Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Síða 18
18 DV. MANUDAGUR2. MAl 1983. A f kvöldvorrósarolíu Þaö tilheyrir á eylandi umluktu reginhafi aö lögmál eru þar meö dálítið öörum hætti en á meginlandi þar sem gegnumstreymi er örara og samfelldara og þróun því öll jafnari. Sú var tíö aö Island og Færeyjar voru eyjar svo einangraðar aö t.d. mislingar bárust ekki þangað áratugum saman svo aö nær allir sem höföu haft mótefnið í blóðinu voru dánir úr elli þegar næsta skriöa kom. Við slíkar aöstæöur eru skilyröi fyrir sjúkdóminn best. Allir eru móttækilegir. Eins og eldur í sinu berst sjúkdómurinn út uns þorri eyjarskeggja hefur.fengið hann og þar meö ævilangt mótefni. Nú eru samskipti viö umheiminn orðin slík aö sjaldan liöur langt á milli faraldranna. Aöeins börn eru þá mótefnislaus og því móttækileg. Faraldurinn verður ekki eins afger- andi og áberandi. A mörgum sviðum menningar- mála eru skilyröin hins vegar svipuö því sem var á heilsusviðinu fyrir meira en hundrað árum. Ný della skýtur upp kolli og breiöist út á ' ind raskömmum tíma. Hjá fámennri þjóö eru fáir menn á hverju sviöi sem geta hreyft and- mælum þegar ný della hefur innreiö sína og oft er efnið svo sérhæft aö bókstaflega enginn kann nægileg skil áþví. Kvöldvorrósarolían er skólabókar- dæmi um faraldur af þessu tagi þar sem aðeins örfáir menn hafa þá þekkingu til að bera, þaö mótefni, aö dugi til aö fyrirbyggja hann, hefta útbreiösluhans. Gerír hún gagn? Ekki eru þó allir faraldrar af þessu tagi af hinu illa. Ef kvöldvorrósarolí- an gerir gagn á hún rétt á sér hvemig sem aö kynningu og auglýs- ingu á henni er staöi ö ? Svariö viö þessari spurningu er stutt. Já, hún gerir án efa gagn. En þaö em til betri leiðir aö sama marki. Leiöir sem kosta minna fé og eru líklega árangursríkari. Þeir sem vilja njóta ávaxtanna af jákvæöum áhrifum kvöldvorrósar- olíunnar gætu líklega oröiö fyrir meiri áhrifum fyrir minni tilkostnaö meö því einu aö boröa góða og gamla íslenska afurö...lýsi. Til þess aö skýra þetta sjónarmið ætla ég aö fjalla um allflókið mál á eins einfaldan hátt og mér er unnt og á þá á hættu að einfalda um of og þar meö aö fá skömm í hattinn . . . . frá kollegummínum. Fituneysla ísiendinga íslendingar boröa ekkert meiri fitu en gerist og gengur meöal grann- þjóðanna. En að einu leyti er fitu- neysla okkar frábmgöin fituneyslu nær allra annarra þjóöa. Munurinn er sá aö viö borðum sérlega mikiö af mettaöri eða haröri fitu og sérstaklega lítiö af fjölómett- aöri eöa fljótandi fitu. Er þessi munur í sumum tilvikum verulegur. Þetta þýöir aö fitan sem viö borðum er haröari en gerist og gengur. Er þetta mælt með svo köll- JónÓttarRagnarsson uöu fitumýktarhlutfalli eöa F/M- hlutfalli sem er sérlega lágt í fæöi íslendinga. Fyrir 25 árum var F/M-hlutfallið í fæðinu um þaö bil 0,10—0,15, en hækkaöi síðan smám saman í um þaö bil 0,2. Samkvæmt norrænum ráö- leggingum er vonast til að þetta hlut- fall hækki í 0,5. Harðfeitineysla Islendinga er mikiö áhyggjuefni fyrir þá sök aö haröfeiti stuölar aö hækkaöri blóö- fitu sem aftur eykur verulega lík- umar á kransæöastíflu og ööram blóðrásarsjúkdómum. Þrátt fyrir mikla haröfeitineyslu hér á landi er tíöni kransæðastíflu ekki eins há og hún er í sumum löndum þar sem neysla harðfeiti er talsvert minni. Hvernig má skýra þaö? Ýmislegt bendir til þess aö neysla Islendinga á fiskolíum (lýsi) hafi vemdað þá að nokkru leyti gegn þessum sjúkdómum og af þeim sökum hafi tíönin ekki verið eins mikil og ella. Þessi vemdun hefur þó veriö til- tölulega takmörkuð vegna þess aö Islendingar hafa fyrst og fremst borðaö magran (fitusnauöan) fisk, þótt þetta sé smám saman aö breyt- ast. Til þess aö skýra hin mismunandi áhrif mismunandi olíutegunda verð ég í stuttu máli aö fjalla um efna- fræöi fitu til þess aö almenningur skilji um hvaö máliö snýst og deilan stendur. Fita og heiisa ÖIl fita er aö mestu gerö úr fitu- sýrum. Em þær margs konar. Sér- staklega hollar em svokallaöar fjöl- ómettaðar fitusýrur eða FÓFS sem mikið er af í allri mjúkri og fljótandi fitu. FOFS skiptist í tvo flokka eöa ættir og er önnur kölluö n-3 en hin n-» 6. Hafa fitusýrur úr þessum tveim flokkum dálítiö mismunandi áhrif á líkamsstarfsemina. FOFS, bæði n-3 og n-6 fitusýrur, em kallaöar lifsnauösynlegar fitu- sýrur vegna þess að líkami okkar getur ekki án þeirra veriö og verður því aö fá þær úr fæði eins og önnur bætiefni, td. vítamín. Rannsóknir hafa sýnt aö FOFS mynda í líkamanum afar mikilvæg efni sem einu nafni verða kölluö prostaglandín. Hafa þessi efni marg- vísleg áhrif í líkama okkar. Sum prostaglandín eru „jákvæö” aö því leyti aö þau hægja á blóö- storknum, draga úr hættu á blóö- tappamyndun og víkka æðamar. önnur prostaglandín em „neikvæö” og hafa gagnstæö áhrif. Allar FOFS viröast geta myndaö bæöi hin „jákvæöu” og hin „neikvæðu” prostaglandín, en hlut- fallið þama á milli viröist hins vegar vera hagstæöara þegar n-3 fitusýrur eiga í hlut. En hvaöan fáum viö þá n-3 fitu- sýmr? Fyrst og fremst úr fiskolíum og fitu annarra sjávardýra. I jurta- olíum, t.d. kvöldvorrósarolíu, eru nær eingöngu n-6 fitusýmr. Öfugt viö harðfeiti stuöla FÖFS aö því að blóöfitan lækkar og hættan á kransæðastíflu minnkar. En n-3 FOFS lækka blóðfituna hins vegar ennþá meira en n-6 fitusýmr. Rannsóknir sýna, nánar tiltekið, aö n-3 fitusýrur lækka blóöfituna 2—5 sinnum meira en n-6 fitusýrur, gramm fyrir gramm. Fiskolíur eru því áhrifameiri en jurtaolíur. Til þess aö draga úr hættu á krans- æðastíflu skiptir því mestu aö minnka neyslu á fitu yfirleitt, sér- staklega haröri fitu. En jafnframt ættum við aö auka lítillega neyslu á FOFS. Vegna þess hve mikilvægt er aö heildarneyslan á fitu lækki er gagn- legra aö auka neyslu á fiskolíum en jurtaolíum vegna þess aö þá þarf yfirleitt minna magn af olíu. Hvað með aðra blóðrásarsjúkdóma? Fram aö þessu hefur eingöngu verið rætt um sjúkdóma í kransæöum (hjartasjúkdóma). Hvað um sjúkdóma í heilaæðum (heila- blóöfall)? Meö því aö auka neyslu á FOFS og lækka þannig blóöfituna minnkum viö líka hættuna á heilablóöfalli. Hins vegar er hár blóðþrýstingur mikilvægari áhættuþáttur hér en há blóðfita. Svo ótrúlega vill til aö rannsóknir hafa nú sýnt aö aukin neysla á FOFS hefur einnig lækkandi áhrif á blóö- þrýsting. Fiskolíur og jurtaolíur koma þá einnig við sögu hér. Enn era rannsóknir á þessum þætti ekki komnar á þaö stig að unnt sé að gera greinarmun á fiskolíum og jurtaolíum. Við skulum því telja þær jafngildar uns annaö kemur í ljós. Hvað um krabbamein? Nýlegar rannsóknir benda sterklega til að samband sé á milli tíöni krabbameins annars vegar og fituneyslu hins vegar. Enn koma því olíurnar (sem og önnur fita) viö sögu. Þaö sem mestu máli viröist skipta hér er heildameysla fitunnar, þ.e. aö dregið sé úr fituneyslu almennt. Gæti slíkt lækkaö tíöni á t.d. krabbameini í brjóstum og ristli. Ekki er taliö aö neysla á FÖFS sem slík hafi nein jákvæð áhrif á krabbamein. Þvert á móti er taliö heppilegast aö draga úr neyslu á öllum tegundum fitu, einnig FOFS. Þetta styöur enn frekar þá skoöun aö auka neysluna frekar á fiskolíum þar sem minna magn þarf til þess aö gefa aukna vemd gegn blóðrásar- sjúkdómum og þarf þá minna magn til. Lokaorð Á árunum frá 1965 til 1980 jókst F/M-hlutfall í fæöi íslendinga úr um 0,13 í um 0,20. Kom nær öll þessi aukning til vegna aukinnar neyslu á jurtaolíum, einkum sojaolíu. Margt bendir til þess aö F/M- hlutfalliö mætti aukast enn nokkuö því að enn er þetta hlutfall hér á landi meö allra lægsta móti og kann því aö vera afbrigðilega lágt. Þaö er þó ekki magniö af olíunum sem virðist skipta mestu máli, heldur og ekki síður gerð þeirra. Bendir nú margt til að íslendingar ættu aö auka nokkuð neyslu á fisk- olíum. Margt bendir til þess aö neysla á a.m.k. 4—8 grömmum af n-3 FOFS úr fiskolíum af einhverju tagi á dag gæti veitt umtalsverða vörn gegn kransæöasjúkdómum án þess aö fituneysla aukist aö ráöi. Hitt má þó aldrei gleymast aö þaö sem mestu máli skiptir er aö borða minni fitu almennt og sérstaklega að borða minna af harðfeiti, sérstak- lega vítamínsnauöri haröfeiti. Um kvöldvorrósarolíuna er því þaö að segja aö hím er gagnleg, en of dýr til þess aö veröa fastur þáttur í fæðinu. Auk þess eru fiskolíurnar líklega heppilegri, eins og áöur var nefnt. Jón Öttar Ragnarsson. A „Hitt má þó aldrei gleymast að það sem ^ mestu máli skiptir er að borða minni fitu almennt og sérstaklega að borða minna af harðfeiti, sérstaklega vítamínsnauðri harð- feiti.” ÁLVERKPALLAR Eigum til sölu og leigu afar hentuga álverkpalla í 4 gerðum til notkunar úti sem inni. Alu-Quick 80. Vinnuhæð allt að 4 m. Lengd 1,80 m. Breidd 0,60 m. Alu-Quick 200. Vinnuhæð allt að 3,75 m. Lengd 1,80 m. Breidd 1,80 m. Höfum einnig til sölu og leigu: stálverkpalla, loftastoðir og álstiga. Alu-Star 80. Vinnuhæð frá 4,50 — 17,50 m. Lengd 2,60 m. Breidd 0,60 m. jjy íU- ^ Alu-Star 140. Vinnuhæð frá 4,50—17,50 m. Lengd 2,60 m. Breidd 1,20 m. r'Y f ■: ' I ! '• .rr <r ’ fá i’■ é t:í -l i Pallar hf. Vesturvör 7 Kópavogi. Sími 42322.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.