Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. Spurningin Telur þú að Steingrími Hermannssyni takist að mynda ríkisstjórn? Sigrún Björnsdóttir: Eg vona ekki. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir: Eg vona að honumtakist það. Óiöf Oddgeirsdóttir: Nei, það held ég ekki. Birgir Ingvarsson: Eg hef ekki mikla 'trú á því, hann er enginn maður til þess. Björgvin Sigurðsson: Eg hef enga trú á því. Brynja Helgadóttir: Orugglega ekki. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Tillaga um merkingu ökutækja: B FYRIR BYRJANDI Jón Asgeir Sigurðsson skrifar: Sá sem fær bílpróf í fyrsta skipti hefur prófið til reynslu í eitt ár. Mér skilst aö fyrsta ökuleyfið sé veitt til bráðabirgöa í eitt ár. Síöan getur við- komandi endumýjað prófið og fengið venj ulegt ökuskírteini. Ég legg til að við þessa ágætu venju bætist þetta: Allir ökumenn með slíkt bráða- birgðaskírteini væru skyldaðir til að merkja ætíð bíla sem þeir stýrðu. Til dæmis mætti hugsa sér tvær stórar hvítar plötur (20 cm x 20 cm) með bókstafnum B í rauðum lit, og ætti að festa þær framan og aftan á bílinn. Mjög þung sekt lægi við því að hafa ekki þessi skilti á bílnum. Árangur: Allir mundu sjá að öku- maðurinn væri nýgræðingur og Jón Ásgeir Sigurðsson leggur til í bréfi sínu að þeir ökumenn sem eru á bráðabirgðaskírteini verði skyldaðir til þess að merkja bila sína með stafnum B. hann mundi vita af því. Eflaust mundi hann varast aö aka óvarlega þar eö hann gæti vakið athygli lögreglunnar eða fengiö á sig kæru frá öðrum ökumönnum sem teldu sér ógnað af gáleysi þess óreynda. I öðru lagi mundi lögreglan á augabragði sjá hvar nýbakaðir öku- menn væru á ferð og gæti því fylgst sérstaklega með að þeir fylgdu öllum settumreglum. I þriöja lagi mundu aðrir ökumenn geta sýnt þessum nýgræðingum sér- stakt tillit og hjálpað þeim á ýmsan hátt meira en gerist og gengur. Fyrsta árið í akstri gæti með þessu móti haft miklu betri uppeldis- áhrif fyrir nýja ökumenn. Þeir mundu læra aksturshegðun sem ekki gleymist svo glatt þegar reynsluárið erliöiö. Óánægðurbflstjóri: Átti að bíða eftir dekkinu frá 11-19 Guðmundur Þ. Jónsson (3084-1557) kom við á ritstjórn DV og hafði eftirfarandi sögu að segja: Ég starfa við að keyra dráttarbil. Um ellefuleytið sl. mánudag sprakk á dráttarbílnum er ég var skammt frá Esso-stöðinni á Ægissíðu. I húsnæði bensínstöövarinnar er dekkjaverk- stæði og því renndi ég bílnum þar inn. Því miður var ég ekki með varadekk og því fór ég inn á dekkjaverkstæðið og bað um að fá lykil lánaðan svo að ég gæti látið dekkið í viðgerð. Starfsmað- ur, sem fyrir svörum varð, gaf lítið út á þetta. Sagði hann að ég gæti skilið dekkið eftir en ég gæti ekki fengið það aftur fyrr en klukkan 7 um kvöldið! Lítið var að gera á dekkjaverkstæðinu og get ég ekki orða bundist yfir þess- ari þjónustu. Eg var með bílhræ aftan í dráttarbílnum og varð því að gjöra svo vel að láta það verkefni óklárað og taka bil meö dekkiö á annað verkstæði, Sólningu. Þar var til muna meira að gera en á Ægissíöunni, en þeir tóku samt ljúfmannlega beiðni minni og gerðu eins og skot við slönguna. Starfsmenn Sólningar voru mjög hissa á framkomu þeirra á dekkja- verkstæðinu á Ægissíðu, sem von er. Sömu sögu er að segja um starfsmenn bensínstöðvar Essó sem er við hliðina á dekkjaverkstæðinu. Ég varð að leggja á mig heljar fyrir- höfn vegna þess að starfsmenn dekkja- verkstæðisins á Ægissíðu gátu ekki lagt á sig þá 10 minútna vinnu sem er að gera við eina slöngu. Tafðist ég mikið við verkefnið sem ég var að vinna að, fyrirtæki mitt missti við- skipti og ég varð að leggja á mig rnikla fyrirhöfn. Þetta var hálfgert neyðar- tilvik hjá mér og því langar mig að spyrja: Er svona framkoma venjan á þessu dekkjaverkstæði? BUstjórinn segir sínar farir ekki s/éttar af viðskiptum sinum við dekkja- verkstæði eitt. Svar: Jón Ólafsson cigandi Hjólbarðaviö- gerðar Jóns Ólafssonar, Ægissíöu svarar: Það er rétt að bréfritari kom hingað og spurðist fyrir um hvað langan tíma tæki að fá lagað dekk og fékk því næst lánaðan tjakk. Það var afskaplega mikið að gera, um 20 bílar biðu og fleiri voru inni að bíða eftir þjónustu. Þetta hefði hann getað séð ef hann hefði athugað málið. Það er rétt að honum hafi verið sagt að dekkið fengi hann aftur um 7 ieytið. Það var ómögulegt fyrr enda gat ég ekki tekið hann fram yfir alla hina sem biðu. Bréfritari gerir athugasemd við bréf um hjólbarðaverkstæði í DV 6. maí sl. Segir hann að umrætt hjólbarðaverk- stæði sé til fyrirmyndar, t.a.m. fái fatlaöir þar forgang. Dekkjaverkstæðið Ægisíðu: Aðeins fatlað- ir fá forgang” segir í svari við bréfi óánægðs bflstjóra í DV 6. maí 7f A 0889-6968 skrifar: Eg hef átt mjög góð viðskipti við dekkjaverkstæðið á Ægisíðu og fengið þar frábæra þjónustu afbragðs góðra manna. Það er mjög vel mannaö og eftir því sem ég best veit eru auka- menn á mestu annatímum til að veita kúnnum sem besta mögulega þjón- ustu. Nú er sá tími að flestir eru komn- ir í sumarskap og vilja láta taka vetrarbúnað undan bílum sínum. Enda stæðinu þegar Guðmund Þ. Jónsson bar þar að garði. Hann hefði ekki fengið slík svör frá starfsmanni ef svo hefði verið. Ég get ekki séð hvers vegna G.Þ.J. telur sig hafa haft forgangsrétt fram yfir aðra kúnna sem biðu. Þar sem þetta var á almennum vinnutíma má gera ráö fyrir að öllum hafi legið jafn- mikiðá. G.Þ.J. segist hafa misst viðskipti við þessa töf. En skyldi Jón ekki hafa misst viðskipti ef hann hefði hleypt G.Þ. J. fram fyrir í röðinni. Á dekkjaverkstæðinu á Ægisíðu er einn hópur sem nýtur forréttinda. Og það eru fatlaðir. Þeir þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu sem þeir fá þar og tel ég að sú forgangsröðun ætti að vera öðrumtil eftirbreytni. Schram fyrir sérlega góðan þátt um Nínu Tryggvadóttur og skorar i leiðinni á sjónvarpið að endursýna hann. Sérlega góður þáttur um Nínu — hvernig væri að endursýna hann? Sigríður Jónsdóttir hringdi: I sjónvarpinu fyrra sunnudag var þáttur um listakonuna Nínu Tryggvadóttur í umsjá Hrafnhild- ar Schram listfræðings. Um leiö og ég þakka sjónvarpinu og umsjónar- manni þáttarins fyrir sérlega góðan þátt vil ég koma einni bón á framfæri. Eg hef heyrt það á máli manna að f jölmargir hafa misst af þessum frábæra þætti. Ég vil því biðja for- ráöamenn sjónvarpsins að endur- sýna þáttinn við tækif æri. mun löggan bráttsetja sig í stellingar! Því fær mig enginn til að trúa að það hafi lítið verið að gera á dekkjaverk- EKKIVERIÐ AÐ FELA GREIÐSLUFRÍA ÁRIÐ — íTryggingamiðstöðinni Rögnvaldur Axelsson hringdi: Því var haldið fram í lesendabréfi í DV mánudag 9. maí að trygginga- fyrirtæki gæfu ekki eftir ellefta greiðslufría árið nema eftir því væri gengiö. Því var jafnframt haldið fram að Samvinnutryggingar væru eina fyrirtækið sem kynnti þetta rækilega. Þetta er ekki rétt. Eg hef lengi tryggt hjá Tryggingamiöstöðinni. Á síðasta ári var ég byrjaður að borga mín gjöld eins og ég er vanur. En Tryggingamiðstöðin sendi mér peningana til baka um hæl og til- kynnti mér að komið væri fram á ellefta árið og ég þyrfti því ekki að greiða. Um leið og ég kem þessu á fram- færi vil ég þakka Tryggingamiðstöð- inni fyrir lipurð og góöa þjónustu á liðnumárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.