Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 9 Enn niá skora stig Þungatakmarkanir eru nú víöa á vegum og jafnvel ófært vegna snjóa þótt við hér sunnanlands eigum kannski erfitt með að skilja að svo sé. Þessar takmarkanir hafa gert Austfirðingum lífið leitt. Fólk á fjörð- unum hefur ekki getað fengið mjólk og önnur óþægindi fylgja. Þetta vekur mann til umhugsunar um það hvurslags neyðarástand almennt er talið ríkja ef mjólkin fær ekki að fljóta sinn farveg. Fari fámennur hópur mjólkurfræðinga í verkfall verður yfirvofandi mjólkurskortur umsvifalaust áhyggjuefni. Eins er það þegar samgöngur teppast, mjólkin er ávallt efst á baugi í vand- ræöunum. Þetta er gizka undarlegt fyrir þá sök aðumrædd mjólk erkúa- mjólk og fyrst og fremst ætluð kálfum en ekki til manneldis. Ekki er verið að gera lítið úr vandræðum þeirra sem búa við þungatakmark- anir og mjólkurfræðinga þó vakin sé athygli á því aö alls ekki er vist að mjólkin sé svo lífsnauösynleg sem af er látið. Núorðið er henni meira að segja haldið frá kornabömum sem hafnað hafa móðurmjólkinni og þau látin nærast á fjörefnablandaöri þurrmjólk. Samband mil/i geðheilsu og dvalar að degi Nú hefur verið birt könnun á geð- heilsu f jögurra ára barna sem unnin var á árunum 1981 og 1982 á vegum Barnadeildar Heilsuvemdarstöðv- arinnar. Meginniðurstaða könnunar- innar er sú að fimmta hvert bam á þessum aldri eigi við alvarlegt geðrænt vandamál að etja. Þess er sérstaklega getið aö samband virðist vera milli geðheilsu og þess hvar börnin era á daginn. Þau böm sem dvelja heima eiga frekar á hættu að verða geðrænum sjúkdómum að bráð en þau sem dvelja á dagvistum eða utan heimilis. Um leið og þessa hefur verið getið er reyndar vakin athygli á því að varlega skuli fara í aö túlka þessa niðurstöðu, meöal annars vegna þess að líklegt megi telja að foreldrar bama, sem við geöræn vandamál stríða, reyni frekar að halda þeim heima við. Hér er á ferðinni merkileg könnun ef einhver sannleiksvottur er í henni. Hver veit það og til hvers á að nota þessar niðurstöður? Engin tilraun var gerö til að grafast fyrir um orsakir vandans og vísast ætlunin að leysa hann með „atferlismótun”. Hætt er við að fáir foreldrar gerist formælendur þess að „aönörkuð einkenni eins og að naga neglur” séu til marks um laka geðheilsu barna. 1fiðey og Engey Reykjavíkurborg hefur nýverið eignast Viðey og nú í vikunni gerði borgin samning við ríkið um að taka Engey upp í skuld ríkisins við borgina. Hvor tveggja tíðindin eru ánægjuleg. Hér er tekið á málum af framsýni fyrir hönd Reykvíkinga. Þeir tímar munu koma að Reyk- víkingar munu hafa mikla þörf fyrir það landrými sem þama er fyrir hendi. Hér skiptir ekki meginmáli hvort eyjarnar verða nýttar til byggðar eða útivistar. Rétt er þó að varast þrýsting sem þegar er fram kominn og gerir kröfur um ákveðna nýtingu í þágu friðunar. Slíkur þrýstingur má ekki verða til þess að ekki verði tekin sú ákvörðun sem Reykvíkingum er fyrir bestu. Slikt þarf tæplega að óttast við núverandi aöstæður. Aldursaugiýsingar Nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um jafnréttismál skilaöi áliti fyrir nokkm og gerði tillögu að frumvarpi til laga um jafna stöðu karla og kvenna. Aðal- inntak frumvarpsdraganna er að koma skuli á jafnrétti með því að bæta stöðu kvenna en ekki aðeins stuöla að jafnréttinu. Þá er einnig áformuð breytt skipan Jafnréttisráðs þannig að félagssamtök sem hafa jafnréttisbaráttu á stefnuskrá til- nefni fluttrúa í ráðið. Síðan er áformað að draga fleiri aðila til Laugardags- pistlll Óskar Magnússon fréttastjóri ábyrgðar vegna „ólöglegra” auglýsinga og atvinnurekendumgert að jafna stöðu kynjanna innan fyrir- tækja sinna. Loks er gert ráð fyrir mun ákveðnari viðurlögum en nú tíðkast. Auglýsingamálið hefur oft verið rætt og bregðast talsmenn jafn- réttis jafnan illa við þegar hóg- væmm mönnum mislíkar að mega ekki auglýsa eftir kvenmanni til starfa þegar þeim býður svo við að horfa. Vakin hefur verið athygli á því, að fáránlegt sé aö ætla manni sem óskar eftir eplum aö auglýsa eftir ávöxtum og hafa síðan ama af appelsinu- og bananaheildsölum i löngum röðum. En þetta er vist orðin gömul klis ja nú og því ekki rökrædd. Hins vegar er iðulega auglýst eftir fólki á ákveðnum aldri til starfa. Oftast er óskaö eftir fólki á aldrinum 20 til 40 ára eða einhvers staðar þar á milli. Hvers eiga þeir að gjalda sem annaðhvort eru of ungir eða of gamlir fyrir þessar auglýsingar? Er þetta ekki fullt eins mikið jafnréttis- mál og hvað annað? Hér vantar kannski samtök meö aldursmál á stefnuskrá sinni til að stöðva þetta. Ódýrar ferðir Senn fer sá tími ársins í hönd að landsmenn leggist í ferðalög. Varla verður þó mikið af slíku innanlands í bráö, að minnsta kosti ekki á f jórum hjólum, meðan ástand vega er sem raun ber vitni. Ferðaskrifstofumar og flugfélögin hafa að undanförnu auglýst ótæpilega ótrúlega ódýrar ferðir víða um heim. Þannig má komast til útlanda og fá að auki bíla- leigubíl eða hótelgistingu í viku fyrir verð sem engan veginn dygði fyrir fargjaldi við venjulegar aðstæður. Þá hefur f jölbreytnin aukizt til muna svo hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til viðbótar þessu höfum við svo fengið farþega- skip á nýjan leik eftir áralangt hlé. Ekki er að efa að það mun verða mörgum kærkomin tilbreyting og afslöppun að ferðast á þann hátt. Þótt hverjum Islendingi sé hollt að kynnast landi sínu verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á þessum ótalmörgu og ódýru ferðamögu- leikumtil útlanda. Fáir möguleikar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú skilað umboði sínu til myndunar meiri- hlutastjómar og Steingrímur Her- mannsson tekið við. Þegar þetta er skrifað hefur Steingrímur rætt við forystumenn allra flokka á hefð- bundinni yfirferð en ekki er sjáan- legur árangur. Steingrímur boðaði í upphafi umboðsmennsku sinnar að hann mundi hafa umboðið í stuttan tíma svo gera má ráð fyrir að hann skili því um helgina. Það er rétt, sem Geir Hallgrímsson hefur bent á, að erfiðast er að vera fyrstur í röð þeirra sem reyna stjórnarmyndun. Þegar „rakarastofuaðferðinni” svo- nefndu er beitt vita hinir stjórnmála- foringjamir mæta vel að röðin kemur að þeim og því ástæöulaust aö láta Geir eftir að mynda stjórn strax í fyrstu hrinu. Sú tilraun sem Geir gerði og lokiö er aö sinni þarf því alls ekki að vera fyrir bí. Gera má ráð fyrir að Svavar Gestsson taki við af Steingrími. A meðan hann reynir munu Geir og Steingrímur halda áfram tilraunum sínum. Eini raun- hæfi möguleikinn á myndun meiri- hlutastjómar virðist í stöðunni vera stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Fmm- hlaup krata er þeir gerðu tilkall til embættis forsætisráðherra á ekki að þurfa að koma í veg fyrir slíka stjórn. Þeir geta sætt sig við annars konar tryggingu fyrir áhrifum sínum, ef til kemur. Minnihlutastfórn Sjátfstæðisfíokks? Síðari möguleikinn sem einna helzt virðist koma til greina er minni- hlutastjóm Sjálfstæðisflokks. Til slíkrar stjórnar yrði væntanlega stcfnað til skamms tíma, varla lengur en til haustsins, og færu þá fram aðrar kosningar. Þessi möguleiki sýnist ekki síður fýsilegur en sá fyrmefndi enda líklegt að sjálf- stæöismenn tækju hressilega til hendinni ef þeir færu einir með völd. Þar væri komið langþráð tækifæri til að sýna hvers stjórn Sjálfstæðis- flokks væri megnug þótt ekki sé um fullkominn samanburð að ræða vegna skorts á meirihluta. I þessum stjómarmyndunarvið- ræðum munu f orystumál Sjálfstæðis- flokksins væntanlega skýrast. Ef Geir Hallgrímssyni hefði tekizt í fyrstu lotu að mynda stjórn hefði það eflaust styrkt stöðu hans í þeim efnum en eins og sagt var hér aö framan eru niðurstöður tilrauna hans í raun enginn mælikvarði. Spurningunni um forystu Sjálf- stæðisflokksins hefur ekki verið svarað meö úrslitum viöræðna Geirs. Enn geta hann og aðrir skoraö stig. -óm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.