Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 8
8
DV. MANUDAGUR2. MAI1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
— Mótmæli í 20 borgum og bæjum og víða uppþot 1. maí
Skæruliða-
foringi
drepinn
Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum til þess að tvístra öllum kröiugöngum Einingar og kom sums staðar til
uppþota þegar ungir göngumenn svöruðu með grjótkasti.
Til götuuppþota kom í tuttugu
pólskum borgum og bæjum í gær á 1.
maí, hátíðisdegi verkalýösins, þegar
lögreglan beitti vatnskanónum og
táragasi til þess aö hleypa upp úti-
fundum og dreifa kröfugöngum, sem
til haföi verið efnt til stuðnings
Einingu, hinni óháöu verkalýðs-
hreyfingu Póllands.
Þetta eru útbreiddustu mótmæli,
sem höfö hafa veriö uppi opinberlega í
Póllandi í átta mánuði og segja Lech
Walesa og fleiri leiðtogar Einingar
aö þátttakan hafi veriö langt umfram
það sem þeir höföu þoraö aö vona.
Pólska sjónvarpið segir að um 40
þúsund manns hafi tekið þátt í kröfu-
göngum stjómarandstæðinga á meðan
6,5 milljónir manna hafi tekiö þátt í 1.
maíhátíðarhöldum þess opinbera.
Víða lögðu kröfugöngurnar leið sína
samhliða skrúðgöngunum sem famar
vom á vegum flokksins og þess opin-
bera.
,Auðvitað dreifði lögreglan öllum
mannsafnaöi en þetta voru mikilfeng-
leg mótmæli og þátttakan langt fram
úr vonum okkar,” sagöi Iæch Walesa
við blaöamenn á heimili sínu í Gdansk.
Nokkur hundruö stuðningsmanna hans
söfnuðust saman fyrir utan Zaspa-
íbúðarblokkina þar sem Walesa býr,
en mættu þá fjölmennu hjálmvörðu
lögregluliði sem tvístraði þeim með
kylfum.
I pólska sjónvarpinu mátti sjá unga
kröfugöngumenn á Nowa Huta og
Wroclaw mæta lögreglunni með grjót-
kasti, en engar fréttir hafa borist af
meiðslumeða handtökum.
Flestar þessar mótmælaaðgerðir
hófust aö loknum guðþjónustum. I Var-
sjá hafði fólk verið hvatt til þess aö
safnast saman utan við dómkirkjuna,
áöur en gengiö skyldi til útifundar.
Veifa Solidarinocs hékk á predikunar-
stólnum.
Prestar og kirkjunnar leiðtogar hafa
til þessa stutt Einingu mjög og
einkanlega eftir innleiðingu herlag-
anna. Prestar fara sér orðið hægar,
enda eiga leiötogar kirkjunnar í
samningaviðræðum við Varsjárstjórn-
ina vegna fyrirhugaðrar heimsóknar
páfans í júlí. Páfi hefur skorað á
pólsku stjómina að vera búin að sleppa
öllum pólitískum föngum áður en hann
stígur f æti aftur á f ósturjörð sína.
Við guösþjónustu um helgina lauk
Jozef Glemp kardínáli, erkibiskup Pól-
lands, lofsorði á stefnumið Einingar
og stofnskrá samtakanna, sem gerð
var í ágúst 1980. — „Hugsjónir þessa
ágústmánaðar geta aldrei máðst út.
Hugsjón er ekki unnt að nema úr gildi
með útgáfu einhverrar opinberrar
tilskipunar,” sagði hann.
Lögreglunni sigað á kröfu-
göngur Einingar í Póllandi
Reagan
hækkar
íáliti
Stjarna Reagans Bandaríkjaforseta
virðist heldur hafa hækkað í augum
landa hans, eftir því sem fram kemur í
skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar
á vegum tímaritsins Newsweek.
Könnun var gerð í apríllok og gefa
niðurstöður hennar til kynna að 47%
þeirra sem spurðir voru töldu forset-
ann spjara sig vel í embætti. Það er 5%
fleiri en þannig svöruðu í svipaðri
skoðanakönnun ífebrúar 1982.
40% létu í ljós vanþóknun á störfum
Reagans en þaö höfðu 49% gert í könn-
uninni 1982.
Newsweek segir að 44% þeirra sem
vissu hvaöa aðila Bandaríkjastjórn
styður í E1 Salvador hafi stutt stefnu
Reaganstjórnarinnar gagnvart E1
Salvador en þaö gerðu ekki nema 33% í
fyrrikönnunum.
Þetta er fyrsta könnunin sem gerð er
eftir að Reagan ávarpaði Bandaríkja-
þing og reyndi að sannfæra landa sína
um þörf fyrir aukna aðstoð við stjórn-
ina í E1 Salvador.
Norðmenn gera harða hríð að
kafbátnum, sem leitað er í
Harðangursfirði
Argentínski herinn greindi frá því í
gær að Raul Clemente Yaguer, einn
helsti foringi Mononeros-skæruliða,
hefði verið veginn í fyrradag í borginni
Cordoba. Nánar var ekki greint frá at-
vikum en sagt að hjá skæruliðaforingj-
anum hefðu fundist bæði vopn og ýmis
skjöl skæruliðahreyfingarinnar.
Montoneros er ein af þrem helstu
skæruliðafylkingum vinstrimanna í
Argentínu. Hún tók fyrst að láta að sér
kveða fyrir tíu árum, áöur en herinn
hóf aðgerðir sínar gegn skæruliöa-
starfsemi í landinu á síðari helming
síðasta áratugs.
Yaguer, sem yfirgaf landið 1977,
sneri aftur til Argentínu 1981 og var
sagður foringi herráðs Montoneros.
Bandarískri
flugvél rænt
Bandarískri farþegaþotu var rænt
í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í
gær og áhöfn hennar neydd til þess að
fljúga hennitil Kúbu.
I vélinni voru 204 farþegar og 10
manna áhöfn og komu þau öll heil á
húfi til Havana í gær en flugræninginn,
sem var einn að verki, var handtekinn
af kúbönskum yfirvöldum.
Flugvélin, sem er af gerðinni DC-8,
var á leiðinni frá Puerto Rico til
Miami. Skömmu eftir flugtak læsti
flugræninginn sig inni á salerninu en
rétti einum flugþjóninum fyrirmæli sín
skrifuð á miða. Var ræninginn
vopnaður skammbyssu og sagöist enn-
fremur hafa inni hjá sér sprengju.
Yfirvöldin í Havana sögðu að flug-
vélin yrði strax send meö farþegana til
Miami um leið og búið væri að bæta
eldsneyti á geyma hennar og veita far-
þegunum hressingu.
Norskir flotasérfræðingar rannsaka
í dag sýni sem tekin voru úr olíubrák á
Harðangursfirði í gær, eftir að freigát-
ur og flugvélar skutu tólf eldflaugum
að kafbáti sem talinn er leynast í
mynni fjarðarins. Tveim djúpsprengj-
um var einnig varpað á svæðiö.
Olíubrákin er talin hugsanlega frá
kafbátnum komin en gæti þó veriö úr
I flestum höfuðborgum heims efndi
verkalýöur til friðsamlegra hátíðar-
halda í tilefni 1. maí í gær, á meðan til
uppþota kom í ýmsum borgum og
bæjumPóllands.
En herforingjastjómin í Chile hafði
bannað kröfugöngur og kom til átaka í
höfuðborginni þegar verkalýösöfl virtu
það bann að vettugi. Vitað er um að
minnsta kosti tíu menn sem meiddust í
ryskingum í miðborg Santíago og
haldið er að yfir 100 manns hafi verið
handteknir.
Borgaralega klæddir menn vopnaöir
sokknum olíugeymi sem byrjað hefði
að leka við sprengingamar.
Skeytunum var beint að þeim stað
þar sem hljóðmerki höfðu bent til þess
að kafbátur kynni að leynast eftir
fimm daga leit að honum. Alls hefur 20
skeytum og 4 djúpsprengjum verið
beint að honum en flotinn hefur fyrir-
mæli um að sökkva kafbátnum ef hann
kylfum réðust á göngufólk á meðan
lögregla og öryggisverðir horföu
álengdar á án þess að hafast aö.
Samtök starfsmanna í koparvinnsl-
um þess opinbera hafa boðaö til sólar-
hringsverkfalls þann 11. maí og hafa
reyni að komast undan, nema unnt
verði að fá kafbátaforingjann til þess
að gefast upp með öðmm hætti.
Flotasérfræðingar telja olíubrákina
ekki óbrigöult merki þess aö kafbátur-
inn hafi orðið fyrir skeyti. I fyrsta lagi
er óvíst hvort olían sé frá honum kom-
in og í ööru lagi gætu kafbátamenn
hafa sleppt olíunni í sjóinn af ráðnum
ýmis verkalýðsfélög lýst stuðningi viö
verkfallið.
I Uruguay söfnuðust um 100 þúsund
manns til útifundar í Montevideo en
þaö er fyrsti slíki fundurinn sem
haldinn hefur verið þar í landi 1. maí
síðan 1973, þegar herinn tók völdin.
hug til þess að gabba hina, sem ofan-
sjávar eru.
I síðustu mælingum í gær töldu Norð-
menn sig verða vara við að kafbátur-
inn hefði fært sig 7 km frá þeim stað
sem þeim mældist hann vera í fyrra-
dag.
Þingrof
á Ítalíu
Búist er viö, að Sandro Pertini ítaliu-
forseti rjúfi þing í dag en ríkisstjórnin
sagði af sér á föstudaginn. Líklegast
þykir að boöað verði til þingkosninga í
júní.
Forsetinn mun að líkindum slá botn-
inn í dag í tilraunir sínar til þess að fá
leiðtoga flokkanna til þess að reyna
nýja stjórnarmyndun. Enginn hefur
trú á því að slíkt megi blessast.
Samsteypustjóm kristilegra demó-
krata og sósíalista entist að þessu sinni
ekki nema fimm mánuði.
Umsjón:
r
Olafur B. Guðnason
Guðmundur Pétursson
Róshir 1. maí í Chile