Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 SÝRUFRAMLEIÐSLA EYKST MEÐ VORINU — afköst Áburðarverksmiðjunnar aukast og guli reykurinn hverfur með nýju sýruverksmiðjunni Stefnt er aö því aö ný sýruverk- smiðja taki til starfa í Áburöarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi í maí næst- komandi. í fyrstunni veröur sýru- verksmiðjan keyrð til reynslu en leysir síöan af gömlu sýruverksmiðj- una. Áburðarverksmiðja samanstendur í raun af fimm verksmiðjum. I vetnisverksmiðju og köfnunarefnis- verksmiðju, tveim fyrstu hlekkjum framleiöslukeðjunnar, er unniö vetni og köfnunarefni úr vatni og andrúmslofti. I ammoníakverk- smiðjunni fæst samnefnt efni með því að blanda saman vetninu og köfnunarefninu. Ammoníakið er síöan brennt og þannig fæst sýra. Þetta er gert í sýruverksmiðjunni. Loks er sýrunni blandað saman viö ammoníak. Ur því fæst áburður. Blöndunin fer fram í svokaliaðri nítratverksmiðju. Þannig framleiðir Áburöarverksmiðjan afurðir sínar jmiKIMSIIiiU fli | III Hæsti turninn á svæðinu er nýja sýruverksmiðjan. úr vatni, korpu og andrúmsloftinu fyrir ofan Gufunesiö. Ýmsum bæti- efnum, svo sem kalki, er að vísu bætt í vissar tegundir áburðar á lokastigi framleiðslunnar. Gamla sýruverksmiðjan hefur ekki getaö framleitt nægilega mikið til aö tíu ára gömul nítratverksmiöj- an nýttist til fulls. Með reglulegu millibili hefur þurft að stöðva nítrat- verksmiðjuna meðan safnað væri upp birgðum af sýru. Með nýju sýru- verksmiðjunni situr hins vegar ammoníakverksmiðjan eftir. Til aö nýta afkastagetu nítratverksmiðj- unnar til fulls þarf því aö auka inn- flutningammoníaks. s Aukin framleiðsla sýru og aukinn innflutningur ammoníaks munu valda því aö framleiðslugeta loka- hlekksins, nítratverksmiðjunnar, eykst úr 45 þúsund tonnum á ári í 70 þúsund tonn. Framleiöslugetan eykst því um 25 þúsund tonn. Byggingaframkvæmdir við nýju sýruverksmiöjuna hófust fyrir ári. Áætlaður byggingarkostnaður er um níu milljónir dollara. Með nýju verksmiðjunni mun guli reykurinn, sem á góöviðrisdögum hefur spillt útsýni höfuðborgarbúa til Esjunnar, hverfa þegar úrelt tæki gömlu verksmiöjunnar verða tekin júr notkun. -KMU. Gervigrasið á Laugardalsvöllinn: Tíu milljón kr. tollar felldir niður Forráðamenn Iþróttaráðs Reykjavíkur gengu á fund Ragnars Amalds fjármálaráöherra á dög- unum til að fara fram á að ríkis- stjórn tslands felldi niður tolla og aðflutningsgjöld af gervigrasefn- inu sem verður sett á Laugardals- völIinníReykjavík. — Ragnar tók mjög vel á móti forráðamönnum ÍBR og sýndi mik- inn skilning á málinu. Við höfumnú fengið svar frá ríkisstjórn Islands, þar sem tilkynnt hefur verið að rikisstjómin hafi ákveðiö að fella niður tolla og aöflutningsgjöld sem em upp á kr. tíu milljónir, sagði Sveinn Bjömsson, forseti Iþrótta- sambands Islands. Sveinn sagði að fyrirhugað hafi verið að taka gervigrasvöllinn í notkun í sumar en nú væri ljóst að hann yröi ekki tekinn í notkun fyrr en sumarið 1984. — Ástæöan fyrir því er að grafa þarf upp mikinn jarðveg þar sem völlurinn á að vera og leggja þar gmnn. Jarö- vegskannanir hafa sýnt að það þarf að grafa allt niður á fimm metra dýpi á sumum stööum og setja síöanmöl ígmnninn, sagðiSveinn. Sveinn sagði að við þessar fram- kvæmdir á jarðveginum í Laugar- dalnum, yrði grasvöllurinn ekki tilbúinn fyrr en 1984. — Um leiö og gervigrasvöllurinn verður tekinn í notkun, verður gamli Melavöllur- inn lagður niöur og flóðljósin sem standa við hann verða þá flutt í Laugardalinn og sett upp við gervi- grasvöllinn, sagðiSveinn. -SOS. Landssöfnun SÁÁ: Fær stuðning Sambandsins Samband íslenskra samvinnufélaga hefur fyrst stórfyrirtækja landsins samþykkt gjafabréf SÁÁ. Erlendur Einarsson forstjóri undirritaöi í vik- unni tíu 18 þúsund króna gjafabréf að upphæð krónur 180 þúsund alls. Erlendur lét þau orð falla, við það tækifæri, að hér væri á ferðinni merki- legt átak og að Sambandi íslenskra samvinnufélaga væri ljúft að styrkja byggingu sjúkrastöövarSÁÁ. Björgólfur Guðmundsson færði Er- lendi þakkir og kvaðst meta stuðning samvinnuhreyfingarinnar mikils. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar samþykkt gjafabréf SÁÁ, eitt eða fleiri. Leitað hefur verið til þeirra með sex og átján þúsund króna gjafa- bréf, sem fyrirtækin mega greiða með fimm afborgunum á tímabilinu 5. júní næstkomandi til 5. júní 1984. Erlendur Einarsson sagðist vona að framlag SIS væri fleiri fyrirtækjum hvatning til að styðja vel við bak þeirra sem legðu hart að sér til lausnar áfengis- og vímuefnavandanum hér á landi. -PÁ. Björgólfur Guðmundsson, formaöur SÁÁ, veitti gjafabréfunum viðtöku úr hendi Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Barnsskórnir slitnir Enn hefur verið sýnd íslensk kvik- mynd, Húsið, og fær hina bestu dóma, ekki aöeins hjá gagnrýnend- um, heldur einnig hjá hinum al- menna áhorfanda. Og kannski er mest um vert að menn eru hættir að horfa á íslenskar kvikmyndir sem sérislenska framleiðslu, sem gera eigi minni kröfur til en annarra, þvert á móti líta menn á þessar myndir sömu augum og erlendar. Kvikmyndagerö er dýr atvinnu- rekstur og krefst mikils fjármagns. Þeir íslendingar, sem hafa lagt fjár- muni sína undir, stunda því verulega áhættusöm viðskipti, og má lítið út af bregða til þess að illa fari. Styrkir til kvikmyndagerðar hafa verið af mjög skornum skammti, enda myndu allir styrkir til lista veröa eins og upp i nös á ketti ef kvikmynduð yrði stór- mynd í litum t.d. á borð við Tomas A. Becket eða Missing. Því hefur verið haldið fram að kvikmyndagerö væri í raun stórút- gerð, líta mætti á hverja kvikmynd sem útgerð eins togara og víst er um það að ef útgerðin tekst, þá skilar hún góðum hagnaöi, bæði til fram- Ieíðenda og leikara. íslensk kvikmyndagerð er búin að slíta bamsskónum. Hingað til hafa áhorfendur flykkst á myndir til þess að sjá hinn sérstæða atburð, þegar islenskt tal hljómar og kunnugleg andlit úr hversdagslífinu eru komin á tjald. En þegar leiknin er komin og festa í kvikmyndagerðina, verður hún aftur hversdagsleg og afi og amma fást ekki lengur til þess að fara á bió og þaö hættir að vera snarpt umræðuefni í kaffiboðum og kokkteil, hvort viökomandi hafi séð Myndina. íslensk mynd er frétt, en ekki stórfrétt, og hún er dæmd einsog aðrar myndir. Af blaðafregnum er ljóst að ís- Ienskir kvikmyndahöfundar hafa fengiö lofsverða dóma á erlendri grund og kvikmyndir þeirra seljast vel. Það er mikið ánægjuefni. Og menn skulu átta sig á því að það er hægt að selja meira en fisk og ál úr landi. Kvikmyndagerð getur, ef haldið er áfram á sömu braut, orðið sæmilegur tekjuauki fyrir landið en vitanlega ekki stórgróði. En þótt kvikmyndagerð einkaaðila hafi tekist vel, þá virðist vera ein- hver stöönun hjá sjónvarpinu um þáttagerð. Áð vísu vekja sérkenni- legir innheimtuþættir sjónvarpsins verðskuidaða athygli en aðrir þættir eru staönaðir og þyrftu að koma til nýjar hugmyndir og nýir menn. Um nokkurt skeið hafa t.a.m. verið gerðir þættir um merka menn, — uppskriftin hefur vanalega verið tveir stólar, blóm á milli og síðan skotið lnn fjölskyldumyndum til þess að draga úr einhæfni myndarinnar. Þannig hafa þessir þættlr í raun verið útvarpsþættir því að mögu- leikar myndavélar hafa ekkert verið nýttir. En þættirnir eru þó virðingar- verð tilraun og ræður efalaust nokkru að mjög takmarkað fjár- magn er til þáttagerða, m.a. vegna heimskulegrar verðlagningar á þjón- ustu útvarps og sjónvarps. Videotæknin hefur jafnframt hleypt af stokkunum íslenskri þátta- gerð fyrir þau tæki. Virðist þar að vera að koma upp frjáls fjölmiðlun á nýjan hátt, þegar sjálfstæðir aðilar gera sjónvarpsþætti og selja til sýn- ingar. Ekkert er eðiilegra en aö haldið verði frekar út á þessa braut, enda ósköp cðlilegt að sjónvarp og einkaaðilar kaupi tilbúna þætti af ís- lenskum aðilum eins og erlendum, ef gæðin eru fullnægjandi. Af einhverjum ástæðum hefur rikisútvarpið þó ekki viljað fara inn á þessa braut, annað hvort vegna misskilinnar hagsmunagæslu gagn- vart eigin starfsmönnum eða ein- faldiega vegna þess að Útvarpsráð vill ekki styðja hið frjálsa framtak í þessum efnum. Það er þó mikill mis- skilningur, hið frjálsa framtak hefur sýnt hæfni sina í kvikmyndun á ís- landi, ekki sist með sýningu á Húsinu nú í Háskólabiói. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.