Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Page 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Það er nœstum þv/jafngaman að /esa Haimapóstínn og horfa ispegil. Hug rún Haraldsdóttír og Marta Rúnarsdóttír eru tvær af sjö i biaðahópi Þrótt- heima. DV-mynd GVA. bjóöa fólki.” Hvaö hefur þér fundist erfiðast við vinnslu blaðsins? „Þegar ég tók viðtalið við Skúla Björnsson, forstöðumann Þróttheima í fyrsta blaöið. Það var það fyrsta sem ég gerði í blaðið og það var erfitt. Erfittaðhefja samræður.” Langar þig til að verða blaðamaður? Það lifnaöi yfir Hugrúnu., ,Já. ” Nú hefur annar meðlimur úr blaða- hópi Marta Rúnarsdóttir, bæst í hóp- inn. Poppsíða og myndasögur Um hvaö fjalla blöðin ykkar aðal- lega? „Þau fjalla aðallega um okkur sjálf,” segja þær stöllur. Hvemig vilduð þið að blöðin væru? „ Við viljum ekki hafa nein leiðinleg viðtöl við hina og þessa. Það eina sem maður les er poppsíöan og myndasög- urnar.” Það tosast einnig upp úr þeim vinkonum að þær lesi sakamálin á laugardögum og íþróttir. Hvaö er á seyði hér annaö í Þrótt- heimum? „Hér er til dæmis skíðaklúbbur, jassballetklúbbur og borðtennisklúbb- ur. Megnið af krökkunum héma úr hverfinu kemur hingaö og fær félags- skap.” Hugrún segist hafa verið i skíöaklúbbnum en hópurinn sem hún sé í nú heitj Pælandi englar. Eg tel mig strax vera kominn niöur á æð. Kannski sé þarna kominn hópur unglinga sem lesi Shakespeare og Islensku fomritin til þess síðan að skiptast á skoðunum. Hvernig hópur er þetta? „Þetta er bara hópur af krökkum sem kunna vel hvert við annan og vinna saman. Við urðum til dæmis númer tvö í plakatsamkeppninni hjá Æskulýðsráöi.” Em einhverjir aðrir klúbbar hér svipaöir? „Já, þaö eru Tommi og Jenni,- Mafían, Skíðafantar, borðtennisklúbb- ur sem heitir Smassaramir svo heitir einn Villikettimir.” Eru þetta lokaðarklíkur? „Hér eru allir með öllum. Við erum oft saman hópamir.” „Eg er til dæmis í Pælandi englum og Marta í Villi- köttunum,” segir Hugrún. „Pælandi englar og Villikettir fóru í ferðalag saman í ölfusborgir 26.—27. febrúar.” Fariðþiðein? „Nei, það em alltaf tveir starfsmenn meöokkur.” Hvenær ætlið þið aö gefa út blað næst? „Þegar við erum búin með þetta.” Ekki tekst að knýja fram nákvæmari svör. Viö kveðjum þær stöllur og göng- um út. Á leiðinni veröum við varir við borðtennissmelli og höfum pata af nokkrum ungmennum sitjandi í sófum í hhðarherberg jum. *. / Félag íslenskra skrautf iska- áhugamanna: Fróðleiks- miðlun og froskakaup Aðalumrœðuefni kvöldsins, myndarlegur guHfiskur, syntí rólega fram og aftur og lót sem hann sæi ekki áheyrendursem fylgdustspenntír með fyririestrinum. DV-ljósmyndBj. Bj. „Þaö væri ágætt að eyða þeim for- dómum að skrautfiskarækt sé hvorki fyrir fulloröna né kvenfólk,” segir einn af eldri aðstandendum Félags íslenskra skrautfiskaáhuga- manna. Fundur er að hefjast í kjaUara húss Æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11. Meginhluti félagsmanna er að sönnu ungur, þeir áætla meðalaldur- inn miUi 13 og 15 ára. Elsti meðlimur mun vera fæddur 1918 þannig að tölu- verð breidd er í aldri. Fundarmenn eru allmargir, skipta tugum. Uppi- staðan er ungir strákar, einn er að bauka með glerkrukku og mér skilst að á fundum fari fram kaup og sala. Einn segir mér aö hann hafi verið að seljatvofroska. — Hvað gerist á fundum? „Þetta eru fyrirlestrar, svo eru hafðar spumingakeppnir og leyni- gestir (fiskar). Einnig eru sýndar sUdesmyndir. Svo erum við með bókasafn meö næstum því 100 titlum. Það er komið með einn ákveðinn fisk á hvern fund og síðan er sagt frá honum. T.d. hvemig á að láta hann hrygna. Við hvaða aðstæður hann þurfi að Ufa. Hitastig og fleira. ” Byrja yfirleitt með gotfiska Nokkrir strákar standa saman í hnapp. Æskulýðs- starfsemi Umsjón: Sigurður G.Valgeirsson Hverig fenguð þið áhuga á skraut- fiskum? „Ég byrjaði með því að fá mér gúbbífiska,” segir einn. „Maður byrjar yfirleitt meö gotfiska vegna þess að þaö er svo auðvelt að láta þá fjölga sér. Þú þarft bara að skella karli og kerhngu í búr og þau eru fljót að f jölga sér. Ef þú ert hins veg- ar meö hrognafiska þarftu að skilja þá að og gera alls kyns ráðstafanir.” Með þessu fylgja alls kyns útlistanir á því hvernig fá megi paradísarfiska til að fjölga sér og það er ljóst að það er vandaverk. Við komum inn á fjöl- skyldulíf skrautfiska og einn segir frá karlsverðdragaranum sínum sem hafi dáið úr elh og kerlingin hans dódaginneftir. — E r þetta virkt f élag ? „Já, menn koma aUs staöar að. Það var strax mikU þátttaka og hún hefur aukist.” Hvernig var félagiö stofnað? „Við vorum átta saman sem byrjuðum. Við köUuðum saman fund tU að kanna undirtektir og þær vom góðar. Við höfum svo haldið fundi nokkuð reglulega einu sinni í mán- uði. Við auglýsum fundina í dýra- verslunum. Ef fjárhagur félagsins leyfir auglýsum við líka í smáauglýs- ingum.” Þetta kvöld er guUfiskur, sem þó mun ekki vera neinn venjulegur gull- fiskur, syndandi í Utlu búri á borði fremst í salnum. Hann á að verða aðalumræðuefni fundarins. Nokkur kjami eldri rheðlíma stendur upp við töflu og skiptist á um að hafa orðiö. I salnum sitja félagar og hlusta af áhuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.