Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 5 eöa þaö sem nú yrði kallað nesti, var feitmeti (smjör, tólg, hnoöaður mör) og kjöt (kæfa). En auk mötunnar fengu vermenn rúg (brauö og kökur), harö- fisk, sýru og síðar kaffi, kaffibæti og sykur. öll þessi matföng voru köUuð útgerð eða útvigt, og hinn fastákveðni skammtur, sem var mismunandi eftir því hvar var á landinu, nefndist lögút- gerð. Hún var ýmist miðuð við heUa vertíð, mánuð, þrjár vikur, hálfan mánuö eða einungis vUtu. Eins og gefur að skUja þegar nesti er annars vegar, þá áttu vermenn mis- jafnlega erfitt meö að treina sér skammtinn fram eftir vertíö. Þetta átti til dæmis við um smjörið, sem alUr voru sólgnir í á þessum tíma en var dýrt. Eftirfarandi vísa var ort í sjóbúð þegar einn vermaður á miðri vertíð var svo til kominn í þrot með smjör- skammtsinn: Átta merkur á hann Jón eftirískrínusinni, má það heita mikiö tjón, ámiðrivertíðinni. Jón Gíslason heitir þessi gamU GrindvDdngur sem sést í dyragætt einnar sjóbúða- rústarinnar. Hann slóst í för með okkur DV-mönnum til þessa sögufræga útræðis, enda þekktur sjómaður úr sínu heimahéraði og man tímana tvenna og margar sögur frá sjósókn fyrri tíma. önnur vísa er þekkt um svipað efni: Smérið bráðast þrýtur þá þar tU ráö má enginn s já mör skal hrjáður hefnast á hitt f yrst áður þrot réö fá. TU er skemmtUegt orðatUtæki — til- orðið í verbúð — um það hlutskipti manna að verða uppiskroppa með smjör áður en vertíð lauk. Það voru Sunnlendingar sem höföu þetta orða- tUtæki að orði, en þeir sögðu um þá sem voru orðnir smjörlausir, aö þeir þyrftu að „skyrpa á bitann”. „mín erævin, egþaðfínn, öllmeð ræfíls leiðindin " Ekki var heldur óeðlUegt að vermönnum gengi erfiðlega að treina sér kæfuna út vertíðina. Eftirfarandi vísa er til vitnis um það: Ott er kæfan uppétin er því gæfan frásnúin mín er ævin, eg það finn, ÖU með ræfUs leiðindin. Sá sem kom vanbúinn af mötu í ver- ið, var jafnan kaUaður mötuUtUl, en sá sem var kominn í mötuþrot fyrir lok, mötustuttur. Þegar saxast tók á möt- una var sagt að komnar væru messur eða Maríumessur í skrínurnar, og oUi þaö sumum vermönnum hugarangri sem einn þeirra lýsir þannig: Mín er útgerð orðin rýr eykur sút því mæðan knýr niðurlútur h jari óhýr harmi þrútinn máls óskýr. Kann ég ljúka upp kofforti kámur strjúka af botni áfram r júka í ráðleysi reiður brúka iUyrði. Og með þessum gagnorðu vísum um eymd höfundar í verbúðinni lýkur þessari lýsingu á verbúðum og verbúðarlifi á fyrri öldum. -SER tók saman. (Helstu heimUdir: Islenskir sjávar- hættir II eftir LúðvUc Kristjánsson, Rauðskinna 1. bindi, safn frásagna eftir Jón Thorarensen, ýmis munn- mæUogfleira.) LITIÐIMI SJÓBtB Á þessum myndum sjást annars vegar rústir einnar sjóbúöarinnar á Selatöngum eins og hún lítur út núna (ljósmynd) og hins vegar uppdráttur sömu rústar og ágiskun um ytra útlit hennar, unnið af Herði Kristjáns- syni. Á myndinni og uppdrættinum sést hvar dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sjávar. Inn af þeim hafa verið rösklega þriggja álna löng göng og er þá komið þar inn í búðina, sem rúmfletin hafa verið, en bilið milli þeirra er um einn metri. Rúmin eru næstum fjórir metrar á lengd en dálítið misbreið (sem kann að stafa af missigi). Búð þessi hefur rúmað átta menn. I framhaldi af rýminu á milli rúmfletanna, eru rúmlega eins metra löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhús um tveggja metra breitt. Hlóðirnar sjást enn glögglega (á ljósmynd- inni). Þannig hafa vistarverur verbúðarmanna verið á tímum útræðanna, og víst hefur gamla orðatiltækið átt þarna við, að þröngt megi sáttir sitja. Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var siðasta sjóbúðin rifin, og hafa menn ekki hafst þar við síðan. •sí’- i**f*r% ,»*»** ■ L3 WIMf MEÐAL EFNIS I ÞESSARI VIKU_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.