Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Page 23
23 DV. MÁNUDAGUR 2. MAl 1983. Allt um íþróttir helgar- innar Frjálst, óháÖ dagblað EKKINIÐURSTAÐA ENN Nefnd Handknattleikssam- bands íslands átti í gær fund meö Bogdan Kowalczyk. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu hefur Bogdan verið boðiö að þjálfa íslenska landsliðið i hand- knattleik. Engin niðurstaða varð á fundinum í gær en málinu hald- ið áfram. Stjórn Handknattleikssam- bands íslands kemur að venju saman til stjórnarfundar á mánudegi. Eflaust verður f jallað um landsliðsþjálfarastöðuna á fundi hennar í dag. -hsím. Teitur Þórðarson á förum frá Lens? ..Það er allt upp í loft milli mín og biálfarans” —Tilbúinn f Evrópuleikina við Spán og Möltu Teitur Þórðarson. „Það getur alveg eins farið svo að ég hætti hjá Lens eftir þetta leiktímabil þó svo ég eigi eitt ár eftir af samningi mínum við félagið. Þaö er allt upp í loft milli mín og þjálfara liðsins, Gerard Houiller, og ég er mikið að velta því fyrir mér að reyna að skipta um félag. Það er ákvæði í samningi mínum við Lens að ég geti fariö eftir eitt ár af samningstímanum og það er einmitt um þessar mundir. Þetta er svona svipað ástand og var milli þjálfara Bayern Miinchen og Ásgeirs Sigurvins- sonar,” sagði Teitur Þórðarson þegar DV ræddi við hann á laugardag. „Ég hef alveg náð mér af meiðsl- unum sem háðu mér mjög í vetur. Komst aftur í aðalliðið fyrir nokkrum vikum. Lék þó ekki nema einn heilan leik og byrjaði á öðrum. Var svo oft 12. maður en að undanförnu hef ég leikiö með varaliðinu. Gengið nokkuð vel þó maður hafi svo sem engan áhuga á að leika með því. Keppnistímabilinu í Frakklandi lýkur í byrjun júní. Fimm umferðir eftir,” sagði Teitur. Evrópuleikirnir Gætirðu komið í Evrópuleikina við Spán 29. maí og við Möltu fyrst í júní? „Eins og málin standá núna sé ég ekkert því til fyrirstööu, verði ég valinn. Eg hef fengið bréf frá íslensku landsliðsnefndinni og Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, hefur haft samband við mig í síma. Það eina sem gæti breytt stöðunni hjá mér núna er að ég stæöi í einhverjum flutningum með fjölskylduna vegna félagaskipta. En á þessu stigi er allt óráðið með þaö,” sagði Teitur Þórðarson. Heil umferð var í 1. deildinni í Frakklandi á föstudag. Lítil breytingá stöðunni eftir þá og Nantes þarf nú aöeins fjögur stig úr þeim fimm umferðum, sem eftir eru, til að tryggja sér meistaratitilinn.. Urslit í leikjunum uröu þessi. Viðar f ékk reisu- passann — f blómaleik FH Viðar Halldórsson, fyrirliði FH í knattspyrnu, var rekinn út af í blóma- leik sinum gegn Keflavík í Litlu-bikar- keppninni. Viðar, sem lék sinn 3ð0.1eik fyrir FH, var rekinn af leikvelli fyrir aö mótmæla dómi þegar dómarinn dæmdi skref á markvörð FH-inga — eftir nýju skrefareglunni. Keflvíkingar tryggðu sér sigur í Litlu-bikarkeppninni með því að leggja FH að velli, 3—1, á Kaplakrikavell- inum. Skúli Rósantsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Björgvin Björgvinsson skoruðu fyrir Keflavík, en Jón Erling Ragnarsson skoraði fyrir FH. Staðan er nú þessi í keppninni: Keflavik 4 4 0 0 13—2 8 Akranes 3 2 0 1 6—2 4 Breiðablik 3 1 0 2 7-6 2 FH 3 1 0 2 4—8 2 Haukar 3 0 0 0 2—13 0 -SOS. Valurvanná sjálfsmarki Valsmenn unnu sigur, 1—0, yfir KR- ingum í Reykjavikurmótinu í knatt- spyrnu á Melavellinum á laugar- daginn. Markið, sem Valsmenn skor- uðu, var sjálfsmark KR-inga. Staðan er nú þessi í mótinu: Fram 4 3 1 0 8—1 9 Víkingur 4 4 0 0 8—1 9 Valur 4 2 0 2 6-3 5 KR 4 112 3-63 Þróttur 4 112 3-63 Fylkir 4 1 0 3 3-7 2 Ármann 4 0 13 1—8 1 Víkingur leikur gegn Þrótti í kvöld kl. 19. Gummersbach EM-meistari Gummersbach varö sigurvegari í Evrópukeppni meistaraliöa, þótt félagið hafi tapað 13—14 fyrir ZSKA Moskva í Dortmund í gær. Gummers- bach vann í Moskvu, 19—15, á dög- unum „Ákveðinn að vera með í 1. deildar- slagnum” - segir Atli Hilmarsson, sem er að koma heim fráV-Þýskalandi Atli Hilmarsson, fyrrum landsliðs- maður í handknattleik, sem leikur með 3. deildarliðinu Hamlen í V-Þýska- landi, hefur ákveðið að koma aftur heim til íslands og leika hér hand- knattleik. — Ég er ákveðinn að koma heim og ætla að leika með 1. deildar- félagi, sagði Atli, sem er fyrrum leik- maður með Fram. Atli sagðist ekki vera búinn að gera það upp við sig með hvaða félagi hann mundi leika. — Það hafa flest 1. deildarfélögin haft sam- band við mig, en eins og málin standa nú hef ég ekki tekið ákvörðun um til hvaða félags ég fer, sagði Atli, sem hefur verið sterklega orðaður við íslandsmeistara Vikings. Atli átti stórleik með Hamlen gegn Hamborg á laugardaginn þegar félagið tryggði sér sigur í 3. deildar- Guðmundur og Broddi úrleik Guðmundur Adolfsson lagði Perú- manuinn Federico Valdez að velli 15— 9, 17—18 og 15—11 í undankepþni heimsmeistaramótsins í badminton. Guömundur varð síðan úr leik í einliða- leikskeppninni er hann tapaði, 10—15 og 8—15 fyrir V-Þjóðverjanum Rolf Riissler. Broddi Kristjánsson lék ekki gegn Norðmanninum Geir Dahl Morgen þar sem Norðmaöurinn mætti ekki til leiks. I annarri umferð undankeppninnar tapaöi hann svo fyrir Nígeríumann- inum Samson Egbeyemi, 15—18 og 10— 15. -SOS keppninni. Hann skoraði 9 mörk með langskotum þegar Hamlen vann öruggan sigur, 26—20. Atli hefur skorað 113 mörk á keppnistímabilinu. Við leikum okkar síðasta leik á keppnistímabilinu gegn Swabing í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar og verður það erfiður leikur þar sem leikið er í Miinchen, sagði Atli. Atli hefur fengiö nokkur tilboð frá félögum í V-Þýskalandi og eitt þeirra er frá 2. deildarliðinu Altenholz. — Hann hafnaöi því þar sem hann ætlar að koma heim og er hann væntanlegur í lok maí eða í byrjun júní. -SOS. Tveir Haukar reknir út af Tveir leikmenn Hauka voru reknir af leik- vclli þegar Brei&ablik vann Rauka, 5—2, í Litiu-bikarkeppninni á laugardaginn. Þa& var Kópavogsbúinn Ólafur Hákonarsson sem rak þá Loft Eyjólfsson og Ómar Strange af velli mcð minútu millibili. Loftur og Hennig Henn- ingsson skoruðu mörk Hauka en þeir Vignir Baldursson, Sævar Gunnleifsson (2) og Ing- valdur Gústafsson (2) skoruðu mörk Breiða- bliks. -SOS. Axel skorinn upp á hné Axel Axelsson, fyrrum landsliðs- maður í handknattleik, hefur verið skorinn upp við liðmús í hné og mun hann því ekki leika meira meö Dauker- sen í V-Þýskalandi. Eins og menn muna meiddist Axel á hásin fyrr í vetur og hefur þvi ekkert getað leikið með Dankersen. Axel kemur alkominn heim í júní. -SOS. Atli Hilmarsson. Nantes—Tours 2—1 Bordeaux—Sochaux 3—1 Paris SG-Lille 4—1 Monaco—Auxerre 1—1 Lenz—St. Étienne 4—2 Lyon —Laval 2—0 Nancy—Rouen 2—0 Brest—Toulouse 2—2 Mulhouse—Metz 3—4 Bastia—Strasbourg 1—1 STAÐAN Nantes 33 21 8 4 64—21 50 Bordeaux 33 19 6 8 61—40 44 Paris SG 33 17 7 9 55—41 41 Monaco 33 12 14 7 46—27 38 Lens 33 16 6 11 55—49 38 Laval 33 12 12 9 35-37 36 Nancy 33 14 7 13 63—51 35 Brest 33 10 14 9 50—51 34 Auxerre 33 10 12 11 46—40 32 Metz 33 11 10 12 55—58 32 Toulouse 33 13 6 14 44—57 32 Sochaux 33 7 16 10 44—45 30 Lille 33 12 6 15 32—39 30 St. Etienne 33 10 10 13 33—42 30 Strasbourg 33 9 11 13 33-46 29 Tours 33 10 7 16 53—62 27 Rouen 33 10 7 16 42—51 27 Bastia 33 7 12 14 37-49 26 Mulhouse 33 9 7 17 43—71 25 Lyon 33 9 6 18 49-66 24 -hsim. Örn í gifsi Örn Óskarsson, landsliösbakvörður i knattspyrnu, mun ekki geta leikið með Þrótti fyrstu leiki liðsins í 1. deild, þar sem hann er nú í gifsi og þarf að vera í því í tvær vikur. Örn hefur átt við meiðsliihásinaðstriða. -SOS. „Ekki ákveðið hvort ég ferafturíÞrótt” — segir Sigurður Sveinsson, stórskyttan' íhandknattleik Sigurður Sveinsson, landsliðs- maður i handknattleik, mun ekki leika áfram með Nettelstedt eftir þetta keppnistimabil. — Ég muu koma heim i byrjun júní, sagði Sig- urður í stuttu spjalli við DV í gær. Sigurður sagðist ekki vera búinn aö ákveða hvort hann gengi aftur til liðs við Þrótt eða gerðist Icikmaöur með ööru 1. deildarfélagi. — Það á eftir að koma í ljós, sagði Sigurður. Siguröur sagði að hann reiknaði með því að Bjarni Guðmundsson yrði áfram í V-Þýskalandi en hann væri með nokkur tilboð frá félögum í „Bundesligunni” og 2. deild upp á vasann. Það er því ljóst að Bjarni verður eini íslenski handknattleiksmaður- inn sem verður áfram i V-Þýska- landi. Sigurður, Axel Axelsson og Atli Hilmarsson eru allir á leiðinni heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.