Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR16. MAl 1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bresku kosningarnar í júní: Verða kosningarn ar tvísýnni en kannanir sýna? Skoðanakannanirnar í Bretlandi, sem hafa sýnt mikið forskot Ihalds- flokksins yfir Verkamannaflokkinn, hafa verið ofarlega á baugi siðustu dagana. En nýjasta fylgiskönnunin þykir gefa til kynna að kosningamar veröi tvísýnni en kannanir hafa sýnt. I 44 kjördæmum, þar sem enginn flokkurgeturstátaðaf traustufylgi er fylgi Ihaldsflokksins aðeins 6%meira Umsjón: Guðmundur Pétursson en Verkamannaflokksins. Sá munur dugir til sigurs Ihaldsflokksins og Margaretar Thatcher en er miklu naumari en á landsvísu. Kannanir hafa bent til þess að fylgi flokksins um land allt er 13—21% meira en Verka- mannaflokksins. Samkvæmt þessari nýjustu Harris- könnun, sem gerð var fyrir sjónvarp, þá er einnig hugsanlegt að Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna komi ekki einum einasta manni á næsta þing eftir kosningamar 9. júní. I þeim kjördæmum, þar sem mögu- leikar Bandalagsins hafa þótt mestir, sögðust aðeins 15% ætla aö kjósa Bandalagið í kosningunum. 43% ætluðu að kjósa Ihaldsflokkinn og 39% V erkamannaf lokkinn. I helstu málaflokkum eins og atvinnuleysi og opinberri þjónustu virtist kjósendum litast best á stefnu Verkamannaflokksins. Hins vegarleist þeim betur á stefnu Ihaldsflokksins í vamarmálum og eins varðandi tak- markanir á völdum verkalýðsfélaga. Sömuleiðis voru þeir fylgjandi stefnu Ihaldsflokksins varðandi aðildina aö EBE. Michael Foot sagði um helgina að atvinnuleysið mundi verða aðal- kosningamáUð að þessu sinni og að Verkamannaflokkurinn muni leggja höfuðáherslu á það. Thatcher forsætisráðherra hefur mjög varað flokksbræður sína við því að láta niðurstöður skoðanakannana svæfa sig á verðinum. A-Tork einnota flósaþurrkur fyrir þá sem vinna við mjaltir Nú eru gerðar meiri hreinlœtiskröíur til þeirra, sem stunda kúabúskap en nokkru sinni íyrr. Þessar kröíur eru fyrst og íremst gerðar til þess að bóndinn geti selt mjólk sína í hœsta mögulegum gœðaflokki. Eínafrœðingar Mölnlycke haía nýverið sett á markaðinn sérstakar pappírsþurrk- ur, sem œtlaðar eru þeim sem vinna við mjaltir. Þurrkurnar heita A-Tork, fjósa- þurrkur. Þœr uppfylla allar kröfur, sem gerðar eru til hreinlœtis í fjósum í dag. A-Tork, fjósaþurrkan, er einnota þurrka. Hún er afgreidd í 1000 metra rúllum, sem smella auðveldlega á fœranlegt statíf sem einfalt er að renna með sér milli bása. Fjósaþurrkan frá Mölnlycke tryggir þér og fjósinu þínu svar við öllum hreinlœtis- kröíum, sem gerðar eru til nútíma íjósamennsku. Hringið eða sendið okkur línu, ef þið viljið íá nánari upplýsingar um A-Tork. Síminn er 26733 og svœðisnúmer 91. Vinsamlegast sendið mér kynningarblað og sýnishorn al A-Tork, íjósaþurrk unni frá Mölnlycke. Naín:_____________________________________:_____ Heimilisíang:___________________________________ Sími:___________________________________________ innréttingahúsið Háteigsvegi3 Verslun Simi 27344

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.