Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR16. MAI1983. 21 Spánverjar í erfiðleikum Möltubúar veittu Spánverjum haröa keppni í Evrópukeppni landsliöa þegar þeir mættust í Valletta á Möltu í gær. J6- hannes Atlason, landsiiösþ jálf ari, var þar á meðal 11 þús. áhorfenda. Malta komst yfir 2—1, en Spánverjar náöu aö jafna og sex mín. fyrir leikslok tryggöu þeir sér sigur. Mörkin í leiknum skoruöu: Malta: Busuttil (30. og 47. mín.) Spánn: Carrasco (23. og 61.) og Gordillo (84.). Staöan er nú þessi í sjöunda riöli EM: Spánn 5 4 10 10—5 9 Hoiland 4 2 11 9—3 5 írland 5 2 1 2 7—7 5 Malta 4 10 3 10-11 2 ísland 4 0 1 3 2—6 1 Næsti leikur er Island — Spánn á Laug- ardalsveilinum 29. maí. -SOS. Leikur Wilkinson með ísfirðingum? — Carl Lewis hljóp 100 m á 9.96 sek. í Kaliforníu. Wilkins kastaði kringlu 70.36 m „Þetta var frábært og ég vona aö mér takist enn betur upp síöar á ár- inu,” sagði Bandaríkjamaöurinn Carl Lewis eftir aö hafa náö öörum bestá tíma, 9.96 sek., í sögu 100 m hlaupsins á móti í Modesto í Kaliforníu á laugar- dag. Aðeins heimsmet Jim Hines, USA, 9.95 sek., er betra, en þaö var sett í þunna loftinu í Mexíkó-borg á ólympíuleikunum 1968. Lewis, sem er besti langstökkvari heims, var því að- eins einum hundraðasta úr sekúndu frá meti Hines en árangur hans — á láglandsbraut — miklu betri en heims- metið, sett í yfi: tvö þúsund metra hæö. Carl Lewis er aöeins 21 árs og er tal- inn hafa mikla möguleika á ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984 að leika eft- ir afrek Jesse Owens frá Berlínar- leikunum 1936. Á mótinu í Modesto á laugardag náöist besti heimsárangurinn í ár í fjórum öörum greinum. Edwin Moses, USA, hljóp 400 m grindahlaup á 49.02 sek. í sínu fyrsta hlaupi frá því 1981. 73. sigur hans í röð á vegalengdinni. Hefur ekki tapað 400 m grindahlaupi frá því í ágúst 1977. Mac Wilkins, USA, kastaði kringlu 70.36 metra og Kevin Akin, USA, varpaði kúlu 21.59 metra. Larry Myricks, USA, hljóp 200 m á 20.34 sek. liðsins, en allt beudir til að Wilkinson taki viö þjálfun ísfirðinga og leiki jafn- framt með þeim í 1. deildarkeppninui í knattspyrnu. Wilkinson er 36 ára og lék sem mið- vöröur í Englandi áður en hann gerðist aðstoðarmaður Allan Clarke hjá Leeds, én síðan lá leið hans til Peters- borough. Isfirðingar vonast til aö geta náð samningum við Wilkinson og ef það 'tekst verður hann löglegur með Isa- ■ fjarðarliöinu sem leikmaður eftir þrjá mánuöi. Hann gæti því væntan- lega leikiö meö Isfirðingum síðustu leikinaíl. deild. Ef samningar nást ekki við Wilkinson munu Isfirðingar ræða við Emlyn Hughes, fyrrum leikmann Liverpool og Ulfanna, en hann var .framkvæmdastjóri Rotherham. Einnig eru leikmenn eins og Larry Lloyd, fyrrum leikmaður Liverpool, Coventry og Nottingham Forest, á list- anum sem Isfirðingar hafa og einnig John Richards, markaskorari Ulfanna. -sos. 1 Martin Wílkinson. ,,Ég er mjög ánægður með að hafa sett Islandsmet á minni bestu vega- lengd, 400 metrunum, við þær aðstæð- ur, sem voru hér í Fort Worth, þegar hlaupið fór fram — rigning og hvasst. Auk þess var brautin ekki góö, asfalt- braut, en ekki tartan eins og almennt gerist. Þetta var gifurlega spennandi hlaup og sex fyrstu hlauparamir komu i mark næstum í einum hóp. Eg varð fimmti á 46.54 sek. en sigurvegarinn, kunnur hlaupari, Willie Coldwell, sigraði á 46.34 sek.,” sagði hlauparinn kunni, Oddur Sigurðsson, þegar DV ræddi við hann í gær í Texas í Banda- ríkjunum. A laugardag setti Oddur Islandsmetið en eldra met hans var 46.63 sek., sett á Evrópumeistaramót- inu í Aþenu í f yrrahaust. „Eg er kominn í toppþjálfun og átti þarna tvö góð hlaup í 400 m. Hljóp á 46.69 sek. í undanúrslitum og tryggði mér því rétt í úrslitahlaupið. Það er ekki létt að komast hér í úrslit í 400 m, Bandarikjamenn eiga svo marga frá- bæra hlaupara á þessari vegalengd,” sagði Oddur. Tvö met Þorvalds Grindahlauparinn Þorvaldur Þórsson, IR, tók þátt í frjálsíþrótta- móti í Kaliforníu um helgina og setti nýtt Islandsmet í báðum grindahlaup- unum. Hljóp 110 m grindahlaup á 14.34 sek. og 400 m grindahlaup á 51.37 sek. Ágætur árangur hjá Þorvaldi, sem sett hefur mörg Islandsmet í Bandarikjun- um siöustu vikumar. tris Grönfeldt, Borgarnesi, setti nýtt Islandsmet í spjótkasti í Kentucky fyrr i síðustu viku. Kastaöi 52,38 m en eldra met hennar var 51,58 m. Þá setti Þrá- Inn Hafsteinsson, Selfossi, nýtt Islandsmet í tugþraut í Lexington í Kentucky. Hlaut 7724 stig og bætti , Islandsmet sitt um sex stig frá mótinu í Flórída 16,—17. mars sl. Náði athyglisverðum árangri í ýmsum greinum, einkum þó hástökki. Stökk 1,99 m. Góður árangur Einars Auk Odds kepptu þeir Einar Vilhjálmsson og Óskar Jakobsson á mótinu í Fort Worth í Texas á föstudag og laugardag. Einar sigraði í spjót- kasti og náði mjög athyglisverðum árangri. Kastaði 83,96 m þar sem atrennubrautin var gras. Jafnvel betri árangur, þegar tekið er tillit til að- stæöna, en þegar Einar setti Islands- met fyrir nokkrum vikum í Kalifomíu, 85,12 m. Þetta var svæðismót í Forth Worth og Einar bætti svæðismetið um þrjá metra. Sigraði ágæta spjótkast- ara og þar má nefna Bretann 1 Bradstock, sem sigraði Einar fyrir Martin Wilkinson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Petersborough, kom til Reykjavíkur í nótt. Wilkinson mun halda til tsafjarðar á morgun til viðræðna viö forráðamenn ísafjarðar- Mesta sprett- hlaup sögunnar Oddur Sigurösson. — „Ég er kominn í toppþjálf un.” nokkrum vikum. Oskar Jakobsson varö annar i kúlu- varpi meö 19,48 metra en kúluvarpar- inn kunni, Michael Cater, sigraði. Varpaöi innan viö 20 metra enda ill- mögulegt aö varpa kúlu. Hringurinn rennblautur vegna rigningar. Þá varð Oskar þriðji í kringlukasti með rúma 59 metra. hsim. Carl Lewis. Frakkinn Thierre Vigneron stökk 5.64 m í stangarstökki og Evelyn Ashford, USA, hljóp 100 m á 10.85 sek. en með- vindur var of mikill þegar hlaupið fór fram. -hsím. Ekki leikið íKópavogi — í 1. deild á fimmtudaginn Það verður ekkert úr því að Breiða- blik skipti á leikdögum við Víking og , Val þannig að þeir leiki heimaleiki sína á undan á grasvellinum í Kópavogi 19. maí og 23. maí. Leikur Víkings og Breiðabliks fer því fram í Reykjavík á fimmtudaginn. Vaismenn eru að kanna hvort þeir geta fengið Kípavogsvöllinn leigðan 23. maí til að leika þar heimaleik sinn gegn Breiöablik. Það mun koma í ljós núívikunni. ■SOS. Þorvaldur Þórsson — með tvö íslandsmet. Metaregnhjáísl.frjálsíþróttafólkinuíUSA: Oddur með nýtt ís- landsmet í400 m.! Hljóp á 46.54 sek. íTexas. Tvö íslandsmet Þorvaldar Þórssonar í grindahlaupi í Kalif orníu. Athyglisverður árangur Einars í spjótkasti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.