Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. TÓNLISTARSKÓLI ÓLAFSVÍKUR Skólastjóra vantar viö Tónlistarskóla Olafsvíkur næsta skóla- ár. Nánari upplýsingar gefnar í símum (93)-6274 og (93)-€150. Umsóknarfrestur til 15. júní 1983. SKÓLANEFND. Til sölu — einn glæsilegasti sportbíll landsins. Ekinn 5.000 km. Verð, tilboð. Upplýsingar í sima 40312. Trúlofunarhringar demantsskornir, hvítagulls og med hvítagullsbandi. Sendum nýjan litmgndalista. PÖSTSENDUM. Jón og Óskar Laugavegi 70 Reykjavík. Sími 24910. EINN í SÉRFLOKKI TILSÖLU Vél 90° OHV V-8 Rúm-tommur 360 Torque-ás Gribber Blöndungur, 1-4 hólfa Gírkassi sjálfskiptur Millikassi Full time Gler Ekinn 28.000 km Ljós 2 þokuljós Ljós 1 rallikastari Hlífar Litur blár og grár Árgerð 1979 Skróður des. 1981 Aukadekk Drifhlutfall......................3,54:1 Stýri...............................afl. Dokk............................Q-Mudder Drif aftan..........................læst Bensíntankur......................120 Itr. Demparar.......................8 Gabriele Speglar..........................2 utan á Stýrisdempari.....................HecoHD Varadekk................sérsmíðuð festing Bremsur f raman...................diskar Bremsur aftan....................tromlur Type................Dodge Ramcharger SE Verð.............................340.000 Samningar............................Já. Upplýsingar: Bílasalinn, Tryggvabraut 12 — Akureyri eða sími (96I-25028. Játnfngar hins bladasjáka — eda Af Iiverju ég er sólglnn í blöð og tímaril Sýrkiu mmn * klrkju I blaöamannastétt er svo margt sinnið sem skinniö, engu síöur en í öörum stéttmn. Eitt er þó sameiginlegt meö öllum þeim blaöamönnum sem ég hef kynnst. Allir eru þeir illa haldnir af blaðasýki. Nei, lesandi góöur, hér er ekki ótt viö atvinnusjúkdóm í venjulegri merkingu þess orös, eins konar sambland af blý- eitrun, eyrnaverkjum (af símhringing- um), sinaskeiöabólgu af vélritun), og svo ofur venjulegu stressi. Þótt mér kæmi ekki á óvart þótt slíkur sjúkdóm- ur sæi dagsins ljós innan skamms. Ég á einfaldlega viö aö blaðamenn eru sjúkir í dagblöö, sín eigin og ann- arra. I íslensku dagblaöi lesa menn 3— 4 innlend dagblöö á hverjum morgni, auk þess þau erlendu blöö sem þeir þurfa aö lesa vegna einstakra þátta, íþrótta, slúöurs, efnahagsmála eöa menningarmála. En þessi lestur er ekki einskoröaður viö vinnutímann. Heima hjá sér lesa blaðamenn öll þau dagblöð sem þeir komast yfir, fara aft- ur yfir þau blöö sem þeir lásu um morguninn, auk þess erlend blöö og tímarit sem þeir eru sjálfir áskrifend- uraö. Helgistund yfir helgarblöðum Þessi blaöaorgía nær hámarki sínu um helgar. Þá er skipulega plægt í gegnum hnausþykkar helgarútgáfur dagblaöanna. Á mínu heimili var tím- inn milli 10 og 12 á laugardagsmorgn- um sem helgistund. Þá varö aö láta pabba í friöi meö blöðin, — einu sér- kröfurnar sem ég geröi í heimilissátt- málanum. Að baki þessum blaöalestri er vita- skuld ósköp gamaldags forvitni, bland- in prófessjónal metnaöi. Blaðamenn skrifa nefnilega ekki fyrir hinn al- menna lesanda fyrst og fremst, heldur fyrir aöra blaðamenn. Þeir þurfa þess vegna aö athuga hvort kollegar hjá öörum blöðum fjalli um ákveöin mál meö svipuöum hætti og þeir sjálfir, hvort þeir hafi oröið sér úti um betri heimildir eða ljósmyndir, — hvort þeir hafi beinlínis stoliö fréttum fró þeim eöa gert einhverjar kryddsíldarglorí- Baráttan fyrir tjáiiingarf relsiiiu blémstrar íDanmörku: Glistrup afhentur „liiim gullni bjórkiUM^ — anarkistar í Kaupmaiiiiahöfn berjast fyrir rétti hans tU að tjá sig opinberlega Eins og landsmönnum er kunnugt varö hinn kunni danski stjórnmála- maöur Mogens Glistrup fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þann 1. maí sl. þegar ráöist var aö honum meö fúkyrðum, eggjum, málningu og hótunum um flugferö út í næstu tjörn í Fælledparken í Kaupmannahöfn. En Glistrup lætur þaö þó ekki aftra sér frá aö mæta í sama almennings- garö næstkomandi sunnudag, en þangaö er hann boðaður af samtök- um hér í borg, sem berjast fyrir rétti allra einstaklinga og félaga til aö tjá Svona fórþað 1. mai. sig óhindrað á opinberum svæöum. Samkvæmt talsmanni samtakanna, Allan Anarchos, — sem er eins og eftirnafniö ber með sér anarkisti eöa stjórnleysingi — hafa samtökin meöal annars reynt aö fá leyfi yfir- valda til aö setja upp „opinn ræöu- stól” í miðborg Kaupmannahafnar. í þessari pontu ætti svo fólk aö fá aö koma hugmyndum sínum ó framfæri án þess aö þurfa að spyrja nokkurn leyfis. Er þessi hugmynd tekin frá samsvarandi ræðustól í Hyde Park í London. Til þess að vekja athygli á málstað sínum hafa samtökin því boðaö til umræöufundar í Fælled- parken, og hápunktur fundarins veröur þegar samtökin afhenda Mogens Glistrup „hinn gullna bjór- kassa” sem tákn hópsins um samúö hansmeöGlistrup. Þaö er óhætt að segja að þessi reyndi stjórnmálamaður kunni sitt fag, enda hefur hann notaö þetta at- vik í Fælledparken til hins ýtrasta í stööugum atkvæöavejöum Fram- faraflokksins — og veitir ekki af, því aö á undanförnum árum hefur fylgið beinlínis hruniö af flokknum. Ekki er aö efa aö Glistrup hefur náö þar til- gangi sínum, enda fer nærri aö nú sé talað um „píslarvottinn” Glistrup þar sem áöur voru notuö orö eins og „skattsvikari” og „klækjarefur”. Spéfuglunum hér í borg ber nú sam- an um aö nú sé Glistrup ekki lengur aö sækjast eftir því aö veröa forsæt- isráðherra, heldur stefni hann aö því aö veröa hafinn í dýrðlingatölu kaþólsku kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.