Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Qupperneq 31
DV. ÞREÐJUDAGUR22. MARS1983.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Ragnar f *r nýjan bB.
Á þessum
síðustu og
erfiðustu
Þa5 vekur athyglí aö á
sama tíma og sagt er upp
mannskap í Álverinu í
Straumsvík og boriö viö
erfiðri fjárhagsstöðu og á
meðan spöruð eru útgjöld við
hreinsun í vinnusal, kaupir
fyrirtækið nýjan bU handa
forstjóranum. Það er heldur
ekki nein drusla! Það er
BMW af fínustu gerð og kost-
ar vist 840 þúsund krónur.
Hvað ætli það séu mörg árs-
laun verkamanns?
Fjarskalegur
Það var maður sem aug-
lýsti gamla bUinn sinn tU sölu
um daginn og sagði hann
vera „fjarskaiega faUegan”.
Þegar seljandinn var
spurður, hvað hann meinti
með þessu orðalagi, saraði
hann: „Jú, bUlinn er faUegur,
séður úrfjarska.”
Seðla
austur
Sjónvarpið hefur nú fengiö
verðugt svar við innheimtu-
auglýsingunni. Sandkorni
hefur borist tU eyrna að inn
um dyrnar hjá „innheimt-
unni” hafi úndið sér Sæmund-
ur Óskarsson stórkaupmaður
og spurt í fyrstu hvort maöur
væri ekki velkominn hér. Því
mun hafa verið svarað ját-
andi. Hann framvísaði þá
reikningnum og fékk
greiðslustimpU. Að því loknu
seUdist hann í vasann og tók
upp seðlavöndul mikinn af
tiköllum einvörðungu. Og
áður en starfsfólk gat áttað
sig hóf hann að ausa
seðlunum upp í loftið og yfir
fólkið. Inn um dyrnar stóð
trekkur nokkur svo úr varð
aUmikið seðlasvif. Sæmundur
hvarf síðan af vettvangi en
nærstaddir heyrðu hann
mæla: „Nú er það ekki svona
sem þið vUjið hafa það?”
Færi vel á að landsmenn
tækju upp þennan greiðslu-
máta afnotagjaldanna...
Auglýsinga-
raunir
Nú hafa auglýsingastofur
sagt að samanburðaraug-
iýsingar Flugleiða séu
ósiðlegar. En það eru fleiri,
sem gætu lent í klandri.
Þannig eru nú auglýst Nóa-
páskaegg undir því slagorði
að nú fari Nói í hörkusam-
keppni við hænurnar. En ein-
hverjir samkeppnisaöUar í
súkkulaðieggjabransanum
munu vera óánægðir mcð
þessa auglýsingu. Manni
finnst þaö nú dálítið skrýtið,
það væri eðlilegra ef eggja-
bændur færu í fýlu.
Hvort kom á undan... ?
Hvar er vara-
dekkið?
Tveir menn hittust á bUa-
sýningu og tóku tal saman,
um bíla auðvitað. Annar var
að hugsa um að fá sér bU og
hafði augastað á tveggja ára
gömlum Benz, sem var á
einni bUasölunni. Hinn vUdi
meina að það væri betra að fá
sér Chevrolet, hann hefði
verið á sínum í átta ár. „Já,
en Bcuzinn er svo vel farinn,
það hefur aidrei verið hreyft
á honum varadekkið!” sagðí
þá hinn. „Varadekkið! Ég
veit ekki einu sinni hvar
varadekkið er á Chevrolettin-
um mínum.góði!”
Umsjón:
Öiafur B.
Guðnason
Kvikmyndir Kvikmyndir
Regnboginn—Týnda gullnáman
ÁGÆT SPENNUSTUND
Regnboginn, salur A, Týnda gullnáman
(Mother Lode)
Stjórn: Charlton Heston.
Handrit: Fraser Heston.
Kvikmyndun: Richard Leitermann.
Tónlist: Ken Wannberg.
Aðalhlutverk: Charlton Heston, Mick
Mancuso, Kim Basinger.
Framleiðandi: Fraser Heston.
Gullleit er umfjöllunarefni gönúu
kempunnar Charlton Hestons í nýrri
kvikmynd sem hann leikstýrir og
leikur aðalhlutverkið í. Það er sonur
hans, Fraser, sern gerir handrit
þessarar myndar, auk þess aö vera
framleiðandi þessa ævintýris föður
síns.
I skemmstu máli sagt er Týnda
gullnáman ágæt afþreyingarmynd
þar sem saman fer nokkur spenna,
sæmilega hröö atburðarás, nokkuð
dularfuU og mögnuð á köflum og
skemmtileg sviðsetning, víðlendar
óbyggðir, illkleif fjöU og fjallavötn
og draugaleg jarögöng. Allt birtist
þetta út frá áhugaverðu sjónarhorni
kvikmyndavélarinnar.
Myndin segir okkur frá leit
tveggja ungmenna að jarðeðhs-
fræðingi sem ekki hefur komiö til
byggða eftir rannsóknir sínar á
týndri gullæð í óbyggöum Kanada.
Þau ákveða aö fljúga tU þess staðar
þar sem fræðingurinn er talinn hafa
haldið tU. Þau lenda á fjallavatni
mitt á miUi hárra fjaUa og hUðar-
vindur veldur því aö flugvélin
.„krassar” á vatninu og sekkur. Ung-
mennin komast þó Ufs af. Þau fara
fljótt aö kanna þetta umhverfi sem
þau hafa hafnað í, skjótt komast þau
að því að þau eru ekki einsömul á
svæöinu. Þau hitta fyrir bandarískan
guUleitarmann sem leitað hefur
týndu guUæðarinnar í þrjátíu ár.
Hann hefur gert mikil göng inn í nær-
liggjandi fjall og í tristri þrá eftir
gullinu leitar hann dag og nótt þess-
arar dulúögu æöar sem fengið hafa
fleiri en hann tU að sprengja sér leið
inn í hættulegt bergiö. Eftir því sem
þau kynnast þessum manni betur
komast þau að því aö fleiri en hann
eiga leiö um námurnar. Þau ákveða
að komast að því hver er þar á ferð
— ogferþáýmislegtaðgerast. ..
Charlton Heston, sem leikur
'bandaríska gulUeitarmanninn,
kemst vel frá hlutverki sínu sem
hinn kaldrifjaöi og ógnvekjandi gull-
leitarmaður óbyggðarinnar. Hann
bítur á jaxlinn sem fyrr í átaka-
senunum og dularfuUa augnaráöið er
tUstaðarþess ámUU.MickMancuso
og Kim Basinger, sem leUia ung-
mennin, komast einnig klakkiaust
frá sínum hlutverkum.
Það er ævintýrablær yfir þessari
mynd og verður að taka henni sem
slíkri. Söguþráðurinn er víðast hvar
ótrúverðugur og yfirskilvitlegt er
hvernig helstu persónunum tekst að
sigla fram hjá mestu hættunum er að
þeim steðja. En ef því er sleppt er
hægt að hafa gaman af atburða-
rásinni.
Kvikmyndatakan er á tíðum fögur
og hjálpar annars litlum söguþræði
oft mikiö. Þá hentar tónUst mynd-
arinnar efniviðnum vel. Að öðru
leyti skal ekki f jölyrt um þessa kvik-
mynd þeirra feðga Charltons og
Frasers Heston. Hún er dæmigerð
afþreyingarmynd sem skUur lítið
sem ekkert eftir, nema ágæta
spennustundíbíó.
-Sigmundur Emir Rúnarsson.
Gamla kempan Charlton Heston leikstýrir og leikur sjálfur aðaihlut-
verk í myndinni sem hér er tU umf jöUuuar.
Kvikmyndir Kvikmyndir
KVENNALISTANN
Í REYKJANESKJÖRDÆMI
vantar húsnæði fyrir kosningastarfsemi strax.
Upplýsingar í síma 54915eftir kl. 18.
Kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi
Háskólafyrirlestur
Fimmtudaginn 24. mars flytja tveir hagfræðingar frá Stokk-
hólmsháskóla fyrirlestur í boði viðskiptadeildar Háskóla
íslands. Fyrirlesararnir eru íslendingurinn Birgir Björn
Sigurjónsson og Svíinn Dag Lindskog og nefnist erindi þeirra,
sem flutt verður á ensku: Hækkun olíuverðs og efnahagsþró-
un: Samanburður á Norðurlöndunum fimm. Fyrirlesturinn
verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. Öllum er
heimill aðgangur.
(Frétt frá Háskóla íslands)
^ Hafnarfj örður — kj örskrá
Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð vegna alþingiskosninga, sem fram
eiga að fara 23. apríl 1983, liggur frammi almenningi til sýnis á
bæjarskrifstofunni, Strandgötu 6 Hafnarfirði, alla virka daga
nema laugardaga frá 22. mars til 8. apríl nk. kl. 9.30—15.30.
Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist skrifstofu minni fyrir
8. apríl nk.
Hafnarfirði, 18. mars 1983.
BÆJARSTJÓRI.
AÐALFUNDUR
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn 22. mars 1983 kl. 20.30 að HóteL
Esju, 2. hæð.
DAGSKRÁ SAMKVÆMT FÉLAGSLÖGUM.
VERZLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR.