Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Page 12
12 * * DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Jj Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjdmarformaðurog útgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI8ÓÓ11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblaö 18 kr. Undanhald flokksblaöa Flest flokkspólitísku blöðin eru á undanhaldi sam- kvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs, sem birt var fyrir skömmu. DV hefur rofið veldi Morgunblaðsins, svo að aðeins vantar 5—6 prósentustig í útbreiöslu. Langt þar á eftir kemur Tíminn í þriðja sæti. Það blað á við mikla f járhagsörðugleika að etja. Enn neðar eru svo Þjóðviljinn og Alþýðublaðið á hröðu undanhaldi. DV hefur meiri útbreiðslu en Morgunblaðið utan Reykjavíkursvæðisins, svo og í aldurshópnum 20—34 ára og meðal starfsfólks í sjávarútvegi og landbúnaði. Morgunblaöið stendur hlutfallslega sterkast meðal fólks yfir fimmtugt, opinberra starfsmanna og íbúa á höfuð- borgarsvæðinu. Þessi tvö blöð gnæfa yfir önnur í út- breiðslu og munu vafalaust heyja harða samkeppni á næstunni um fyrsta sætið. DV hefur verið stöðugt í sókn, upplag aukizt og áskrifendum f jölgað mjög í vetur. Miklu skiptir fyrir framvindu mála, að unga fólkið, aldurshópurinn 20—34 ára, tekur DV fram yfir Morgun- blaðið. Flokksblöðin standa yfirleitt mjög illa fjárhagslega þrátt fyrir ríkisstyrk. Auðvitað er rangt, að fé renni úr ríkissjóði til að styrkja dagblaðaútgáfu. Þannig er fé tekið af skattgreiðendum til að kosta flokkspólitískan áróður. Eini mælikvarðinn á, hvort blöðum vegnar vel eða illa, á að vera, hvort almenningur vill kaupa þau og lesa eða ekki. Þetta sjónarmið hefur átt vaxandi fylgi að fagna, einnig á Alþingi. I seinni tíð hefur þeim þingmönnum f jölgað, sem hafa að minnsta kosti gert heiðarlega tilraun til aö fá blaðastyrkina strikaða út úr f járlögum. Þróunin hlýtur að verða sú, að enn halli undan fæti fyrir flokksblöðunum. * Lesendur þeirra kannast mætavel viö, að í þeim er öll- um fréttum og máli þannig stillt upp, að það verði við- komandi flokki til framdráttar. Lesendur þeirra þreytast á þessu. Jafnvel ákveðnir flokksmenn vilja fá meira að heyra um gang mála. Þetta mun einkum verða ljóst fyrir komandi kosning- ar. Áróðursmaskínur flokkanna munu snúast enn hraðar en fyrr og beita fyrir sig flokksblöðunum sínum. Auk þess hefur þeim landsmönnum fækkaö, sem eru óbifanlegir stuðningsmenn ákveðinna flokka. Skoðanakannanir sýna, að milli kosninga er allt að helmingur landsmanna nokkuð óráðinn um, hvaða flokk hann styður. Mjög stór hópur hefur skömm á öllum stjórnmálaflokk- unum. I kosningum mun þetta fólk flest gera upp við sig, að kjósa einhvern flokkinn fremur en aðra. En harðir flokks- menn eru þeir ekki. Blaðamennska hefur töluvert opnazt síðustu árin. En flokkspólitísku blöðin eru þó enn söm viö sig í aðalatriö- um. Þegar kosningar nálgast, hætta þau nær alveg að vera fjölmiðlar en verða einhæfar og leiðigjarnar málpípur viðkomandi stjórnmálaflokka. Fjölmiðlakönnun Hagvangs sýndi, að DV er að ná Morgunblaðinu í útbreiðslu. DV hefur komizt fram úr Morgunblaðinu á mikilvægum sviðum útbreiðslukönnun- arinnar. Allt bendir til, að þessi þróun haldi áfram. Haukur Helgason. DV.FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Guggnaði Rafveita Hafnarfjarðar? I kjallaragrein minni í DV þann 18. janúarvarfjallaðumbágborna réttar- stöðu raforkunotenda. Máli mínu til stuönings greindi ég frá því hvemig Rafveita Hafnarfjarðar leysti sér í hag ágreining viö viðskiptavin með ein- hliða gjaldskrárbreytingu. Ekki var getiö nafns notandans né heldur nafna þeirra aðila, sem með völdin fara hjá rafveitunni, enda er það ekkert atriði í málefnalegri umf jöllun. I tilefni umræddrar greinar ritaði rafveitustjóri kjallaragrein þann 28. janúar þar sem hann dró fram, hvem- ig gjaldskrá RH var, er ég hætti þar störfum sem rafveitustjóri. 1 grein hans eru auk þess heldur ósmekklegar aðdróttanir um að ég hafi veitt sjálfum mér einhver vildarkjör. Grein raf- veitustjórans lýsir vanhæfni til að fjalla málefnalega um ágreining án persónulegs hnútukasts. Ljóst er að gjaldskrá, sem gilti fyrir 13 ámm, er ekkert atriði í því máli, sem ég fjallaði um í fyrrnefndri grein minni. Aðdróttanir rafveitustjórans um óeðlilega ákvöröun mína á taxta fyrir eigin notkun er ekki svaraverð að öðru leyti en því aö upplýsa að í því máli naut ég ráögjafar þáverandi tæknifræðings Rafveitu Hafnarfjarðar og núverandi rafveitustjóra, sem var svo vingjarnlegur að gera fyrir mig töfluteikningu, sem var ákvaröandi um gjaldskrárliðinn. Undarlegur skilningur raf veitustjórans á hugtakinu álagning Rafveitustjóri segir í grein sinni: „Gísli talar um háa álagningu á raf- orku á tilteknum taxta. Þama er um misskilning að ræða, álagning á raf- magni á þessum taxta er lítil, en fasta- gjaldiö er ekki álagning á raforkuna.” Álagning rafveitu er mismunur á sölu- tekjum og innkaupsverði, óháð því í hvaða formi sölutekjurnar em. Meö sölutekjum er átt við greiðslur notenda að frádregnum söluskatti og verö- jöfnunargjaldi. Það er enginn mis- skilningur að miðað við 2400 kílóvatt- stunda ársnotkun meö 5000 stunda nýt- ingartíma, sem dæmi mitt fjallaði um, er álagning RH á sölu skv. órofnum hitataxta nú úm 280% og aö álagningin hefur aukist úr 60% í 280% á sl. ári. Ágreiningur f bæjarstjórn Hafnarfjarðar Umtalsverður ágreiningur varð í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um breyt- ingar þær á gjaldskrá RH, sem ég gagnrýndi í grein minni. Á fundi þann 2. nóvember sL var tillögu rafveitu- nefndar vísað frá vegna ófullnægjandi rökstuðnings. Rafveitustjórinn leitaði þá til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þegar málið kom aftur fyrir bæjar- stjórn fylgdi sem rök fyrir fyrirhug- uðum breytingum á órofnum hitataxta orðrétt greinargerð deildarverkfræð- ings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem miðuð var við aðstæður þeirrar rafveitu. Ekki var svo mikið viðhaft að aðhæfa rökin aö aðstæöum RH. Samhliða breytingunni á órofnum hitataxta var gerö tillaga um samein- ingu hitataxta til húshitunar og ann- arrar hitunar en aðeins þeir fýrr- nefndu eru undanþegnir söluskatti og veröjöfnunargjaldi. Á bæjarstjómar- fundinum greiddu 3 bæjarfulltrúar minni hlutans atkvæði gegn tillögu raf- veitunefndar. Einn þeirra gerði svo- fellda grein fyrir atkvæði sínu: „Með tilliti til þess aö skylt er sam- kvæmt lögum að greiða söluskatt og veröjöfnunargjald af rafhitun til iðnað- ar, en rafhitun til íbúðarhúsnæöis er undanþegin þessum sköttum, þá verður ekki betur séð en að meö því að sameina þessar tvær tegundir raf- hitunar í einum taxta, sé verið að gera því skóna að þessum lögboðnu gjöldum til ríkisins sé stungið undan og þau lát- in renna í sjóð Rafveitu Hafnarf jarðar. Þetta tel ég bæði ólögmætt og siðlaust. Égsegiþvínei.” Hinir tveir sögöu nei með vísun til framangreindrar bókunar. Þá og því aðeins er hægt að standa skil á lögboðnum söluskatti og verð- jöfnunargjaldi að húshitunarnotend- um og öðrum rafhitanotendum sé haldið aðskildum eins og gert hefur verið fram til þessa. Ekki verður annað séð en að því verði aö halda áfram ef standa á skil á umræddum gjöldum og er þá vandséður tilgangur- inn með sameiningunni. Rafveitan guggnar á að framkvæma eigin breytingar Þann 31. desember sl. tók sameining hitataxta RH gildi. Eru nú aðeins 3 taxtar, þ.e. órofin hitun, daghitun og næturhitun (Dl, D2 og D3) og því í öllum þessum tilvikum sami taxti, hvort heldur er um að ræða húshitun, (án söluskatts og verðjöfnunargjalds), Þjóðin hefur ekki efni á smá- byggðastefnunni Framsóknaráratugurinn er liðinn. Á þeim áratugi hafa „framsóknarmenn” allra flokka sameinast um „smá- byggðastefnuna” sem hefur verið fólgin í því að flytja fjármagn frá léttu atkvæðunum í þéttbýlinu til þungu atkvæöanna í strjálbýlinu. Ef þessir fjármagnsflutningar hefðu leitt til trausts og arövænlegs atvinnulífs í smábyggðunum þá má segja að ekki hefði nema hálfur skaði veriö skeður frá sjónarmiði þeirra sem fjármun- imir vom teknir frá þar sem þeir bjuggu þó í sama þjóðfélagi og þiggj- endumir. En oft hafa þessir fjármunir runnið til vonlausra fyrirtækja og framkvæmda er engan arð hafa gefið þjóðarbúinu og skaðinn þar með orðið allur — bæði fyrir greiðendur og þá sembjargaátti. Mörgum var frá upphafi ljóst að þessi stefna var röng en formælendur hennar höfðu eitt sér til afsökunar framan af. Flestir töldu að fiskistofn- arnir við landið myndu fljótlega styrkjast eftir að útlendingar hættu hér veiöum. Mikil stækkun togara- flotans hefur væntanlega byggst á þessum forsendum í fyrstu en hún Kjallarinn Valdimar Kristinsson hefur haldið áfram allar götur síðan þótt öllum mætti ljóst vera fyrir löngu að fleiri smábyggðatogarar leiddu aðeins til rýrari kjara útgerðar, sjó- manna og svo auðvitað þjóðarinnar alirar. Fiskifræðingar vöruðu þó löngum viö hættunni en oftast fyrir daufum eyrum. Stjórnmálamönnum hentaði ekki þessi varúöarstefna og hafa sumir hverjir veriö óþreytandi að benda á aö vísindum fiskifræðinganna væri ekki alltaf að treysta. Það vissu reyndar allir en jafnvel þótt líkumar á hruni þorskstofnsins væru ekki nema 1/5, miðað við þá stefnu sem fylgt hefur verið, þá eru það þó sömu dauða- líkur og í rússneskri rúllettu. Næstum má segja að sá leikur hafi veriö leik- inn með fjöregg þjóðarinnar en væntanlega ekki viljandi því varla tekur neinn með fullu viti þátt í svo gráu gamni. Hitt fer ekki á milli mála aö þorskurinn erfjöreggið því að þrátt fyrir allar vonimar sem bundnar eru við nýtingu orkulindanna þá verður ekki lifað í þcssu landi án þorsksins í ríkum mæli og hann þarf að veiða. Þegar allt var komið í óefni fann svo einhver snillingurinn upp „skrapdaga- kerfið” svo að þessi stóri, fríði floti nýtist ekki nema að hluta. Hvílíkur búskapur! Sjómenn segjast ekki vilja bera ábyrgð á vitleysunni og lái þeim hver sem vill. En hvers vegna hefur verið keyptur floti umfram þarfir síðustu árin? Vegna byggðastefnunnar p

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.