Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 40
40 Andlát ívar Þóröarson lést 5. maí 1983. Hann fæddist í Olafsvík 4. janúar 1904, sonur Þóröar Matthíassonar og Bjargar Þor- steinsdóttur. ívar stundaöi lengst af sjóróöra. Eftirlifandi kona hans er Sig- rún Guöbjörnsdóttir, þau eignuðust sjö börn. Útför Ivars verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Helgi K. Sessiliusson, prentari, Ból- staöarhlíö 42, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju 16. maíkl. 15. Kristinn Guöbrandsson, Stórageröi 18, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 4. maí. ÍJtförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lilja Guörún Siguröardóttir, Bræöra- borgarstíg 3 Reykjavík, er látin. Ellert Kjartan Arnfinnsson frá Brekku í Langadal lést í hjúkrunardeild Hrafn- istu Hafnarfiröi fimmtudaginn 12. maí. Edda Kjerúlf, Samtúni 18 Reykjavík, andaðist 2. maí. Útförin hefur fariðf fram í kyrrþey. Guðrún Lilja Jóhannesdóttir, Borð- eyri, lést í Landsspítalanum 11. maí sl. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 17. þessa mánaðar kl. 10.30 f.h. Kristjana Ölafsdóttir, vistkona á Hrafnistu, lést i Landsspítalanum aö kvöldi 11. maí. Arndís Benediktsdóttir, Noröurbrún 1, sem lést 5. maí sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. maíkl. 15.00. Ferðalög Ferðafélag íslands Feröir um hvítasunnu, 20.—23. maí (4 dag- ar): 1. Þórsmörk: Gönguferðir með fararstjóra daglega. Gist í Skagfjörðsskála. 2. Þórsmörk—Fimmvörðuháls—Skógar. Gist iSkagfjörðsskála. 3. Gengið á öræfajökul (2119 m). Gist í tjöld- um. 4. Skaftafell. Gönguferðir með fararstjóra í þjóðgarðinum. Gist í tjöldum. 5. Snæfellsnes—Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn og tíminn notaður til skoðunar- ferða um nesið. Gist í Arnarfelli á Arnar- stapa. Farmiðasala og aiiar upplýsingar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Takmarkaöur fjöldi í sumar ferðirnar. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. Ferðaféiag íslands. Tilkynningar Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju heldur fund í kvöld, mánudaginn 16. maí, í Dvergasteini kl. 20.30. Fundarboð Aöalfundur Umsjónarfélags einhverfra barna veröur haldinn miövikudaginn 18. maí kl. 20 í skóla Geðdeildar Barnaspítala Hringsins aö Dalbraut 12, Rvík. Á dagskrá veröa venjuleg aöalfundarstörf. Lagöar veröa fyrir fundinn tillögur um laga- breytingar. Félagsmenn eru hvattir til aö mæta vel og stundvíslega. í vörslu óskilamunadeildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lykla- kippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glataö bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut),frákl. 14—16. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seld- ir á uppboði i portinu að Borgartúni 7 laugar- daginn 14. maí 1983. Uppboðið hefstkl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Samtök gegn astma og ofnæmi, sem er sjálfstæð deild innan SlBS., hefur nýlega byrjað sitt 10. starfsár. '. I samtökunum eru um 650 félagar og fer þeim fjölgandi. Helstu verkefni félagsins eru fræðslu-, fjáröflunar- og skemmtistarfsemi ásamt útgáfu Fréttabréfs. Á sl. ári voru keypt tæki til rannsókna í ofnæmis- og ónæmisfræði fyrir ágóða af stór-bingói á vegum skemmti- nefndar. Þrír fulltrúar sóttu norræna fundi og þing á vegum samtakanna sem fram fóru í Noregi og Danmörku. Foreldraráð samtakanna gekkst fyrir þjálfunarnámskeiöum að Reykjalundi fyrir astma- og ofnæmisveik börn. Einnig var skipulögð og farin ferð sl. sumar til Benidorm til heilsubótar. Helstu ný framtíðarverkefni samtakanna erum.a.: — Baráttan við reykingar, sérstaklega á vinnustöðum og í almennum samgöngu- tækjum en samtökin hafa nú nýlega lagst á sveif með öðrum norrænum astma- og ofnæmissamtökum um að skora á öll norrænu flugfélögin að leyfa ekki reykingar í flugvélum sínum, t.d. í innanlandsflugi eða í flugferðum sem vara skemur en 1,5 — 2 klukkustundir. Vegna hinna fjölmörgu ofnæmisvaldandi þátta í vinnuumhverfi og á vinnustöðum hafa samtökin fengið Viihjálm Rafnsson yfirlækni Vinnueftirlits ríkisins til að flytja erindi um þessi mál að Norðurbrún 1 í Reykjavík kl. 14 í dag, laugardag. Til skemmtunar verður upp- lestur Þorsteins ö. Stephensens leikara. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjóm samtakanna skipa: Harald S. Holsvik form., Lúðvík B. ögmundsson vara- form., Thelma Grímsdóttir gjaldk., Ingibjörg Sigmundsdóttir ritari og Bjöm Magnússon’ læknir. Varastjóm skipa Hannes B. Kolbeins og Stef án Olafsson. Fráfarandi f ormaður S AO Andrés F. Sveinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Frá Póst- og símamálastofnuninni Póst- og simamálastofnunin hefur fengið heimild til 25% gjaldskrárhækkunar og gildir ný gjaldskrá fyrir símaþjónustu frá 11. maí en fyrir póstþjónustu frá 1. júní. Helstu breytingar á símagjöldum verða: Stofngjald fyrir sima hækkar úr kr. 2.386,00 í kr. 2.982,00 og símnotandi greiðir fyrir tal- færi og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref hækkar úr kr. 0,91 í kr. 1,14 og ársfjórðungsafnotagjald fyrir heimilissíma hækkar úr kr. 387,00 í kr. 484,00. Venjuiegt flutningsgjald milli húsa á sama gjaidsvæði hækkar úr kr. 1.193,00 í kr. 1.491,00. Við gjöld þessi bætist söluskattur. öldungar úr MH 1978. ætla að hittast þriðjudaginn 17. maí kl. 18 i stofu 40 í MH. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í kvöld 16. maí kl. 20.30 í safnaðar- heimilinu. Rætt verður um væntanlega skemmtiferð; dmkkið kaffi o.fl. Allar konur veikomnar. Minningarkort Minningarsjóðs Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar fást á eftirtöldum stöðum: Kjarvalsstöðum, Bókasafni Kópavogs, Bókabúðinni Veda, Hamraborg, Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtmgablaðinu á fasteignum Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. að Vatnsnesvegi 2 í Keflavík, þingl. eign Hrað- frystihúss Keflavíkur hf., fer fram á eignunum sjálfum að kröfu Vil- hjálms Þórhallssonar hrl., innheimtumanns rikissjóðs, Brunabótafé- lags íslands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsens hdl., Jóns Arasonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl., Guðjóns Steingríms-, sonar hrl., Þorvalds Lúðvíkssonar hrl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Skarphéðins Þórissonar hrl. miðvikudaginn 18.5.1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. Sýning í Barnaskólanum á Stokkseyri Laugardaginn 14. maí opna þeir Elfar Þóröarson og Vignir Jónsson sýningu í Barna- skólanum Stokkseyri. Hér er um að ræöa tvær einkasýningar og eina samsýningu. Elfar veröur í suöurálmu og sýnir þar olíu-, vatnslita- og akrílmyndir sem eru flestar frá Stokkseyri, Eyrarbakka og næsta nágrenni. Vignir veröur í norðurálmu og sýnir þar hnýtingaverk sem eru meö nokkuö ööru sniöi en fólkáaövenjast. Á göngum sýna þeir saman myndverk, unn- in með blandaöri tækni. Þess má einnig geta aö sýningarskráin veröur dúkrista, þrykkt meö gamalli tau- rullu. Veröur hvert eintak áritaö og tölusett. Sýningin veröur opin alla daga kl. 14—22 og lýkur sunnudaginn 29. maí. Bræðrafélag Bústaðakirkju Fundur í Bræðrafélagi Bústaðakirkju mánu- daginn 16. maí, kl. 20.30. IMý störf Hinn 5. apríl 1983 veitti heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið cand. med. et chir. Sigurlaugu Karlsdóttur, nnr. 7996—9818, leyfi til þess að stunda almennar lækningar hér á landi. Hinn 2. apríl 1983 veitti forseti Islands að til- lögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Rósu Tómasdóttur lyfjafræðingi leyfi til reksturs lyfjabúöar Seltjarnarnessumdæmis á Seltjarnarnesi frá og með 1. apríl 1983 að telja. Ráðuneytið hefur skipað Snorra Pál Snorra- son dósent prófessor við læknadeild Háskóla fslandsfrá 1. aprílaðtelja. Frá Iðnskólanum í Reykjavík Einn af aðilum Bílgreinasambandsins, Jðhann Olafsson & Co hf., hefur gefið Iðnskól- anum í Reykjavík ljósastillingatæki. Tækið er frá Hellaverksmiðjunum í Þýska- landi og er af fullkomnustu gerð. Með tilkomu þessa tækis er sköpuð betri aðstaða til að kenna stillingu á ljósabúnaði ökutækja. Flokksforingjanámskeið á vegum Bandalags íslenskra skáta. Bandalag íslenskra skáta mun standa fyrir flokksforingjanámskeiði að Clfljótsvatni dag- ana 26. maí-l.júní. Námskeiðið er haldið fyrir aUa skáta 13 ára og eldri. Byggist það að mestu leyti á útistarfi s.s. tjaldbúðarstörfum, útieldun, hike-ferö, næturleik, áfangaleikjum o.fl. Verður nám- skeiöið því góður undirbúningur fyrir sumar- starfið. Þátttakandafjöldi miðast við 24 og er því vissara að skrá sig strax á skrifstofu BIS sími 23190. Ath. ákveðið hefur verið að feUa niður viku-haustnámskeiðið en halda vornámskeið í staðinn í von um að það verði hvatning um meira og betra sumarstarf. Kostnaður er kr. 1000 — án ferða. Foringjaþjálfunarráð BIS. Þessi penni fannst á rit- stjórn Dagblaðsins Vísis rétt fyrir paska. Petta er oiar og silfurlitaður blekpenni og er merktur Hjördísi Hendriks- dóttur. Upplýsingar á DV í síma 86611. ÞRIR GRUNAÐIR UM ÖLVUNARAKSTUR Á SAMA BÍLNUM Þrír menn voru teknir, grunaðir um ölvunarakstur, í nótt, allir fyrir aö hafa ekið sama bílnum. Lögreglunni var tilkynnt um að ekið hefði verið á tvær kyrrstæðar bifreiðir í Bólstaðarhlíð um klukkan hálftvö í nótt. Þegar komið var á staöinn var ökumaöurinn handtekinn á flótta frá bifreiðunum. Við rannsókn málsins kom í ljós að tveir aörir voru meö honum í bílnum fyrr um kvöldið. Þeir eru einnig grun- aðir um að hafa ekið bilnum ölvaðir. Þeir tveir voru þó famir úr bílnum þegar áreksturinn í Bólstaöarhlíöinni varð. -JGH. Þjóöleikhúsið: Aukaskemmtun Viktors Borge Hinn heimsþekkti píanóleikari og sala Þjóðleikhússin opnaði á laugar- grínisti Victor Borge mun halda tvær daginn skemmtanir hérlendis í stað einnar Síðari skemmtun Victors Borge sem áður hafði verið ákveðið. Ástæðan verður á mánudaginn 30. maí næst- er sú aö það seldist svo til upp á fyrrí komandi og hefst miöasala á þá skemmtunina fljótlega eftir að miða- skemmtun á miðvikudag. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.