Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
Popp
Popp
23
Popp
Popp
Popp
Hverjum
Tiu ára afmæll
timamétaverks
Mlke Oldfields,
Tulmlar Bells
Þann 23. maí sídastlidinn voru lidin nákvœm-
lega 10 ár sídan tímamótaverk Mike Oldfields,
Tubular Bells, var gefid úl. Tónverkið hafði Old-
field samið aðeins 17 ára gamall en hann stóð á
tvítugu þegar lítið plötufyrirtœki, Virgin, féllst á
að gefa skífuna út eftir að mörg stœrstu hljóm-
plötufyrirtœki Bretlandseyja höfðu heykst á og
vísað Oldfield á dyr. Nú, úratug síðar, hefur
Tubular Bells selst í um 10 milljónum eintaka og
hlotið margs konar viðurkenningu, til að mynda
var tónlistin notuð í kvikmyndinni umdeildu The
Excorsist. Þessa dagana kemur út áttunda breið-
skífa Oldfields og nefnist hún Crises.
I.
Mike Oldfield fæddist í bresku
borginni Reading áriö 1953 og er því
þrítugur á þessu ári. Fjórtán ára
gamall hóf hann aö leika meö systur
sinni, Sally, og nefndist dúettinn
Sallyangie. Eftir systkinin liggur ein
breiðskífa. Áriö 1968 stofnaöi Old-
field sína eigin hljómsveit, Barefoot,
en ekki leið á löngu þar til hann gekk
til liös viö hljómsveit Kevin Ayers,
The Whole World. Oldfield lék þar í
fyrstu á bassa en síðar varð hann
aöalgítarleikari og starfaði meö
hljómsveitinni uns hún lagði upp
laupana á árinu 1971.
II.
Oldfield var þó ekki við eina fjölina
felldur. Frítímum sinum varöi hann í
einrúmi viö tónsmíðar og útkoman
varö tónverkið Tubular Bells. Meö
demoupptökur undir arminum gekk
hann milli plötufyrirtækja og bauð
stjórnendum þeirra aö gefa verkið
út. En enginn þeirra hafði trú á fyrir-
tækinu og efuðust stórlega um aö hér
væri á ferðinni fyrsta flokks sölu-
vara. Sjálfur fullyröir Oldfield aö ef
hann væri að byrja aftur nú áratug
síöar yröu viðtökur útgefendanna á
sömu lund. Loks rak hann á fjörur
plötubúðareiganda sem var í þann
vegin að stofna eigiö útgáfufyrir-
tæki. Richard Branson, en sá var
maöurinn, var til í aö láta slag
standa og Tubular Bells varð fyrsta
breiöskífan sem Virgin gaf út. Ekki
leiö á löngu þar til fyrirtækiö var orö-
iö eitt hiö stærsta sinnar tegundar í
Bretlandi. Á Tubular Bells var Old-
field allt í öllu. Hann var höfundur,
næstum eini flytjandinn og sjálfur sá
hann um upptökurnar aö mestu leyti.
Viðtökurnar uröu með eindæmum.
Þrátt fyrir aö Oldfield fylgdi plötunni
ekki eftir meö hljómleikum rauk
platan upp vinsældalista og sat þar í
háa herrans tíö. Tubular Bells er ein-
hver áhrifamesta breiöskífa sem
kennd hefur verið vió popp. Þaö var
svo ári síðar aö önnur breiðskifan
kom út, Hergest Ridge, og hún skaut
Tubular Bells aftur fyrir sig á
vinsældalistum. Hergest Ridge fékk
þó slæmar viðtökur gagnrýnenda,
sem þótti liún vera endurtekning á
Tubular Bells.
III.
Haustið 1973 sagði Oldfield skilið
viö skarkala heimsins og flutti til
Wales þar sem hann hreiöraöi um sig
úti í sveit. Þar vann hann sína þriöju
breiðskífu, Ommadawn, sem margir
vilja meina aö sé hans besta fram aö
þessu. Um plötuna hefur Oldfield
þetta aó segja: „Hún endurspeglar
sálarstríö mitt á þessum tíma. Eg
var mjög langt niðri og þurfti á aö-
stoö sálfræöinga aö halda. Á plötunni
reyndi ég aö vera sjálfum mér sam-
kvæmur og túlka hugarástand mitt.
Jú, mér tókst að yfirstíga erfiöleik-
ana — kannski var ég einfaldlega
heppinn. En mér tókst aö öðlast
sjálfsvirðinguáný.”
IV.
Fjóröa breiöskífan, Incanta-
tionslkom út 1978 en í millitíðinni
komu út tvær breiðskífur; önnur var
sinfóníuútgáfa af Tubular Bells og
hin þriggja plötu albúm með liveefni
af fyrstu plötunum tveimur auk ör-
fárra nýrra stefa) bar einnig merki
þunglyndisins en hin fimmta,
Platinium (kom út 1979 en áriö áöur
haföi tvöföld liveplata meö gömlu
efni, Boxed, komið út) markaði
afturbatann. Sama ár hélt Oldfield í
sína fyrstu eiginlegu hljómleikaferö.
Ári síðar kom loks QE2, 1982 Five
Miles Out og nú sú áttunda, Crises.
V.
Tíu ára afmælisins hefur veriö
minnst á margan máta en hápunkti
nær tilstandið þann 22. júlí þegar
Oldfield hyggst fremja stórkonsert á
Wembleyleikvanginum í Lundúnum
og þangað vonast hann til aö fá verð-
uga gesti. Veröa þaö fyrstu hljóm-
leikar hans um tveggja ára skeið. Þó
hefur rokkpressan minnst afmælis-
ins þótt samband Oldfields og blaöa-
manna hafi ekki alltaf verið upp á
þaö besta. I rokkblaðinu Music &
Video Week birtist nýlega athyglis-
vert viðtal viö Oldfield (viðtöl viö
kappann eru ekki á hverju strái) og
veröa hér á eftir birtar glefsur úr því
viðtali.
Spyrjandinn fékk Oldfield í upp-
hafi til að segja sér frá þunglyndis-
árunum, sem fyrr var minnst á, en
síðan spyr hann hvort þaö sé meðvit-
að markmiö Oldfields aö hasla sér
völl á smáskífumarkaöinum og
tilgreinir Five Miles Out (til dæmis
titillagið og Family Man) og nýju
plötuna, Crisis (MoonlightShadow).
„Já,” svarar Oldfield. „Ekki þar
fyrir að ég sé minni tónlistarmaður
fyrir vikiö heldur er ég orðinn betri
kaupsýslumaður. Bæði er það vegna
sölumöguleikanna og eins vegna
þess að smáskífurnar eru skemmti-
legt verkefni aö glíma vió. Þær gera í
raun meiri kröfur heldur en breiö-
skífurnar þar sem maður getur látið
allt flakka. Smáskífur krefjast meiri
aga og skipulagðari og vandaöri
vinnubragöa. Þetta er þó sorglegt í
aöra röndina því ’aö smáskífa verður
helst aö innihalda „hit”lag.”
VI.
Hvers vegna virðast vinsældir Old-
fields vera meiri á meginlandi
Evrópu og vestanhafs heldur en í
heimalandinu?
„Að mínu mati er þar pressunni aö
miklu leyti um aö kenna. Blaðamenn
sneru fljótt viö mér bakinu. Liklega
vegna þess aö ég vildi ekki tala viö
þá. Raunar leyföi ég nokkur viötöl
eftir Tubular Bells en mér fannst þau
gefa alranga mynd af sjálfum mér
og tónlistinni minni. Og þess vegna
hætti ég aö leyfa viötöl. Og eflaust
urðu margir fyrir vonbrigðum meö
að ég vildi ekki halda hljómleika. I
staöinn hélt ég mig frá straumnum
og samdi Hergest Ridge. En nú hefur
þetta breyst. Nú hugsa ég satt aö
segja meira um fjármáiahliöina
heldur enáöurvar.”
En er ekki sorglegt aö tónskáld á
borð viö Oldfield skuli þurfa að selja
sig Mammon konungi?
„Auðvitaö er sorglegt aö peningar
skuli spila stærsta hlutverkið hjá
plötufyrirtaskjunum. Og þaö sem
verra er, útgefendur eru orðnir svo
geldir og ihaldssamir aö þeir vita vart
lengur hvað er góð tónlist. Tökum til
dæmis Private Investigations frá
Mark Knopfler. Þar fór saman frá-
bær tónlist og góö söluvara. Utgef-
endurnir höföu litla trú á útgáfunni
en þaö sýndi sig aö þeir höföu rangt
fyrir sér. Og talandi um minni plötu-
sölu en áöur þá liggur sökin hjá út-
gefendum fyrst og fremst. Þeir gefa
mestmegnis út rusl sem enginn
kaupir til lengdar. En varðandi þaö
aö ég sé aö selja mig peningaöflun-
um, þá hef ég séö sorglega marga
góöa en unga og reynslulitla
tónlistarmenn fara í hundana vegna
þess aö þeir létu aðra sjá um fjár-
málin. Þeir héldu aö þeir mættu eyöa
peningum aö vild á annarra kostnaö.
Þaö munaði engu að þannig færi um
mig.”
VII.
Oldfield metur sem sagt popp-
tónlist dagsins í dag ekki mikils?
„Stundum kemur ýmislegt gott
fram en þaö er af sem óöur var á 7.
áratugnum, þegar hægt var aö njóta
alls þess sem gefið var út. Nú er allt
of mikiðaf rusli á markaðnum.”
Samstarf Oldfields og Virgin hefur
ekki gengið áfallalaust síðustu ár og
hafa málaferli risið út af samvinn-
unni.
„Þrátt fyrir þaö erum við Branson
góöir vinir og samstarf okkar hefur
haldist. En viö vorum ekki sammála
um sumt og urðum ásáttir um að láta
dómstóla skera úr um hvor heföi rétt
fyrir sér.”
Ein afleiðing þessa hefir oröiö sú
aö Oldfield hefur stofnaö eigið'út-
gáfufyrirtæki.
„Mig dreymir um aö kosta fyrir-
tækiö meö útgáfu á eigin verkum. Eg
ætla einnig aö gefa út plötur fyrir
vini mína og sú fyrsta verður meö
David Bedford. (Samstarf Oldfields
og Bedfords hefur staðið alllengi.
Bedford þessi hefur fengist viö alls
lags tónlist, allt frá að skrifa klassisk
verk upp i aö útsetja fyrir listamenn
á borö viö Elvis Costello, Madness,
Graham Parker og Kevin Ayers.) Sú
.plata kemur ekki til meö að seljast í
stóru upplagi en þar er á ferðinni tón-
list sem viö persónulcga kunnum aö
meta.”
Og hvaða plata Oldfields er best,
aömatihanssjálfs?
„Þaö fer eftir ýmsu. Eg verö bæði
aö taka tillit til verkanna sjálfra og
hvernig er aö spila þau fyrir framan
áheyrendur. Tubular Bells er frá-
bært verk aö mínu mati og ég nýt
þess enn aö leika það „live”. En hvað
plöturnar áhrærir er sú síðasta alltaf
best.”
-TT.