Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
13
Og eggjatínslan hafin.
Sigmaöurínn kominn upp með fenginn. Ölafur Frímannsson tinir egg úr pokan-
um.
verið að segja yngri mönnunum til
og þeir eru smám saman að taka við
af honum. Einn þeirra ersonur hans,
allt efnilegir sigmenn.
Það er viss sjarmi yfir þessu
bjargsigi á vorin. Þetta er eiginlega
fyrsta útiveran á árinu. Við liggjum
gjaman í tjöldum og erum þarna í
nokkra daga. Og við borðum auðvit-
að egg, ýmist soðin eða étum þau
hrá.”
Krýsuvíkurbjarg er nokkuð gróið,
það gerir fugiadritið. Þar verpir
svartfugl, fýll og rita. Uppi á bjarg-
inu er virkur gasviti enda eru feng-
sæl fiskimið fyrir utan og mikiö af
bátum.
Eggjaþjófar
„Við verðum töluvert fyrir ágangi
þarna,” segir Einar. ,Jíru það eink-
um menn sem vilja síga í bjargið og
gera þeir það í óleyfi og i okkar
óþökk. Það hefur gengið svo langt,
að við höfum þurft aö kæra menn fyr-
ir vikið. Það hefur meira aö segja
verið reynt að komast sjóleiðina i
bjargið enda til töluverðs að vinna
því eggin eru eftirsótt vara.”
— Takiðþiðhvaðaeggsemer?
„Nei.við tökum svartfuglsegg ein-
göngu. Við hirðum hvorki fýls- né
rituegg. Þau síðarnefndu eru til
dæmis svo viðkvæm aö það væri
varla hægt aö koma þeim upp. Þau
þola ekkert hnjask.”
— Þú talar um eftirsótta vöru.
Hvað fáið þið fyrir eggið?
„I vor seldum við stykkið á 14
krónur í verslanir. Þetta er því tölu-
verð fjáröflunarieið hjá okkur þó
ekki sé hún stærst. Þaö er kannski
ekki aðalatriðið heldur hitt hversu
gaman við höfum af þessum vorferö-
um í Krýsuvíkurbjarg,” sagði Einar
Olafsson.
-KÞ.
Stund milli stríða. Frá vinstri Vigfús Þ. Jónsson, Hjaltl Ríkharðsson og Kristbjörn Óli Guðmundsson.