Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 7 „Því miður, alveg vonlaus. Næsti!" Um þetta leyti stóö til aö setja upp Forty Years On eftir Alan Bennett í Lundúnum. Þaö var verið að leita að leikurum og Andrews ákvað að fara í prufuupptöku. Hamingjan brosti við honum og hlutverk fékk hann. „Forty Years On gekk í hálft annað ár,” segir Andrews. „Þessi tími var eins og aö vera sestur á skólabekk að nýju. Við lékum þama tuttugu og tveir ungir leikarar og við vorum undir jám- aga. Stundum datt manni í hug að Gestapo hefði ekki verið undir meiri aga! Samt var þetta dásamlegur timi, ekki síst fyrir það að fá að fylgjast með stórstimum eins og Sir John Gielgud.” En allt tekur enda. Þegar sýningum á Forty Years On lauk stóð Andrews uppi atvinnulaus. Hann fékk ekkert aö gera, hvernig sem hann reyndi. Hann bjó í lítilli íbúð í Soho og reyndi hvað hann gat að láta enda ná saman þótt erfitt væri. Þar kom að auglýst var eft- ir leikurum í Dixon eftir Dock Green. Hann var látinn lesa kafla. Eftir að lestrinum lauk, leit leikstjórinn,Robin Nasb, á hann og sagði: „Þetta var al- veg hræðilegt. Alveg vonlaus. Næsti!” Andrews var niöurbrotinn og þegar hann fór út, heyrði hann, að leikstjór- inn sagði: „Það var eiginlega synd með þennan, týpan hefði passað svo velíhlutverkið.” Andrews fór beint heim til kærust- unnar og sagði farir sínar ekki sléttar. En hún hvatti hann til dáða og sagði honum bara aö fara aftur og reyna, þegar hann hefði jafnað sig. Andrews fór af stað, en betur hefði hann heima setiö, fannst honum eftir á, því að leik- stjórinn sagöi að í þetta sinn hefði hann verið hálfu verri og var þó ekki úr há- umsöðliaödetta. Andrews fannst heimurinn hryn ja og var hreint ekki upplitsdjarfur næstu daga. En viku síöar geröist það ótrú- lega: leikstjórinn, Robin Nash, hringdi til Andrews og sagði: „Eg skil ekkert 1 mér að vera að hringja til þín, en hlut- verkið er þitt!” Og án mikils sjálfs- trausts hóf Andrews æfingar á hlut- verki hrokafulls bankaræningja. „Það var erfitt að fást við Sebastian" Þrátt fyrir allt og allt tókst þó Andrews vel upp. Að minnsta kosti varð hlutverkið til þess að eftir honum var tekið og honum boðin fleiri hlut- verk, einkum í sjónvarpsþáttum. Fyrsti sjónvarpsmyndaflokkurinn, sem hann lék í, var The Fortunes of Nigel. Síðan kom Pallisers, Upstairs Downstairs, sem Islendingum er að góðu kunnur sem Húsbændur og hjú, og fleiri. Danger UXB var þó sá sjónvarps- mvndaflokkur, sem Andrews lék Anthony Andrews í hlutverki sínu í fyrsta sjónvarpsmyndaflokknum sem hann lék í, The Fortunes of Nigel. mikilvægasta hlutverkið sem ég hef fengist við, í mínum huga. Hlutverk Sebastians er bæði sjaldgæft og sér- stakt.” Andrews lítur ekki eins alvarlega á hlutverk Sir Percys í Rauðu akurlilj- unni og Sebastians: „Tökurnar á Rauðu akurliljunni tóku aðeins sex vikur en Brideshead stóð yfir í rúm tvö ár. Það var mikil vinna og reyndi mikið á okkur öll sem stóðum að Brideshead. Við fengum lika laun erfiðis okkar því að viðtök- urnar urðu svo góðar. Við gáfum svo mikið af okkur í Brideshead. Þaö eitt hefur ekki svo lítið að segja um hvort myndtekst eðaekki.” Eftirsóttur leikari Það er sagt að Andrews sé orðinn kyntákn í augum margra. „Almáttug- urminn! Getur það verið?” segirhann og hafnar því algerlega. Hann fær mik- ið af aðdáendabréfum sem hann tekur mjög alvarlega og svarar þeim sam- viskusamlega. „Það er fólkið sem kemur að sjá mig í hinum ýmsu hlut- verkum,” segir hann. Andrews er mjög eftirsóttur þessa dagana og mörg tilboð um hlutverk í myndum hefur hann upp á vasann. „Mig langar þó kannski mest til að reyna mig sem stjómandi,” segir hann. „En ég veit ekki hvað verður. Eitt er þó víst að ég ætla að halda áfram á þessari braut, þótt maður verði að gefa mikið af sjálfum sér. Það verða bara allir að gera sem við þetta sýsla.” -KÞ þýddl. stærst hlutverk í. Þar lék hann hug- rakkan herforingja. Hlutverkið það leiddi til þess að Andrews var boðið hlutverk í Brideshead Revisited. Andrews þótti sýna frábæran leik í myndaflokknum, sem hefur oröið geysivinsæll, hvar sem hann hefur ver- ið sýndur. Það var líka þá sem Andrews varð frægur i þess orðs fyllstu merkingu. Andrews segir frá því, hvemig hann fékk hlutverk í Brídeshead: „Fram- leiðandinn, Derek Granger, kom að máli við mig og bauð mér hlutverk Charles Ryder. Eg settist niður og las handrítiö, en ekki var ég kominn langt þegar ég var orðinn svo hrifinn af per- sónu Sebastians aö ég vildi allt til vinna til að fá að túlka hann. En það var ekki auðsótt mál. Granger og aðr- ir, sem að Brideshead stóðu, álitu mig kolgeggjaðan að sækjast svo stíft eftir hlutverkinu.” Það er ekki laust við, að gæti fyrirlitningar í málrómi Andrews. Hann heldur áfram: ..Framleiðendur em bara þannig að því sem þeir hafa ákveðið verður ekki hnikað. Ég grát- bað um hlutverk Sebastians í heila viku. Þá loksins létu þeir undan. Eg var líka svo heppinn, að Jeremy Irons, sem hafði verið boðið hlutverk Sebast- ians, vildi svo miklu heldur spreyta sig á Charles Ryder. Því er ekki að neita að það var erfitt að fást við Sebastian. Brideshead er saga sem svo margir hafa lesið, hún er uppáhaldssaga svo margra. Þess vegna höfðu margir myndaö sér fyrir- fram skoðun á Sebastian, útliti hans og hegðan. Hins vegar er þetta hlutverk Andrews og Seymour í hlutverkum sinum í Rauðu akurlil junni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.