Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. Kvikmyndir 19 Kvikmyndir Japönsk viöhorf Brátt fá íslenskir kvikmyndahúsagestir tækif æri til ad sjá nýjustu mynd japanska leikstjörans Nagisa Oshima sem vann sér það tíl frægðar að vera leikstjöri myndarinnar Veldi tilfinninganna sem aldrei fékkst sýnd á Kvikmyndahátíð 1979 Líklega hafa fáar kvikmyndir vakið eins mikiö umtal og almennan áhuga og japanska myndin VELDITILFINN- INGANNA um árið. Ætlunin var að taka myndina til sýningar á listahátíð 1979 en eins og flestum er minnisstætt töldu yfirvöld þessa mynd óhæfa til sýningar vegna þess að hún fór að þeirra dómi út fyrir þau velsæmismörk sem gerð eru til mynda sem innihalda atriði með ástarleikjum. Það kostulegasta við alla þessa umræðu var ef til vill það að aðeins örfáir útvaldir urðu þess aðnjót- andi að fá að sjá þessa umdeildu mynd og því reyndist ýmsum erfitt að ræða málefnalega um kosti og galla mynd- arinnar. Nú gefst þeim kvikmyndaáhuga- mönnum, sem vildu leyfa sýningar á VELDI TILFINNINGANNA (Ai No Corrida) á þeirri forsendu að um væri að ræða virtan og listrænan leikstjóra, tækifæri til að heimsækja á ný kvik- myndahús. Forráðamaður Bíóhallar- innar tilkynnti nýlega í dagblöðum að hann hefði keypt sýningarréttinn á al- veg nýrri mynd eftir Nagisa Oshima sem ber heitið MERRY CHRISTMAS Mr. LAWRENCE. Þótt hér sé um að ræða mynd sem er gerólík VELDITIL- FINNINGANNA ætti hún þó að vera dálítil sárabót fyrir hina fjölmörgu að- dáendur Oshima. Slæm sambúð Skömmu síðar versnar enn sambúð in milli Lawrence, talsmanns fang anna, og Yonoi eftir að sá fyrmefnd: neitar að gefa upp hver fanganna s« sérfræöingur í meðferð vopna. Yonoi lætur kyrrt liggja en reynir að sá meöal fanganna grunsemdum um að Lawrence sé uppljóstrari fyrir Jap- ana. En þegar Yonoi lætur Kanemoto framkvæma harakiri í viöurvist allra fanganna, þá mótmæla þeir og Yonoi ákveður aö refsa þeim með þvi að láta þá svelta. Þessu er Cellier ekki sam- mála og mótmælir og lætur Yonoi þá varpa honum og Lawrence i einangr- un. En nótt eina þegar undirforinginn Hara er á fyllerí um jólaleytið þá hleypir hann þeim út, og þeir reyna að flýja. Það tekst ekki og Yonoi lætur safna öllum föngunum saman til að vera vitni að aftöku á nýjum yfirmanni fanganna sem hafði óhlýðnast fyrir- skipunum hans. Cellier aftrar aftök- unni meö því að ráðast að Yonoi, faðma hann og kyssa á báða vanga. Yonoi verður svo mikið um þetta að hann fær taugaáfall og nýr yfirmaður er skipaður yfir búðunum. Nýi yfir- maöurinn lætur sitt fyrsta verk vera að láta grafa Cellier upp aö hálsi í sand og bíöa þannig dauðdaga síns. I hlutverki Yoni er ungur, þekktur, japanskur skemmtikraftur að nafni Ryuichi Sakamoto. Hann er hér til hægri á myndinni. Ólíkar persónur MERRY CHRISTMAS Mr. LAW- RENCE gerist á eyjunni Jövu árið 1942, að mestu leyti í fangabúöum Japana þar í landi. Myndin er byggö á bókinni THE SEED AND THE SOWER eftir Laurens van der Post ásamt smásögunum A Bar of Shadow og The Sword And The Doll eftir sama höfund. Hún segir frá lífi fjögurra ólíkra manna og hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Yonoi (Ryuichi Sakamoto), yfir- maður fangabúðanna, er mikil harð- jaxl sem heldur uppi járnaga í búöun- um. Tengiliður hans við fangana er Lawrence (Tom Conti) ofursti sem var valinn fulltrúi þeirra vegna þess að hann kunni eitthvert hrafl í japönsku. Dag nokkurn lendir Lawrence í rirnmu viö japanska undirforingjann Gengo Hara (Takeshi) vegna þess að hann hafði fyrirskipað kóreönskum varð- manni að fremja harakiri eftir að hafa ráðist á hollenskan fanga. Yonoi bland- ast inn í máliö en ákveður að taka ekki afstöðu fyrr en hann hefur verið við- staddur herrétt sem átti að fara fram í Batavia. Þar fær hann mikla samúð meö hinum ákæröa, Jack Cellier (David Bowie), sér til mikillar undrun- ar og lætur senda hann í fangabúðir sínar. Grimmd og miskunnarleysi Nú víkur sögunni til ársins 1946 eftir að stríðinu lauk. Þá hittir Lawrence aftur undirforingjann Hara sem nú hefur verið dæmdur til dauða sem stríðsglæpamaður. Þeir fara að spjalla saman og rif ja upp gamlar minningar. Handritið að MERRY CHRISTMAS MR. LAWRENCE er skrifaö af Oshima og Paul Mayersberg sem færði hugmyndir Oshima í það form sem Vesturlandabúar ættu að skilja auð- veldlega. Líkt og margir Japanir á Oshima erfitt með aö útskýra japansk- an hugsanagang fyrir Vesturlandabú- um. Það sem Japanir myndu skilja á augabragði og þætti sjálfsagt vegna menningar og uppeldisþátta gæti virk- aö framandi eða jafnvel fráhrindandi fyrir aðrar þjóðir. Hlutverk Paul May- ersberg var að brúa þetta bil án þess þó aö gera hlutina of einfalda. I myndinni kemur vel fram sá járn- agi og hópkennd sem einkennir jap- anska herinn. Þar sem Japan hefur alltaf verið mikið karlaríki og þar sem einnig er tiltölulega grunnt á ofbeldi undir yfirborði þjóðfélagsins er ekki óeðlilegt að mikill agi og harka ríki í hernum. Enda var japanski herinn í seinni heimsstyrjöldinni orðlagður fyr- ir grimmd og miskunnarleysi gagn- vart andstæðingum sínum. Oshima ■ Hér sést David Bowie, sem fer með hlutverk fangans Jack Ceilier. lætur oft endurspeglast í myndum sín- um þessa grimmd, eins og t.d. í mynd- unum DEATH BY HANGING, THREE RESURRECTED DRUNKARDS (Kaette Kita Yopparai) og aö vissu marki í VELDI TILFINN- INGANNA. Misheppnuð henging DEATH BY HANGING byggir á sannsögulegum atburði og hefst á ná- kvæmri útfærslu á hengingu. Um er að ræða ungan Kóreubúa sem hafði veriö dæmdur til dauða fyrir morð og nauðg- un. Hengingin mistekst og þar með gefst Oshima tækifæri til að reyna að útskýra hvers vegna Kóreubúinn framkvæmdi þessi illvirki. Starfsmenn fangelsisins reyna að sannfæra Kóreu- búann um sekt hans sem hann neitar stööugt. Þeir ákveða því að sviðsetja glæpinn og gengur þá á ýmsu. DEATH BY HANGING er að mörgu leyti dæmigerð Oshima mynd. Þar tek- ur hann fyrir dauðarefsinguna og velt- ir fyrir sér hugtökunum glæpur og refsing. I myndinni MERRY CHRIST- MAS Mr. LAWRENCE er megininntak myndarinnar hins vegar striö, agi og friður. Haft hefur verið eftir Oshima að „ef við útskýrum ekki hinn hulda lífsanda japönsku þjóðarinnar, sem sífellt er aö flýta sér, jafnt að lifa sem deyja, þá mun Japan fljótlega dragast inn í nýtt stríð”. Meðal annars út frá þessu hefur Oshima unnið nokkrar myndir sínar í samvinnu við erlenda aöila til að eiga auðveldara með að koma boðskap sínum á framfæri á Vesturlöndum. Hann hefur þó aldrei gengið eins langt og í þetta sinn með myndinni MERRY CHRISTMAS Mr. LAWRENCE. Maður er nefndur Oshima En hver er þessi Nagisa Oshima. Hann er fæddur árið 1932 í borginni Kyoto í Japan. Hann hóf leikstjóm 27 ára að aldri eftir að hafa starfað sem aöstoðarleikstjóri hjá Shochiku kvik- myndaverinu. I fyrstu gerði hann myndir sem fjölluðu um hálfgerða vandræðaunglinga en síðar urðu myndir hans pólitískari og bitastæðari. Hann fór að ráðast á borgaralegar heföir og hræsni í myndum sinum. Þótti mörgum Oshima undir sterkum áhrifum frá Godard en Oshima leiddi nýbylgju japanskrar kvikmyndagei ð- ar ásamt þeim Teshigahara, Shinida og Urayama. Það var einkennandi f> r- ir þessar myndir að þær fjölluðu um þjóðfélagsleg málefni sem var krydd- aö oft á tíðum með svæsnum kynlífs- senum og svo of beldisatriöum. Fljótlega kom í ljós að Oshima var mjög efnilegur kvikmyndagerðar- maður og æ fleiri myndir eftir hann voru sýndar í kvikmyndahúsum utan Japans. Má þar nefna DIARY OF A SHNJUKU THIEF (Shinjuku Dorobo Nikki), THE BOY (Shonen) og svo THE CEREMONY sem hann gerði 1970 og segir sögu japanskrar fjöl- skyldu bæði í nútíð og þátíð. Oshima ér vanur að fara sína eigin leiö í kvikmyndagerð og skipta sér lítið af því hvað starfsbræður hans eru að gera. Hann er iðinn að kryfja japanskt þjóðfélag og finna veika punkta í því til að gagnrýna. Því er þaö mikill fengur fyrir íslenska áhorfendur að geta brátt bariö augum verk þessa merka jap- anska kvikmyndageröarmanns þegar MERRY CHRISTMAS Mr. LAWRENCE verður tekin til sýningar í Bíóhöllinni. -BH. Hér sést Nagisa Oshlma lelðbeina einum af leikurunum, Sakamoto, í einu atriðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.