Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 14
14’
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983.
MEÐ BJÓRNUM?
AFNÁM TEKJUSKATTS?
Spumingar og svörá beinni línu til Geirs Hallgrímssonar
Menn spurdu ólíkustu spurninga á Beinni línu á DV til Geirs Hall- ingar sem varpad var fram en svörin og spurningarnar sem hér fara á
grímssonar, formanns Sjálfstædisflokksins, í gœrkvöldi. Hringt var eftir eru unnin af bladamönnunum Jóni Baldvin Halldórssyni, Sigurði
hadanœva af landinu svo síminn þagnaði ekki augnablik þá einu og Pór Salvarssyni, Ólafi E. Friðrikssyni, Kristjáni Má Unnarssyni og
hálfu klukkustund sem Beina línan stóð yfir. Eins og skýrt var frá þegar Jóni G. Haukssyni.
boðað var til þessa verður ekki unnt að birta allar þœr fjölmörgu spurn- -óm
Yfirlýsing
Gunnars—
léttir?
Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði,
spurði hvort sú yfirlýsing Gunnars
Thoroddsen að fara ekki í framboð
hefði verið léttir fyrir formann Sjálf-
stæðisflokksins?
Geir: „Þaö er vitaskuld fagnaöar-
efni að Gunnar Thoroddsen lýsti því
yfir aö hann færi ekki í framboð gegn
Sjálfstæöisflokknum. Ég var nú reynd-
ar búinn aö lýsa því yfir á flokksráðs-
fundi um mánaöamótin nóvember-
desember aö ég tryöi því ekki aö til
þess myndi koma. Eg tel einsýnt aö viö
sjálfstæðismenn munum ganga sam-|
einaöir til kosninga og þaö er áuðvitaö
sérstakt ánægjuefni. ”
Ægir spuröi einnig um hvort sjálf-:
stæðismenn myndu fella bráöabirgöa-
lögin sem hugsanlega kæmu um kíló-
gjald á bifreiðir? Geir: „Viö vorum á
móti þessu lagafrumvarpi og við
munum auövitaö reyna að hrinda
slíkum lögum ef mögulegt er. Viö
teljum aö ríkisstjórnin hafi tekiö tekj-
ur af umferöinni of mikiö í almennar
þarfir í staðinn fyrir að verja þeim til
vegagerðar.”
JBH
Samningarvið
Alusuisse?
Steingrímur Haraldsson, Reykjavík,
spurði hvað Sjálfstæöisflokkurinn
kæmi til meö aö gera til aö fá Alusuisse
til samninga um hækkaö rafmagns-
verð ef hann kæmist í stjórn:
„Eg held að því sé svarað meö flutn-
ingi þingsályktunartillögu í álmálinu,
sem samkomulag varö um meö Sjálf-
stæðisflokknum, Alþýöuflokknum og
Framsóknarflokknum, að fá fram í
byrjun nokkra hækkun á raforkuverö-
inu, síöan leggja deilumálin í gerö og
fara svo að semja um verulega
hækkun í framhaldi af því,” svaraði
Geir.
Steingrímur spuröi einnig hvort raf-
magn til allrar stóriöju á Islandi ætti
að vera á sama veröinu:
„Mér fyndist þaö eðlilegt aö bæði
Járnblendiö og Áburðarverksmiðjan,
sem eru á líkum samningum, fylgdu
meö.”
-KMU.
Alagning
hækkar
Siguröur Sóphusson, Garöabæ,
nefndi það aö álagningarprósentan er
að hækka og spuröi hvort þaö væri vor-
gjöf frá ríkisstjórninni eöa verðlags-
stjóra?
Geir: „Ég held aö þaö sé hvort
tveggja.” Hann taldi einnig aö langt-
um betra væri aö afnema allar álagn-
ingarreglur, örva samkeppni og láta
kaupmenn berjast um hylli kaupenda.
-JBH
Fjölskyldan
Trausti Jónasson í Hafnarfirði
spurði hver væri stefna Sjálfstæöis-
flokksins í f jölskyldumálum.
Geir: „Stefna okkar sjálfstæðis-
manna hefur frá upphafi veriö sú aö
f jölskyldan sé hornsteinn þjóöfélagsins
og við viljum búa henni sem best skil-
yröi. Viö núverandi atvinnuhætti felst
þaö í aö foreldrum veröi gert kleift að
skipta með sér uppeldi ungu kyn-
slóðarinnar og í því augnamiöi viljum
við koma á samfelldum skóladegi og
sveigjanlegum vinnutíma. ’ ’
Trausti spuröi þá hvort núverandi
skattalög, sérsköttun hjóna, væru ekki
ósvífni gagnvart fjölskyldunni og
hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi
breyta þessu.
„I fyrsta lagi viljum viö afnema
tekjuskatt á almennar launatekjur og í
ööru lagi viljum viö skipta ■ tekjum
hjóna á milh þeirra fyrir álagningu
skatts,”sagðiGeir.
Enginn
möguleiki
útilokaður
Bjarni Helgason í Reykjavik spurði
hvort Sjálfstæöisflokkurinn myndi aft-
ur gefa Alþýðubandalaginu siðferðis-
vottorö með því aö standa aö ríkis-
stjórn ásamt því eins og ráöherrar
Sjálfstæöisflokksins í núverandi ríkis-
stjórnheföugert.
„Viö viljum ekki gefa neinar yfirlýs-
ingar um það fyrir kosningar aö hvaöa
ríkisstjórnarsamstarfi æskilegt væri
að stefna,” sagöi Geir. „Við ætlum
ekki að láta Framsóknarflokknum þaö
eftir aö hlaupa á milli flokka og við
viljum ekki hlaupa á milli. En viö
viljum miöa okkar stjórnarþátttöku
viö stefnu og aö hvaö miklu leyti við
náum okkar stefnu fram. Þar veröur
auövitað efst á dagskrá, fyrir utan
sjálfstæðismál þjóðarinnar, veröbólg-
an og efnahagsmálin, sem segja má aö
séu einnig sjálfstæöismál eins og nú er
komið.
Þaö væri óeðlilegt aö ætlast til þess
aö ég færi aö útiloka einhvern eöa
segja til um aö hvaða ríkisstjórn væri
stefnt, en viö stefnum auövitaö aö því
að ná meirihluta.”
Get vel
myndað st jóm
Guðmundur Bjarnason, Garðabæ,
spurði hvort Geir teldi það styrk fyrir
Sjálfstæöisflokkinn aö formaður hans
gæti ekki myndað stjórn. Formaðurinn
heföi reynt stjórnarmyndun tvisvar en
ánárangurs.
„Nei, ég tel þaö nú ekki styrk, enda
tel ég að formaður hans geti vel mynd-
að stjórn ef út í það verður farið,”
svaraöi Geir.
„Þú átt við stjórnarmyndunina ’79 til
’80. Þá var enginn vandi að mynda
stjórn. Eg hefði getað myndaö stjórn
eins og skot heföi ég viljaö sætta mig
viö að ekki voru komnir samningar á
milli stjórnaraðila um aðgerðir í bar-
áttunni gegn verðbólgunni. Þú sérö
hver reynslan er af núverandi ríkis-
stjórn. Þaö var enginn vandi aö mynda
hana út af fyrir sig. Vandinn er að
koma sér saman um raunhæfar að-
gerðir og á því veltur. Eg kæri mig
ekki um aö mynda stjórn ef hún gerir
ekkigagn.”
Móðgunað
bjóða upp
á Pálma?
Hinrik Stefánsson, Vestur-Húna-
vatnssýslu, sagði að sjálfstæðismönn-
um í kjördæminu væri boöiö aö kjósa
Pálma Jónsson. „Finnst þér þaö ekki
vera móðgun viö okkur sjálfstæðis-
menn hér aö bjóða okkur upp á þetta?”
„Eins og þú veist, þá fór fram próf-
kjör og þó aö viö getum kannski haft
mismunandi skoðanir um þá sem tóku
þátt í því prófkjöri þá voru þeir sem
tóku þátt í því skuldbundnir til aö hlíta
úrslitum þess. Þaö hafa gengið yfirlýs-
ingar um það aö menn stefndu ekki að
sams konar stjórnarmynstri eftir
kosningar eins og verið hefur viö lýði
síöustu þrjú árin. Eg tel því aö fram-
bjóöendur Sjálfstæðisflokksins í
Noröurlandskjördæmi vestra gangi
sameinaðir til kosninga eins og annars
staöar í landinu,” sagði Geir.
Hinrik spurði einnig hvort einhver
tfygging væri fyrir því aö sama stjórn-
armynstur yröi ekki aftur:
„Já, ég held að þaö liggi alveg ljóst
fyrir. Það eru allir aöilar búnir að lýsa
því yfir í raun og veru, ” svaraöi Geir.
-KMU.
Úthlaup í
álmálinu
Kristinn Hermannsson, Selfossi,
spuröi Geir hvort hann teldi aö skrif
Morgunblaösins í álmálinu og úthlaup
Guömundar Þórarinssonar væru til
þess fallin aö auka samstöðu Islend-
inga:
„Já. Eg tel þaö. Eg tel að stefna sú,
sem þrír flokkar á Alþingi, Alþýðu-
flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur, komu sér saman um sé
líkleg til þess aö rjúfa þessa sjálfheldu
sem álmáliö er komið í vegna aögeröa
Hjörleifs Guttormssonar. Okkur skipt-
ir miklu máli aö fá hækkaö raforku-
verð og sömuleiðis aö útkljá eldri
deilumál. En málið var algerlega
stöövaö í höndum iönaöarráöherra og
það þurfti eitthvað aö gera í málinu,”
svaraöi Geir.
Húsnæðismál
Björgvin Kristjánsson, Reykjavík,
spurði um afstööu Sjálfstæöisflokks-
ins, undir stjórn Geirs Hallgrímsson-
ar, til húsnæðismála?
Geir: „Við munum setja húsnæðis-
máhn á oddinn í komandi kosningabar-
áttu, haldandi í heiöri þeirri stefnu aö
allir sem vilji geti eignast þak yfir
höfuðið. Við munum stefna aö því aö
þeir sem byggja í fyrsta skipti fái lán
allt að 80% af byggingarkostnaöi og
meö hagkvæmum kjörum.”
JBH
Framkvæmda-
stofnun?
Jón Trausti Markússon, Búöardal,
spuröi hver stefna Sjálfstæðisflokksins
væri gagnvart Framkvæmdastofnun
ríkisins:
„Við viljum endurskoöa starfsemi
hennar ásamt meö ýmsum öðrum
stofnunum, eins og til dæmis öörum
sjóðum, lánastofnunum, Húsnæöis-
stofnuninni, fjárfestingalánasjóöum
almennt og ríkisbönkum. Þó vil ég
taka fram aö viö erum ekki meö því aö
gera þaö aö tillögu okkar aö leggja
Byggöasjóð niöur. Hann var stofnaður
í stjórnartíð okkar í Viðreisnarstjórn-
inni, þá undir nafninu, minnir mig, At-
vinnujöfnunarsjóöur,” svaraði Geir.
-KMU.
Trygging at-
vinnuöryggis?
Agnar Breiöfjörð Kristjánsson,
Reykjavík, spyr: Hvaö er á stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins varðandi aldraða
ogöryrkja?
Geir: Við munum í fyrsta lagi
tryggja tekjur þessara þjóöfélagshópa
í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. I
öðru lagi munum við beita okkur fyrir