Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
inu á milli bálkanna eru rúmlega
metra löng göng yfir í lítiö hýsi sem
hefur verið eldhús, um tveir metrar á
breidd. Hlóðirnar hafa verið hægra
megin þegar inn er komið og sjást enn
glögglega. Vafalaust hefur verið reyk-
háfur upp úr eldhúsinu, en tilgáta er að
tveir skjáir hafi verið beggja vegna á
þekjunni.
Slíkir hafa íverustaðir vermanna
verið á Selatöngum. Fyrir utan þessar
búðir á Selatöngum, sem að líkum voru
allnokkrar að tölu, sjást einnig rústir
ýmissa annarra bygginga, svo sem
þeirra sem notaðar hafa verið undir
áhöld og mat. Svo er þar víða hlaöna
garða að finna en þeir voru notaðir til
að þurrka þorskhausa meðal annars.
Þá eru hjá Selatöngum allmargir
hraunhellar, en flestir litlir. Var hlaöið
fyrir opin á sumum þeirra til hálfs, og
notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. t
einum þeirra höföu þeir kvöm sína og
kölluöu þeir þann helli Mölunarkór. I
öðrum söguöu þeir rekaviðinn sem
barst að ströndum, og sá hellir var því
kallaður Sögunarkór. 1 framhaldi af
þessu má geta að reki var mikill á
Selatöngum á meðan útræði var það-
an, og færðu sjómenn sér það í nyt;
smíöuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðn-
um, þá er landlegur voru, en þær voru
ekki ótíðar, því að brimasamt var þar
og því s jaldan róið á stundum.
.. .þvífíóin vildisækja
írúm manna með
slíku undiriagi
En víkjum aftur að för vermann-
anna til sjóbúðanna.
Jafnskjótt og þeir komu í verið inntu
þeir formann sinn eftir hvar hver
þeirra ætti að liggja og hvaða rúmlags-
mann hver ætti að hafa. Að því búnu
var fariö að laga til í bálkinum eða
rúminu og koma fyrir skrínum og öðru
lauslegu. Var það kallaö búöun eða að
búða sig. Að því hjálpuðust rúmlags-
menn — lagsmenn eða lagsar. Þar sem
rúmstæðin voru bálkar varð að fá eitt-
hvað til mýktar ofan á grjótið. Víða
var haft hey. Á Suðumesjum var göm-
ul hefð aö skipseigandi legði það til í
fyrsta skipti sem sest var að í nýrri
verbúð. En á bálkana voru ennfremur
látnir hefilspænir og marhálmur. I
Grindavík bar það við að skeljasandur
var látinn ofan á grjótið og þar ofan á
þang eða marhálmur, en þó kusu menn
fremur lyng vegna þess að fló vildi
sækja í þangið og hálminn. Ofan á
lyngið, þangið eða heyið lögðu sumir
fyrst strigapoka eða jafnvel gæruskinn
og þar yfir rekkjuvoð. Flestir höfðu
brekán sem yfirbreiðslu og þá stund-
umtvö.
Síöasta verkið við að búða sig var að
koma mötuskrínunum fyrir í bálkin-
um. Var önnur höf ð í bríkarstað, en hin
í höfðalagsstað. Einstaka maöur hafði
með sér skrifpúlt og var það haft upp
við vegg fyrir miðjum báiki. Einnig
bar við að hilla var fest á vegginn og
þar geymt ýmislegt smávegis, til
dæmis tálguhnífar, nafrar, homspænir
og þvíumlíkt.
Skinnklæði, hvort sem þau vora þurr
eða blaut, jafnvel nýlega mökuð með
lifur, héngu á stoðum milli bálkanna.
Verbúðarskyldur voru nokkrar og
skipaði formaður fyrir í byrjun
vertíðar hvemig þeim skyldi háttað.
Rúmlagsmenn áttu einn dag í senn að
sjá um að sækja vatn, hita kaffi og
sópa búðina. Þeir sem sváfu næst fyrir
innan bálk formannsins byrjuðu og
síðan koll af kolli sólarsinnis. Þá bar
vermönnum að afla eldiviðar og sjá
um matseldun og sama manni var fal-
ið að annast blöndukútinn, þar sem
dry kkur var hafður með á sjó.
Kima úr tré með trégjörð var í búð-
inni og tók um tuttugu potta. Hún var
sameiginlegt næturgagn allra búðar-
manna og stóð á miðju gólfi um nætur
— kölluð kerald eða kjásarhald, oftast
þó síðara heitinu. Það var skylda hvers
búðarmanns að sjá um kjásarhaldið
eina viku á vertíðinni. Hann varð að
losa það og þrífa daglega og sjá um að
það væri á sínum stað á kvöldin, og
væri ekki til vansa, þó einhver kæmi
ókunnugur í búðina.
Erfítt að treina
matarbirgðirnar fram
á vertíðariok
Hin eiginlega mata, öðrum nöfnum
vermata, vertíðarmata, skrínukostur,
illan bifur á því, ef fyrsti gesturinn,
sem kom þegar vermennirnir voru ný-
farnir, varkona.
Svona má lengi halda áfram með
alla þá hjátrú sem fylgdi vermennsk-
unni.
Byggingarlag sjóbúðanna
og önnurhýsi við verin
Svo sem gefur að skilja hafa menn
þurft að gera sér einhvers konar skýli
til þess aðliggja í jafnsnemma og farið
var að stunda útræði. Um þetta eru þó
þessum heitum vom sjóbúð og verbúð
algengust.
Líklegt er að verbúðir hafi í önd-
verðu verið sömu gerðar víðast hvar á
landinu, en þegar kemur fram á
nítjándu öldina verða þær dálítið mis-
munandi. Og þar eð við emm stödd í
verbúðinni á Selatöngum í þessari
grein, þá er eðlilegt að grein verði gerð
fyrir helsta byggingariaginu þar um
slóðir.
Á Selatöngum sér enn fyrir tóftum
nokkurra verbúða, eins og myndimar
hér á síðunum bera glögglega með sér.
Vertíðin tók alft að
sextán vikur — sem þýddi
jafhlanga fjarveru að heiman
Upp úr nýári var farið að huga að
fæmm manna, sem ætluðu í ver, en
margir þeirra áttu langa og erfiða ferð
fyrir höndum og burtvem ekki
skemmri en fjórtán til sextán vikur.
Vetrarvertíðin stóð að jafnaði á þess-
um árum frá þriðja febrúar til tólfta
maí.
Einyrkjar urðu að fela konu og börn-
um bústörfin og jafnvel allar voryrkj-
ur. Þessi tvískipti barningur var eina
leiðin til þess að bjarga fé og fólki fram
á græn grös, en sem þó lánaðist mis-
jafnlega. Stundum átti bóndinn ekki
afturkvæmt eða aflinn brást og í annan
tíma var horfellir sökum ónógra heyja
og haröinda. En þótt fólk þekkti ekki til
þess konar ófara nema af frásögnum
var skuggi þeirra þó víöa í augsýn,
ekki síst um það leyti sem menn vom
aö leggja upp í verferð um heiðar og
fjöll, meðan enn var stuttur dagur og
allra veðra von.
Vermenn urðu að hafa með sér nesti,
sem nægöi til ferðarinnar, því oft var
borin von að þeir gætu fengið beina á
þeim bæjum sem þeir gistu. Sjálfsagt
þótti að skera ekki nestið við nögl, því
að þess voru dæmi að greiðsla fyrir
gistingu kom sér best í matarbita.
Vitaskuld voru heimili misjafnlega fær
um að gera vermenn vel út með mat,
en venja var að velja það besta sem til
var. Nestið var einkum hangið sauð-
kjöt, brauö, smjör og kæfa. Það var
haft í belg, svonefndum klakksekk.
Viðbit til ferðarinnar var haft í dall-
skrínum.
Dagana áður en ákveðiö var að
leggja upp voru vinir og nánustu
venslamenn kvaddir. Áður en ferðin
hófst létu margir lesa húslestur, eink-
um ef sjálfur heimilisfaðirinn var að
kveðja. Þegar komið var út á hlað,
tóku menn ofan, fóru með Faðir vorið
og signdu sig. Að því búnu var gengið
til hvers og eins á heimilinu og honum
boðnar góðar stundir með kossi. Síðan
hófst verferðin.
Verbndalíf framhald
Rústir sjóbúða sem viða er að vinna vio sirendur Islands minna okkur á þá tíð
þegar landsmenn sigldu á opnum bátum til fiskjar, oft við erfiðar og áhættusamar
aðstæður. Við fömm í kynnisför út á Selatanga á sunnanverðum Reykjanesskaga,
en þar er að finna einhverja heillegustu sjóbúðarústir landsins.
DV myndir Gunnar V. Andrésson.
gefast gott sjóveður. Ekki mátti snúa
fötunum um í þvottinum. Þaö gat
valdiö villu á sjó. Rúm sjómanna
skyldu óhreyfð í þrjár nætur eftir
brottför, annars var óttast mn aftur-
komu þeirra. Skó, sem urðu eftir
heima, átti að hengja upp í eldhúsi og
þurrka þar þó ónýíir væm. Þá þótti
góðs viti, ef gestur kom stuttu eftir að
vermenn kvöddu, helst sama daginn.
Þá var talið víst að þeir ættu aftur-
kvæmt, en bmgðiö gat til beggja vona
ef enginn gestur lét sjá sig. Menn höfðu
nánast engar heimildir í fornritunum.
I Fljótsdælasögu er þó getið um skála
sem vafalaust hefur verið vermanna-
skáli og er Skálanes norðan Njarð-
víkur kennt við hann. I Grágás er svo
getið um fiskibúö og f iskiskála.
önnur heiti á hýsi vermanna í útveri
voru: sjóbúð, sjómannabúð, verbúð og
vermannabúð, en ekkert af þessum
nöfnum kemur þó fyrir í gömlum
heimildum. Þá em einnig til orðin
búðarhús, búðarkofi og legukofi. Af
Hér hafa verbúðarmenn hlaðið fyrir
dálítinn hellismunna í nánd við Sela-
tanga. í honum hefur að líkum verið
geymsla undir ýmislegt dót er við kom
sjósókninni.
Ein verbúðanna er þó heillegust og
sést hún á myndinni þar sem upp-
drátturinn fylgir með. Dyr hafa verið á
gaflinum sem snýr til sjávar. Inn af
þeim hafa verið rösklega þriggja álna
löng göng og er þá komiö þar í búðina
sem bálkamir hafa verið en bilið milli
þeirra er um einn metri. Bálkarnir em
næstum f jórir metrar á lengd en dálítið
misbreiðir, annar nálega hálfur annar
metri en hinn um einn metri, og kann
það aö stafa af missigi. Búö þessi hefur
rúmað átta menn. I framhaldi af rým-
víst að það hefur verið viðburðaríkt, og
jafnvel hættulegt þá er Tómas var í
sem mestum ham.
Fóikið varð að sækja
sjóinn sér tilbjargar
En hugum nú nánar að því hvernig
vistin var fyrir verbúöarmenn í þess-
um sjóbúðum. Fyrst skal vikið að
nauðsyn verferöa fyrir þjóðina á næst-
liðnum öldum.
„Án stuðnings frá sjónum gat
bændaþjóöfélagið ekki þrifist,” segir
Lúðvík Kristjánsson í þeirri gagn-
merku bók sinni „Islenskir sjávarþætt-
ir”. Verður hér á eftir stuðst nokkuð
við umfjöllun hans um þetta efni.
Lúövík heldur áfram:
„Fiskmeti hefur allar aldir verið
mikilvægur þáttur í mataræði lands-
manna, en þó öllu mestur meðan það
kom að miklu leyti í staðinn fyrir korn-
vöm. Fjöldi bújarða var kostarýr og
þess vegna engin tök á aö hafa þar svo
stóra áhöfii, aö hægt væri aö fram-
fleyta meðalfjölskyldu. Kotabúskapur
leiddi af sér mikinn straum manna í
verstöðvar víðs vegar um land, en þó
einkum á Suður- og Vesturlandi. Ef
kotbóndinn fékk enga björg úr sjó,
skorti hann ekki einungis fisk til
heimaneyslu, heldur jafnframt gjald-
gengan varning til greiðslu á erlendum
vömm. Bændur á sæmilegum jörðum
gátu fengiö fisk í vöruskiptum og látið
búvöru fyrir erlenda varninginn. En
bústærðin fór eftir heyfengnum, sem
ekki gat orðið mikill nema með tölu-
verðum mannafla, því þúfnakargið
var seinslegið. Bændur þurftu því, ef
vel átti að heyjast, að hafa marga
vinnumenn, en fyrir þá voru ekki nægi-
leg störf viö búin á vetrum, og þess
vegna voru þeir þá margir sendir til
sjávar.
Fólkið í sveitunum hafði því náin
kynni af lífi og starfi manna í verstöðv-
um. Margan ungling fýsti að komast úr
einangmn dalabæjanna í margmenni
viö sjóinn og taka þátt í ævintýrum
tengdum fiskveiðunum. Jafnskjótt og
þeir komust í útversár, eins og Skaft-
fellingar orðuðu það, vom þeir víða,
sökum brýnnar þarfar sendir til róðra í
aðra landsfjórðunga.”
Ýmiss konar hjátrú
tengdburtför vermanna
Vmiss konar hjátrú var tengd burt-
för vermanna. Engu af fötum þeirra,
sem skilin vom eftir heima, mátti
hreyfa við eða bleyta fyrr en eftir
fullar þrjár vikur frá burtför. Það gat
valdið drukknun þeirra. Þegar svo
fötin vora þvegin, varð að velja bjart
og gott veður til þerris. Þá mundi oft
Þessi mynd er tekin út um dyr einnar sjóbúðarinnar á Selatöngum, og eins og sést snúa þær til hafs.