Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 15
HerMö~iIsfe< vTrib HjNANCL MMi fí i\& cm'Mitjf |)»sf i»V «WWM» Íá#B»i>«« «1 X5, »»«*'. ■»«•« rs 23: ««*«<«»'" \íi í»:4«.« SEfíÁ ♦* «»<»».< DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. ur. Fréttir og pistlar annarra eru vegn- ir og metnir samkvæmt ýmsum mæli- kvöröum (orðheppni er hátt metin), og séu þeir léttvægir fundnir, lauma keppinautarnir strax daginn eftir inn í sitt blað eitruöum skeytum á eins kon- ar dulmáli sem höfundum hinna létt- vægu f rétta er ætlað aö taka til sín. Sendingar á dulmáli Stundum ganga dularfull skilaboð, torræðari en fundarboð frímúrara eða rósinkrossareglunnar, blaöanna á milli í marga daga og lesandi úti í bæ veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sínar eigin fréttir marglesa blaða- menn með talsverðri velþóknun, en þó meö vökulu auga. Hafi útlitsteiknarinn farið illa með „gott” efni í vinnslu, fær hann fyrir feröina, sömuleiöis fær próf- arkalesari á baukinn hafi hann brengl- að orðfæri, ég tala nú ekki um ef hann hefur látiö vera að leiörétta ambögur sem skrifaðar voru í hita augnabliks- ins. Þá er blaöamaöurinn oröinn skot- spónn illkvittinna kollega á öðrum blöðum, nýjar sendingar á dulmáli hefjast næsta dag, — og ekkert þýöir aö kenna prófarkalesara um. Það er best að ég viöurkenni hér og nú aö ég er einnig haldinn þessari blaöasýki. En hún er ekki eingöngu af- leiðing blaðamennskunnar, heldur mér í blóð borin. Sem smástrákur í sveit las ég allt, sem ég komst yfir, aöallega dagblöö, þ.e. Morgunblaðiö, sem á heimili afa míns og ömmu var vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þau eintök af Tímanum sem fóru í gegnum pósthúsiö á staðnum voru lóösuö áf ram meö töngum, svona eins og bólu- efni frá Sauöf járveikivörnum. Að kompónera blöð Þótt ég stælist til aö lesa Tímann, fannst mér aldrei neitt til hans koma. Eg safnaöi nefnilega myndum af er- lendum stjórnmálamönnum og íþróttamönnum og Tíminn birti bara myndir af kvikfénaði og flokksforyst- unni. Moggi var hins vegar sneisafullur af mannamyndum sem ég klippti út, flokkaði og límdi inn í bækur. Makarios erkibiskup var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og þandi sig yfir margar síður. Til þessa dags man ég eftir fjölda minniháttar stjórnmála- og íþrótta- manna sem flestum eru löngu liðnir úr minni. Æ síðan hef ég flokkaö blöð eftir myndefni, eða réttara sagt, eftir jafn- vægi mynda og lesmáls á síöum, — þ.e. eftir komposisjón. Ennþá hef ég ekki komist upp á lag með að lesa hið ágæta danska blað, Information, né heldur nenni ég aö stafa mig í gegnum Le Monde þegar ég er í París, — vegna skorts á myndefni í þeim. Sömu for- dómum er ég haldinn gagnvart síðdeg- isblööum þar sem myndir tröllríða texta. Tékkaðá stemmningunni En eins og aðrir blaöasjúklingar í stéttinni, hef ég fyrir sið að kaupa helstu dagblöð hvar sem ég er staddur, svona eins og til að „tékka á” stemmn- ingunni, — þótt ég skilji ekki málið. Eg hugsa að ég mundi meira að segja ger- ast áskrifandi að Izvestija ef ég væri í Moskvu. I Helsinki keypti ég Helsingin Sanomat í heila viku af síundrandi blaöasala, skildi þó ekki nema eitt orö í málinu, sem var „alko”. Með þessum hætti myndar hver og einn sér smátt og smátt skoðun um blöð. finnur þau blöð sem henta honum best. Ég vil fá vel kompóneruö blöð þar sem gott lesmál og góðar myndir hald- ast í hendur. I þeim flokki eru að mínu viti t.d. The Guardian í Englandi, Berl- ingur í Danmörku, Sydsvenska Dag- bladet í Svíþjóð, Corriere della Sera á Italíu og Washington Post í Bandaríkj- unum. Be/ja í Texas Hvert þessara blaöa hefur þar að auki sína dynti og séreinkenni. Guardi- an hefur gaman af orðaleikjum í fyrir- sögnum, er þar aö auki með heimsins verstu prófarkalesara í vinnu, sem breyta leiöinlegum fréttum umsvifa- laust í skemmtilegar. Og Sydsvensk- an, eins og sænsk morgunblöð, hefur einn dásamlegan eiginleika, — það er límt í kjölinn svo að síðurnar fara ekki út um allt þegar börnin eru búin að skoða myndasögurnar. En mitt uppáhaldsdagblaö er nú samt New York Times, einkum og sérí- lagi helgarútgáfan. Það er ekki ávallt vel kompónerað, inniheldur fremur lítið af erlendum fréttum, — en á hinn bóginn er það troðfullt af upplýsingum um ólíklegustu efni. Helgarútgáfan er þverhandarþykk, nokkur kíló á þyngd og er eina blaðiö sem drepið hefur belju, — er því var eitt sinn kastað úr flugvélíTexas. Helgarútgáfuna er hægt aö lesa í viku. Meira geta blaðasjúkir ekki farið framá. AI/Lundi Líkams- og hei/suræktin SwedUs ÍjHfcjÆgggsaa Borgartúni 29 — Sími 28449 Worlúlbfáss GYM EQUIPMENT NÝTT NÝTT NÝTT UM HELGINA fœr Likams- og heilsuræktin góðan gest i heimsókn en það er OPNUM NÚ UM HELGINA sólbaðsstofu með 20 sólar- lömpum. Við viljum benda á að til hagræðingar fyrir við- skiptavini okkar þurfa þeir ekki að panta sér tíma heldur geta þeir komið hvenær sem þeim hentar þegar opið er. Opnunartímar: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 07.00 tilkl. 22.30. Föstudaga frá kl. 07.00 til kl. 20.30, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 tilkl. 15.30. Verðskrá: 1 skipti í sólarlampa kr. 60,- 5 skipti í sólarlampa kr. 250,- 10 skipti í sólarlampa kr. 400,- 15 skipti í sólarlampa kr. 550,- Innifalið: Öll baðaðstaða, þar með talin gufuböð og vatnsnudd. Phi/ips sólarbekkir frá Heimilistæki hf. ULF BENGTSSON, einn af leiðandi mönnum í likams- og heilsuræktarmálum í Sviþjóð. Ulf er höfundur metsölubóka á sviði líkamsræktar og mataræðis, jafnframt þvi sem hann er framleið- andi World Class æfingatækjanna sem eru einmitt tækin sem við notum. ULF BENGTSSON verður til staðar i húsakynnum Líkams- og heilsuræktarinnar laugardaginn 14. maí frá kl. 11.00 til kl. 15.00 og sunnudaginn 15. maí frá kl. 11.00 til kl. 13.30. Geta þá meðlimir Líkams- og heilsuræktarinnar komið og þegið góð ráð hjá honum í sambandi við æfingar og mataræði. Opnunartimar: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 07.00 tilkl. 22.00. Föstudaga frá kl. 07.00 til kl. 20.00. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 tilkl. 15.00. Verðskrá: Stakur timi kr. 75,- 5 skipta kort kr. 250, - 10 skipta kort kr. 400,- Mánaðargjald kr. 500,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.