Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Qupperneq 8
8 DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Arafat. Sjálfvirkar „vinnukonur" íbfíana Japönsku Nissan-verksmiöjum- ar segjast hafa fundið upp glugga- vinnukonur sem fari sjálfkrafa í gang þegar byr jar að rigna. Sömuleiðis er hraðinn á vinnu- konunum sjálfstýrður og eykst eft- ir því sem meira rignir eða meira skvettist á bílrúðuna af bílnum sem á undan ekur. Nissanverksmiðjurnar segja að þetta nýja vinnukonukerfi komi á markað í Japan síðar í þessum mánuði. Auðvelt á aö vera að setja það í flestar bílategundir. Segja verksmiðjumar að kerfið sjálft kosti rúmlega 800krónur. Skotinn fyrir framan 5 þúsund áhorfendur Hnefaleikaþjálfari var skotinn til bana í íþróttahöllinni í Mexíkóborg, frammi fyrir 5 þúsund áhorfend- um. „Tio” Jimenez (72 ára) hafði stokkið inn í hrínginn í lok tíundu lotu þegar dómarinn hafði lýst yfir sigri Jaime „Conejo” Casas, sem varTíos maður. — Síðar fannst skammbyssa við pallinn en ekki er vitað hver ódæð- isverkiö vann. — Casas hafði verið að keppa í Mexíkómeistaramótinu. Sóttirtilbóta fyriraðselja bömum eldspýtur Nýlenduvöruverslun hefur veriö krafin um 271 þúsund dollara skaðabætur fyrir að hafa selt tveim ungum drengjum fimm eldspýtna- bréf sem þeir síðan notuðu til þess að kveikja í húsgagnavöru- skemmu. Drengirnir, 9 og 12 ára gamlir, kveiktu í skemmunni 1981 og eyðilagðist hún í eldinum. Stálufrá92 árakonu Tveir menn sem þóttust vera úr lögreglunni stálu milljón frönkum í peningum og handhafahlutabréf- um frá 92 ára gamalli konu í París umhelgina. Hún hafði hleypt þeim inn í íbúð- ina þegar þeir höfðu sýnt henni skilríki upp á aö þeir væru úr lög- reglunni. Gerðu þeir leit í íbúð gömlu kon- unnar og létu greipar sópa en sögöu henni síðan að hún yrði að fylgja þeim á lögreglustöðina. A meðan hún var að sækja og klæða sig í kápu sína notuðu bófarnir tækifær- iðoglétusighverfa. „Striö er eina ráiið!” — segir Arafat, sem snýst á sveif með Sýrlandi Yasser Arafat, leiðtogi Þjóðfrelsis- hreyfingar Palestínuaraba (PLO), sagði í gær að styrjöld væri núna eina leiöin til að hnika til valdahlutföllunum í Austurlöndum nær. WAFA, fréttastofa PLO, hafði þetta eftir Arafat þar sem hann ræddi viö skæruliðaforingja PLO og aðra for- ystumenn FATAH-hreyfingarinnar í Damaskus. „Algert stríð er nú eina tiltæka ráðið til þess að breyta pólitískum kortalín- um í Austurlöndum nær og til þess að rjúfa þá sjálfheldu sem samtök araba eru komin í,” sagði Arafat. Hann lýsti því yfir að PLO mundi bregða fæti fyrir „heimsvaldastefnu Ameríku” og ágengni Reaganstjórnar- innar sem vildi ráða örlögum araba- landann. Þetta er einhver haröorðasta yfirlýs- ing sem Arafat hefur látið sér um munn fara. Þykir hún gefa til kynna aö Arafat hallist á sveif með Sýrlandi vegna þrýstings frá hinum sýrlensk- sinnaða hluta PLO. Kveður þama mjög við annan tón en þegar Arafat átti í samningaviðræðum við Hussein Jórdaníukonung í síðasta mánuði, en þær f óru út um þúfur. Þessa yfirlýsingu Arafats ber að í sömu mund sem Sýrland heröir gagn- rýni sína á þá samninga er tekist hafa Flugvirkjarnir fúskuðu í starfi milli Líbanon og Israel um brottflutn- ing ísraelska herliðsins úr Líbanon, en það er háð því að Sýrlendingar verði þaðan sömuleiðis á brott. Sýrlands- stjórn hefur lýst því yfir að hún kalli ekki sitt herlið frá Líbanon fyrr en síð- asti ísraelski dátinn verði farinn þaðan. Arafat heimsótti fyrir helgi bæki- stöðvar PLO-skæruliða í Bekaa-daln- um í Líbanon, en það er í fyrsta skipti sem hann kemur þangað síðan Palestínuarabar gáfust upp í Beirút í fyrrasumar. PLO-skæruliðar flytja sig á milli staða í vari fyrir hermönnum ísraels í Líban- on. Tveimur flugvirkjum bandaríska flugfélagsins Eastern hefur verið veitt lausn frá störfum í mánuð kauplaust, Þeir eru taldir bera ábyrgð að því er drapst á öllum þrem hreyflum Lockheed-1011 þotu félagsins er hún var á flugi milli Miami og Nassau fyrr íþessummánuði. Flugmanni vélarinnar, sem í voru 162 farþegar, tókst hins vegar að gang- setja einn hreyfil vélarinnar eftir að hún hafði fallið um 12 þúsund fet, eða sem svarar 3500 metrum. Vélinni var síðan snúið aftur til Miami þar sem hún lenti skömmu síðar. Talsmaður flugfélagsins sagði í gær að ákveðið hefði verið að grípa til refsi- aðgeröa gegn mönnunum tveim eftir að ljóst varð að bilanimar mætti rekja til vanrækslu í viöhaldi hreyflanna þríggja. Rannsókir leiddu í ljós aö litlar en mjög þýðingarmiklar olíusíur vantaði í alla hreyf lana. Talsmaðurinn sagði ennfremur að flugvirkjamir tveir yrðu settir í hæfnispróf og fluttir mUU deUda er þeir snem aftur tU vinnu sinnar. Þeim verður gert að mæta fyrir rannsóknar- nefnd samgönguráðuneytisins banda- ríska á mánudag. Stefnir í 150% verðbólgu í ísrael — vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 35% Verðbólgan í Israel, sem komst upp í 131,5% á síðasta ári, stefnir enn uþp á við. Verðlag hækkaði um 13,3% í sið- asta mánuði. Þjóöhagsstofnun þeirra í Israel reiknast svo tU að almennt hafi verð- lag hækkaö í landinu á fyrstu fjómm mánuðum þessa árs um 37,7%. Hagfræðingar segja aö ef svo haldi áfram sem horfir verði veröbólgan í Israel kominn upp fyrir 150% í lok þessa árs. Það yrði þá í fyrsta skipti í sögu landsins. Þessar tölur þykja álitshnekkir f yrir Aridor fjármálaráðherra, sem kom til embættis 1981 og hét því þá að stemma stigu við verðbólgunni. Ýmsar hagtölur sem litið hafa dags- ins ljós á undanfömum dögum gefa tU kynna að heldur hefur sigið á verri veginn í efnahagslífi Israels. Vöra- skiptajöfnuður var óhagstæður um 35% á síðasta ári. Fyrstu fjórir mán- uðir þessa árs benda tU þess að sú þróun hafi enn versnað. Seölabanki Israels upplýsti nýlega að erlendar skuldir hefðu aukist um 15% á síðasta ári. Glenn með meira fylgi en Mondale meðal demókrata John Glenn. John Glenn fyrrum geimfari er sagð- ur hafa náð forskoti yfir Walter Mon- dale í samkeppninni um útnefningu demókrataflokksins tU forsetafram- boðs. Skoðanakönnun á vegum eins af dag- blöðum Los Angeles gaf tU kynna, að Glenn öldungadeildarþingmaður Ohio nyti fylgis 28% flokksskráðra demó- krata í landinu á meðan 26% styddu Mondale. I skoðanakönnun fyrr í þessum mán- uði bentu niöurstöður tU þess að Mon- dale hefði 34% fylgi á meðan Glenn heföi 17%. Blaðið telur útskýringuna á þessum mUda mun á niðurstöðum eftir ekki lengri tíma liggja í því aö kjósendur séu óráðnari í afstöðu sinni en stjóm- málamenn grunar. WaltherMondale. Nancy með krabba mein? Stórblaðið New York Post birti fyrir helgi frétt um að Nancy Reagan, eiginkona Reagans Banda- rUtjaforseta, ætti við krabbamein að stríöa. Blaðafulltrúi Hvíta hússins hefur gagnrýnt blaðiö harðlega fyrir þennan fréttaflutning og kaUar hann „algert hneyksU”, en forráðamenn blaðsins segjast standa við hvert orð í fréttinni. Samkvæmt fréttum gekk Nancy Reagan undir aðgerð í desember í vetur þar sem fjarlægður var blettur af efri vör hennar. Haft er eftir sér- fræðingi að þetta hafi verið húð- krabbi á vægu stigi. — Hvíta húsiö hefur staðfest að forsetafrúin hafi látið fjarlægja í sams konar aðgerð fleiri bletti sem myndast höfðu á hör- und hennar. BlaðafuUtrúinn bar ekki á móti því að þarna hefði verið um húökrabba- mein að ræða en staöfesti það ekki heldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.