Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Tjarnarbrekkan og Suflurgatan um eða rétt fyrir 1890. Þetta er það svæfli þar sem unglingspiltar léku knattspyrnu á uppgangstím- um fótboltans hér á landi. -ginggaðí TSárasögu Víhingsþar sem greint er frá hernshu- árum hnutt- spyrnunnar hér álandi um hrygg fórum við aö læra knatt- spyrnureglurnar og leika eftir þeim. Og meö vaxandi þroska og skilningi varö okkur smám saman ljóst, hversu góð áhrif knattspyrnan getur haft á drengi, ef leikið er eftir réttum reglum." Annars staðar segir Axel Andrés- son svo f rá: „Á þessum árum voru umferðar- vandamál varla til, því aö bifreiðar voru ekki komnar til sögunnar. Göt- urnar voru því leikvangur barnanna. En er drengirnir fóru að iðka knatt- spyrnu, urðu þeir fljótt að hverfa þaðan og á aðra afvikna staði, þar sem gluggarúður voru ekki í hættu. Gulllóöin svokallaöa, þar sem Odd- fellowhúsið var síðar reist, var knattspyrnuvöllur við okkar hæfi, þangað til við leituðum út á víðan vang og siöast á sjálfan iþróttavöll- inn á Melunum. Einn góðviðrisdag vorum viö fimm drengir saman komnir á gulllóðinni. Við fengum þá flugu í höfuðið aö stofna knatt- spyrnufélag eins og þeir fullorðnu höfðu gert. Þetta fannst okkur snjöll hugmynd og létum þetta berast. Drengirnir í miðbænum vildu ólmir vera með og fjölmenntu á stofnfund- inn, sem haldinn var í kjallaranum á Túngötu 12, vel að merkja, í geymsluplássi, því að um veglegri fundarstaö var ekki aö ræða fyrir snáða á okkar aldri. Alls mættu 32 drengir á fundinum. Var þá félagið formlega stofnað og því gefið nafnið Víkingur með samþykki fundarins. Þetta var 21. april 1908." „Fœddir eða fluttir inn ífélagid." Iþróttasamband Islands gaf árið 1919 út lítið kver sem ber nafnið' „Knattspyrnufélagið Víkingur 1908- 1918". Er þar fjallað um fyrstu tíu árin í sögu Víkings. Getið er opin- berra kappleikja, hverjir léku þá af' Vikings hálfu, lög félagsins er að finna í kverinu, stjórnir félagsins og hverjir gerðust félagsmenn í Víkingi frá 1908 fram á árið 1919. Rit þetta hefst á eftirfarandi hátt: „Félagið er stofnað 21, apríl 1908 af þeim Axel Andréssyni, Emil Thor- oddsen, Davíð Jóhannessyni, Páli Andréssyni og Þórði Albertssyni. 1908-1913 háði félagið enga opinbera kappleiki, en keppti við félag, sem kallað var „Fótboltafélag Miðbæ- inga", og bar Víkingur ávallt hærri hlut. Æfingar voru stöðugt haldnar þegar veöur leyfði." Kapplið annars flokks Víkings 1917. Á myndinni sjást i efstu röð frá vinstri: Lárus Einarsson og Walter Ásgeirsson. i miðröð: Ragnar Blön- dal, Gisli Pálsson, Tómas Jónsson, Óskar IMorðmann, Jón Brynjólfs- son, Stefán Pálsson og Snorri B. Arnar. í neðstu röð frá vinstri eru: Björn Eiríksson með fótboltatuðruna dýrmætu. Við hlið hans er þáver- andi formaður Vikings og stofnandi félagsins, Axel Andrésson, og honum á hægri hönd er Hjálmar Bjarnason. Baldur Andésson, cand. theol. og bróðir Axels, skrifaði skemmtilega grein um fyrstu ár Víkings og barátt- una við „Fótboltafélag Miðbæinga" í 25 ára afmælisblað félagsins. Þar er eftirfarandi aö finna: „Meðlimir hans voru lengi framan af bundnir viö Suðurgötuna og nágrenni hennar. Mátti því með sanni segja, að menn væru „fæddir inn í Víking" eða hefðu „flutzt búferlum inn í Víking". Ef einhver strákurinn á þessum slóðum hefði gerzt meölimur annars knatt- spyrnufélags á þessum árum, þá hefði hann verið talinn óalandi og óferjandi og að réttu lagi átt að búa annars staðar í bænum. Miklar orustur með berserksgangi Á næstu árum háði Víkingur or- ustur miklar við Knattspyrnufélag Miðbæinga. Voru í því liði kappar miklir og man ég sérstaklega eftir „Kela í Grjóta" og „Magga Bryn- jólfs", sem jafnan gengu berserks- gang í orustum. Orusturnar voru háðar upp á Nýjabæjartúni, og stundum var orustugnýrinn svo mik- 111, að Bjarni gamli hringjari, sem bjó þar nálægt, heyrði hann og varð litið út um gluggann, og blöskraði honum þá aðfarir strákanna á gras- inu í gróandanum, og kom hann þjót- andi og stökkti báðum kappiiöunum á flótta. En ekki leiö langur timi áður en ófriðarblika sást í austri (Væringjar, síðar Valur), og lengi hafði ófriðar- ský grúft yfir vestri (KR), og í þeim svif um urðu Víkingar varir við öflug- an óvinaher á næstu grösum (Fram). Fóru Víkingar þá að dæmi margra frægra herkonunga, að þeir sættust við Miðbæinga og gerðu bandalag við þá um að þeir skyldu veita þeim lið gegn fjandmönnun- um." Suðurgötuklíkan var ekkert smásmíði! Það hefur trúlega verið árið 1912, sem strákarnir í Fótboltaf élagi Miö- bæinga gengu til liðs við Víkinga, en það ár er Þorkell Þórðarson (Keli í Grjóta) skráður félagi í Víking, sam- kvæmt fyrrnefndu kveri ISI. Magnús Brynjólfsson, sem nefndur er í sömu andrá og Þorkell, og þeir sagðir hafa gengiö berserksgang í orustum, var f ormaður Víkings árið 1927. Væringjar, sem Baldur nefnir var yngri deild KFUM, sem gekk til liðs viðValáriöl916. Emil Thoroddsen, einn af stofn- endum Víkings, greinir á eftirfar- andi hátt frá stofnun Víkings: „Ein aðalorsökin til þess, hve knatt- spyrnulifið hefir blómgazt hér i Reykjavík, voru barnauðugu fjöl- skyldurnar, sem höf ðu aðsetur í Suð- urgó'tunni á því herrans ári 1908. I hverju húsi í götunni voru þá 2-4 hálf- stálpaðir strákar. Suöurgötuklikan var ekki neitt smásmíði, og henni barst liðsstyrkur úr öllum nærliggj- andi götum. KR, sem þá hafði verið við lýði í allmörg ár, var aöallega bundið við Vesturgötuna og hliðar- götur hennar. Það varð Suðurgöt- unni fljótlega metnaðarmál aö verða ekki síðri en Vesturgatan." ,,. . . þarmeö var þeirri œfingu lokið." Félagiö átti ekki einu sinni knött, og það leið langur tími áður en gjald- kerinn var búinn að tína svo marga fimm- og tíeyringa út úr vösum fast- heldinna félagsmanna, að það nægði fyrir nothæfum knetti. Framan af var notazt viö míniatur-knött, sem var einkaeign eins af félagsmönnun- um, og hafði þann ágæta eiginleika, aö hann lá kyrr eins og klessa, þó hann kæmi niður á jörðina úr háa lofti. Þetta fyrirkomulag hafði þann annmarka, að eigandi knattar- ins var nokkurs konar einvaldsherra á vellinum, og ef ekki var látið að hans vilja í einu og öllu, þá fór hann í fýlu, tók eign sína og labbaði heim, og þar með var þeirri æfingu lokið." Þar með látum við lokið þessum útdrætti úr sögu Knattspyrnufélags- ins Víkings en fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á aö kynna sér efnivið bókarinnar nánar má geta þess að bókin er til sölu í Bókaverslun Sigf ús- ar Eymundssonar, í Sportvali við Laugaveg og einnig í herbúðum Vík- ings við Hæðargarð. I l '¦ >. I r. 9 Sýning í dag laugardag kl. 9—4 sunnudag kl. 2—4 Við sýnum m.a. þafl nýjasta i GARÐHÚSGÖGNUM frá Danmörku. Vöndufl og falleg vara. Einnig sýnum við þafl nýjasta í framleiflslu okkar, fallegar veggsamstæður í stofuna, Ijósar og dökkar. Allt í stíl í unglinga- og barnaherbergi Minnum á þessi vinsælu og vönduðu islensku húsgögn. Margar viðartegundir — ekta viður. Góð lakkáferð. Ath. ný þjónusta • Smiðum fataskápa eftir máli. • Góðir greiðsluskilmálar á öllum vörum verslunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.