Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. 15 því aö byggðar verði sérstakar þjón- ustuíbúðir fyrir þetta fólk. Spurning: Hvaö ætlið þið að gera til aö tryggja atvinnuöryggi? Geir: Með því að skapa sterkan grundvöll fyrir atvinnulífinu, það er að atvinnufyrirtækin beri sig og séu rekin á ábyrgð eigenda og menn standi og falli meö stjórn sinni á þessum at- vinnufyrirtækjum og verðbólgan hylji ekki óstjórn og slóðaskap. Stefna Sjálfstæðis- flokksins Jóhann P. Halldórsson, Reyðarfirði, spuröi hver stefna Sjálfstæðisflokksins yrði í kosningunum og hvað hann heföi umfram hina flokkana. Geir: „Við ætlum að birta kosninga- yfirlýsingu okkar einhvern næstu daga og þá verður gerð grein fyrir þessu í einstökum atriðum. Það sem við auð- vitað höfum umfram aðra flokka er það, að við erum flokkurinn sem berst fyrir auknu frjálsræði einstaklingsins. Við viljum setja á oddinn baráttuna gegn verðbólgu og við leggjum áherslu á „einn fyrir alla”. I því felst meðal annars að allir eigi kost á eigin hús- næði og menn leggi sparifé í atvinnu- rekstur og slíkt sparifé fái sams konar svigrúm þá heldur en nú. Við skulduð- um ekki svona mikið erlendis þá eins og við gerum núna. Þess vegna er líka að öllu leyti við meiri vanda að glíma núna. Ég hygg aö grundvallarskilyrði til þess að við náum veröbólgunni niður sé að við náum skilningi og samstilltu átaki allrar þjóðarinnar og að við sköpum atvinnuvegunum lífvænleg skilyrði, þannig að þeir séu reknir með hagnaði, vegna þess aö erlend skulda- söfnun hefur meðal annars orðið til vegna tapreksturs atvinnuveganna og þjónustufyrirtækjanna. Þess vegna verðum við líka að styrkja undirstöður atvinnufyrirtækjanna til aö þau geti til frambúðar greitt hærri laun,” svaraði Geir. -KMU. Rekstur kaupfélaga Jón G. Guðjónsson á Seltjarnarnesi vildi vita hvert væri álit Geirs Hall- grímssonar á rekstrikaupfélaganna. Svar: Við viljum að kaupfélögin í landinu starfi við sömu skilyrði og annar atvinnurekstur og önnur fyrir- tæki, að þaö sé fullkomið jafnrétti með þeim og öðrum fyrirtækjum. Við vilj- um stuðla að jafnri samkeppni milli fyrirtækja þannig að sem lægst vöru- verð náist f yrir neytendur. ” Geir: „Eg myndi greiða bjórfrum- varpi atkvæði.” Grétar spurði þá hvort honum fyndist bjór góður? „Já,” sagði Geir, „reyndar finnst mér bjór góður, svonahóflega drukkinn.” Grétar spurði einnig hvort Geir teldi eðlilegt að Islendingar fengju afnot af jarðstöð Vamarliðsins fyrir sjónvarps- sendingar sem á að risa viö hliðina á Skyggni? Geir sagði að á Keflavíkurflugvelli væri lokað sjónvarpskerfi og hann myndi ekki gera tillögu um annað. Hins vegar hlyti aö vera skammt í það að viö kæmumst í samband við aðrar sjónvarpsstöðvar. „Eg held að það borgi sig ekki aö vera að hrófla við neinu í þessum efnum fyrr en við kom- umst í samband við umheiminn.” Grétar kom að lokun Videosón og hvort ekkert væri að koma í staðinn. „Við sjálfstæðismenn teljum að út- varpsrekstur eigi að vera f rjáls og í því felst auðvitað að fjölmiðlun um kapal- kerf i eigi rétt á sér.” JBH Opnunartími verslana Garðar Vilhjálmsson, Reykjavík, spurði um skoðanir Geirs á frjálsum opnunartima verslana? Geir: „Ég vildi gjarnan hafa sem mest frjálsræði um opnunartíma skattalega meðferð og annað sparifé. Við leggjum líka áherslu á samgöngu- mál, þátttöku okkar í varnarbandalagi vestrænna þjóða, svo einhver dæmi séunefnd.” Jóhann spurði einnig hver stefna Sjálfstæðisflokksins varðandi Kísil- málmverksmiðjuna á Reyðarfirði væri. Geir sagði að sjálfstæöismenn mundu leita allra leiöa til að hún kom- ist á fót enda sé rekstur hennar arð- vænlegur bæði fyrir Austfirðinga og þjóðina alla. „Þaö þýðir ekki að fara í þessa framkvæmd fyrr en ljóst er að það sé hagnaður af rekstri hennar. Ennfremur viljum við lika dreifa áhættunni með því að fá erlenda sam- starfsaðila til að flýta fyrir byggingu og rekstri verksmiðjunnar.” JBH Leiftursókn? Emll Thorarensen, Eskifirði, spurði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hyggðist ráöa niðurlögum verðbólgunnar ef hann kæmist í stjórn. „Verður leiftur- stefnan reynd?” spurði Emil. „Svokölluð leiftursókn var við lýði fyrir þremur árum. Nú eru aðstæður aðrar,” svaraði Geir. „Þess vegna þarf að beita öðrum ráðum gegn verð- bólgunni nú en þá. Við höfðum meira Fleiri leiguíbúðir? Svanfríður Guömundsdóttir, Reykja- vík spyr: Mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því að byggðar verði fleiri kaupleiguíbúðir, komist hann til valda eftir kosningar? Geir: Við leggjum megináherslu á að allir geti eignast þak yfir höfuðið. Til þess að svo megi verða munum við beita okkur fyrir því að þeir sem eru að byggja í fyrsta sinn eigi kost á því að fá 80 af hundraði af byggingarkostnaði lánaðan. Spuming: Verða byggðar fleiri leiguíbúðir? Geir: Við viljum helst að menn eignist sínar íbúðir sjálfir og að því verði þannig fyrirkomið að afborganir og vextir af þeim hækki ekki meir en venjuleg leiga. Bjórog sjónvarp- Geir Júlíusson, Reykjavik, spurði hvort Geir myndi styðja bjórfrumvarp? 1 "erslana. A hinn bóginn get ég vel skil- I iö þá hagsmuin 32? kaupmenn ^og I launþegar í verslunarstétt hata ai KY' að hafa reglugerð í gildi um þennan málaflokk. Ég hygg þó að þróunin verði í þá átt að frelsið verði meira. Eg tel að hvorki kaupmenn né launþegar í verslunarstétt þurfi að óttast það vegna þess að nú hafa þessir aðilar betri tök á vinnutíma sínum og meiri fjölbreytni mun halda innreið sína, einkum ef álagning er gefin frjáls.” Yfirlýsingar Verslunar- ráðs? Hafsteinn Eggertsson, Reykjavík, spyr: Hver er afstaða Sjálfstæðis- flNcksins til stefnuyfirlýsingar Verslunar- ráðsfrá þvínýlega? Geir: Eg hef ekki farið svo nákvæm- lega í gegnum þá stefnuyfirlýsingu að ég geti fjallað um hana í einstökum atriðum. Þetta er hins vegar ekki stefnuyfirlýsing okkar í Sjálfstæðis- flokknum eins og sumir vilja vera láta. Við munum núna næstu daga birta (okkar kosningayfirlýsingu og hún og jlandsfundarsamþykktir okkar gera igrein f yrir okkar stefnu. Staðgreiðslu- kerifí 5k2tí? Guðríður Bergmundsdóttir, Fá-! skrúðsfiröi, spurði hvort staögreiðslu- kerfi skatta væri á stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins. Svar: „Jú, við höfum haft stað- greiðslukerfi skatta á stefnuskrá okk- ar, en hins vegar hefur okkur ekki fundist unnt aö koma því við í slíkri óðaverðbólgu sem hér er. Við höfum óttast þyngri skattabyrði fyrir vikið.” Guöríður spurði einnig hvort fólk á landsbyggðinni ætti von á lækkun raf- orkuverðs ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki við stjómartaumunum. Svar: „Við höfum sérstaklega á stefnuskrá okkar að jafna og lækka kyndingarkostnað þar sem hann er óeðlilega hár. Við viljum að variö sé til þess þeim skatthluta söluskatts sem settur var á í því augnamiöi og ég von- ast til þess að það verði hægt að gera eitthvað í því máli.” Að síðustu spurði Guðrún hvort ekki væri óviðeigandi að drepa niður inn- lenda atvinnuvegi með miklum og óþörfum innflutningi. Svar: „Eg held að of mikill inn- flutningur sé sjúkdómseinkenni verð- bólgunnar og það skipti máli að koma verðbólgunni niður og skapa íslensk- um atvinnuvegum samkeppnisaðstöðu gagnvart innflutningL Þaö skiptir ölki máli. Ef það tekst þá er ég ekki hrædd- ur um að íslenskir atvinnuvegir stand- ist ekki samkeppnina.” Verðbólga og bráða- birgðalög Jóhann Hóhn, Garðabæ, spuröi Geir hvort hann sem formaöur teldi mögulegt að lækka verðbólguna á skömmum tíma, ef Sjálfstæðisflokkur- innmyndarnæstu ríkisstjóm? Geir: ,,Ég skal ekki spá um hvað langan tíma tekur að lækka verðbólg- una svo viðunandi sé. Við verðum sparir á loforðin en því betur munu efndimar reynast. Eg held að það megi ekki taka of langan tíma að ná árangri í baráttunni við verðbólguna. Ef við náum árangri á tiltölulega stutt- um tíma þá vinnur fólkið með okkur.” Geir taldi mögulegt aö ná veröbólg- unni niður án þess að auka atvinnu- leysi. „En um hvort tímabundna kjaraskerðingu yrði aö ræöa skal ég ekki segja á þessu stigi málsins. Ég held að sú kjaraskerðing yrði alltaf minni heldur en ef viö gæfumst upp í baráttunni gegn verðbólgunni.” Jóhann spurði einnig um ástæouna fyrir því að sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiöslu bráðabirgðalaganna. Taldi hann sig hafa verið beittur blekk- ingum sem kjósandi flokksins. Geir: „Skýringin var sú að við vild- um ekki stefna afgreiðslu kjördæma- málsins í hættu og láta rjúfa þing áður en kjöru^máliö yröi _af8reitt. Bráðabirgðalögin komu lika sv’C til afgreiðslu að þau voru í raun og veru búin að sinna sínu hlutverki og sanna það að þau höfðu ekkert aö segja í baráttunni gegn verðbólgunni.” JBH Erekki að hætta Askell Einarsson, Egilsstöðum: Ertu ánægöur með að Gunnar Thoroddsen skuli hafa ákveðiö að draga sig í hlé? „Já, ég er ánægöur með að hann skuli hafa ákveðið aö fara ekki fram gegn Sjálfstæðisflokknum og átti reyndar aldrei von á því. ’ ’ En ætlar þú að draga þig í hlé, ef þú nærð ekki kjöri í 7. sætið? „Nei, ég er ekkert aö hugsa um að draga mig í hlé og mun berjast til þrautar. Annars sagði ég að úr 7. sæti mundi ég leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs og um annað er ekki hugsað nú.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.