Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 2
DV. ÞRIÐJUDAGUR22. MARS1983.
2 ‘
Stjörnubandiö ’83: Björgvin Gíslason, hljómsveitarstjóri, Gunnlaugur Briem, Pétur Hjaltested, Kristján Edelstein, Jóhann Ásmundsson. Á myndina vantar
Hjört Howser. DV-mynd: ÓV.
Stjömubandið hefur æfingar:
Framboðs-
frestur
rennur
út í nótt
Framboösfrestur til alþingiskosn-
inga sem fram eiga aö fara 23. apríl
næstkomandi rennur út á miðnætti í
nótt.
Kjörskrár verða lagðar fram í dag,
en frestur Bl aö kæra vegna kjör-
skrárinnar rennur út 8. apríl.
Sveitarstjórnir munu ljúka viö að
skera úr um aðfinnslur viö kjörskrá
eigisíöaren 15. apríl.
Utankjörstaðaatkvæöagreiösia
hefst 26. mars, eða næstkomandi
laugardag. Stjómmálaflokkarnir
hafa flestir nú þegar opnað kosninga-
skrifstofur eöa opna þærnæstu daga.
Kosningabaráttan mun að líkindum
verða með hefðbundnum hætti,
vinnustaðafundir em þegar hafnir í
Reykjavík og munu verða fram að
kosningum. Stórir fundir verða í
Reykjavík síðustu viku fyrir kosn-
ingar nema hvað óvíst er hvortSjálf-
stæðisflokkurinn verður meö slíkan
fund. Nýju f ramboöin, Kvennaiistinn
og Bandalag ja&iaðarmanna, hafa
enn ekki skipulagt sína kosningabar-
áttu.
„Sýning og skemmtun
— segja þeir um St jörnumessu ’83
„Við erum ákveðnir í að gera okkar
besta til að gera stjörnumessuna að
góðri sýningu — skemmtun ársins,”
sögðu hljóðfæraleikararnir sex í
Stjörnubandinu '83 þegar þeir hittust á
fyrstu æfingunni fyrir stjömumessuna
sem veröur 7. apríl.
Stjörnubandið skipa nokkrir af lipr-
ustu hljóöfæraieikurum landsins undir
stjórn Björgvins Gíslasonar gítarleik-
ara. Hinir em þeir Pétur Hjaltested og
Hjörtur Howser úr hljómsveit
Björgvins Halldórssonar, báðir með
hljómborð, gítarleikarinn Kristján
Edelstein og Mezzoforte-mennimir
Gunnlaugur Briem á trommur og
Jóhann Ásmundsson á bassa. Fjórir af
þessum sex hafa áður leikið í stjömu-
hljómsveitumá fyrri stjömumessum.
„Við vitum því nokkum veginn að
hverju við eram að ganga,” sagði
Björgvin Gíslason. „Við vitum að vísu
ekkert um messuna sjálfa eða úrslitin,
því að enn sem komið er höfum viö
aðeins fengið að vita um fá lög og
nokkur stef. Urslitin sjálf fáum við
ekkert aö heyra um fyrr en á skemmt-
uninni sjálfri frekar en aðrir. Stjóm-
Fermmgar
og páskar
nálgast
Viltu spara?
Komdu bara
Afsláttur
Niðursoönir ávextir, einnig í 3 kg dósum
Niðursoöið grænmeti, einnig í 3 kg
dósum
Þurrkaðir avextir
.Bökunarvörur
Kjötvörur
Matvörur
Nýir ávextir
Hreinlætisvörur
Tóbak
Páskaegg
ódýrust í borginni
'■ AUSTURVERI
Sem sagt
AFSLÁTTUR af öllum vörum
SPARIMARKAÐURINN
neðra bílastæði — sunnan hússins.
ársins”
andi hátíöarinnar heldur þessu alveg
fyrir sig. En þetta virðist ætla að verða
fjölbreytilegt og skemmtilegt.”
Stjömubandiö hefur nú æfingar af
fullum krafti og verður vafalaust
orðið fínslípað þegar kemur að veit-
ingu verðlauna til sigurvegara í Vin-
sældavali DV fyrir áriö 1983. -ÓM
likur eru á að Sjálfstæðisflokk-
urinn einn muni verða með merk-
ingar í kjördeildum. Alþýðuflokk-
urinn hefur ekki verið með merk-
ingar í tveimur síðustu kosningum,
Alþýðubandalagið hefur ákveðiö að
leggja þær niður að þessu sinni og
mikil andstaða er gegn merkingum í
Framsóknarflokknum.
Bandalag jafnaðarmanna á enn
eftir að ganga frá framboðslistum í
nokkram kjördæmum og verður þaö
gertsíðdegisídag.
-ÓEF.
STEFNUSKRÁ
KVENNAUSTA
„Kvennalistinn stefnir að sam-
félagi þar sem virðing fyrir lífi og
samábyrgð sitja í öndvegi. Við
setjum á oddinn hugmyndir um
kvenfrelsi sem fela í sér rétt kvenna
til að vera metnar á sínum eigin for-
sendum til jafns við karla.” Svo
segir í upphafi stefnuskrár Samtaka
um kvennalista sem samþykkt var á
félagsfundisl. sunnudag.
I stefnuskránni segir ennf remur að
það verði hlutverk samtakanna að
standa vörð um hagsmuni kvenna og
bama. Staða og kjör kvenna ráðist
að hluta til af lagasetningu á ýmsum
sviöum og því muni samtökin á
Alþingi eiga framkvæöi að og fylgja
eftir lögum sem varða konur sér-
staklega. Eru þar til nefnd lög um
fæðingarorlof, lög um almanna-
tryggingar, lagasetningu um full-
orðinsfræðslu, löggjöf um fóstureyð-
ingar og að komið verði á lífeyris-
sjóði fyrir alla landsmenn.
Þá er í stefnuskránni kafli um
nauðsyn þess að auka valddreif ingu í
samfélaginu. Bent er á að sérstak-
lega þurfi að minnka miöstýringu og
kerfisbindingu í skóla- og menn-
ingarmálum og á sviði heilbrigðis- og
félagsmála. Segir að afleiðingar
þessarar miðstýringar séu „að flest-
ir fá litlu ráðið um skipan samfélags
síns, verða áhorfendur og þolendur í
staö þess að vera þátttakendur. ”
Lagt er til að ríkið stórauki fram-
lag sitt til bygginga dagheimila og að
fæðingarorlof verði sex mánuðir
fyrir alla og að foreldrar geti sjálfir
ákveðið hvernig þeir skipta því. Lagt
er til að auknu fé veröi varið til lista-
og menningarmála, því að í blómstr-
andi menningarlífi og vaknandi
menningarvitund felist f jöregg þjóð-
arinnar. Þá segir að samtökin vilji
breytta stefnu í húsnæöismálum
þannig að bygging leiguhúsnæðis
verði stóraukin annað hvort á vegum
hins opinbera eða á vegum félaga-
samtaka. Endurskoða veröi lánakjör
þeirra er eignast vilja húsnæði til
eiginafnota.
Þá segir orðrétt í stefnuskránni:
„Við viljum ekki breyta útvarpslög-
unum að því er tekur til einkarekstr-
ar Ríkisútvarpsins til útsendinga en
styðjum hugmyndir um fleiri rásir,
landshlutaútvarp og beinan aðgang
hópa eða félagasamtaka að rikisfjöl-
miölunum. I samræmi við hug-
myndir okkar um valddreifingu
viljum við leggja niður flokkspólitísk
ráð og stjórnir á öllum sviðum menn-
ingaroglista.”
Um efnahagsstefnuna segir að
grundvallaratriðið sé að tryggja
atvinnu og efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Við mótun hennar á að
leggja til grandvallarstefnu hinnar
hagsýnu húsmóður, stefnu sem
miðar að því að Islendingar geti í
sem ríkustum mæU Ufað á eigin
framleiðslu og hagi útgjöldum í sam-
ræmi við tekjur. Lagt er tU að smá-
iðnaöur og endurvinnsluiðnaður
verði stórefldur í stað erlendrar eöa
innlendrar stóriðju. Ekki veröi
frekari lántökur tU rekstrar óarð-
bærra fyrirtækja.
Sagt er aö íslenskar konur verði að
sameinast í baráttu fyrir afnámi
aUra hemaðarbandalaga, afvopnun
og friði og tryggja aö kjamorkuvopn
verði aldrei leyfð hér á landi. Lýst er
vUja tU að minnka áhrif Bandaríkja-
hers á íslenskt efnahagslíf svo að
tryggt verði að afstaða tU hans
mótist ekki af efnahagsmunum. Lýst
er stuðningi við að ákveðin svæöi
verði lýst kjarnorkuvopnalaus.
-ÓEF.