Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 5 Bflar verða stöðvaðir: Menn hvattir tilað spenna beltin og faraað lögum Ef lögreglumenn verða þess var- ir að bílbelti eru ekki notuð, þrátt fyrir lagaskyldu, eiga þeir með vinsamlegri hvatningu að minna ökumenn á lagaskylduna og út- skýra fyrir þeim hvers vegna notk- un bílbelta var lögleidd. Þetta er sú vinnuregla sem lög- reglustjórinn í Reykjavík hefur sett sínum mönnum. „Þetta gera lögreglumenn í auknum mæli. Fyrst eftir lög- leiðinguna var látið á það reyna hvort menn myndu af sjálfsdáðum sinna þessari lagaskyldu. En lög- reglan hefur i auknum mæli beitt sér á þessu sviði og eftir þetta bréf ráðuneytisins verður enn hert á því," sagði William Th. Möller, aðaifulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. DV skýrði í gær frá bréfi sem dómsmálaráöuneytið hefur sent lögreglustjórum um land allt. I bréfinu er hvatt til þess að bifreiðir verði stöðvaðar í auknum mæli ef ökumenn eða farþegar í fram- sætum hafa ekki bílbeltin spennt „Auðvitaö er það vandmeðfarið mál hversu lögreglan á að ganga langt í aö stöðva akstur í sambandi við þetta. En út frá þessum tilmæl- um ráðuneytisins munum við gera enn betur en til þessa til að hvetja til notkunar öryggisbelta enda hefur það alltaf verið talið af hálfu lögreglunnar að öryggisbelti hefðu mikla þýðingu í sambandi við öryggi í umferöinni,” sagði Willi- amTh. Möller. -KMU. □ □ INGVAR HELGASON HF. simtasse. SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI LAUGARDAG og SmsnSTUDAG KL. 2-5 Sýndir verða: DÁTSIJN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði. DATSUN SUNNY — Fallegur og rermilegur DATSUN CABSTAR — vörubifreið SUBARU 1800 OG TRABANT. Þeir þurfa engin slagorð Komdu baraogskoðaðu þá Verið velkomin og auðvitað verður heitt á könnunni Viö fljúgum til Grikklands alla þriöjudaga 4^^ og bjóöum eins, 2ja eða 3ja vikna feröir á einkar hagstæöu veröi. Dvalist er á hinni góökunnu Vouliagmeni-strönd, örskammt frá höfuðborginni Aþenu, sem eins og Grikkland allt býður gestum sínum jafnt aö njóta lystisemda líöandi stundar sem ógleymanlegs glæsileika ^ fornrar menningar og liðinna tíma. Við minnum á fyrsta \ flokks aöbúnaö í loftkældum White House íbúðunum ^^—7 \ og hinar stórskemmtilegu skoöunarferöir til ' Aþenu, Argolis, Delfi, Attiku-skagans og víðar. ^S/ Aukadvöl 1 Amsterdam 'x Og hvers vegna ekki aö bæta (, h aukadvöl í Amsterdam aftan / við Grikklandsheimsóknina? / Hótelkostnaöinn má greiða V / í íslenskum peningum fyrir í brottför og enginn / flugfarskostnaöur bætist við. Ódýrari getur Amsterdamferðin / r""/ a aldrei orðið! / \ Pantio tímanlega Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ógleymanlegur glæsileiki líðandi stundar ogliðinna tíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.