Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
17
Bílar
Bflar
Bflar
Bflar
Bflar
í tilraunastofunum er líkt eftir ójöfn-
um á veginum...
Verda að standast hraða og átök
Á fullri ferð inn í eina beygjuna. Hliðarálagið á dekkin er gifurlegt og gúmmíreykinn leggur frá bilnum.
. . .eða viðnám gegn utanaðkomandi
hlutum mælt.
Það er loft sem ber bílinn uppi, hjól-
barðinn er aöeins umbúðir utan um
það. Til að „umbúðimar” skili sínu
hlutverki rétt þurfa þær að vera i sam-
ræmi við það notagildi sem þeim er
ætlað.
I öllum akstri hvort sem er á fólksbíl-
um eða vinnuvélum koma upp tilvik
sem álag á hjólbarðann verður miklu
meira en venjulega. I hönnun hjólbarð-
ans þarf því að taka tillit til marghátt-
aðra aðstæðna, sem jafnvel koma
sjaldan eða aldrei fyrir.
Til að reyna hjólbarða við hinar
ýmsu aðstæður er hjá tilraunastöð
Goodyear í Colmar-Berg í Luxemburg
sérstök kappakstursbraut þar sem
allar gerðir hjólbarða eru þolprófaðar
rækilega áður en fjöldaframleiðsla
hefst. Brautin er um fimm kílómetra
löng og er í mörgum hlykkjum auk
langrar brautar til hraðaksturs. Mikill
bílafloti er notaðurtil hjólbarðaprófun-
ar bæði á eigin framleiöslu verksmiðj-
anna svo og til samanburðar á dekkj-
um frá helstu keppinautum. Auk
akstursins á kappakstursbrautinni,
þar sem bæði fara fram þolprófanir
með akstri í krákustígum, hraða og í
bleytu, er einnig floti bíla í stöðugum
akstri um hraöbrautir í nágranna-
löndunum.
Á hverju ári fer einnig hópur tækni-
manna með bíla til aksturstilrauna í
snjó og ís. Er þá ýmist farið til norð-
urhéraða Svíþjóðar ' eða til fjalla í
Sviss. Á brautinni í Colmar-Berg hefur
verið komið fyrir fullkomnum búnaði
til að mæla viðnám hjólbarða i bleytu.
Á einum stað í brautinni er felld þykk
Það gengur mikið á þegar fulllestuðum
vörubíl er ekið í krákustígum eftir
tilraunabrautinni.
Traktorinn þessi malar hring eftir hring með fjarstýringu svo hægt sé að mæla
þoi hjóibarðanna í akstri.
glerrúða í malbikið. A glerið er hellt
tveggja millimetra vökvalagi sem
bílamir eru látnir aka yfir á ýmsum
hraðastigum, en síðan er fylgst með
viönáminu með sérstökum ljósmynda-
og mælitækjum neöanfrá. Myndimar
hér á síðunni sýna vel muninn á nýjum
og hálfslitnum hjólbarða við akstur i
bleytu.
Eftir að hafa skoöað aðstæður á
tilraunabrautinni bauð A. Beauchef,
sem stjórnar tilraunaakstri Goodyear,
í ökuferð um brautina. Sest var upp í
bíl af gerðinni Opel Senator og ein sú
æsilegasta ökuferð sem ég hef farið í
hófst. Byrjað var á því að koma bílnum
á góöa ferð, nálin á hraðamælinum var
farin að sýna háa þriggja stafa tölu.
Þegar fullri ferð var náð var framund
an svæði á beinu brautinni þar sen
vatn var látiö renna stööugt yfir braut
ina og þar höfðu verið búnir til mei
keilum krákustígar sem aka þurfti um
Síöan var ekið á miklum hraöa í beygj-
um eftir brautinni og var ökuleikni
Beauchef með ólíkindum, svo hratt var
farið í sumar beygjurnar. I einni
beygjubrautinni var vatnsflóð látið
ganga yfir bílinn og brautina en
farið á 90 km hraða í beygju sem
venjulegir ökumenn hefðu talið sig
fullsæmda af að fara á einum þriðja i
hraðans.
Þrátt fyrir að tilraunabrautin hafi
verið í notkun í mörg ár og þar hafi
verið eknar nokkrar milljónir kíló-
metra hafa ekki orðið nein óhöpp í
akstri. Til öryggis eru allir bílamir í
tilraununum búnir því öflugasta velti-
búriseméghef séð.
Fulllestaðir vörubílar voru einnig í
akstri á brautinni og var ótrúlegt að
sjá hve mikið álag var sett á dekkin í
akstrinum án þess að lát y rði á þeim.
Það var greinilegt að verksmiðjurn-
ar leggja mikla áherslu á að reyna
hjólbarða við allar hugsanlegar
aðstæður þannig að þegar bíleigendur
setja þá undir bíla sína eigi þeir að
geta ekið ánþessaðhafaáhyggjur.
En aðalatriðið er eins og Beauchef
sagði að hver ökumaður geri sér grein
fyrir þeim aðstæðum sem ríkja í
daglegum akstri og velji sér dekk í
samræmi við það og bíllinn sjálfan.
-JR
Bíllinn stendur á „glugganum”.
Nákvæmar fótosellur setja af stað ljós-
eða kvikmyndavél undir gierinu sem
myndar viðnámið á mismunandi
hraða.
Myndirnar sýna hvernig viðnám nýs hjólbarða og hálfslitins mæiist á mismunandi hraða. Efri línan sýnir nýjan hjólbarða. Til hægri er viðnámið mest á hægum
hraða en hefur minnkað sáraiítið þótt bíllinn sé kominn á 125 km hraða á myndinni yst til vinstri. Neðri línan sýnir háifslitinn hjólbarða og þar minnkar snerti-
flöturinn verulega eftir því sem hraðinn eykst og yfir 100 km hraða „flýtur” hjólið í bleytunni, sem þó er aðeins tveggja inillimetra vatnsiag ofan á glerinu.