Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN LISTIM Og þá er komið að Ellý i Q4u að vel/a iista. ACCEPP D.A.F. Q4U SIOUXIE AND THE BANSHEES ULTRAVOX SODS NEWORDER FOURSKINS YAZOO HUMAN LEAGUE Fastas a shark Mussolini Sigurinn ísrael The hymn T. V. set Blue monday Merryxmas Goodbye seventeens Seconds í sigtinu hjá Q4U Magniís hættur íEGÓ Ut hefur breiöst sú saga aö Magnús trommuleikari í EGO sé hættur í hljómsveitinni. Manna- breytingar hafa verið svona í meðal- lagi í EGO frá upphafi en þessi frétt kemur frekar flatt upp á þá sem til þekkja. Magnús hefur áöur leikiö meö Utangarðsmönnum og Bodies. Magnús hættír. The Fallstuttu eftír komuna, stödd á Hótel Esju. .Q4U Þá mega aðdáendur Bowie hér á landi gleyma fyrirhuguöum „ef til vill” tónleikum í sumar. Honum list nefnilega ekkert á Laugardalshöll- ina okkar, segir hana of litla fyrir sig og tæki sín. Aðallega er þaö lofthæöin í Höllinni sem manninum líst ekki á, þó að okkur finnist hún henta honum akkúrat. En ekki örvænta strax, þaö er enn von um aö aörar og ekki lak- ari stjörnur heimsæki okkur í sumar, t.d. Siouxie and the banshees sem er geysilega vinsæl og þekkt um alla Evrópu. Nýjustu fréttir af Q4U eru m.a. þær aö verið er að reyna nýjan trommuleikara í hljómsveitina. Sá heitir Kormákur eöa Kommi og lék hann meö hljómsveitinni hér áöur. Trommuheili hefur gegnt starfi trommuleikara í hljómsveitinni í 1 ár og eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti hans. Kommi hefur undanfariö leikið meö hinum og þessum hljómsveitum og núna síöast með hljómsveitinni Móral í Austurbæjarbíói fyrir viku. Plata Q4U, sem var gefin út fyrir ekki svo löngu, hefur selst bærilega og vantar víst ekki nema herslumun- inn upp á aö hún skili útlögöum kostnaöi. Þess má svo einnig geta svona í lokin að uppi eru hugmyndir í hljómsveitinni um að taka upp litla Kommi trommar aftur með. . . plötu fyrr en síðar og á það aö gerast í Geimsteini, stúdíói þeirra Suður- nesjamanna i Keflavík. Bowie: List ekkert á Iofthæðina i Laugardalshöll. Bowie kemur ekki Yazoo The Fall í Austur- bæjarbíói — ásamt Lslensku hljómsveituniim Méral, Iss og Þcy Þaö telst nú varla til tíðinda nú oröiö aö haldnir séu tónleikar en á föstudaginn í síöustu viku voru haldnir áhugaverðir tónleikar í Austurbæjarbíói. Þar komu fram þrjár íslenskar hljómsveitir: Mórall, Iss, og Þeyr, auk bresku hljóm- sveitarinnar The Fall. The Fall er vel þekkt í heimalandi sínu og einnig utan þess, m.a. hér á landi síðan hún lék hér í septembermánuði ’81. The Fall er nýbylgjuhljómsveit sem fer sínar eigin leiðir í músíkinni. Söngvari hennar og jafnframt for- ystusauður, maður aö nafni Mark E. Smith, er talinn sérvitur og ákveðinn náungi af þeim sem til þekkja. Af- ganj inn af hljómsveitinni skipa svo f jórir aðrir menn sem ég því miö- ur get ekki nafngreint. Plata þeirra (var gefin út rétt eftir aö þeir léku hér ’81) sem heitir Hex Enduction Hour varð nokkuö vinsæl hér á landi og nú er komin út önnur sem heitir Room to live og segja þeir sem til þekkja aö hún sé ekki síðri. Tónleikarnir hófust klukkan 21.00 meö því aö Mórall sté á sviðið, en þessi hljómsveit er skipuð þeim Bubba Morthens, söngur, Þorleifi, (sem áöur lék meö EGO), bassa, Komma (lék áöur meöQ4U), tromm- ur, Begga, gítar, og Mikka (sem lék meö Utangarðsmönnum og Bodies), gítar. Síðan léku Iss, og loks Þeyr. Áheyr- endur kunnu vel að meta framlag ís- lensku hljómsveitanna og allir þessir sex hundruö sem þarna voru saman- komnir biöu nú eftir aö The Fall birt- ust á sviðinu. Ekki held ég að allir haf i veriö á eitt sáttir um ágæti tónleik- anna, persónulega fannst mér þetta sæmilegt en ég bjóst viö meiru. Lögin sem The Fall léku voru t.d. mjög keimlík og yfirleitt svo löng aö maöur var oröinn leiöur á þeim og tilbreytingarleysinu í þeim þegar þau voru rétt hálfnuö, (hvert lag var ca 7—10 mín.). Annars er hljóöfæra- skipan sveitarinnar mjög skemmti- leg, aöallega þaö að hafa tvo trommuleikara. Eflaust er þetta mjög sérstæö hljómsveit en maður veröur að þekkja hana vel til aö geta haft gaman af henni. En þetta var ágætis-skemmtun þegar á heildina er litiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.