Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
Krýsuvíkurbjarg er þverhnípt og illfariö. Uppi á bjarginu er virkur gasviti, enda eru fengsæl f iskimiö fyrir utan og
ávallt margir bátar.
Sigid
í Krýsu ■
vtkur-
bjarg
Hvemig þætti þér aö taka heilt
fuglabjarg á leigu? Ekki svo galið
kannski, ef þú heföir eitthvað við þaö
að gera.. . og værir hvergi banginn
viðaðsígaíbjargið.
Þetta gera þeir björgunarsveitar-
menn í björgunarsveit Fiskakletts í
Hafnarfirði. Þeir félagar hafa síð-
ustu fimm ár verið með Krýsuvíkur-
bjarg á leigu. Þangað fara þeir á
hverju vori til eggjatöku, selja síðan
eggin og ágóðinn rennur til endurnýj-
unar og viðhalds tækja björgunar-
sveitarinnar.
Fyrir skemmstu fóru björgunar-
sveitarmenn í leiðangur út í Krýsu-
víkurbjarg. Við slógumst í för með
þeim og fylgdumst með í ærandi
fuglagargi...
„Þrjú til fjögur þúsund egg
eftir vorið"
I björgunarsveit Fiskakletts eru 25
menn. Eggjatakan í Krýsuvíkur-
bjargi er orðin árviss viðburður, svo
árviss að sumum finnst vorið og
sumarið ekki komið fyrr en búið er
að sígaí bjargið.
„Við förum alltaf annað slagið
hingað út þegar fer að vora, svona til
að fylgjast meö aö allt sé í lagi,” seg-
ir einn björgunarsveitarmanna, Ein-
ar Ölafsson. ,,En aöaleggjatakan fer
fram um mánaöamótin maí-júní.
Venjulega höfum við þetta þrjú til
fjögur þúsund egg upp úr krafsinu og
þau seljum við í verslanir í Hafnar-
firði. En eggjatakan er ein f járöflun-
arleiða björgunarsveitarinnar.”
— Þið leigið bjargið segiröu, hver
áþað?
,,Þaö er í eigu Hafnarfjarðarbæj-
ar. Við hirðum líka reka undir bjarg-
inu en þaö fylgir þeim hlunnindum
sem bærinn á. Þar er þó ekkert timb-
ur, aðeins einstaka netabelgir.”
Þótt björgunarsveitarmenn séu 25
síga þeir ekki allir í bjargið.
Það sér þriggja til fjögurra manna
hópur einkum um. Hver þeirra á
„sinn sigstað”, ef svo má að orði
komast. Það er að segja, hann sígur
nánast alltaf á sömu stöðum í bjarg-
iö. Þannig þekkir hann bjargið og um
leið eykst öryggið. Það eru bílar
björgunarsveitarinnar sem draga
sigmennina og þeir eru í talstöðvar-
sambandi viö viðkomandi bíl og gefa
þannig fyrirskipanir um hvort eigi
að slaka á eða draga.
„Lipurð og hugrekki er það
sem þarf"
— En er þetta ekki stórhættulegt
þrátt fyrir allt öryggið?
,,Ja, erekkiallt hættulegt? Efvar-
lega er farið gengur þetta slysalaust
og það hefur það gert hjá okkur fram
að þessu. Allur öryggisbúnaður hjá
okkur er í mjög góöu lagi, svo í raun
er ekkert að óttast. Það sem þarf hjá
sigmönnunum er lipurð og hugrekki
ogþaðhafaþeir.
Viö höfum á að skipa mjög reynd-
um sigmanni, Bjarna Björnssyni,
sem er ótrúlega fljótur og snar í
snúningum þegar í bjargiö er komið.
Hann hefur sigið víða, meðal annars
í Látrabjargi, svo hann er öllum
hnútum kunnugur. Hann hefur líka
I.V.'
Björgunarsveitarmenn skoða eggin, sem fengist hafa úr bjarginu. Standandi frá vinstri Kristbjörn Óli Guðmunds-
son, Vigfús Þ. Jónsson, Jökull Sigurjónsson og Einar Ólafsson. Sitjandi Ólafur Frímannsson, Jón Birgir Þórólfsson
og Sigurður Óli Guðmundsson.
Að mörgu er að hyggja þegar sigið er í bjarg. Alit verður að vera i stakasta lagi.
Einar Ólafsson aðstoðar Bjarna Björnsson sigmann áður en bann leggur í ’ann.