Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR16. MAl 1983. 5 Hrein fluguá er nú orðin staðreynd. VEIÐIVON GunnarBender fiskgeng um 12 km en má lengja kaflann um 3 km. Bæjaráin er ekki fiskgeng nema um 1 km, að talið er. Flugustaðir í henni eru fáir en margir mjög góðir í Laxánni, en erfiðir.” Já, það er margt merkilegt sem mennprófa íveiðinni og veröur fróð- legt að sjá hvemig til tekst. Hver veit nema þessar ár eigi eftir að komast á spjöld sögunnar. Við höfum heyrt að menn ætli að gera þetta að 300 laxa ám með tímanum og kannski meira. Vonandi gengur þetta upp, tilraunin ermerkileg. -G. Bender. Misjafnar sögur af sjóbirtingsveiðum „Þegar ég kem að ánni, set ég stöngina saman, en Skuggi sest á ár- bakkann, lætur tunguna lafa og horf- ir á vatnsflötinn. Silungur stekkur. Eg sný mér snöggt viö til þess að sjá, hvar hann var, og Skuggi hvessir augun. Eg klappa honumá kollinn og segi: „Hann er þá kominn.” Eg kasta færinu út í ána, og eftir stutta stund finn ég, að kippt er í færið. Eld- ur þýtur um æðar mínar. Frumstæð kennd. Arfur kynslóðanna. Mannleg og máttug. Sjóbirtingurinn stekkur og hamast og reynir að losa öngul- inn. Otrúlegt afl á þessi silfurliti fisk- ur. En eftir nokkra stund liggur hann á bakkanum, og ég breiði yfir hann grænan mosa, svo hann skemmist ekki í sólskininu. Eg veiði marga sjó- birtinga, nýkomna úr sjó, og gleðst yfir góðri veiði. S jóbirtingurinn kem- ur ekki á hverju vori hingað. Sumir segja, að hann sé förufiskur og eigi hvergi heima.” Björn J. Blöndal hef- ur fengið margan sjóbirtinginn til að taka. Já, hann kann tökin á þeim og listina aösegjafrá. Nú fer sjóbirtingsveiðinni að ljúka en hún stendur yfirleitt til 15. maí. Misjafnar sögur fara af veiðinni, sumir hafa fengiö hann til að taka en ennþá fleiri farið heim með öngulinn í rassinum, það fylgir þessu víst. Ur Geirlandsá hafa komiö aflatölur og hafa sumir fengið þar vel í soðið. 108 höfðu veiðst þar þegar síðast fréttist. mmam.. Laxá í Kjós og Bugða hafa víst gefið töluvert af fiski. „Það var á fimmtu- daginn sem ég fékk 10 sjóbirtinga á skömmum tíma í Bugðu,” sagði veiðimaður einn, og bætti við: „Hann tók grimmt stuttan tíma en síðan ekkert meir. Fór fyrr í vor og fékk þá 2 sjóbirtinga í Laxá í Kjós.” Þegar við renndum framhjá í vikunni stóð einn og veiddi. Hann lét það ekki á sig fá þótt það væri blindbylur. Hvað gera menn ekki fyrir veiðina? Laxá í Leirársveit hefur verið seig á þessu vori. „Menn hafa fengið margir 3-4 fiska og sumir fleiri,” sagði bónda- kona ein, sem seldi leyfi í ána. I Leir- á veiddi einn 10 sjóbirtinga og voru þeir frá 2 pund upp í 6. „Ain var full af sjóbirtingi,” sagði náunginn. „Eg fékk þá alla á flugu. ”En það fá víst ekki allir að veiða þar. Bara sumir. I Eystri-Rangá hafa veiðst nokkrir sjóbirtingar en vegna óhagstæörar veöráttu hefur lítið veriö reynt. En núna er urriöaveiðin að hefjast þar um slóðir og hver veit nema menn nái nokkrum. I Tungufljóti (sem kemur upp á Skaftártunguheiðum — og eru efstu drög þess vestarlega í Svartahnúksfjöllum) stunda Víkur- búar víst vorveiði á vissum svæðum. Þegar við leituðum frétta um veiði þar austurfrá voru aflatölur heldur óljósar. Tveir sátu um daginn og röbbuðu saman — er við skutumst framhjá Tungufljótinu. Það er þó bót i máli að fá eina góða veiðisögu þegar veiðin er treg. En þrátt fyrir allt hafa margir fengið í soöið, til þess varleikurinn gerður. G. Bender. Einar og Hjálmar fálO mánaða laun Einar Hákonarson og Hjálmar H. Ragnarsson hafa hlotið tíu mán- aöa starfslaun listamanna. Einar til að vinna að myndlist og Hjálmar aö tónlist. 1 þetta sinn voru ætiaöar 2,5 mill- jónlr til starfslaunanna. Skiptast þau á milli 42 manna. En 103 sóttu um. Ljóst er því að margir eru þeir sem ekkert fengu. Sex mánaða laun fengu Áslaug Ragnars, Borgar Garðarsson, Edda Erlendsdóttir, Einar G. Bald- vinsson, Einar Þorláksson, Hafliði Hallgrímsson, Magnús Pálsson, Oddur Björnsson, Olafur Haukur Símonarson, Ragnar Kjartansson, Sigrún Guðjónsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir og Þórarinn Eld- jám. Þriggja mánaða laun hlutu Al- freö Flóki, Ása Jakobsdóttir, As- geir Jakobsson, Brynhildur Þor- geirsdóttir, Einar Guðmundsson, Guöjón Ketilsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Hall- dórsson frá Bergsstöðum, Guð- mundur Thoroddsen, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Gunnar Dal, Hallsteinn Sigurðsson, Hjalti Rögn- valdsson, Jakob Jónsson, Jónas Guömundsson, Níels Hafstein, Olafur Ormsson, Omar Þ. Hall- dórsson, Sigfús Halldórsson, Sig- ríður Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Sigurðsson, Sigþrúður Pálsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Sveinn Bjömsson, Veturliði Gunnarsson, Valgeröur Þóra Benediktsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. DS. Við bjóðum hótel á hjólum fyrir spottprís FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu télagi FFW1KPURT Þýskalandsferðirnar okkar eru haf nar aftur, enda voru þær afskap- lega vlnsælar í fyrrasumar. Nú bjóða sérstaklega skemmtilega sumarleyflsmöguleika: - Húsbíl (með öllum búsáhöldum) í tvær vikur. verð frá 11,054.- krónum. Hafðu samband sem fyrst og fáðu ubblýs- ingar. Frankfúrtarferðir Flugleiða hafa löngum þótt sérlega kræsilegar. í fyrrasumar seldust fyrstu ferðirnar upp á nokkrum klukkustundum. Ferðirnar byggjast á flugi, bílaleigubíl og gististaö. En síðan er boðið upp á margvíslega ferðamöguleika í Frankfúrt og nágrenni. Miðborgin er einstaklega aðlaðandi, dæmi- gerð Þýsk stórborg með sérstaklega vinalegu andrúmslofti. Þar skiptast á skýjakljúfar nútimans og aldagömul meist- arastvkki byggingalistarinnar. Svo er ekki nema steinsnar að bregða sér út úr borginni niður að Rín eða til hinna rómuðu staða Baden Baden og Fleidelberg. Frankfúrt er sennilega ein besta verslunar- borg í heimi, enda kunna íslenskirferðalang- ar að meta verslanir þessarar nafntoguðu borgar. I Frankfúrtgefurað líta rjómann af þýskri iðnaðarframleiðslu, tískuvöru og hvers konar fatnað, leikföng, h(jóðfæri, hljómburðartæki, leðurvörur, ilmvötn og snyrtivöru - og svona mætti lengi te|ja. Veitingastaðirnir eru heldur ekki af verri ■ endanum. Matargerðarlist Frankfúrtaranna er rómuð um víða veröld - sérfræðingarnir jafna henni við það besta sem hægt er að fá í Frakklandi, ítalíu og Japanl Bjórstofurnar þarf ekki að nefna á nafn. Þær þekkía allir. Þar fæst lika úrval af hinum heimskunnu .Frankfúrturum' - pylsunum góðu, sem eru vissulega engu likar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.