Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 5 7. þáttur Fyrst skal þess getið, að kviðlingurinn „Heim reið Gunnar í hlaðið greitt” er eftir Jón Jóhann- esson skáld. Heimildarmaður minn er Kristján Karlsson. Vísan „Bezt er að fara stillt af staö” er líklega eftir Pál Olafsson. Mér var sagt, að hann hefðil kveðið vísuna, er honum tókst illa að komast ál hestbak, enda nokkuð við skál. Þá hafi hann séð; til annars, er féll af hestbaki. Við þá sjón varð vísan til, að því sem mér var tjáð. Páll Olafsson orti þessar vísur: Nóttin hefur riíðzt á mér, nú eru augun þrútin,— snemma því á fœtur fer og flýti mér í kútinn. Afþeí verda augun hörd, afþví batnar manni strax. Betra er en bcenargjörd brennivín ad morgni dags. Ekki gerði ég bréfi Egils Sigurðssonar full skil í síðasta þætti. Egill segir, ég verð að reyna aö Ad midla pundi mér gekk tregt margar stundum vikur. Finnst mér undra fávíslegt ad fcera hundum sgkur. I lok bréfs síns segir Egill, að hann hafi lært þessa vísu fyrir 60—70 árum, en veit ekki höfund hennar með vissu; gæti verið eftir Jón S. Berg- mann: Tönnum gnísti grátt með þel gaurinn víst ólaginn. Stód á blistri, búinn vel, breiður ístrumaginn. „Skuggi” segir, aö eitt sinn sem oftar hafi Ragnar Ásgeirsson ráðunautur verið á ferð í Skaftafellssýslu. Eftir það hafi þessi vísa veriði kveðin: Mörg var stúlkan mjúk og sprœk milli rekkjuvoða. Fyrir austan Fúlalcek fékk égþcer að skoða. Næsta skipti, þegar Ragnar kom austur í Skaftafellssýslu, var borið á hann að vera Frceg og góð er menntun manna, mörg er athöfn sótt og varin. Hér lifa á því, sem lögin banna, lögfrceðinga- og þjófaskarinn. Fyrirsögn í einu dagblaðanna var: „Nú veröa ermar brettar upp. ” Stefán yrkir af því tilefni: Ein fyrirsögnin í DV voru orð, sem höfð voru eftir Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra: „Þurfum að staldra við og íhuga stööuna vel.” Stefánkveður: Heiðurinn skreytir karlsins kvið og kjarkurinn rétt sem í uxa. En stundum þarf hann að staldra við — og stundum jafnvel að hugsa. „Hreint neyðarástand” var fyrirsögn Tím- ans, þar sem sagt var, aö eldingu hafi slegið nið- ur í spennistöð í Keflavík. Fyrirsögnin eru um- mæli Grétars Haraldssonar flugafgreiöslu- Steinn segir að lokum: Kunningi minn var eitt sinn að reyna að gera fyrripart handa mér. Hann var búinn að gera þónokkra, en enginn rétt stuðlaður, fyrr en þessi kom eftir langa mæðu: Mér gengur illa að brugga brag, brátt ég gerist lúinn. Steinn segist hafa botnað þetta svo: Ég hef reynt í allan dag og er nú loksins búinn. Ég held, að ég hafi ekki birt áöur þessa botna Friðriks Sigfússonar: Framagosar hefjast hátt, hinu ogþessu tjalda, uppskera þó oftast smátt, en ýmsum spjöllum valda. ,,Allt er betra en íhaldið, ” Óli Ragnar segir. Gunsa Thórþó lagði lið, um liðsemd slíka þegir. Þó leiðirnar sýnist láréttar, lög draga margir í efa, sumir með ermar uppbrettar, aðrir steyta hnefa. RÍKISSTJORNIN LANDSINS LÝÐ LAGIN ER AÐ KREISTA stytta formála hans, án þess það komi mjög að sök: 1 Stykkishólmi bjó maöur, sem Gunnlaugur hét, Halldórsson. Hann var meinleysismaður, en hafði mjög sterkan róm, svo að hann fékk við- urnefnið kjaftur. Eitt sinn kallaði Sigurður Kristjánsson úrsmiður á Gunnlaug úti á götu þar sem mannþröng var, en sá síðarnefndi heyrði illa til Sigurðar og hváöi. Þá kvað Sigurð- ur, líklega hreifur'af víni: Ef leggurþú á liminn haft, sem leikurþér í munni, getur enginn Gunnlaug kjaft greint í mannþrönginni. Egill segir, að þá hann var ungur, hafi kona, j Þóra Valgerður að nafni, búið í Stykkishólmi. Hafi hún veriö hafsjór af lausavísum og hag- mælt. Egill segist kunna aðeins eina af vísum ’ Þóru Valgerðar; hafi hún ort vísuna um hús- freyju í einni af suðureyjum Breiðafjarðar: íeinu sprundi er aðgangur og þá stundum frekur. Kveður undir Klofningur, þá kjaftinn sundur tekur. Egillsegir: Þóra Valgerður kom oft við hjá okkur, gisti hjá Guðbrandi frænda mínum, hreppstjóra á Svelgsá, og kvað þá stundum lausavísur fyrir hann fram á nætur. Eitt sinn fékk Haukur bróöir minn Þóru Valgerði til þess að fara meö þrjár vísur eftir séra Guðlaug Guðmundsson. Hún setti samt það skilyrði, að hann lærði ekki vís- uraar, en það reyndist ekki óhætt. Ég set hér þá fyrstu, hinar eru ekki falar: Veifar hatti hálærður, hraður í skratta-flani. Gylltur að ,,attan” ófagur ellefu katta bani. Egillsegirenn: Arið 1912 brann Tangs-verzlunarhúsið í Stykk- ishólmi. Þá var Ingólfur Jónsson að hætta sem verzlunarstjóri, en Ágúst Þórarinsson að taka við. Þá kom þessi vísa, ekki veit ég höfund hennar: Hér er fallinn heiðurs-rann, heill sem margur unni. Orðheldnin hans Ingólfs brann til ösku á þessum grunni. Eitt sinn var Jón í Amarbæli staddur þama í búðinni og var verið að verzla með hatta. Þá spyr einhver Jón, hvort hann ætli ekki að fá sér hatt. Þásvarar Jón: Afþví ég er eignalaus, orkurýr og magur, mínum ekki hœfir haus hattur dýr og fagur. Egill segir, að kona, sem búið hafi við þröngan kost, hafi kveðið þessa vísu: höfundur vísunnar. Ragnar kvað rangt farið með vísuna, hún væri svona: Mörg var stúlkan mjúk og sprcek milli rekkjuvoðanna. Fyrir vestan Fúlalœk fékk ég þœr að kanna. „Skuggi”botnar: ' Veröldin er við mig köld, visnar sálarkraftur. Ef að viltu koma ’ í kvöld, kannski’ég vakni aftur. Angan vorsins aumirþrá ilmúr grasi ’ að finna, armaeðunni fleygja frá og fara öðru að sinna. Og að lokum þessi, segir „Skuggi”: Á kosningurn varð kannski gróði, karlar vörðu bitling sinn, er valkyrjur C vígamóði vóðu inn íþingsalinn. Helgi Hóseasson trésmiður segir: „Senn er liðiö eitt ár síðan kirkjuskriflið í Breiðdalnum fuöraði. Anna Eimdalaekka og Hallbjörn Högnaspillir sviku þá vinnusamning við mig, ásamt klárkinum á staðnum, og heimt- uðu, að Sunnmýlingasýslumaður sendi aðra krysslinga með mig, gagngert til Reykjavíkur um nótt, handtekinn, í sérstakri flugvél rýmdri fyrir börustæði, undir lögreglumanna eftirliti, eins og hvern annan þjóðar dýrgrip”. Þessari frásögn Helga fylgir vísa, en hún er slikt himinhrópandi guðlast, að ekki er unnt að birta hana. En Helgi sendir mér vísur eftir Pét- ur Jóhannsson frá Litla-Bakka í Miðfirði; fyrst ersléttubandavísa: Hlíðin skrýðist liljum. Lög Ijúfust vorsins hljóma. Tíðin gleður marga mjög mildir geislar Ijóma. Ágirnd köld og kaerulaus kúgar fjöldann œ og sí. Stjórnarvöldin stórráð kaus staurblind öll og kvelst afþví. Ég rakst á gamalt bréf frá Sófusi Berthelsen, er ég leitaði í bréfahrúgunni á skrifboröinu. Hann botnar: Ég á garð með grcenum runnum, gróðurmold og blómaangan. Þar hálfa öld við hjónin unnum, hugann tekurþetta fangan. Stefán Guðmundsson skrifaöi þættinum fyrir alllöngu, þótt ég birti vísur hans ekki fyrr en nú. Stefán segist oft nota sér fyrirsagnir í blöðum til þess að gera úr vísur. I „Dropum” var þessi fyr- irsögn: „Græða lögfrasðingar á auknum umsvif- um glæpóna?” og Stefán kveður: stjóra. „En neyöarljósin dugðu aðeins í tvo tíma og er hlánaði fór allt á flot í stöðinni vegna leka. „Á við sturtubað í vegabréfsskoðuninni”.” Þá komþessi: / myrkrinu heyrðist mikið kvartað, meira ’ um flug var ekki á blaði. Tolla-Stjáni í sturtubaði, standið neyðar greip um hjartað. Stefán kveöur í tilefni myndtexta í Tímanum, eftir að mikið óveður hafði gert á Suður- og Vest- urlandi: Breyttir tímar, ferðum fcekkar, farartálmar margur sér. Hraðatakmark loksins lœkkar, lítil slysatíðni er. Steinn G. Hermannsson hefur bréf sitt á þessa leið: Komdu hérna heill og sœll, Helgarvísu-Skúli. Síðan spyr Steinn: Skyldi vera hægt að botna þetta eða prjóna framan við? Steinn segir: Þú mátt skila þakklæti til Mar- grétar fyrir botninn við fyrripart minn um daginn. Hér kemur fyrst botn við fyrripart hennar: Aftur leiðin opnast greið inn til heiðalanda. Dýr bifreið með dekkin breið drífur eyðisanda. „Og fyrripartar þínir úr 53. þætti,” segir Steinn: Skyldi Stefanía nú ná að endurfœðast? Á því hef ég enga trú, ýmsir burtu lœðast. Lífs á göngu lúinn ég lít nú yfir farinn veg, en sú för var ekki treg og oft á tíðum skemmtileg. Nú er vor um fold og firði, ferðalanga vaknarþráin. Um þjóðveginn með þunga byrði þramma margir út í bláinn. Steinn segir: Það er sagt, að þegar ég kemst í krossgátu eða er að lesa, þá heyri ég hvorki né sjái. Tengdamóðir mín ætlaöi eitt sinn að sann- reyna þetta, þegar ég var að ráða krossgátu, og fór hún að raula fyrir munni sér: „Steini greyiö, Steini greyið.” Heyrn mín var í fullkomnu lagi og þegar hún hætti, leit ég upp og sagði við hana: Allir bera um betri tíð í brjósti vonarneista. En ríkisstjórnin landsins lýð lagin er að kreista. Gvendur J. sendir botna: Lengi getur verra en vont versnað, máttu reyna. Þvígerði ekki gamli Mont- gomerry að leyna. Nú er vor um fold og firði, ferðalanga vaknarþráin. Þúsund karls eru þeygi virði þeir, sem gana út í bláinn. Þó að mörgum þyki gott þrumarann að smakka, felmtraður ég flý á brott við fnyk úr gömlum rakka. Ekki reynist gatan greið, grjót í hverju spori. Hefur þarna skellt á skeið Skúli á liðnu vori. Fjöl hefur á Flúðum gist, fannst þar mörgum gaman. Þar hafa skötuhjúin hitzt, hjalað og leikið saman. Ætíð saklaus, sœt og fín, saman bezt við undum. En eins og fleira ástin dvín, enda er hlé á fundum. Þá er komið að splunkunýjum fyrripörtum. Gvendur J. sendir þessa: Loksins brosir sumarsól, sem við þráðum lengi. Er sem styðji ceðri máttur oft í hryðjunum. Friðrik Sigfússon sendir þessa fyrriparta: Þótt í búiþröngt sé nú, þá ég trúi á landið. Þó að kaldir vetrarvindar veiki flestra hugarþel, Þó að blási margt í mót, mceta skalt því glaður. Friðrik lýkur bréfi sínu á þessa leið: Flest ergott við framlag, Skúli, þitt, þótt finna megi galla í mörgu stefi. Leirinn búinn, Ijóð á enda mitt, og lokið hef ég þessu stutta bréfi. Að heyraþetta sei, sei, sei, síztþér ferst að gjamma. Sjálf þú verið getur grey, gamla tengdamamma. Utanáskriftin er: Helgarvísur pósthólf 66 220 Hafnarfjörður Skúli Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.