Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. **M*!tir w fi l tL • / Wm Hlið úr gömlum vélarhlutum og verkfærum Þeim sem átt hafa leið um Súðar- voginn í Reykjavík aö undanförnu hefur orðið starsýnt á þrjú hlið sem sett hafa verið upp á athafnasvæði Vél- smiðju J. Hinrikssonar í Súðarvogi 4. Starfsmenn fyrirtækisins hafa leikið sér aö því að skreyta hliðin meö ýmsum gömlum verkfærum og vélar- hlutum og setja þau mikinn svip á um- hverfið. Þama er um að ræða gamla hluti sem menn hafa tekið og hirt í stað þess að henda þeim eins og gert er á mörgum öðrum verkstæðum. Feðg- amir Jósafat Hinriksson og Birgir Jósafatsson hafa haft veg og vanda af þessum sérstæðu hliðum sem nú er verið að leggja síðustu hönd á. -klp-DV-myndir Bj. Bj. Hjólreiðadagurinn 1983: Vonast eftir sex þúsundum Hjólreiðadagurinn 1983 verður á laugardaginn í næstu viku. 1 þetta sinn verður brugðið út af venju tveggja fyrrihjólreiðadaga ogkomið saman á Lækjartorgi í stað Laugar- dals, sem áöur hefur þjónað sem samkomustaöur. Böm munu safna áheitum fyrir daginn og verður féö notaö til uppbyggingar sumar- dvalarheimiiis í Reykjadal í Mosfellssveit. Mikil þátttaka var í þeim tveim fyrri hjólreiðadögum sem haldnir hafa verið og safnaðist mikið fé. Nú gera forráðamenn dagsins sér vonir um að ekki færri en 6 þúsund manns muni taka þátt. -DS. Laxá og Bæ jará íReykhólasveit: EIN- GÖNGU^ VEITTA FLUGU Það hefur lengi verið draumur margra fluguveiðimanna að fá „hreina fluguá”, þar sem eingöngu væri veitt á flugu. Ármenn prófuöu þetta hér á sínum tíma með Kálfá en það gekk bara ekki enda kannski ekki von vegna þess að stækkunar- gler þurfti til að finna fiskinn í ánni. „Hrein fluguá” er orðin staöreynd, mönnum til mikillar ánægju. Vestur í Reykhólasveit renna Laxá og Bæjará til sjávar. Veiði hefur verið heldur lítil í þessum ám hingað til. En vorið 1982 tóku Ámi Baldursson og Gunnar Másson ámar á leigu. Þeir hófust strax handa um verkið og létu laga árnar á vissum stööum, t.d. við ósa þeirra. Slepptu þeir um 5500 árs- gömlum seiðum í fyrra en áætlað er að sleppa um 50 þúsund sumaröldum seiðum á hverju ári framvegis. 1 ánni veiddust 19 laxar í sumar er leið og mikið af bleikju, um 1 — 11/2 pund. Þ6 fóru leigutakarnir ekki nema þrisvar til fjóram sinnum til að veiða fisk. Veitt er á eina stöng og má veiða fimm laxa á dag en það eru mjög takmarkaðir stangardagar leyfðir í ánum og veröur svo nokkur ár ennþá. „Þetta eru merkilegar ár og mjög erfitt að veiða á flugu í þeim,” sagði Ámi Baldursson í sam- tali viö DV. „En árnar hafa mikla möguleika, þetta er spennandi verk og það fer mikill timi í þetta. Laxá er FLUG- FERÐIR — en ekki Flugleiðir I frétt DV á laugardag um ferðaskrifstofuleyfi Flugferða var fyrirtækiö tvívegis nefnt Flugleiðir. Þetta gerðist bæði í yfirfyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar. DV biöst velvirð- ingar á þessum mistökum, Flug- leiðir og Flugferðir eru óskyld fyrirtæki. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Alþingi götunnar í stjórnarstóla? Nýsköpunarstjórainni 1945 var yfirleitt allt betur gefið en f jármála- vit. Hún var mynduð á tíma blíð- mæla á milli austurs og vesturs á meðan kommúnisminn var að leggja undir sig austantjaldslöndin. Hér var öllum sjóðum landsins eytt á skömmum tíma, en þeir sem tóku við, Stefán Jóh. Stefánsson og fleiri, urðu að gjalda ástandsins og setja á skömmtun. Að auki varð Stefán að þola tilraun til pólitískrar aftöku af hendi kommúnista vegna þess að hann varð að grípa til gagnráðstaf- ana eftir meiningarlausa eyðslu- stefnu þeirra. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að í gær flaug fyrir að leynilegar viðræöur heföu nú staðið um stund milli svokallaðra aðila vinnumarkaðsins um stjómarmynd- un með sama sniði og nýsköpunar- stjórnin var, þ.e. Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Frumkvæði aðila vinnumarkaðsins í þessu máli þýddi í raun, að það sem kallað hefur veriö rauð millistétt og fulltrúar hennar ættu aö leysa efna- hagsvanda Islendinga og Alþingi göt- unnar að ráöa mestu um val í stjóra- arstóla. Því er ekki að neita að innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins mun vera byr fyrir svona ríkisstjóra, og þá að líkindum undir stjórn Matthíasar Bjarnasonar. Sé þetta byggt upp sem frumkvæði aöila vinnumarkaðsins mun Þorsteinn Pálsson að líkindum vera hlynntur nýsköpunarstjóra, og þannig er um fleiri þingflokksmenn. Óefað myndu Albert Guðmundsson og Guðmundur J. Guðmundsson geta unnið saman af nokkrum heilindum, en þá er upptalið. Krafa Kjartans Jó- hannssonar um forsætisráðherra- embættið heyrist ekki nefnd í sam- bandi við þetta munstur, enda dettur vindurinn alltaf úr krötum, þegar Al- þýðubandalagið er annars vegar — ætli þeir haldi ekki að allaballar séu gáfaðri. Þessar þreifingar eru sem sagt í gangi, en langt er nú síðan að kommúnistar voru bandamenn í stríði, og engar þær forsendurlengur fyrir hendi, sem gerðu Ólafi Thors fært að sætta sína flokksmenn við ný- sköpunarstjóra — og þó ekki alla þingmenn flokksins. Einkennileg er sjálfseyðingarhvöt borgarastéttarinnar, ætli nú helsti flokkur hennar að ganga fram fyrir skjöldu og semja við það frekjulið, sem ekki réðst við í síðustu ríkis- stjóra. Ljóst er af reynslu síðustu ára, að kommúnistar koma meö hundrað prósent verðbólgu í farangr- inum í hverja þá stjóra, sem þeir eiga þátt í að mynda. Þeir koma líka með kröfur, sem þýða að efnahags- bati fæst enginn, og er þaö sýnu verra en sýndarkröfur þeirra um brottför varaarliðsins og úrsögn úr Nato. Þeir mundu hafa í hendi sér að hindra allar breytingar á Kefla- víkurvelli og stöðva framkvæmdir í Helguvík. Að þessum kröfum yrði Sjálfstæðisflokkurinn að ganga með einu eða öðru móti, og yrði þá dýr Hafliðinn um það er lyki. Aðilar vinnumarkaðsins eru skrýtnir fuglar, sem alist hafa upp við, að vinnumarkaðurinn sé stór- pólitískur en ekki launapólitiskur. Þeir láta sem svo með yfirlýsingum og tillögum, að þeir séu til í slag, komi ekki stjóra sem þeim líkar. í miðjum stjórnarviðræðum blanda þeir sér í mál viðmælenda, eins og þeir hafi meiri rétt en t.d. landbún- aður, sjávarútvegur og iðnaður. Aðilar vinnumarkaðsins hafa í raun stjórnað landinu í f jörutíu ár. Árang- urinn er hundrað prósent verðbólga. Alþingi götunnar í stjórnarstólum mundi án þess að blikna koma verð- bólgunni upp í tvö hundruð prósent á skömmum tíma. Verkalýðsforstjór- ar eru hæst launuðu menn landsins. Þeir vinna í stórum skrifstofum. Þeirra kýraugu sjá ekki nema beint fram eftir vegi launastreitunnar. Það er hörmulegt ef sjálfstæðismenn láta glepjast. Ófarnaður síðustu stjóraar stafar af undanlátssemi dr. Gunnars Thoroddsen. Hann stöðvaði ekki kommúnista í einu einasta máli. Litlu, laglegu drengirnir í Sjálf- stæðisflokknum munu líka bregöast. Það er til lítils að hafa stóran þing- flokk, þegar hugarfarið er oröið brenglaö af áratugalangri undan- Iátssemi á þröngu sviði þjóðfélags- ins. Síðan á að stjóraa okkur hinum samkvæmt kenningum, sem stefna í ríkisgjaldþrot. Svarthöfði. wzr- ^msmamammmamm rt —. i !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.