Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. 11 Stýrimenn vekja athygli á málefnum Siglingamálastofnunar: Alþjóðasamþykktir ekkifullgiltar sökum f járskorts Aöalfundur Stýrimannafélags Islands þann 7. maí síöastliðinn gerir þá kröfu til fjárveitingavaldsins aö Siglingamálastofnun veröi tryggt það fé sem hún telur sig þurfa til eölilegs reksturs, segir í ályktun sem DV hefur borist. „Siglingamálastofnun ríkisins býr nú viö svo alvarlegan fjárskort að ekki verður viö unaö til frambúöar og hlýtur aö leiöa til þess aö stofnunin geti ekki valdið sínu hlutverki. ” Þá átelur fundurinn þaö tómlæti sem viröist ríkjandi hjá stjórnvöldum og birtist meöal annars í því að fjöldi alþjóðasamþykkta, sem ætlað er aö auka öryggi sjófarenda, fæst ekki full- giltur af Islands hálfu. Siglingamála- stofnuninni sé synjað um fjárveitingar til þýöinga og annars nauösynlegs undirbúnings gildistöku. „Glöggt dæmi um sofandahátt stjómvalda í þessum efnum er aö hinn 1. júní næstkomandi taka gildi breyt- ingar á alþjóðareglum til að koma í veg fyrir árekstra á sjó (alþjóöa- siglingareglur) án þess aö Island hafi enn fullgilt þær. Skipstjórnarmönnum hafa ekki enn veriö kynntar þessar breytingar. Ennfremur er rétt að koma því á framfæri að íslensk skip hafa verið stöövuð erlendis og má búast viö því í auknum mæli þar sem Island hefur ekki enn fullgilt alþjóðareglur um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974,” segir í ályktun aöalf undarins. Loks segja stýrimenn aö ein afleiðing fjárskortsins sé sú að sam- starf Islands viö hinar Norðurlanda- þjóöirnar á sviði siglingamála hafi að mestu rofnað. Island taki ekki lengur virkan þátt í alþjóðasamstarfi á þessu sviöi. -KMU. Þeir sem fyrstir notuðu HRAUN-utanhús- málninguna fyrir um 15 árum síðan geta best dæmt um endingu þessarar ágætu málningar. Auk þess að vera endingargóð þá spararhún tíma, því að ein umferð jafngildirþrem umferðum af venjulegri plastmálningu. Litavalið erí HRAUN litakortinu í næstu málningarvöruversl un. Þegar kemur að endurmálun er valið að sjálfsögðu HRAUN • • • • annað kemur ekki til mála má!ninghf RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1. S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR SPORTLEGIR BÍLGLUGGAR FRÁ FAGPLAST Plastvörur hf Lyngás 8 Sími 45244 HIJM FRJÁLSA F|RD Einu skilyrðin eru þau, að þú sért 25 ára eða yngri og fyrir ömmur og afa, mömmur og pabba, að þær séu 61 árs eða eldri og þeir 66 ára eða eldri. Inter Rail lestarkortið gerir þér mögulegt að ferðast ótakmark- að um Evrópu" í heilan mánuð og ráða ferðahraðanum sjálf(ur). Auk þess færðu 30 - 50% afslátt á ferjum vlðsvegar um Evrópu. Inter Rail junior: Inter Rail senior: 1.550 DKR 1.650 DKR "Öll V-Evrópa, auk Ungverjalands, Rúmeníu og Marrokkó. TRANS ALPINO Transalpínó eru ódýrar lestar- ferðirfyrir 25 ára ogyngri. Þessi tegund lestarferða er lausnin, ef fyrirhuguð ferð er það stutt að ekki borgar sig að kaupa Inter Rail kort. Dæmi um svona ferð gæti verið: Kaupmannahöfn - Hamborg - Aachen - Brussel - París - Kaupmannahöfn. Transalpínó: 990 DKR INTER RAIL83 PARIS OG INTER RAIL LESTARKORT BROTTFÖR 17. júlí 9320I<R KAUP MANNA HÖFN OGINTER RAJL LESTARKORT e ■ BROTTFARIR: 3. júní, 1. júlí og 29. júlí 9930 KR FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbrcait, síml 16850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.