Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 21 Karlsson, oforte, lekinn tali... ekki veröa heimili þeirra mikið lengur í bili því Mezzoforte er á förum til hálfs árs dvalar í Bretlandi, þar sem haft verður ofan af fyrir sér með hljómleikahaldi. Fyrstu tónleikarnir verða 30. maí nœstkomandi, en alls er ácetlað að koma fram á 47 stöðum víðs vegar um Bretlandseyjar. Áður en hljómsveitin heldur þanggð mun hún skreppa til Hollands og Belgíu og koma þar sex stnnurn fram opinberlega. Við óskum þeim góðs gengis en hverfum aftur í tímann til að byrja með. m Myndir: Guimar V. Andrésson „Einmitt,” segir Friörik. „Skólinn getur beðið en þetta gerist bara einu sinni og að fara í nám hljótum við að geta síðar fyrst ég komst inn núna.” Svo fóruð þið út til Bretlands í alls kyns kynningar og hélduð líka hljómleika. Hvernig var það? „Það var mjög gaman. Við vissum ekkert hvers konar fólk myndi koma en það var mjög vel mætt, um þúsund manns, og þaö var greinilegt að fólkið þekkti hljómsveit- ina; þekkti lögin. Maður sá það þegar maður var að spila að fólkið var að syngja melódiuna; ekki bara í Garden Party heldur í fleiri lögum. Undirtektirnar voru alveg frá- bærar.” Hvernig fólk var þetta sem sótti hljómleikana? „Það var blandaður hópur alveg frá 16 ára upp í 30, 35 giskaégá.” Heldur þú að þið eigið nokkuð breiðan hlustendahóp? „Já, manni finnst það. Ég held aö minnsta kosti að við sé- um ekki nein poppgoð sem trylltir unglingar dýrka, sem betur fer segi ég bara,” segir Friðrik og hryllir við tilhugs- uninni. „Eg hef engan áhuga á að gera þaö að ævistarfi mínu að verapoppstjarna.” Þiö hafiö fengið mikið hrós í bresku músíkpressunni fyrir tónlistina en hún segir að sviðsframkoman sé ekki eins góð? „Nei, ekki ennþá. Þetta eru hlutir sem við þurfum aöeins að laga. Ekki þannig að við ætlum aö láta eins og fífl á svið- inu heldur meira þannig aö hafa skemmtilegt ljósashow, meiri effekta, kannski reykmaskínur og annað þess háttar, vera að minnsta kosti ekki fýlulegir á sviðinu heldur léttir. Viö vorum náttúrlega svolítið stressaðir þarna í London, enda í fyrsta skipti sem við komum fram í Bretlandi. Viö þurfum að gera þetta aðeins léttara. Segja kannski einn til tvo brandara og vera aðeins skemmtilegri. Maður tók eftir því í Englandi að þar er þetta miklu stærra mál, að vera fyrir augað, hitt er næstum aukaat- riöi.” ,,Vorum alvarlega að pœla í að hcetta að koma fram opinberlega” Hvernig hefur samkomulagið í hljómsveitinni verið þessi ár? „Það hefur verið ágætt. Menn voru að vísu farnir að vera svolítið hver í sínu horni. En eftir þetta í Bretlandi finnst mér mórallinn hafa lagast mikið. Þetta er orðið miklu meira mál núna, mikiu meira að stefna að. Þetta var ósköp lítilfjörlegt; við spiluðum, æfðum og spiluðum og aösóknin var ekkert sérstök. Til dæmis fórum við í hringferð um landiö í tilefni fimm ára afmælis hljómsveitarinnar í haust og aðsóknin var alveg grátleg. Það var hreint ömurlegt. Þá vorum við alvarlega að pæla í aö hætta að spila opinber- lega.” Þetta bjargaðist samt allt saman og nú má segja að þið séuð á grænni grein. Eruð þið farnir að sjá einhvern hagnað af þessari miklu plötusölu ykkar úti? „Nei, þaö er ekki búið að gera þetta upp, en það liggur al- veg ljóst fyrir að við getum lifað á þessu, enda myndum við aldrei leggja út í þetta öðruvísi.” Eruö þiö með einhvern sérstakan samning við Steina varðandi peningana? „Já, prósentudreifing er öll stíft ákveðin en ég held aö það borgi sig ekki að upplýsa hvernig hún er, fólk fer bara að reikna út alls konar vitleysu. En það ger gefið mál að þessi plötusala gefur eitthvað af sér.Svo fáum viðlíka borg- að fyrir að spila í sumar. Við fáum tryggingu, svo við slepp- um viö allt hark. Við þurfum ekkert að rembast við að fá að spila á einhverjum búllum. Þetta er allt þrælskipulagt.” Hvaöa vonir gerið þið ykkur með þessa dvöl í Bretlandi? „Við vonumst náttúrlega til að geta kynnt tónlist okkar sem víöast. Einnig kannski okkur sjálfa sem hljóðfæraleik- ara. Eg held að þetta eigi að geta styrkt stöðu okkar á allan hátt ef vel til tekst. Við stöndum nokkuð vel að vígi; erum búnir að skapa okkur visst nafn þarna, en baráttan verður alltaf harðari og harðari. Eg veit að þetta verður mjög erf- itt hjá okkur; að reyna að viðhalda þeim vinsældum sem viö höfum öðlast þarna.” Hefur eitthvað veriö rætt innan hljómsveitarinnar að að- laga sig markaðnum betur, til dæmis með því að bæta við söngvara? „Já, það hefur verið rætt; aðallega í viðtölum viö okkur, en við erum staðráðnir í að halda okkar striki. Söngvari myndi líka ræna allri athyglinni frá okkur, þessum gamla kjarna,” segir Friðrik og hlær. ,,Held að maður flytji aldrei héðan fyrir fullt og allt ” Hvaö tekur svo við þegar þessari hljómleikaferð í Bret- landi lýkur? „Við munum taka upp nýja plötu í ágúst; annars sjáum við bara til hvemig þetta gengur í sumar. Það er áætlað aö vera í Englandi til áramóta. Þaö er jafnvel veriö að tala um að spila meira suður í Evrópu, það er verið að gefa út plöt- urnar okkar í Þýskalandi, Italíu og á fleiri stööum. Eg hef í þaö minnsta von um að við veröum að spila meira og minna alveg fram að jólum.” Eru þiö tilbúin til þess að setjast að þarna úti? „Ja, kannski meðan þetta gefur eitthvað af sér, en ég held að maður flytji aldrei héðan fyrir fullt og allt,” segir Friðrik og lítur á Helgu sem kinkar sammála kolli. Heldur þú að það sé mikill munur á að vera tónlistarmað- ur í Bretlandi og hér heima ? „Já, maður fann þaö þama úti að þar er litið á þetta eins og hverja aðra atvinnu. Popparar eru ekki bara einhverjir aumingjar sem ekki nenna að vinna. Það er auðvitaö miklu meira fjármagn í kringum þetta þarna úti, það eru svo margir sem Ufa á þessu þannig aö þetta er litið allt öðrum augumenhér.” Hafið þiö fundið fyrir því hér heima aö litið sé á þetta sem eitthvert fikt? „Það hefur alltaf verið litið á hljóðfæraleik hérna sem eitthvert hobbí, þetta sé ekki alvöruvinna. En hljóðfæra- nám er alveg æðisleg vinna. Maður þarf að leggja mjög hart að sér til að ná einhverjum árangri. Eg held að fáir geri sér grein fyrir því hvað þetta er raunverulega mikil vinna.” ,,Hann kom svo að segja beint frá meistur- unum” Svo við snúum okkur að námi þínu í klassískum gítarleik. Hjá hvaða kennurum hefur þú verið? „Eg var fyrst hjá Gunnari H. Jónssyni í þrjú ár, síðan kom Joseph Fung 1980 og ég er búinn að vera hjá honum í þrjú ár. Það var mikil vítamínsprauta að fá hann, hann var nýútskrifaður úr háskóla, haföi veriö í Royal Northern Coll- ege hjá Gordon Crowsky og John Williams. Hann kom svo aö segja beint frá meisturunum. Þetta hefur verið mjög spennandi. Hann hefur veriö mjög innspírerandi og ég fékk miklu meiri áhuga á klassíkinni þegar hann kom. Svo tekur maður námið mun alvarlegar þegar kemur á þessi seinni stig þess. ’ ’ Svo byrjar þú að kenna sjálfur? „Eftir að ég kláraði fjölbrautaskólann í fyrra, en ég var þar á tónlistarbraut, hef ég verið að kenna við Tónskóla Sigursveins, jafnframt því sem ég hef kennt við jassdeild FlH-skólans.” Er kennslan eitthvað sem þú hefur hugsað þér í framtíð- inni? „Já, ég var einmitt búinn að sækja um á kennarabraut í þessum bandaríska skóla sem ég nefndi hér áðan. Eg er bú- inn að sjá það aö ætli ég mér að geta lifaö svona sæmilega á músíkinni verö ég að læra meira. Þarna í Bandaríkjunum hefði ég fengið full kennararéttindi. Þá hefur maður alveg pottþétta atvinnu og kennslan finnst mér mjög frjálsleg, maður hefur tíma til að gera ýmislegt annað með henni. ” Hefuröu hugsaö þér að halda náminu eitthvað áfram úti í Englandi? „Já, ég haföi hugsað mér það. Eg hef verið að leita mér að kennara sem gæti tekið mig í tíma milli þess sem við erum aðspila.” ,,Hefþann metnað að verðagóður kennari” Hefur þetta nám þitt á klassískan gítar haft áhrif á gítar- leik þinn með Mezzoforte? „Það er náttúrlega ýmislegt sem ég hef lært af klassíska gítarnum, eins og til dæmis ýmis tæknileg atriði. Annars er klassískur gítarleikur og rafmagnsgítarleikur mjög ólík fyrirbæri. Þessi hljóöfæri eru í rauninni ekkert svipuð þó aö bæði séu gítarættar.” Hvernig fer það saman að vera að læra klassískan gítar- leik og spila í ciiskófönk hljómsveit? „Maður verður bara að reyna að halda þessu aðskildu, þetta eru tveir ólíkir heimar. Eg man til dæmis eftir því einu sinni að ég var að spila á gítartónleikum og fór beint þaðan aö spila með Mezzoforte. Það var alveg gífurlega ólíkt andrúmsloft á þessum stöðum.” Eins og að stökkva inn í aðra öld? „Já, það má segja það, frá því að spila þessa hefðbundnu músík beint í músík nútímans.” Áttu þér einhver uppáhaldstónskáld í klassíkinni? „Eg hef mjög gaman af ýmsum nútímatónskáldum, til dæmis einum Englendingi sem heitir Wiiliam Walton, en ég spilaði einmitt verk eftir hann á prófinu. Svo hef ég líka gaman af eldri músík, renaissancetónlist og barok-tónlist. Þar er náttúrlega Bach háþunkturinn. Annars hef ég mjög gaman af að kynnast tónlist frá ýmsum tímabilum því mér finnst ég geta upplifaö tíðarandann frá því tímabili sem tónlistin er samin á í gegnum tónlistina. ’ ’ Hefur þú einhvern metnaö í klassíkinni? „Eg hef alla vega þann metnað að verða kannski góður kennari. Eg ætla að ná mér í kennararéttindi hvenær sem það verður. Eg hef ekki neinn sérstakan metnað að verða einhver afburða einleikari, enda er það mjög harður bransi og maður verður að salta allt annað fari maður út í hann. Eg hef áhuga á svo mörgu öðru í músíkinni að ég held að það eigi ekki við mig að einbeita mér bara að einu.” Er einhver draumur sem þú átt þér? „Það var alltaf draumurinn að geta lifaö á músíkinni. Sá draumur viröist vera að rætast svo aö ég verð líklega að búa mér til nýjan draum.” Dreymdi þig um aö verða tónlistarmaður þegar þú varst lítill? „Nei, ég ætlaði að verða tannlæknir. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.