Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 20
20 Sérstæð sakamál DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. Háskalegt teboð Það heyrir til undantekninga að konur séu í hópi morðingja. Og þá sjaldan þær eru það er algengast að þær myrði með eitri. Svo var um meira en helminginn af þeim konum sem dæmdar voru fyrir morð í Bretlandi á árunum 1843 til 1956,36 af 68 dæmdum. Þegar kona fremur morð er það oftast við mjög sérstakar aðstæður. Moröinginn er oft aumkunarverð manneskja, fátæk, andlega van- þroskuö, ólæs, sem lætur stjórnast af sterkum tilfinningum og er í tilfinningalegu róti. Venjulega er fórnarlambið að finna í nánasta vina- eða fjölskylduhópi konunnar — bam, eiginmaður eöa elskhugi. Þegar kona myrðir bam sitt má slá því föstu að morðinu er í raun beint gegn ein- hverjum öðrum, oftast eiginmann- inum eöa elskhuganum. Það er einnig til í dæminu að morðið megi túlka sem ósk um að fremja sjálfsmorð. Fæstar fremja þær morð með fjár- hagslegan ávinning í huga. Algengt er að afbrýðisemi knýi þær til þessara óhæfuverka. Svo var raunin með frú Pearcey sem játaöi á sig morð af þessariástæðu. Frú Pearcey nefndi sig „frú” án þess þó að hún væri gift. I raun hét hún Mary Eleanor Wheeler. En hún tók upp eftimafnið Pearcey þegar hún byrjaði að búa með manni með því nafni. Síöan hélt hún nafninu löngu eftir að maðurinn var farinn. Þegar réttarhöldin í morðmálinu stóöu yfir var Pearcey lýst svo að hún væri há og sterklega vaxin með næstum karlmannlegt yfirbragð. En hún var fagurlimuð og hafði falleg augu. Blaðakona við Pall Mall Budget skrifaði að í framkomu verkaði Pearcey ekki eins og morðingi. Frekar mætti ætla að hún væri blíðlynd og góö mannvera. Hún væri með smáar vel lagaðar hendur, slétta húð og hraustleg í útliti. En það em engir góðir drættir í andliti hennar og þótt augu hennar séu skír er dimmt yfir þeim, skrifaði blaöakonan. Hafði vændi að atvinnu Tilfinningalegt rót og þrúgandi einmanakennd hefur augljóslega þvingað Eleanor Pearcey út í fjöl- breytileg ástarsambönd og ofnotkun áfengis. Arið 1890, þegar hún var 24 ára gömul, hafði hún framfæri sitt eingöngu af vændi. Aðdáandi hennar, Crichton frá Gravesend í Kent, greiddi fyrir hana þriggja herbergja íbúð við Priory Street í Kentish Town. Þangað kom hann reglulega í heimsókn i viku hverri. Annar aödáandi hennar var verka- maðurinn Frank Samuel Hogg. Hann var sá maöur sem Eleanor Pearcey elskaði heitast. Hún var vön aö setja logandi kerti í gluggann til að gefa honum til kynna að hann gæti komiö upp í íbúöina. Hogg var afar hégóm- legur og sjálfumglaður. Hann hafði þekkt Pearcey um margra ára skeið. Það ýtti undir hégómagimd hans þegar konur féllu fyrir honum. En í þetta sinn skapaði þessi árangur hans honum aðeins vandræði. Frank Hogg var giftur stúlku aö nafni Phoebe. Hún varð ólétt eftir Hogg áður en þau giftust og þaö vom bræður hennar sem komu honum í skilning um að best væri að þau giftu sig. En við þessar kringumstæður varö hjónabandiö engin sæluvist. Phoebe ól dóttur sem skírð var sama nafni og móðirin. Bamið bætti þó litið um ástandið á heimilinu. Þvert á móti fannst hinum sjálfumglaða verka- manni nú fyrst sem hann væri fastur í gildru. A þessu tönnlaöist hann sifellt við Eleanor Pearcey vinkonu sína. Þegar hann grét yfir örlögum sínum við öxl hennar sagðist hann enga leið eiga út úr vandanum aðra en að f remja sjálfsmorð eða flýja til Ameríku. Eleanor Pearcey hafði þekkt Phoebe Hogg áöur en hún giftist Frank. Hún haföi einnig verið náin vinkona systur Franks, er Klara hét. Vinskapur þessara þriggja kvenna virðist þó hafa verið orðinn ærið blendinn. Með ámnum virðist Pearcey hafa alið meö sér sjúklega afbrýðisemi og glórulaust hatur til Phoebe Hogg. Hún ímyndaði sér að hún gæti ekki lifað án Franks og hún vildi hafa hann fyrir sig eina. Efþú vissir hversu einmana ég er.... I bréfi til Frank Hogg skrifaði Eleanor Pearcey að hann yrði að hætta þessumsjálfsmorðsþönkumsem sæktu aö honum. Ef ekki vegna hans sjálfs, þá hennar vegna. I bréfinu skrifar hún: „Þú spyrð hvort mér sé ekki sama þótt þú hafir ekki komiö til mín um nokkurt skeið. Ef þú vissir hversu einmana ég er myndirðu ekki spyrja þannig. Ég yrði hamingjusöm ef þú kæmir á hverjum degi. Ég er svo mikið ein að ég sit og velti vöngum allan daginn. Þá verð ég svo rugluð í ríminu að ég veit hvorki í þennan heim né annan. Ég myndi ekki afbera þetta ef ég ætti þig ekki að, minn kæri. En ég er svo hrædd um að þú farir burt. Þá yrði mér allri lokið því að þú ert það eina sem skiptir mig máli í þessum heimi. Ég get ekki lifað án þín. Ég hef engan rétt til að gera til þín kröfur en ég get ekki sleppt af þér hendinni.” Vandi Eleanor Pearcey leiddi hana aö þeirri niöurstööu að hennar eigin hamingja væri bundin viö fráfall Phoebe Hogg. Hatur hennar beindist gegn eiginkonu elskhugans sem hún haföi hjá sér daga og nætur — óverðskuldað. ttrekuð teboð berast Frank og Phoebe Hogg bjuggu í lítilli íbúð við Wales Road í Kentish Town, ásamt móður hans. Þann 23. október fékk Phoebe skriflegt boð um að koma til tedrykkju að heimili Eleanor Pearcey í Priory Street. Phoebe sýndi systur Franks boðið. Á kortinu stóð: „Komdu í heimsókn síðdegis í dag og taktu litlu dótturina meö. Ekki valda mérvonbrigðum.” Af einhverri ástæðu gat Phoebe ekki komið í heimsókn þennan dag. Þá sendi Eleanor Pearcey annað boöskort daginn eftir. Og án þess að segja hvert ferðinni væri heitið fór Phoebe Hogg að heiman um klukkan 15.30 þann dag. Bamið hafði hún meö í barnavagni. Hún fór beinustu leið heim til Eleanor Pearcey. Hún lagði bamavagninum í þröngum stigaganginum og tók bamiö með sér upp í íbúöina. Henni var boðið sæti í dagstofunni þar sem slagharpa heimilisins stóð við einn vegginn. En það var í eldhúsinu sem Phoebe Hogg lét lífiö. Hún var myrt með eld- skörungi og hnífum. Svo virtist sem hún hafi barist hetjulega fyrir lífi sínu. Báðar konumar vora með stóra mar- bletti og skrámur eftir átökin. Tvær rúöur í eldhúsglugganum voru brotnar og blóöslettur voru út um allt gólf og upp um veggi. Nágrannar Pearcey heyrðu hávaöa frá íbúð hennar og sumir töldu sig hafa heyrt barnsgrát. En enginn þeirra skipti sér af því, enda vora óp og slagsmál hversdagslegir atburðir 1 þessu hverfi. Eftir morðið virðist Eleanor Pearcey hafa þvegið hendur sínar og morðvopnin og síðan reynt að fjar- lægja blóðblettina af gólfinu, gardín- unum og fötum sinum. Síðan bar hún líkið út í barnavagninn ásamt barninu og lagði teppi yfir. Þegar dimmt var orðið ók hún af stað með barnavagninn og hinn óhugnanlega farm hans. Hún ók fyrst í áttina að Eton Road í leit aö stað þar sem hún gæti losað sig við bamavagninn. Hún henti Phoebe Hogg af á byggingarsvæöi við Crossfield Road en skildi síðan barnið eftir við Finchley Road. Þá var það látið, að likindum kafnað í bamavagninum. Síðan gekk hún áfram meö bama- vagninn nokkra kflómetra í viðbót og skildi hann síðan eftir undir húsvegg. Þá hafði hún alls gengið um sex kíló- metra leið. Undarlegjátning Eleanor Pearcey kom seint heim þetta kvöld. Um klukkan 10 um kvöldið kom Frank Hogg í heimsókn. Hann hafði eigin lykla aö íbúðinni og gekk því beint inn. Þá var ljós í svefnher- berginu en aö öðru leyti var myrkt. Eleanor Pearcey var ekki heima. Hann varð ekki var við neitt óven julegt I íbúðinni, að því er hann sagði síðar. Hann skrifaöi því skilaboð um að hann hefði komið og f ór síðan. Frank Hogg hélt því síðar fram að hann heföi ekki vitaö til þess að Eleanor Pearcey og kona hans hefðu þekkst. Hann sagðist heldur ekki hafa haft áhyggjur af því þótt kona hans hafi ekki verið heima þegar hann kom heim þetta kvöld. Hann hélt að hún hefði farið að heimsækja sjúkan föður sinn. Hann vakti eftir henni til klukkan tvö um nóttina. Aö morgni næsta dags fór hann til vinnu klukkan sex að vanda. Hann kom aftur heim í morgun- mat klukkan átta. Þá var eiginkonan enn ókomin. Þá heyrði hann fyrst um óhugnanlegt morð sem framið hafði veriö kvöldið áður. Klara systir Franks varð þá áhyggjufull. Hún fór strax til foreldra Phoebe til að leita að henni. Þar hafði hún ekki komið. Þá minntist hún teboðsins frá Eleanor Pearcey. Pearcey sagðist í fyrstu ekkert hafa séö til Phoebe. En þegar Klara ítrekaði spuminguna svaraðihún: ,,Jú, ég hitti hana í gær en hún bað mig að segja ekki frá því. Hún kom hingað um Eimmleytið og bað mig að líta eftir baminu. En ég neitaði því. Þá bað hún Úr glæpadeild vaxmyndasafnsins þar sem sýnd eru morðvopn og þess háttar hlutir, tengdir nafntoguðum glæpum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.