Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Qupperneq 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MÁNUDAGUR2. MAl 1983. Útlönd KREPPUR DEYJA AÐ LOKUM ÚR EUI —viðtal við dr. Charles H. Bradford Fyrír nokkrum dögum var hér á ferð dr. Charíes H. Bradford, bandarískur hagfræðingur, sem gegnir starfi aðstoðarframkvæmdastjóra Sameiginlegrar efnahagsmáianefndar (Joint Economic Comm- ittee) bandariska þingsins. Bradford hefur meðal annars starfað áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri bandariska bankasambandsins og var ráðgjafi Reagan-stjórnarinnar við stjórnarskiptin 1980. Hann hefur einnig kennt við háskóla og haldið fjölda fyrirlestra um efnahagsmál við háskóla, fyrir hags- munasam tök og f/eiri. Hann veitti D V viðtal þegar hann var hér og birtist það allnokkuð stytt hér á eft- ir. Hann var fyrst spurður að þvi hvert væri hlutverk Sameiginlegu efnahagsnefndarinnar. Dr. Charles H. Bradford. : — Starf Samoiginlegu efnahags- málanefndarinnar er aö leggja fram almennar tillögur um stefnu í efna- hagsmálum. Viö leggjum fram til- lögur um stefnu í skattamálum, pen- ingamálum og þvílíku. Þaö er síöan þingmanna aö ákveöa hvort þeir nýta sér tillögur okkar. Við áttum nokkurn hlut aö efna- hagsstefnu Reagan-stjómarinnar. Á seinni hluta áttunda áratugarins voru margar skýrslur gefnar út á vegum nefndarinnar, þar sem mælt var meö nýrri stefnu í bandarískum i,fnahagsmálum. I staö hinnar ki vnesísku stefnu, meö áherslu á eílingu eftirspumar, sem hefur veriö rikjandi í marga áratugi í Bandaríkj- unum, mæltum viö meö því aö tekin yröi upp stefna sem legði áherslu á eflingu framboös. Forsetinn og sam- starfsmenn hans notuöu þessar skýrslur okkar þar sem þeir fengu margar hugmynda sinna. Eg vann sjálfur aö hluta til aö þessu, því ég var í starfshópi á vegum Reagans, sem vann aö undirbúningi stjórnar- skiptanna í fjármálaráöuneytinu. Þessi nýja stefna byggist fyrst og fremst á niðurskurði á útgjöldum ríkisins, lækkun á sköttum til ríkis- ins, afnámi ríkissettra reglugerða og stöðugleikastefnu til þess aö koma okkur út úr þeim efnahagsvanda- málum sem hrjá okkur, veröbólgu, atvinnuleysi og lítilli f ramleiðni. A tvinnuleysi eða verðbólga — Núhefuratvinnuleysifariövax- andi í hinum vestræna heimi, á sama tíma og ríkisstjórnir grípa til aö- geröa gegn verðbólgu. Fyrir flestum viröast valkostimir vera tveir, ann- aðhvort verðbólga eöa atvinnuleysi. Eru þetta einu kostirnir? — Þetta er hugmynd sem hefur veriö mjög vinsæl innan hagfræöinn- ar í mörg ár. Hagfræöiprófessor aö nafni Phillips sýndi í línuriti fram á samhengiö miUi veröbólgu og at-1 vinnuleysis og hélt því fram aö menn | gætu haft annaðhvort en ekki hvort I tveggja. En í Bandaríkjunum, miUi! 1965 og 1980, höföum viö bæöi verö- bólgu og atvinnuleysi. Síðan 1981 hef- ur þróunin oröiö samkvæmt línuriti Phillips og atvinnuleysi hefur aukist um leið og verðbólga hefur minnkaö. En þessi reynsla okkar sýnir aö kenning PhiUips er ekki algUd, aö minnsta kosti ekki hvaö Bandaríkin varðar. — Hverjar eru þá atvinnuhorfur í Bandaríkjunum nú? — Atvinnuleysi fór hæst í 10,8% en hefur nú minnkaö í 10,1% meöan veröbólgan er nú engin. Þaö hefur engin verðbólga veriö í Bandaríkjun- um síðustu fimm mánuöi. En hiö eðlilega atvinnuleysishlutfall í Bandaríkjunum er nú um 6,5 til 7% og atvinnuleysi hjá okkur fer ekki niður fyrir þaö hlutfaU, nema aö verðbólga aukist. Þetta hlutfall hef- ur fariö hækkandi jafnt og þétt, á sjötta áratugnum var þaö 4% til dæmis. Meira aö segja í stríðinu var atvinnuleysið í Bandaríkjunum 2%. Þetta eðUlega atvinnuleysi kemur tU af tvennu. I fyrsta lagi er um aö ræöa fólk sem skiptir ört um vinnu. Þegar könnun á atvinnuleysi fer fram kann einhver aö vera atvinnu- laus, en hefur fengið atvinnu daginn eftir. Þó telst hann atvinnulaus þann mánuöinn. Þetta atvinnuleysi vegna atvinnuskipta veldur um 3% af þessu eöUlega atvinnuleysishlutfalU. Hin 3 til 4 prósentustigin koma til vegna innbyggðs atvinnuleysis, sem kemur til af tvennu. Fyrst og fremst er það vegna þess aö ekki fara sam- an framboö á verkkunnáttu og eftir- spurn. Nú er atvinnuleysi í þungaiön- aöi í Bandaríkjunum, bílafram- leiðslu og stálframleiöslu, en margir þeirra sem áöur störfuöu þar, og eru nú atvinnulausir, munu ekki fá þar störf að nýju. Þeir þurfa hins vegar endurmenntunar viö áöur en þeir geta fengiö störf í rafeindaiðnaði og öörum tækniiönaöi, þar sem eftir- spurn veröur eftir vinnuafli. Innbyggt atvinnuleysi stafar einn- ig aö hluta af því aö hluti atvinnu- lausra þarf ekki aö flýta sér til þess að finna nýja atvinnu. Annaðhvort vegna þess aö þeir hafa áöur haft vellaunuð störf og vilja ekki taka störfum, sem eru síður launuð, en geta beðið vegna atvinnuleysis- styrkja eftir sambærilegu starfi og þeir höföu áöur. Svo fjölgar þeim heimilum sífellt þar sem fyrirvinnur eru tvær, og ef önnur fyrirvinnan missir atvinnuna liggur ekki eins mikið á aö finna nýtt starf. Það er vegna þessa sem atvinnu- leysi í Bandaríkjunum mun aldrei fara niður fyrir 6 til 7%. Vegna fé- lagslegra breytinga og breytinga á framleiösluháttum. Afhverju ekki verðbólgu? — Nú ert þú staddur í Reykjavík, borg sem aö miklum hluta er byggö fyrir verðbólgugróöa og það er staö- reynd að f jöldinn allur af fólki hefur hagnast vel á veröbólgunni hér. Hvaö er þaö sem er svo hræðilegt viö verðbólgu? — Ef menn aðlagast henni jafnóð- um með vísitölubindingu, hvaö er þá svo slæmt viö hana? Það er góð spuming. Eg reikna meö að hér sé einhver hópur fólks, sem lifir á nokk- uö fastbundnum tekjum, sem ekki aðlagast veröbólgunni meö fullum hraða. En það er félagslegt vanda- mál. Efnahagslega vandamáliö er þaö aö veröbólga skekkir ákvaröanir í fjárfestingarmálum. Þegar menn fjárfesta í verksmiðju afskrifa þeir hana á tíu ámm. En veröbólgan hækkar stööugt kostnaðinn við þaö aö endurnýja verksmiöjuna og krón- an sem þú afskrifar nú veröur orðin miklu rýrari eftir tíu ár þegar kemur að endurnýjuninni. Þaö er mjög flók- iö mál aö aðlaga afskriftir aö verö- bólgu. Veröbólga hefur því tilhneig- ingu til að draga úr fjárf estingu. Svo em það áhrif verðbólgunnar ó samkeppnishæfni á erlendum mörk- uöum. Vömr veröa mjög dýrar undir þessum kringumstæöum, nema þá gengisbreytingar séu geröar sam- stundis. Eg held það sé ekki gert hér og þaö hefur mjög slæm áhrif á út- flutningsmarkaöi. — Svo viö snúum okkur aftur aö Bandaríkjunum. Það er mikiö talaö um „Reaganomics”. Hvemig skil- greinir þú „Reaganomics” s'em sér- lega stefnu í efnahagsmálum? — Þetta er kallaö „Reaganomics” vegna þess að Reagan tók viö völdum og tók upp stefnu, sem byggöist á hugmyndum um eflingu framboös- hliöarinnar í efnahagsjöfnunni. Þaö er lykilatriöi í keynesískri efna- hagsstefnu aö eina leiöin út úr kreppu sé sú aö kaupa sig út úr henni. Ef einkageirinn vill ekki eyöa peningum veröur ríkisvaldið að gera þaö, því þeir peningar sem einn mað- ur eyðir eru tekjur annars. Þetta leiðir til hagvaxtar og því ber aö hvetja fólk til aö eyöa. Því verður sparsemi ekki dyggö heldur synd. Miklar sveiflur Þessi aðferð var reynd og gafst vel um tíma bæöi í Bretlandi og Banda- ríkjunum. En hún leiddi af sér, frá upphafi sjöunda áratugarins, miklar sveiflur í atvinnuleysi og veröbólgu, ásamt minnkandi framleiöni. Reag- an kom til valda sannfæröur um þaö að menn yröu aö líta á hina hliðina á málunum, framboö á vöru og þjón- ustu, fjárfestinguna, sem leiddi af sér þessar vörur og þjónustu. Hann vill lækka verðlag meö því aö auka framleiöni og gera Bandaríkin sam- keppnishæfari á heimsmörkuöum. Til aö svo verði verður aö hvetja fólk til aö spara frekar en eyöa, hvetja þaö til fjárfestingar frekar en neyslu. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þaö að hvetja einkageirann til fjárfest- ingar meö því aö draga úr ríkisút- gjöldum og keppa ekki viö einkageir- ann um fjármagn og mannafla. Auk þess lækkar ríkisstjórnin skatta. Það er munur á skattalækkun ríkisstjóma sem hallast aö keynes- ískum hagfræöikenningum og þeirra sem hallast aö hugmyndum um efl- ingu framboös. I fyrra tilfellinu er tilgangurinn sá aö koma meira fé í hendur f ólks svo þaö geti eytt þeim. I seinna tilfellinu er þaö ekki fjár- streymið inn og út úr kerfinu sem skiptir máli heldur sú hvatning sem felst í skattalækkuninni. Lækkun kostnaðar skiptir höfuömáli. Þaö er hvatning til fólks til þess aö vinna og fjárfesta. Þaö hvetur til aukinnar framleiöslu, sparnaðar og fjárfest- ingar. Þaö er grundvöllurinn að efnahagsstefnu Reagans. Sú efnahagsstefna er ekki mjög vinsæl nú því viö erum stödd í kreppu. Vextir eru háir en eftirspurn lítil og menn fjárfesta ekki þegar vextir eru 20%. En efnahagsstefna Reagans skapaði ekki kreppuna. Þegar Reagan tók viö völdum voru forvextir 21,5% og vextir af ríkis- skuldabréfum rúmlega 15%, sem er mjög hátt. Kreppan hófst í júlí 1981 og heföi hafist fyrr heföi peninga- magn í umferö ekki verið aukiö stór- kostlega síöustu mánuöina á undan. En í júlí 1981 haföi Reagan áætlunin ekki veriö lögfest, hvaö þá aö hún hefði veriö farin aö hafa nokkur áhrif. En nú er kreppunni lokið í Bandaríkjunum og Reagan-áætlunin mun sanna gildi sitt veröi ekki vikið frá henni. Kreppunni lokið — Nú er atvinnuástand í Banda- ríkjunum eftir sem áöur erfitt. Burt- séð frá hergagnaiðnaði er atvinnu- leysi í þungaiönaði, og þá er spurn- ingin hverjar framtíöarhorfurnar séu? — Þaö er rétt að atvinna í fram- leiöslu tengdri vamarmólum eykst nokkuö jafnt og fyrirtæki í slíkri framleiöslu koma vel út á verðbréfa- mörkuöum. En hvaö varöar þunga- iönaö, svo sem bílaframleiöslu, uröu bandarískir framleiöendur langt á eftir þeim japönsku aö gera sér grein fyrir breyttum aöstæöum. Bæði framleiddu Japanir spameytnari bíla og ódýrari. Þeir eru ódýrari af tveim ástæöum. Japanskir hafa lægri laun og umfram allt er fram- leiöni þeirra tvisvar eöa þrisvar sinnum meiri en bandarískra bíla- framleiöenda. Þaöhefurmargtveriö gert til aö leiörétta þetta, og veröur gert enn meira, sérlega varöandi sjálfvirkni í framleiöslu. En engu aö síður mun þungaiðnaði í Bandaríkj- unum hnigna. Það sem koma mun í staöinn er rafeindaiðnaöur og annar háþróaður tækniiönaöur, þar sem við reiknum meö aö vöxturinn veröi gífurlegur á næstu árum. Þaö er stefna bandarísku stjórnarinnar aö hverfa frá hugmyndum um styrki til eldri iöngreina en gera allt sem mögulegt er til þess aö efla hinar nýju. Efnahagsástand í Bandaríkjunum er gott nú, kreppan er búin, þjóöar- framleiöslan eykst og veröbólgan orðin aö engu. Viö búumst við aö fjárfesting aukist strax á næsta ári. Kreppur deyja aö lokum úr elli. Og næstu ár veröa góö í Bandaríkjun- um. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.