Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 12
12 DV. MANUDAGUR 2. MAI1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. f- J Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. ( Auglýsingastjórar: RÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. RÍtstjóm: SÍDUMÚLA1?—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. 1 Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMULA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI1». Áskriftarverðá mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað22 kr. Orð standa ekki Svíar eru sagðir afar óánægðir með siglingar sovézkra kafbáta í sænskri landhelgi. Þeir telja þær sýna fyrirlitn- ingu á hlutleysi Svía. Þeir telja þær einnig sýna, að ekki sé unnt að treysta orðum sovézkra stjórnvalda. Merkilegast í máli þessu er, að nokkrum Svía eöa nokkrum Vesturlandabúa yfirleitt skyldi detta í hug, að sovézk stjórnvöld mundu gera annað hvort eða hvort tveggja - að virða hlutleysi annarra og að virða eigin orö. Sovétstjórnin telur hlutleysi ríkja vera skref á óhjá- kvæmilegri þróunarbraut þeirra úr herbúðum and- stæðinganna í faðm Sovétríkjanna. Þetta hlutleysi er ranglega kallað „Finnlandisering”, en ætti að heita „Svíþ jóðarísering ”. Lygin er einn helzti hornsteinn sovézka stjórnkerfisins. Undirskriftir sovézkra ráðamanna eru ekki marklausar, heldur verri en engar undirskriftir. Sem dæmi um þetta má nefna sovézku stjórnarskrána og Helsinki-samkomu- lagið. Með undirskriftum í Helsinki lofuðu sovézk stjórnvöld að virða almenn mannréttindi heima fyrir. I raun hafa þau síðan hægt og bítandi verið að draga úr mannrétt- indum, sem eru nú minni en þau voru fyrir samkomu- lagiö. Þar er jafnvel ofsóttur hinn fámenni hópur manna, sem hafði það eitt til saka unnið að mæla með, að sovézkir ráðamenn virtu sínar eigin undirskriftir í Helsinki. Þessum hópi hefur nú öllum veriö komið á bak við lás. í stjórnarskrá Sovétríkjanna eru ýmis fögur orð um mannréttindi. Ekkert mark er á þeim tekið frekar en öðrum orðum. Nýjasta viðbótin við svikin eru geðveikra- hælin, sem sjálfur Andrópof úr leyniþjónustunni kom á fót. Allir þeir, sem komast til valda í Sovétríkjunum, eru brenndir af klifri sínu upp frumskóg sleikjuskapar og grimmdar. Eðlileg afleiðing þessa er, að yfirglæpa- maður leyniþjónustunnar skuli vera orðinn fram- kvæmdastjóri flokksins. Andrópof verður ekki illskárri en Brésnéf, heldur verri. Sovétríkin eru lokað kerfi, þar sem eingöngu fúlmenni komast í hátind valdanna. Þetta mættu Svíar, lúterskir klerkar, íslenzkir hernámsandstæðingar og annaö friösamt fólk hafa í huga. Einfeldni vestrænna afvopnunarsinna nær hámarki, þegar þeir eru farnir aö trúa loforðum kjarnorkuvelda um að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragöi. Slík loforð eru bara fyrir auglýsingamarkaðinn. Þvert á móti er aukin hætta á ferðum, þegar sovézk stjórnvöld segjast ekki muni beita kjarnorkuvopnum aö fyrri bragði. Þau mundu nefnilega ekki beita slíkum vopnum að fyrra bragöi, nema einmitt að undangenginni slíkri yfirlýsingu. Kjarnorkuvopnalaus svæði, hvort sem er á Norður- löndum eða Atlantshafi, eru marklaus, af því að þau eru einhliða. Sovézk stjónvöld munu ekki hlífa slíkum svæðum frekar en þau virða nú hlutleysi ríkis á borð við Svíþjóð. Auk þess munu þau láta skip sín og kafbáta valsa með kjarnorkuvopn um Atlantshafið, hvað sem öllum yfir- lýsingum líður. Og lýsi þau sjálf yfir friðhelgi hafsins, er ástæða til að líta á það sem aðdraganda aukins kjarn- orkubúnaðar þeirra á hafinu. „Orð skulu standa” eru hornsteinn viðskipta og mann- legra samskipta á Vesturlöndum. I helvíti Sovétríkjanna gilda önnur lögmál. Þar hafa stjórnvöld annað og verra aðleiðarljósi: „Orðskulu ekki standa”. Jónas Kristjánsson Skopleikurinn í Frakklandi Frægt er þaö er Marx vitnaöi í þau orö Hegels, aö sagan endurtæki sig alltaf, og sagöi, aö Hegel heföi gleymt aö bæta einu viö: í fyrra skiptiö væri um að ræöa harmleik í seinna skiptiö skopleik. Marx var aö tala um Napoleon 1. og Napoleon 3. Ef ég man rétt, Napoleon mikla og Napoleon litla, eins og þeir frændur voru stundum kallaöir. En þessi orö hans geta einnig oft átt viö tvo franska stjórnmálamenn á tuttugustu öld — þá León Blum og Fancois Mitterrand. Sagan hefur end- urtekið sig, báöir voru þeir leiðtogar vinstri fylkingarinnar frönsku, gauche, og báöir náöu þeir ríkisvald- inu í kosningum, Blum í þingkosning- unum 1936 og Mitterrand í forsetakjöri 1981. Saga Blums er harmleikurinn. Hon- um mistókst það sem hann ætlaöi sér, vinstrifylkingin sundraðist, hann varö aö hætta viö að framkvæma flestar hugmyndir sínar. Fjórum árum eftir sigurinn eöa 1940 voru Frakkar auð- veld bráö fyrir her Hitlers; hægri draugar, sem Blum og menn hans höföu vakið upp, gengu til samvinnu við Hitler (og sameignarsinnar fransk- ir reyndar líka, á meöan griöarsátt- máli Hitlers og Stalíns var í gildi). Saga Mitterrands er skopleikurinn. Hann fordæmdi fremur máttlitlar til- raunir Raymonds Barres til aöhalds í ríkisfjármálum og peningamálum,, á meöan hann var í stjórnarandstöðu. Og hann var kokhraustur í meira lagi, eftir aö hann haföi náö kjöri. Heimin- um skyldi sýnt, hvernig ætti aö stjórna. Hann ætlaöi ekki aö leika sama leikinn og voðamennirnir Thatcher og Reagan, heldur komast Kjallarinn Hannes H. Gissurarson meö frönskum glæsibrag út úr þeirri kreppu, sem hrjáö hefur vestrænar þjóöir. Hann ætlaöi aö örva hagvöxt og útrýma atvinnuleysi meö því aö stór- auka ríkisútgjöld. En Mitterrand komst aö því, sem hann átti aö vita fyrir — aö peningar veröa ekki til úr engu. Þaö er ekki nema í biblíusögunum, að manna fell- ur af himnum ofan. Menn veröa aö afla þess sem þeir eyða. Mitterrand gat ekki stóraukið ríkisútgjöld nema meö því annaðhvort aö hækka skatta eöa prenta peningaseöla. En meö því aö hækka skatta eru peningar teknir af einstaklingum sem eru færari um aö ávaxta þá en stjómmálamenn. Og meö því aö prenta peningaseðla er verö- bólgu hleypt í atvinnulífið, en það rugl- ar allt fjárfestingarmat og veröskyn. Hvort tveggja, skattahækkun og prent- un peningaseöla, torveldar þannig hagvöxt fremur en auöveldar þegar til lengdarlætur. Þessi hefur verið reynsla Frakka síöasta eitt og hálft áriö. Prentaðir hafa verið fleiri peningaseölar en efni hafa staðið til og afleiöingin hefur orö- iö sú, að franski frankinn hefur falliö í verði, samkvæmt því lögmáli aö vara fellur í verði ef of mikið er framleitt af henni. Skattahækkunin hefur og valdiö megnri óánægju, og atvinnuleysinu hefur síður en svo veriö útrýmt, og Mitterrand hefur oröiö aö hverfa frá eyðslustefnu aö nokkurri aðhalds- stefnu, þó alls ekki nægilegri. Síöasta úrræöi hans hefur veriö aö setja ströng gjaldeyrishöft, þótt hitt hefði þótt skynsamlegra aö veröleggja frankann eölilega en hætta einnig aöprenta óhóf- lega marga peningaseðla, því aö viö þaö heföi frankinn hætt aö falla í verði. Allur heimurinn hefur fylgst meö þessum skopleik. Vonandi reyna franskir samhyggjumenn ekki að kenna öörum hagstjóra En fáir fylgd- ust meö öörum skopleik uppi á Islandi er þeir Svavar Gestsson og Vilmundur Gylfason kepptu um aö eigna sér Mitt- errand (ogsigur hans). Getur veriö aö Mitterrand hafi ofmetnast svo eftir kjör sitt vegna þess að hann var kaf- færöur í heillaóskaskeytum ofan af Islandi? Eg veit það ekki, en hitt grun- ar mig, að keppni íslenskra stjóm- málamanna um aö eigna sér Mitter- randsélokið. En hvemig hefur voðamönnunum Mál f ræðslust jórans á Vestfjörðum: Hvað tef ur rannsókn- arlögregluna? Undarlega hljótt hefur veriö um rannsókn vegna gmnaös fjármálamis- ferlis fræðslustjórans á Vestfjöröum. Þrátt fyrir ítrekaöar eftirgrennslanir blaða og þeirra aðila sem málið er skylt hér vestra hefur þögnin ein ríkt af hálfu hins opinbera. Frá því fræðsluskrifstofa Vestfjaröa var sett á laggimar fyrir fáeinum ár- um hefur megn óánægja ríkt meö störf fræöslustjórans á Isafiröi, Sigurðar K.G. Sigurðssonar. Hafa mjög alvar- legar athugasemdir komiö fram ár- lega frá bæði sveitarstjómarmönnum og skólamönnum. Er þar um aö ræöa annars vegar ásakanir um bruðl meö fjármuni og hins vegar fagieg gagnrýni skólamanna, svo og gagnrýni vegna mikilla fjarvista fræöslustjóra. Á síöastiiönu hausti varö mælirinn fullur. Á fjórðungsþingi Vestfjaröa voru lagöir fram reikningar fræöslu- skrifstofunnar fyrir áriö 1981 og úr- skurður endurskoöenda fyrir 1980. I reikningunum kemur fram aö ferða- kostnaöur og dagpeningar fræöslu- stjóra voru á því ári, 1981, rúmar 160 þús. króna. Ef reiknað er meö 50% hækkun ferðakostnaðar milli ára þá ætti feröakostnaður fræöslustjórans fyrir áriö 1983 aö vera um 360 þús. kr.!! I tilefni af umræðum um reikninga þessa skrifaði Gr. J. í lesendadálk eins af landsmálablöðunum vestra eftir- farandi: „Kr. 24.347,-í fargjaldakostn- aö á árinu 1981 jafngildir um þaö bil 75 ferðum ef tekiö er lauslegt meöaltal af fargjaldaverði Fl á árinu 1981, en þetta HallurPállJónsson þýöir einfaldlega aö maðurinn er að koma eöa fara f jóröa hvern dag allt ár- iö, enda greiðir hann sjálfum sér í uppihaldskostnaö kr. 58.940,- En þrátt fyrir allt þetta flug hefur stjóri tíma til þess aö aka á vegum embættisins hvorki meira né minna en 16.000 km., ef mið er tekið af hámarkstaxta ríkis- starfsmanna vegna aksturs. (Meðaltal á ársgrundvelli.) Auk þessa gefst einn- ig tími til að aka í Reykjavík fyrir 33.904,- en ekki liggur ljóst fyrir í hvaöa formi þeir reikningar eru, sem færöir eru undir þann liö. Veröur ekki annað séö en fræðslustjóri liafi verið á ferö og flugi í orðanna fyllstu merk- ingu.” Athugasemdir ríkisendurskoðanda I úrskurði ríkisendurskoöanda um reikningana frá 1980 gefur aö líta þessi makalausu orð: „Fræöslustjóri veröur aö gera sér grein fyrir, aö takmörk eru fyrir hvaö hægt er aö verja miklu fé af takmörkuðum fjárveitingum til fræðsluskrifstofunnar til feröalaga fræðslustjóra. Veruleg fækkun feröa til Reykjavíkur sýnist skynsamlegasta leiöin til þess. Fræöslustjóra ber að sjá til þess aö fullnægjandi grein sé gerð fyrir brottfarar- og komudögum og kostnaði viö hverja grein.” Með þessum orðum er greinilega gefiö í skyn aö gáleysislega hafi veriö fariö með fé og aö eitthvað sé gruggugt við bókhaldið þar sem skýringar vanti. Fjárreiður í rassvasa fræðslustjóra Það kemur einnig fram í úrskuröi ríkisendurskoöanda og var ómótmælt í umræðum á fjóröungsþingi að fræðslu- stjóri hefur í öll þau ár, sem skrifstof- an hefur veriö starfrækt fariö meö fjármál hennar sem sín eigin. Þau hafa farið um ávisanahefti hans sjálfs. Engu að síður er skýrt kveöiö á um þaö í reglugerð um störf fræðslustjóra að sérstakur bankareikningur skuli vera fyrir hlutaðeigandi fræðsluskrifstofu. Samt sem áöur hefur fræöslustjóri far- ið sínu fram, af einhverjum ástæðum, i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.