Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR14. MAÍ1983. Menning Menning Menning Menning Fröken Júlía: Eftlrnnlniillegar og lifandi persónur Islenski dansflokkurinn í Fröken Júlíu. Ásdis Magnúsdóttir og Niklas Ek fyrir miöju. DV-mynd Bj.Bj. íslenski dansflokkurinn: Fröken Júlía Danshöfundur: Birgit Cullberg Stjórnendur: Jeremy Leslie-Spinks og Birgh CuNberg Tónlist: Ture Rangström Leikmynd: Sven Erixson Lýsing: Kristinn Danielsson. Sinfónfuhljómsveit (siands, undir stjóm Jean- Pierre Jacquillat Listdansstjóri fslenska dansflokksins: Nanna Ólafsdóttir Helstu hlutverk: Júlfa: Ásdfs Magnúsdóttir Jean: Niklas Ek Krístfn: Ingibjörg Pólsdóttir Unnustinn: úm Guðmundsson Faðirinn: ólafur ólafsson Klara: Ólafía Bjamletfsdóttir Artders: öm Guömundsson Fylliraftur: Bjöm Sveinsson. Ballettinn Fröken Júlía vai frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 6. mal síöastliðinn við fagnaðarlæti' áhorfenda. Ballettinn er eftir sænska danshöfundinn Birgit Cullberg og er í einum þætti. Hann er sýndur með óperunni Cavalleria Rusticana. Birgit Cullberg er einn frægasti danshöfundur Norðurlanda og Fröken Júlía er sennilega það verka hennar sem víöast hefur verið flutt og mestar vinsældir hefur hlotið. Bailettinn var frumfluttur árið 1950 og er byggður á samnefndu verici Strindbergs. Verkið gerist á sænsku óöalssetri um 1880 og segir frá ástar-' ævintýri aöalsmeyjarinnar Fröken Júlíu og þjónsins Jeans. Ballettinn vakti gífurlega hrifningu þegar hann var frumsýndur og er enn sýndur við mikinn fögnuð áhorfenda, enda er Birgit Cullberg að mörgú leyti óvenjulegur danshöfundur. Hjá henni situr leikræn tjáning í algjöru fyrirrúmi, hver einasta hreyfing er hnitmiðuð og gegnir því hlutverki að koma dramatískum hugmyndum höfundar til skila. Vegna þessa eru verk hennar ákaf- lega krefjandi fyrir dansarana, leikhæfileikar skipta ekki minna máli en dansinn sjálfur. Stíll hennar er sterkur og persónulegur, og hún nýtir bæði klassiska ognútimatækni. Stéttaskiptingin íFröken Júlíuert.d. sýnd með mismunandi tækni og stíl. Hlutverk aðalsmeyjarinnar Júlíu er samið í klassískum stíl sem hæfir þeirri fágun sem stétt hennar sæmir. Sveitafólkið dansar á mun nútíma- legri hátt, þar eru áhrif Mörthu Graham greinileg. Ballettinn skiptist í fjögur atriði og miðatriðin tvö eru að mínu viti ákaf- lega gott og sterkt leikhús. Á fyrsta og síðasta atriöinu eru nokkrir hnökrar, sem þó eru smávægilegir. I heild er sýningin góð. Islenska dansflokknum er verulegur fengur að þessari nýju uppsetningu því hér er um að ræða hádramatískt verk sem gerir miklar kröfur til þeirra. Hér er ballettinn settur upp af Jeremy Leslie-Spinks og Birgit Cull- berg sjálfri, sem héfur sýnt verkið áður á sama stað, því árið 1960 var Fröken Júlía flutt í Þjóðleikhúsinu. Þá voru erlendir gestir í öllum helstu hlutverkum, en nokkrir íslenskir dansarar tóku þátt í sýningunni. Að þessu sinni dansar aðeins einn erlendur gestur í verkinu, hinir dansararnir eru allir íslenskir. Gesturinn er sænski dansarinn Niklas Ek, sonur Birgitar Cullberg og aðaldansari við Stokkhólmsóper- una. Hann og Ásdís Magnúsdóttir dansa aðalhlutverkin í ballettinum, þjóninn Jean og greifadótturina FriScen Júlía, með miklum ágírium. Niklas Ek er sannarlega góöur gestur; — sterkur persónuleiki á sviöi og kraftmikill dansari. Túlkun hans á Jean er sannfærandi og samleikur hans og Ásdísar í hlut- verki Júliu er magnaður. Hún túlkar hroka Fröken Júlíu, stríðni, ástríðu og örvæntingu af næmri tilfinningu og miklum þokka og dansar eins og engill eins og hennar er von og vísa. Bæði skapa þau eftirminnilegar og lifandi persónur og eiga lof skilið fyrir list sína. Að öðrum ólöstuðum bera þau sýninguna uppi meö glæsi- brag. önnur hlutverk eru minni, en þó mjög þýðingarmikil þar sem sýning- in myndar sterka leikræna heild. Hlutverk eidabuskunnar Kristínar, unnustu Jeans, var í öruggum höndum Ingibjargar Pálsdóttur á þeirri sýningu sem ég sá, en hún dansar það til skiptis viö Birgittu Heide. Olafia Bjarnleifsdóttir er létt og skemmtileg í hlutverki Klöru. Ölafur Ölafsson leikur lítið hlutverk, Leiklist Kri.stín Bjarnadóttir föður Júlíu. Sveitafóikiö er liflega dansað af dansmeyjum flokksins og nemendum úr Listdansskóianum, sem gengið hafa til liðs við flokkinn að þessu sinni eins og oft áður. Sveitastúlkurnar eru aö vísu ali- miklu fágaöri en piltamir, en i þessum hlutverkiun kemur það ekki verulega að sök þótt karldansararnir séu ekki eins vei þjálfaðir og dansmeyjarnar; — þeir bæta það bara upp með dansgleðinni, blessaðir. Þrjár kjaftakerlingar eru prýði- lega dansaðar af nemendum List- dansskólans, þeim Guðbjörgu Arnar- dóttur, Jóhönnu Guðlaugsdóttur og Margréti Gísladóttur. Björn Sveins- son er líka ágætur í hlutverki fylli- rafts og örn Guðmundsson fer vel með hlutverk Anders. Hann geldur þess hins vegar í upphafsatriði verksins hve fáliðaður Islenski dans- flokkurinn er. I þessari sýningu fer hann með tvö hlutverk og leysir annaö þeirra af hendi með mesta sóma, en skortir tæknilega getu til þess aö ráða við hlutverk unnusta Fröken Júlíu. Forráöamenn flokks- ins ættu að gera sér ljóst að einn karldansari getur með engu móti leyst af hendi öll tilfallandi hlutverk. Hlutverk unnustans er að vísu ekki stórt, en skiptir þó miklu í verki þar sem allt er eins hnitmiðað og hér er. Dans vofanna, forfeðranna sem stíga út úr fjölskyldumyndunum á vegg óöalsins, finnst mér veikasti þáttur verksins. Þaö er þó varla við dansarana að sakast, kóreógrafían, ljósin og búningamir virtust einfald- lega ekki nægilega sannfærandi til þess að koma til skila martröðinni sem fær Fröken Júlíu til þess að svipta sig lífi. Aö sjálfsögöu er hér aöeins um persónulegt álit mitt að ræða, — og ég verð þar að auki á játa á mig vissa fordóma gagnvart draugagangi á sviði. Þessi átök hefðu þurft að vera áhrifameiri til þess að geta staöist i samanburði við þá dramatisku spennu sem atriðin á undanbjugguyfir. Leikmynd er eftir Sven Erixson, og eru leiktjöldin fengin að láni frá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Salar- kynni hefðarfólksins í fyrsta og síðasta atriðinu eru fremur óspenn- andi, en hlaðan þar sem sveita- fólkið skemmtir sér á J ónsmessunótt er alveg ágæt, og eldhúsið á óðalinu líka. Tónlist Ture Rangströms var flutt af Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Oftast hefur Islenski dansflokkurinn þurft að dansa við tónlist af bandi, en á sýningunni á Giselle í fyrra og nú á þessari sýningu er dansað við hljómsveitarundirleik. Það er vissu- lega gleðilegt, og vonandi verður þar framhald á. Þess gætti samt nokkuð á þeirri sýningu, sem ég sá (ann- arri), að samæfing hljómsveitar og dansara hefði mátt vera meiri; dansarar eru ákaflega næmir fyrir öllum hraðabreytingum. Þetta er þó atriði sem ætti að fara batnandi með hverri sýningu, og vonandi verða þær sem flestar. Það eiga lista- mennirnir svo sannarlega skiliö. NÝ TÆKNI VIDADRENNA BREMSU SKÍFUR tO Með V.B.G. rennibekk er hægt að renna skífur hvort sem er með því að setja tækið á bílinn eða renna skífurnar lausar. Frá kl. 14-17 í dag, laugardag verðum við með sýningu á þessu tæki í vinnslu. Komið og skoðið því sjón er sögu ríkari. I Laus staða Við Flensborgarskólann í Hafnarfiröi er laus til umsóknar kennarastaða í stærðfræði. Æskilegt er að umsækjendur hafi tölvumenntun og geti kennt tölvufræði við skólann, jafnframt, stærðfræðikennslu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 6. júní nk. — Sérstök umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 9. maí 1983. SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA í DAG, LAUGARDAG, 1-5. KOMIÐ, SKODIÐ OG REYNSLUAKID NÝJUM BMW. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.