Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Page 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Árvakur RE gerir út á handbók í spuraingaþætti um helg- ina var hin ósigrandi mat- selja spurð að því, hvort hún vissi hvað útgáfufyrirtækið Árvakur gæfi út. Hún kom því ekki alveg fyrir sig, en hana minnti þó það væru helst handbækur sem þaö ágæta fyrirtæki sendi á markaðinn. Þetta töldu dómarar ekki rétt svar og vUdu meina að Ár- vakur gæfi út Morgunblaðið. Þetta var þó ekki svo fjarri lagi hjá henni. Drýgðar tekjurnar? í vikublaðinu Fréttir, sem gefið er út í Vestmannaeyj- um, var þann 17. febrúar að finna eftirfarandi frétt: Á fundi bæjarráðs sl. mánudag, lá fyrir erindi frá Svavari Sigmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi tU kvöldsölu og nætursölu á ÖU, pylsum og hamborgurum, að Strandvegi 63 (Sandi). Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu, þar tU fyrir iiggur umsókn Bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum um framhald nætursölu. Er bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum svona Ula launaður? Illur grunur Fyrir nokkru gerðist það að bátur sökk í ísafjarðarhöfn. Frá þessu var greint í fréttum í útvarpi og bætti þulurinn því við að taUð væri að leki hefði komiö að bátnum. Þaðvarog'. Þakkir afþakkaðar Reykjavíkurprófastsdæmi, sem nær yf ir bæjarf élög ýmis umhverfis Reykjavík, rekur litla skrifstofu, þar sem kona vinnur í hálfu starfi og sinnir ýmsum skyldum, sem kirkj- unni eru lagðar á herðar af verslega valdinu, svo sem að dreifa fæðingarskýrslum og fleiru. Reykjavíkurprófasts- dæmi er fátækt og hefur þcssi skrifstofa til þessa verið rek- in að hluta með fjárstyrk sveitarfélaganna. Fyrir nokkru barst bæjar- stjóra Kópavogs kurteisleg beiðni um fjárstuðning við skrifstofuhaldið. Styrkurinn var veittur og eins og er til siðs hjá veluppöldu fólki barst þakkarbréf til bæjar- stjórnarinnar skömmu síðar. Það var lesið upp og þakkiraar bókaðar, en jafn- framt sú athugasemd frá Richard Björgvinssyni, að hann sem fulltrú í minnihlut- anum ætti ekkert i þessum þökkum og afþakkaði þær. Væntanlega hefur það komist . -til skila. r'i , ven'31! ■ . ‘ , sÍvesturtentf' óskar aól '^KSSrks.ióra i •09 ^rn. rKsVióri — 3652^_g| Umsjón: Ölafur B. Guðnason Útgáfa á önnur mið Þessi ágæta auglýsing birt- ist i Mogga fyrir ekki löngu. Það er víst farið að harðna á dalnum í bransanum. Skyldi þetta vera útgáfufyrirtæki Moggans? Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Tónabíó: Monty Python og rugluðu riddararnir (Monty Python and the Holy Grail): Stjórn: Terry Jones £f Terry Gillian. Handrit: The Monty Python Group. Aðalhlutverk: John Cleese, Graham Chapman og fleiri. Framleiðandi: The Python (Monty) Limited. Breski gamanleikaflokkurinn Monty Python á að baki nokkur afrek á sviði grínkvikmynda. Kvikmynda hans hefur jafnan veriö beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa þær verið vís hláturgjafi. Með nokkrum sanni má kall Monty Python ein- hvem frumlegasta og hugmynda- ríkasta leikflokk síðari ára. í myndum sinum — og þær nálg- ast tuginn — taka Python-félagar oft- ast fyrir einhver söguleg efni, ein- hverjar staöreyndir mannkyns- sögunnar, og snúa út úr þeim, eöa hreinlega flippa með sannleiksgildið. Þannig kynntumst við allsérstæöri og nýstárlegri mynd um líf Jesú og fylgisveina hans í einni mynd leik- hópsins. Fyrir sannkristna menn var sú mynd auðvitað hneyksli, enda hefur leikhópurinn sennilega vonast eftir aö svo yrði. Þessi næstsíðasta mynd Monty Pythons „Live of Brian” var að ég held sýnd fyrir rúmu einu ári í Laugarásbíói — og var hláturgjafi borgarbúa í margar vikur. John Cleese leikur einn af riddurunum i myndinni Monty Python og rugluðu riddararnir. Hann er einhver besti grínleikari Breta. Leikur hans í umræddri mynd sannar það meðal annars. Tónabíó— Monty Python og rugluðu riddararnir: Flipparar hringborðsins Það var því að vonum að þeir hinir sömu og sáu Líf Braga (!) hafi fyllst nokkurri eftirvæntingu er þeir fréttu að Tónabíó heföi tekið til sýninga nýjasta afkvæmi Pythons-félaga, nefnilega „Monty Python And The HolyGrail”. Þar er sem fyrr stuöst að ein- hverju leyti viö sögulegt efni. I þetta skipti riddara hringborðsins. Ut- færsla leikhópsins á þeirri sögu er samkvæmt venju vel flippuö, að sjálfsögðu er varpað fram nýjum fleti á efniviönum, og hann skoðaður frá allt öörum sjónarhóli en áður hefurveriö gert. Myndin hefst á leit Arthurs Breta- konungs að hæfum riddara í gengi sitt. Hann ríður á tveimur jafn- fljótum yfir holt og hæðir ásamt meðreiðarsveini sínum er lemur saman tveimur kókoshnetum og myndar þannig viðeigandi hófadyn. Þetta fyrsta atriöi myndarinnar er lýsandi fyrir þaö sem á eftir fer; að sjá mann hlaupa um víða velli í her- klæöum sem hann sæti á hestbaki, er vissulega fyndin sjón — og frumleg. Myndin gengur síöan út á það að nefndur Arthur safnar liöi frækinna riddara. Að því búnu vitrast þeim sýn. Guð á himnum yrðir á þá. Hann ætlar þeim að finna kerið helga sem týnt hefur verið um aldir. Þeir hefja þegar leitina, fyrst allir saman, en síðan hver í sínu lagi. Ekkert gengur, en að líkum lendir hver riddari í hin- um skrautlegustu ævintýrum. Að lokum sameinast riddaramir aftur í einn flokk og þá fer loks leitin að bera árangur. Seiðkarl kemur þeim á bragðið og vísar þeim leið yfir dauðabrúna. En ævintýrum riddar- anna er samt ekki lokið. Mörg ljón eru enn í veginum sem hér skulu ekki tíunduð. Þessi mynd Python-gengisins er full skemmtilegra atriða, bráöfyndinna skota sem eru eftir- minnileg. Leikurinn hjálpar mikið upp á. Hann er ferskur og létt- leikandi, enda ekki óvanir grínistar á ferð. Þá er leikstjórn þessara atriöa að mér finnst hnökralaus. Kvik- myndatakan er á köflum fögur og myndræn. Misjafnar skoðanir er hægt að hafa á sjálfri atburðarásinni. Sum- um kann að finnast hún makalaus della, og það er hún aö nokkru leyti. En útfærslan, hugmyndaflugið sem til þarf og skopskynið sem því fylgir er óborganlegt. Fyrir þá sem vilja taka lífiö ekki allt of alvarlega er þessi mynd Pythons-félaga góð af- þreying. Hún er ljúft flipp, grátt gaman án allrar alvöru. -Sigmundur Erair Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyncfir Kvikmyndir BREIÐHOLTI SIMI 76225 Fersk blóm daglega. \ MIKLÁTORGI SÍMI 22822 ^ \ ■ PLÖSTUN PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, /a&'X MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM. LENGD ÖTAKMÖRKUÐ. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BÍÓHUSINU S 22680 Aðalfundír deilda KRON verða sem hér segir: 6. DEILD Aðalfundur þriðjudag 8. mars kl. 20.30 í fundarstofu KRON 1 Stórmarkaönum. Félagssvæði: Kópavogur. 1. OG 2. DEILD Aðalfundur miðvikudag 9. mars kl. 20.30 í Hamragörðum, Há- vallagötu 24. Félagssvæði: Seltjarnarnes, vesturbær, miöbær aö og með Rauðarárstíg og Flugvallarbraut. 3. OG 4. DEILD Aöalfundur mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í Afurðasölu SIS, Kirkjusandi. Félagssvæði: Hlíðarnar. Holtin, Túnin, Laugar- neshverfi, Kleppsholt, Heimar og Vogahverfi. 5. DEILD Aðalfundur þriðjudag 15. mars í fundarstofu KRON Fella- görðum. Félagssvæði: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur, Breiöholt, Arbær og staðir utan Reykjavíkur. Dagskrá skv. félagslögum. Kaffiveitingar. Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENIMIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.