jafnvel svo mikið að úr verða aðeins ágrip af sögunni. Guðbergur þýðir eftir frumútgáfunni og er þessi íslenska útgáfa að sjálf sögðu óstytt. Það er vonum seinna að við fáum verk eins og Don Kikóta út á islensku. Sagan er bráð- skemmtileg aflestrar, bæði fyrir sínar óviðjafnanlegu lýsingar á aðalpersónunum, riddaranum Don Kíkóta og Sansjó Pansa, og fyrir lýsingar sínar á spönsku þjóðlífi. Á ferð okkar með þeim félögum um Spán kynnumst við fólki af öllum stéttum landsins, mismun- andi kjörum þeirra og hinum fjölbreytilég- ustu manngerðum. Don Kikóti hefur eins og kunnugt er háft geysimikil áhrif á bókmenntir siðari tima, bæði leikrita- og sagnagerð. Næsta stórvirkið í þessum bókaflokki er leikrit Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þetta mikla verk mun kom út í 8 bindum og er fyrsta bindið þegar komið út og er áætlað að síðan komi út eitt bindi á ári. Helgi hefur nú lokið við að þýða ÖU leikrit Shakespeares, 37 að tölu, svo að verkið liggur þegar fyrir. 1 fyrsta bindinu ritar Helgi inn- gangsritgerð um Shakespeare og samtið hans og síðan fylgja hverju bindi ítarlegar skýringar hans við leikritin. Hvert bindi verður um 500 bls. að stærð og verður að sjálf- sögðu reynt að vanda þessa útgáfu elns og kostur er. Hafsteinn Guðmundsson ræður út- Uti bókanna. Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á leikrit- um Shakespeares eru meira bókmenntaafrek en auðvelt er að gera sér í hugarlund og vafaUtið mesta þýðingarafrek sem unnið hefur verið á Islandi. Magnið er geysimikið, samtals um 4000 bls. og ágæti þýðinganna hefur enginn dregið í efa, enda hafa leikhús- menn orð á því hversu meðfærUegir textar Helga eru á leiksviði. Þá hefur verið ákveðið að gefa út í þessum' bókaflokki Karamazovbræðurna eftir Dosto- jevskij í þýðingu Gunnars Árnasonar frá Skútustöðum. Dostojevevskij sem margir telja mestan rússneskra höfunda fyrr og síðar hefur til þessa verið undarlega vanræktur hér á Islandi og þó hefur hann haft geysimikU áhrif á nútíma sagnagerð. Karamazov-bræðurnir er siðasta og mesta verk Dostojevskijs og kom upphaflega út árið 1880. Karamazov-bræðurnir verður að öllum líkindum í þremur bindum á íslensku og er ráðgert að útgáfan hefjist næsta ár. Fleiri verk hafa ekki enn verið ákveðin í bókaflokknum Crvalsrit heimsbókmennt- anna, en það er ætlun AB að þessi útgáfa sígildra bókmennta haldi áfram og eru nokkur verk þegar í undirbúningi en ekkí svo langt á veg komin að unnt sé að skýra frekar frá þeim nú. Óresteia eftir Æskílos í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þríleikinn Oresteia eftir Æskilos, þann sem nú er verið að hef ja sýningar á í Þjóðleikhus- inu. Þýðandi er Helgi Hálfdnarson. Sigfús Daðason ritar formála fyrir bókinni og segir þarm.a. „Eitthvert ómótstæðilegt afl dregur menn sí og æ, og einnig nú á ofanverðri tuttug- ustu öld, að menntun og sögu Grikkja á fimmtu öld fyrir Krists burð. Þokki upprun- ans, vitneskjan um skuld nýaldarmanna við afrek Fom-Grikkja í hugsunarfræðum, aðdráttarafl sígildra mennta yfirleitt er auðvitað næg ástæða til að laða menn að þessum uppsprettum. Þó má vera að nútíma- menn láti ekki sist heillast af þeirri skáldlegu speki sem kunni að greina og sýna hina mestu gæfu og hið þyngsta bö'l, og af þeirri nákvæmu vitneskju um skyldleika gæfu og ógæfu sem harmleikaskáld og sagnamenn þeirrar aldar bjuggu yfir." Kynning foriagsins er á þessa leiö: „ — Þríleikur ÆskUosar — er næst Hómers- kviðum mesta afreksverk grískra bók- mennta og eitt af stórbrotnustu leikverkum heimsins. Má það vera oss mikið fagnaðar- efni að eignast nú þetta verk í ljóðaþýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikirnir þrír eru fast samofnir eins og þættir í vel byggðu leikriti. Þelr heita í hinni islensku þýðingu: Agamemmon, Sáttafórn og Hollvættir. Hinn fyrsti segir frá komu herkonungsins heim frá Tróju. Hann hlýtur bUðar viðtökur af Klíte- mnestru, eiginkonu sinni, en síðan myrðir hún hann með aðstoð friðils sins. Miðleikurinn fjallar um börnin tvö, Orestes og Elektru.. Þau eru knúin til hefnda eftir fó'ður sinn og. Orestes drepur friðUinn og móður sína og verður við þaö móðurmorðingi, frávita af hugarangri, ofsóttur af refsinornunum. Þriðji leikurinn segir frá hinni síðbúnu friðþægingu. Refsinornirnar greiða um hana atkvæði og eru jafnmargar með og móti. Viskugyðjan Aþena sker úr málinu og Orestes er leystur undan oki sektarinnar." Þýðandinn ritar nokkrar skýringar í lok bókarinnar og gerir þar grein fyrir þeim grisku goðsögnum sem liggja að baki þessum leikritum. Öresteia er 164 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. í gærkvöldi í gærkvöldi Fundir Kvennadeild f lug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20.30. Ostakynning frá Osta- og smjörsölunni. Stjórnin. Kvenfélag Bústaðasóknar 30 ára AfmæUsfundur félagsins verður haldinn 14. mars í safnaðarheimilinu kl. 20. Kalt borð. Skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist í síma 36212 (Dagmar), 33439 (Björg) og 35575 (Lára) í síðasta lagi miðvikudag 9. mars. Ath. breyttan fundartíma. Samhygð Kynningarfundur verður hjá Samhygð aUa fimmtudaga kl. 20.00 að Armúla 36, 3. hæð: (gengiðinnfráSelmúla). ; Stof nf undur áhugamanna um f erðalög og búnað fjórhjóladrifsbíla Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 verður haldinn stofnfundur áhugamanna um ferðalög og búnað fjórhjóladrifsbila í sal mötuneytis Sjómannaskólans í Reykjavík. Allir áhugamenn velkomnir. YAMAHA- SKEMMTARI 77/sölu árs gamall Yamaha-skemmtari. Teg. B3SN. Semnýr. Upplýsingarisíma 31206eftirkl. 19. Hrotur á f réttastof u Fréttastofa útvarps á það til að steinsofna við og við. 1 morgun klukkan átta heyrði ég á útvarps- f réttum aö hrotið hafði verið á f rétta- stofunni enn einu sinni. Lesin var frétt upp úr dagblaðinu Timanum í morgun þess efnis að stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsen væru farnir af stað með undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að skora á forsætisráð- herra í sérframboð. Heyra mátti á útvarpinu að þar á bæ þóttu þetta ný tíðindi. Til fróðleiks fyrir útvarpsfrétta- menn skal þess getið að þegar útvarpsþulur las upp Tímafréttina vissu lesendur DV um undirskrifta- söfnunina. DV birti nefnilega frétt í gær um að stuðningsmenn dr. Gunnars væru að safna áskorunum til hans. Ekki gat ég varist þeirri hugsun aö ofangreind útvarpsfrétt væri að ein- hverju leyti menguð framsóknar- fnyk frekar en að sofandahætti væri að öllu leyti um að kenna. Eitt liggur þó f yrir. Fréttastofa út- varps hafði allan eftirmiðdaginn í gær og gærkvöldið til að kynna sér umrætt fréttaefni. Það var ekki fyrr en í morgun, þegar Tíminn var lesinn, að fréttastofan rumskaði. Sjónvarpið var, fyrir minn smekk, gott í gærkvöldi. Eg fylgdist með allri dagskránni, missti að vísu af hluta fréttanna. Breski gaman- þátturinn Já, ráðherra hefur þegar slegið í gegn meðal íslenskra sjón- varpsáhorfenda. Þjóðin tístir af hlátri þegar hún sér bresku stjórn-, málamennina og embættismennina svara á sama hátt og þeir íslensku gera. Og alveg er ég viss um að taugatitringurinn hefur ekki orðið minni í íslenska viöskiptaráðu- neytinu en breska kerfismálaráðu- neytinu í gærkvöldi þegar rætt var um það hérlendis í fyrra að leggja niður viðskiptaráöuneytið. Annars var það bolabíturinn í teiknimyndaþættinum um Tomma og Jenna sem að mínu áliti var stjarna gærkvöldsins. Vænar hlátursgusur ullu upp úr mér þegar Tommi var að reyna að læöast, meö veiðistöng, framhjá bolabítnum, sem gætti þess að enginn veiði- þjófur kæmist að vatninu. Það er engin tilviljun að þessar teikni- myndapersónur skuli vera meö því vinsælasta í sjónvarpinu. Krist ján Már Unnarsson. Afmæli 70 ára er í dag Kristján P. Guðmundsson, sonur hjónanna Guð- mundar Péturssonar og Sigurlínar V. Kristjánsdóttur. Verslunarfræði lærði hann erlendis, starfaöi hjá Útvegs- bankanum á Akureyri en gerðist síðan útgerðarmaður. Lengst af hefur Kristján verið umboðsmaður Sjóvá- tryggingafélags tslands hf. á Akur- eyri. Kona hans er Ursula Beate Piernay. Þeim varð þriggja barna auöiö en misstu eina dóttur fyrir skömmu. 70 ára afmæli á í dag, 8. mars, Gunnar Guðmundsson frá Hóli á Langanesi, Nökkvavogi 42 hér í Rvík. Foreldrar hans voru Guðmundur Gunnarsson og Kristín Gísladóttir. — Kona Gunnars er Sólveig Kristjánsdóttir frá Sauðárkróki. Afmælisbarnið tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 í dag. Tilkynningar Fyrirlestur um vímuefnamál Hér á landi er staddur um þessar mundir Gunnar Nelker, forstjóri Ansvar Internation- al í Stokkhólmi. Gunnar Nelker er þekktur fyrirlesari um vímuefnamál, bæði í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hann er einn af fyrirsvars- mó'nnum Alþjóðasambandsins gegn áfengis- og ffkniefhaböli (ICAA), sem hefur aðalstöðv- ar í Sviss og tengist með nokkrum hætti Heilj brigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO). Gunnar Nelker flutti fyrir skemmstu erindi Tónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju Kvennakór Suðurnesja heldur sína árlegu tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudag- inn 10. og föstudaginn 11. mars nk., en kórinn er 15 ára um þessar mundir. Auk hinna árlegu tónleika í Keflavík hefur kórinn ferðast víða um landið og tvisvar f arið utan. 1 alþjóðasöngkeppni í Cork á Irlandi og á Islendingahátíð í Kanada. Einnig hefur hann komið fram bæði í út- varpi og sjónvarpi og sungið inn á hljómplötu. ÁvaUt hefur verið kappkostað að hafa tón- leikana sem fjölbreyttasta. Sungin verða íslensk og erlend lög, svo og lög úr óperettum og öðrum þekktum verkum. I hluta emisskrár syngja með kórnum 9 karlmenn. Fjórir ein- söngvarar koma fram en þau eru: Hlíf Kára- dóttir, Jón M. Kristinsson, Sverrir Guðmundsson og Steinn ErUngsson. Núver- andi sbngstjóri er Kristjana Ásgeirsdóttir og undirleikari Ragnheiður Skúladóttir. í sænska þinghusinu á vegum bindindissam- taka sænskra þingmanna. Nefndist erindiö Alkoholvanor, alkoholskador och alkoholpoli- tikk i internationeU belysning. — Erindi þetta, sem á íslensku gæti kaUast Alþjóðleg áfengismálastefna, drykkjuvenjur og tjón, mun hann flytja í TempIarahó'Uinni við Eiríksgötu mið vikiidagiim 9. mars kl. 8.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku en snúið jafnóðum á íslensku. ÖUum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Samvinnunefnd bindindismanna. Byggingarhappdrætti Fram 1982/1983 Dregið var hjá Borgarfógeta 15.2. síðastlið- inn. l.vinningur:nr. 1116 2. vinningur: nr. 1052 3.vinningur:nr. 1565 4.vinningur:nr. 1307 5. vinningur: nr. 3753 6. vinningur: nr. 2011 7.vinningur:nr. 2270 Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við Knattspyrnufélagift Fram, Safamýri 28, simi 34792, virka daga mUli kl. 13 og 15. Þökkum veittan stuðning, FRAM. Kvenfélag Langholtssóknar Kvenfélag Langholtssóknar er 30 ára 12. mars og verður afmæUsins minnst með hófi í, safnaðarheimUi Langholtskirkju að kvöldi af- mæUsdagsins. Afmælisveislan hefst með borðhaldi klukkan 19. Skemmtidagskrá verður og lýkur hófiuii með helgistund. Allar upplýsingar í síma 35314. Stjórnin. Breiðfirðingafélagið heldur sína árlegu árshátíð í félagsheimUi Seltjarnarness laugardaginn 12. mars kl. 19. Veislustjóri er Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur. Heiðursgestir verða hjónin Sigurður Markússon framkvæmdastjóri og Inga Arna- dóttir. Dagskrá hátíðarinnar: Avarp for- manns, Eggerts Kristmundssonar, ræða, Sig- urður Markússon. Söngur Karlakórs Reykja- víkur. Gamanmál, Dóra Valdimarsdóttir. Lúdó og Stefán leika fyrír dansi. Breiðfirðing- arfjölmennið. Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, simi 31575. Póstgirónúmer samtakanna er 4442—1. Skrifstofa FR deildar 4 , er opin að Síðumúla 2, simi 34200, pósthólf 4344. Þriðjudaga kl. 17—19, miðvikudaga kl. 18—19. Formaður til viðtals fimmtudaga kl. 20—22, fö'studaga kl. 17—19, og laugardaga kl. : 14-16. " Minningarspjöld Minningarkort kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Hjá kirkjuverði Neskirkju, bókabúð Vesturbæjar, Víðimel 35, og hjá Sigríði, Ægissíðu 52. BELLA Það er ekki bara að ég eigi af- gangsgjaldeyri frá sumarfríinu heldur sig ég líka uppi með Óla, sem ég fór þá að daðra við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.