Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 3
DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983. 3 Bjarni Þórarínsson er litið hrifinn af fiskifræðingunum. D V-m yndir S „Lélegasta vertíð sem ég man eftir” — segir Bjami Þórarinsson á vigtinni f Grindavík „Eg man ekki eftir svona lélegri vertíö hér í Grindavík og þessi apríl- mánuöur er sá allra lélegasti sem ég og aðrir hér muna,” sagöi Bjarni Þórarinsson, vigtarmaöur í Grindavík, er viö spjölluöum viö hann í gær um aflabrögðin í vetur. Bjarni þekkir manna best til þeirra mála í Grinda- vík. Sá fiskur sem kemur þar aö landi fer á vigtina hjá honum og í Grindavík hefur hann róiö og starfaö við höfnina síöan 1953. „Þegar aflinn var tekinn saman hér skömmu fyrir mánaöamótin var hann um 11.500 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Þaö hefur veriö ördeyða í allan vetur en aprílmánuðurinn, sem oftast hefur veriö skástur, brást nú alveg. Af þeim 60 bátum sem héöan róa komu til dæmis ekki nema þrír bátar með meira en 10 tonn að landi í gær. Fjöldinn allur var meö þetta 2 til 3 tonn og þaö var allt tveggja nátta fiskur. Þaö tekur því engan veginn að fara út upp á þetta, enda er fjöldinn allur af bátum að hætta og taka upp netin. Eini neistinn sem bátarnir hafa fengiö núna er út undir Frimerkinu þar sem fiskifræöingar segja aö aldrei hafi fengist þorskur. Þeir hafa stjórnaö þessu og þaö er alfarið þeim og þeirra stefnu aö kenna hvernig nú er komiö,” sagöi Bjarni. Þaö er samkvæmt þeirri ósk að friö- uöu hólfin eru opnuö. Þeir telja sig síðan geta stjórnaö þessu meö skyndi- lokunum sem eru svo framkvæmdar þegar fiskiríiö er búiö. Þaö er þaö ákjósanlegasta fyrir togarana aö þess- um svæöum sé lokað í vikutíma. Þeir koma að því loknu inn á þau aftur og mokfiska. Ef allt á ekki aö fara hér í kaldakol er eina lausnin aö loka öllum þessum hefðbundnu svæðum. Þaö er eins og að eiga inni á bankabók aö gera þaö. Fiskur svarar örugglega sínu kalli til hrygningar þegar aö því kemur. Þaö er reynsla okkar sjómannanna þótt svo aö fræöingarnir haldi eitthvað annaö.” -klp- Á vigtinni i Grindavik hefur verið vigtaður nær 12 þúsund lestum minni afli nú rótt fyrir mánaðamótin en á sama tima i fyrra. FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 84670. HOOVER ER HEIMILISHJÁLP ■ Stiglaus kraftstillir ■ Snúruinndrag ■ Fjöldi fylgihluta ■ 1000 watta mótor Hljóðlát Sogmælir, sýnir þegar poki er fullur Greiðsluskilmálar Electronica 1000 1000 WATTA RYKSUGA MEÐ ÖLLU Á AÐEINS KR. 3.260,- EN SATT TILKYNNING FRÁ TCM 1) Eigum díesellyftara til afgreiðslu strax. Lyftigeta 3 tonn, snúningsgafall, viösýnismast- ur, hreinsibúnaöur fyrir útblástur, vökvastýri, tvöföld dekk að framan, öryggisgrind, Ijósa- búnaöur, ofl. 2) Rafmagnslyftarar til afgreiðslu strax. Rafmagnslyftarar sérpantaðir fyrir fiskvinnslu- stöövar og vörugeymslur með 935 amper- stunda rafgeymum, auk þess sem bremsuafl er nýtt og skilað inná geymana. TCM liprir í snúningum, með mikinn lyftikraft. TÖGGURHR BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 3) Handlyftarar, lyftigeta 2 tonn. TCM löng reynsla við erfiðar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.