Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 22
22 DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983. THE DOORS - GREATEST HITS GOÐAR VISUR KVEÐNAR ENN Fáar hljómsveitir hafa fengiö eins góö eftirmæli og The Doors. Þeir lögöu upp laupana stuttu eftir aö Jim Morrison, þeirra aöalmaöur, féll frá en hafa síöan notið viröingar og bætt viö aödáendahóp sinn. The Doors tilheyrir hippatímanum. Fyrsta platan kom út 1967 og margar fylgdu á eftir næstu ár, en eftir aö hljómsveitin hætti, hafa komiö út allnokkrar plötur eignaðar henni, s.s plötur meö gömlum upptökum, ljóðaplata, tileinkuö Jim Morrison, og ýmsar safnplötur sem þessi. Á henni eru tíu af þekktari lögum The Doors og spannar safnið mestallan starfstíma hljómsveitarinnar. Lögin eru nokkurn veginn í aldursröð og því hægt aö fylgj- ast meö þeim breytingum sem verða, t.d. batnar hljóðfæraleikur þeirra með tímanum en rödd Morrisons veröur rám og sukkleg. Hann þótti reyndaraf- bragðssöngvari og mikill karakter á hljómleikum en var líka svo ofboö sætur aö andlitið er látiö selja flestar plötur The Doors og svo ansi klár aö hann samdi megnið af því sem hljóm- sveitin flutti. Þaö var því mikill skaöi þegar hann dó af eiturefnaneyslu í byrjun síöasta áratugar. Á þeim árum dóu líka þau Janis Joplin og Jimmy Hendrix úr sömu óáran og pest og urðu þessi þrjú mörgum harmdauöi. Omögulegt er að segja hvar þau hafa lent á hinum bakka móðunnar miklu, en hafi þau öll horfiö til himinsala sitja þau eflaust saman á skýi í hvítum serkjum, gutlandi á hörpumar sínar. Þar fylla þau strengleika himinfestingarinnar en í pásum geta þau síöan blúsaö betur en aðrir og aukiö þannig á fjölbreytni engla- bandsins. Þeir sem eitthvað fylgdust meö rokktónlist hippatímabilsins hafa ekki komist hjá því að verða varir viö The Doors. Margir eru sjálfsagt ennþá tryggir minningu þeirra og varöveita vel plötugersemamar frá þessum árum og séu þær enn í nothæfu standi hafa þeir ekkert við þessa aö gera. THE UNDERTONES - THE SIN OF PRIDE Sóltónlist og 6. áratugurinn Mig rekur ekki minni til þess aö hafa heyrt stóra plötu frá The Under- tones fyrr en nú; samt er nafnið kunnuglegt og tónlistin einnegin þannig aö einhvers staöar hefur hljóm- sveitin boriö fyrir eyrun. Þessi nýja plata ku vera fjóröa plata Undertones og sú fyrsta um tveggja ára skeið. Undertones er írsk hljómsveit frá Londonderry og ég skal ekki vera meö neinar vífilengjur: þetta er skrambi fín hljómsveit. Tónlistin sækir orku sína í sjötta áratuginn, einkanlega sóltónlist frá Motown og tvö lög frá þvi tímabili skreyta skífuna: „Got To Have You Back", Isleybræöur sömdu og „Save Me” eítir meistara Smokey Robinson. Þessi lög eru hvomgt sér- lega þekkt, falla hins vegar mjög vel að öðm efni Undertones og því ekki fyrr en viö nákvæman lestur plötu- hulsturs aö mér varö ljóst aö hér vom gamlarperlur (antik) á sveimi. Mig skortir sárlega samanburö viö fyrri plötur til þess aö meta framfarir 7heundertones. ef einhverjar eru; en eölilegt er aö spurt sé; hvers vegna er þessi hljóm- sveit svo óþekkt sem raun ber vitni? Sennilegasta svariö er einfaldlega þaö aö hún er of góö. Hún minnir sumpart á XTC og söngvarinn á Roger Chapman úr Family sálugu og fylgir alls ekki þeim tískubylgjum rokktónlistar sem ráöandiem. Sjötti áratugurinn viröist óþrjótandi bmnnur hugmynda fyrir rokktónlist- armenn okkartíma og margar breskar og írskar hljómsveitir hafa vottaö Motown-sóltónlistinni aðdáun sína; Dexy’s og Jam þeirra kunnugastar. Mér sýnist Undertones ekki votta þessa aðdáun á síöri hátt, tónlistin er hlýleg og hrjúf rödd söngvarans Feargal Sharkey er einkar sjarmer- andi. Orgeliö er mjög áberandi hljóö- færi á plötunni og útsetningar allar aö hætti Motown bakraddir og strengir og hvaö eina! „Sin Of Pride” kemur skyndilega á óvart og þá ekki síst fyrir þaö hversu köflótt hún er. Á fyrri hliðinni get ég tæpast fellt mig viö nokkurt lag, en á síðari hliöinni rekur hvert gullkomið annað! Því hefur reyndin orðiö sú aö béhliöin hefur oftar Ient undir nálina; þar er fyrsta lagið í miklu uppáhaldi, „Conscious”, eina lagiö sem fylgir danstakti og minnir auk þess þægilega mikið á XTC. Annars get ég ómögulega gert upp á milli laga á béhliðinni og hiröi ekki um aö tíunda þau hér meö nafni; ég hvet hins vegar lesendur til þess aö kynnast The Undertones. Hún er þess viröi aö eftir henni sé tekið. -Gsal. Pottþétt á stelpur og stráka, 10—15 ára. Hinir, sem ekki nutu Jims og hinna strákanna á sínum tíma fyrir æsku sakir, geta hins vegar fengiö rjómann af tónlist þeirra á einni plötu. Þaö vantar að vísu margt á hana af því sem þeir geröu best og plöturnar heföu vel mátt vera tvær, en samt veröur enginn svikinn af því sem þama heyrist. Tónlist The Doors stefnir í það aö veröa klassísk. Hún ætlar aö standa af sér tískustraumana og mér virðast jafnvel tískukóngar alþýðutónlist- arinnar leita í hana eftir fyrirmyndum og þeir sem einu sinni læra aö meta The Doors geta alltaf hugsaö sér aö heyra í þeim aftur og aftur. Þessi plata er því góö kynning á ágætri hljómsveit. _ -Járn. JIM MORRISON M. HAGGARD OG W. NELSON - PONCHO & LEFTY Tveirgamlir oggóðir Þaö hefur verið nokkuö um þaö undanfarið aö frægir söngvarar hafa tekið sig saman og sungið inn á plötu og virðist það vís leið inn á vinsælda- lista, þótt árangurinn í gæðamati hafi verið frekar rýr. Nú hafa tveir af eldri kynslóð sveitasöngvara, þeir Merle Haggard og Willie Nelson, fylgt öömm eftir og sungiö inn á plötu saman. Nefnist hún Poncho og Lefty og inniheldur tíu lög af rólegri geröinni. Verður aö segjast aö gömlu mennirnir standa vel fyrir sínu og fyrir bragöiö er Poncho og Lefty hin þægilegasta plata. Lögin á plötunni eru hvert úr sinni áttinni, bæöi gömul og ný, en lítt þekkt. En þaö sem kemur á óvart er hversu fá lög þeir hafa sjálfir samið. Lög eftir þá félaga em mörg vel þekkt og hafa meira aö segja verið geröir íslenskir textar viö sum þeirra. Merle Haggard á aðeins eitt lag á plötunni Reason To Quit, rólegt, en frekar dauft lag. Hlutur Willie Nel- son er mun betri, hann hefur samiö tvö ágæt lög fyrir þessa plötu. Half A Man og Opportunity To Cry. Besta lag plötunnar finnst mér aftur á móti vera titillagiö Poncho og Lefty, virki- lega skemmtilegt lag þar sem þeir félagar ná sér vel á strik. Hlutur Willie Nelson er bæöi meiri og mun betri í gerö plötunnar. Merle Haggard er langt frá sínu besta og virkar oft á tíðum sem aukanúmer. Willie Nelson aftur á móti blómstrar meö aldrinum og er alltaf jafnljúfur og þægilegur. Fyrir unnendur sveitatónlistar er Poncho og Lefty kjörgripur, þar sem tveir af þekktustu og ástsælustu listamönnum sveitasöngvanna leiða saman hesta sina og syngja um kosti og galla sveitalífsins. HK. ■ NAKED EYES: BURNING BRIDGES | Huggulegt tölvupopp Naked Eyes er ein af þessum nýju hljómsveitum. sem maöur veit hvorki haus né sporð á. Hún hefur þó getiö sér gott orö aö undanförnu fyrir nýja tölvupoppaöa útsetningu á gamla slag- aranum Always something there to remind me sem Sandy Shaw söng viö góöan oröstír hér um áriö. Hér eru sem sagt tölvupopparar á ferðinni og fyrir þá sem hafa gaman af samanburöi og samlíkingum vil ég helst skipa þeim í sveit með Human League, Soft Cell og öörum léttari boöberum tölvupoppsins. Til ennfrek- ari útlistunar má geta þess aö mörg lög Naked Eyes minna mig á gömlu lOcc og er það aö sönnu ekki leiðum aö líkjast nema hvað þeir áttu sitt blóma- skeið f yrir tæpum tíu árum. Allavega er hér á feröinni hugguleg- asta poppmúsík sem ætti aö geta falliö mörgum í geð hvort sem þeir hafa yndi af tölvupoppi eöur ei. Um sándiö á plötunni ætla ég ekki aö fjölyrða enda hef ég aldrei skilið þá áráttu sumra poppskríbenta að vera sýknt og heilagt aö skrifa langhunda um hvernig þeim finnist sándiö á þessari og hinni plötunni. Ut yfir allan þjófabálk tekur þó er þeir fara aö spá í sándiö í ein- stökum hljóðfærum, hvort bassinn liggi of framarlega, aftarlega, utar- lega, innarlega (gæti hann kannski legið of sunnarlega?) á plötunni. Vita þessir menn nokkuö nema sándiö í þeirra eigin græjum sé svona brenglað? -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.