Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
Verbiíðalífiö á Selatöngum
r
r
r
i
I
í
r
r
I
!
»
r
Rústir sjóbúða er að finna víðs-
vegar við strendur tslands. Þessar
búðir eru merkar fomleifar sem
minna fólk á þá tíð þegar landsmenn
sóttu tll veiða á opnum bátum, oft við
erfiðar og haettulegar aðstæður.
Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka
nefndar útver — voru reistar á þeim
stöðum þar sem stutt var á miðin og
heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á
vissum timum árs.
Misjafnlega margir bátar voru
saman komnlr á hverjum stað og
voru áhafnir þeirra þar um kyrrt
meðan á veiðum stóð enda höfðu þær
þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld.
Sjósókn úr þessum útræðum var
þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri
öldum enda bætti hún hag hennar til
muna frá því sem var þegar lands-
menn höfðu varla úr öðru að moða en
afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski
best þegar talan hundrað fimmtíu og
f jórlr er nefnd, en hún segir einmitt
til um þann f jölda útvera sem talið er
að hafi verið reist við strendur lands-
ins.
Ein heillegasta og best varðveitta
sjóbúöin frá fyrri tíð er vafalítið út-
verið Selatangar á sunnanverðum
Reykjanesskaga. Það er að finna —
með öllum sínum fornlega blæ — þar
sem ögmundarhraun liggur út í sjó
milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Sela-
tangar eru langt utan alfaraleiöar og
er reyndar nokkuð erfitt að komast að
útverinu landleiöina. Þessi einangrun
búöanna hefur sennilega átt mestan
þátt í því hvað þær hafa varðveist lengi
og vel og hvað þær eru í rauninni
ósnortnar af því sem heitir nútími.
Blaöamönnum DV gafst kostur á að
skoöa þessar merkilegu sjóbúöir ekki
alls fyrir löngu. Við þaö tilefni voru
þær myndir teknar sem hér gefur aö
líta á síðunum. Þær tala sínu máli og
þarf í sjálfu sér litlu við þær aö bæta
hvað varðar umhverfið og það sem nú
er aö sjá á Selatöngum. Hér á eftir
verður hins vegar lítillega skrifað um
sögu útræðisins við Selatanga og al-
mennt um verbúðamennsku lands-
manna á fyrri öldum.
Sjötíuogþrjú
mannanöfn í eina
þulu fyrír mötu
Selatangar voru syðsta verstöðin í
Gullbringusýslu. Þaðan vareinkumút-
ræði Krýsuvíkurbæjar, en bænum
Krýsuvík (sem er í um átta kílómetra
fjarlægð frá Selatöngum) fylgdu lengi
nokkrar hjáleigur. Til er gömul og all-
merkileg þula sem telur sjötíu og þrjá
menn við róöra frá útverinu. Astæða
fyrir þeim kveðskap er sögö vera sú að
strákur einn hafi orðið mötustuttur í
verinu. Buðust þá hásetar á skipum
þeim sem þar reru að gefa honum
mötu til vertíðarloka, ef hann kæmi
nöfnum þeirra allra í eina þulu. Og
strákur brá fyrir sig stílvopninu og
orti:
Tuttugu og þr já J óna telj a má,
tvo Arna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein, þá
Þorvald, Gunnlaug.Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vemharður, tveir Bjamar,
Gissura tvo, gísla Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bemharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markús snar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn
sjálfur Guð annist þá.
Draugurínn
Tangar-Tómas gerír
mönnum Hfiö lertt
Á siöara hluta nítjándu aldar bjó í
Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er
Einar Sæmundsson hét. Hann átti
mörg börn, og er eftirfarandi saga frá
Selatöngum höfð eftir tveimur sonum
hans, Einar og Guðmundi. Einar, faðir
þeirra, var allt að þr játíu vertíðum f or-
maöur á Selatöngum. Var í mæli aö
reimt hefði verið á Selatöngum og var
draugsi sá í daglegu tali nefndur
Tangar-Tómas. Hann gerði búðar-
mönnum ýmsar smáglettur en var þó
ekki mjög hamramur.
Þá b jó á Amarfelli í Krýsuvík maður
sá er Beinteinn hét. Var talið að Tómas
væri einna fylgispakastur við hann.
Var Beinteinn þessi fullhugi mikill,
smiður góður og skytta og hræddist
fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru
hendur fyrir á gamla Beinteini. ”
Texti: Sigmundur Ernir Rúnarsson - Myndir: Gunnar V. Andrésson
i'
í
X/
ENGIN UTBORGUN
Atlantik býöur upp á þriggja vikna ferö
til sólskinseyjarinnar Mallorka meö
sérkjörum. Veröið er í sérflokki og auk
þess er barnaafslátturinn meiri en
gengur og gerist.
Ath. Hagstætt verð
Ath. Engin útborgun
Ath. 50% barnaafsláttur
"" _ .
Það er ekki tilviljun aö Mallorka skuli njóta
þeirra vinsælda, sem raun ber vitni. Eyja-
skeggjar kappkosta við að gera dvöl ferða-
manna, sem eyjuna heimsækja, sem ánægju-
legasta.
Atlantik býður sem fyrr upp á ákjósanlega að-
stööu fyrir fólk á öllum aldri. Ekki síst fyrir
f jölskyldur með börn.
^ Takmarkað
sætaframboð.
_ .Símar 28388 og 28580
Einu sinni varð Beinteinn heylítill og
flutti hann sig þá niður á Selatanga
með fé sitt til fjörubeitar. Var hann
þarna um tíma og hafðist við í einni
sjóbúðinni þar. Kvöld eitt, er Beinteinn
kemur frá fénu, kveikir hann ljós og
tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein
fylgdi honum jafnan við féð, og var hún
inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki
fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent
framan í hann. Þreif hann þá byssuna
og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi
þá svo að Beinteini, að hann hélst loks
ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökkl-
ast út í illviðrið og fara heim til sín um
nóttina. Haföi Beinteinn skaröxi í
hendi, og hvar sem gatan var þröng á
leiðinni heim um nóttina, þá kom
draugsi þar á móti honum og reyndi að
hefta för hans, en undir morgun komst
Beinteinn þó heim, en var þó mjög
þrekaður.
Um önnur viðskipti Beinteins og
Tangar-Tómasar á Selatöngum er ekki
vitað, svo að sögur fari af.
„Þarnaerhann
Tómasþá núna"
En nokkru eftir þetta bar svo við, að
tveir áðurnefndir synir Einars bónda í
Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á
jólaföstunni og hugðu að líta til kinda
og ganga á reka; og jafnframt ætluðu
þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr,
því aö annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og
sáu ekkert markvert. Fóru þeir þá inn
í eina sjóbúðina og ætluðu að liggja þar
fram eftir nóttunni, en fara á fætur
með birtu og ganga þá á fjöru og vita
hvort nokkuö hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur
rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja
var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð
fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúm-
bálkinn að vestanverðu og lágu
þannig, að Einar svaf við gaflhlaöiö,
en Guðmundur andfætis. Þá er þeir
höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dá-
litla stund, og segir þá Guðmundur
meöal annars: .Skyldi þá Tómas vera
hér nokkurs staðar?” Kvað Einar það
líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla
að sofna. En er þeir hafa legið litla
stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra
bálkinum við höfuð Guðmundar
stekkur eitthvað. Var það líkast því
sem stór hundur hefði stokkið niður á
gólfið. Voru þeir þó hundlausir, er þeir
komu þangað og búðin lokuð. Segir þá
annar bræðranna: „Þama er hann þá
núna,” en í sömu svipan er kastað
tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra
bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað
beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir
bræður ekki um nóttina, en fóru á
fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til
sín heyra.
Því eru þessar gömlu draugasögur
rif jaðar upp hér, að Tangar-Tómas ku
hafa hrætt æði marga verbúðarmenn
við Selatanga þann tíma sem þaðan
var útræði. Má gera sér í hugarlund
hvemig lífið hefur verið í búðunum,
draug þessum samfara, og er næsta